Dagur - 03.02.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. febrúar 1996 - DAGUR - 5
Það er manninum mikilvægt að þekkja
rætur sínar og vita um sinn uppruna.
Fjölskyldu- og ættartengsl skipta flesta
máli og margir sem leggja töluvert á sig
til að rækta ættartengslin. Slíkt kostar
stundum ferðalög milli landshluta eða
jafnvel nálægra landa. Þegar ættingjarn-
ir búa hinum megin á hnettinum vandast
hins vegar málið. Um síðustu jól og ára-
mót fór Þórir V. Þórisson, læknir á Dal-
vík, í langþráða heimsókn til Kólumbíu,
sem er land móður hans. Heimsóknin var
sú fyrsta í rúma tvo áratugi og því urðu
miklir fagnaðarfundir þegar Þórir birtist
í Kólumbíu ásamt konu sinni og börnum
og heilsaði upp á móðurfólkið sitt. Dagur
leit við hjá þeim hjónum fyrir skömmu
og spjallaði við þau um nýafstaðna ferð
og lífið í Kólumbíu.
Eins og fyrr segir er móðir Þóris frá Kól-
umbíu en faðir hans er íslenskur. Foreldrar
Þóris kynntust á Spáni þegar bæði voru þar
við nám. Þórir fæddist á Islandi og hefur
búið þar lengst af. Hann var þó í Kólumbíu
í nokkur ár fyrir sex ára aldurinn og síðan
aftur í þrjú ár þegar hann var unglingur og
gekk þar í gagnfræðaskóla en hefur ekki
kontið til landsins síðan þá. En hvers vegna
ákvað hann að fara í heimsókn núna þegar
svo langt var um liðið síðan hann bjó þar?
„Eg er búinn að vera á leiðinni lengi og
þessi heimsókn var löngu orðin tímabær,“
segir Þórir. Hann hefur haldið tengslum við
Þórir V. Þórisson og Sigrún Bjarnadóttir ásamt dóttur sinni, Önnu Elvíru. Synir þeirra, Bjarni og Vilhjálinur, voru úti að leika sér
þegar myndin var tekin. Mynd: Al
Rætumar toga
fjölskyldu sína í Kólumbíu bæði í gegnum
móður sína og einnig hefur hann hitt sum
frændsystkini sín annars staðar í heiminum.
„Þetta er mjög stór fjölskylda. Mamma á
fimm systur og þær eru allar með mörg
börn og þeirra börn eru komin með börn.
Þar fyrir utan eru síðan heil hersing af fjar-
skyldari frændum og frænkum en fjöl-
skyldutengslin í Kólumbíu eru mjög sterk
og algengt að stórfjölskyldan haldist sam-
an,“ segir hann.
Börnin skemmtu sér vel
Kona Þóris, Sigrún Bjamadóttir, og bömin
þeirra þrjú, Bjami, sem er tíu ára, hin sex
ára gamla Anna Elvíra og Vilhjálmur,
þriggja ára, fóru með Þóri til Kólumbíu og
var þetta fyrsta ferð þeirra til landsins. Þórir
og Sigrún em sammála um að ferðin um
jólin hafi verið mikið ævintýri, ekki síst fyr-
ir börnin. „Þau eiga þarna heilmikið af
frændsystkinum og gátu leikið sér við þau
vandræðalaust þó þau skildu ekki tungumál
hvers annars. Sá elsti gat reyndar tjáð sig
svolítið á ensku og bjargaði sér furðu vel,“
segir Þórir. Sjálfur talar hann spönsku og
hefur haldið málinu vel við þó langur tími
sé liðinn síðan hann var síðast í þessum
heimshluta.
Sigrún segir að sér hafi þótt landið ynd-
islegt og miðað við það sem hún hafi heyrt
áður var fátæktin minni en hún bjóst við.
Þórir tekur undir þetta og segir fátækra-
hverfin hafa breyst mikið síðan hann bjó í
Kólumbíu. „í löndum í kring eru hús í fá-
tækrahverfum mikið til úr pappa og báru-
jámi en þama voru múrsteinshús. Sum voru
kannski ekki fullkláruð en engu að síður
traustar byggingar. Það hefur greinilega
verið gert átak í að byggja upp fátækra-
hverfið."
Meira líf og kæti
Kólumbía er staðsett norðarlega í Suður-
Ameríku og á landamæri að Venesúela,
Brasilíu, Perú, Ekvador og Panama. íbúar
eru rúmlega 32 milljónir en í höfuðborg-
inni, Bogotá, þar sem ættingjar Þóris eiga
heima, búa milli sex og sjö milljónir. Menn-
ingin er talsvert frábrugðin íslenskri menn-
ingu og segir Þórir að það sem helst ein-
kenni menninguna sé að í Kólumbíu sé
meira líf og kæti en á íslandi. „Allt er hrað-
ara og líflegra. I tónlistinni er hraðari taktur,
í myndlistinni eru litimir skærari og áfram
mætti telja. Eðli Suður-Ameríkana er öðru-
vísi en Islendinga og þeir em mjög opnir,“
segir Þórir og Sigrún samsinnir, segist strax
hafa tekið eftir þessu lífi og hve íbúamir
væru opnir og ættu auðvelt með að tjá sig.
Þegar spurt er um uppbyggingu þjóðfé-
lagsins segir Þórir að í Kóluntbíu sé þjóðfé-
lagið ójafnara en á Islandi. Þar sé rneira unt
ríkidæmi og meira um fátækt. Þó sé þessi
munur víða meiri í öðrum löndum Suður-
Ameríku. I Kólumbíu er eiturlyfjafram-
leiðsla töluverð og Þórir segir augljóst að
þjóðfélagið líði mikið fyrir skipulagða
glæpastarfsemi sem tengist eiturlyfjafram-
leiðslunni. Hann hafi þó ekki orðið var við
ofbeldi heldur fremur afleiðingar þess of-
beldis sem gengið hefur yfir síðasta áratug-
inn. „Öryggisráðstafanir eru alls staðar. All-
ar stofnanir eru með vopnaða verði og oft
eru líka verðir fyrir utan einkaheimili. Þegar
ég bjó þama fyrir tuttugu árum var þetta
ekki svona. Við vöndumst þessu þó fljótt og
verðimir veita manni frekar öryggi," segir
hann.
Á hestbaki í Kólunibíu. Lengst til vinstri er Anna Elvíra, þá Þórir og síðan Sigrún.
Strangheiðarlegt fólk
Þó Þórir sé hálfur Islendingur og hálfur
Kólumbíumaður segist hann alltaf líta á sig
sem íslending. Hann viðurkennir þó að kól-
umbísku ræturnar togi oft í hann. Hann
reynir að vera stoltur af landinu og þykir oft
erfitt að hlusta á fréttir þaðan í fjölmiðlum
þar sem þær eru nær undantekningarlaust
neikvæðar. „Meirihluti fólks í Kólumbíu er
strangheiðarlegur og mjög trúaður. Það er
aðeins lítill minnihluti sem svertir ímynd
landsins. En eiturlyfjabarónamir hafa mútað
mörgum embættismönnum og stjómmála-
mönnum og þessi spilling gegnsýrir því
þjóðfélagið. Það ríkir mikil tortryggni því
þó flestir séu heiðarlegir eru óheiðarlegir
menn inn á milli og ekki vitað hverjir eru
handbendi kókaínbaróna og hverjir ekki.
Stundum lauma glæpamennirnir peningum í
kosningasjóði heiðarlegra stjómmálamanna
án þess að upp um það komist fyrr en
seinna. Þannig sá þeir fræjum efasemda og
almenningur veit í rauninni aldrei hvort
stjómmálamaðurinn hafi þegið mútur eða
ekki,“ segir Þórir og nefnir nýlegt dæmi um
eiturlyfjapeninga sem fundust í kosninga-
sjóði forsetans. Enginn viti hvaðan þessir
peningar séu komnir og spuming hvort ein-
hver hafi laumað þeim inn til að reyna að
klekkja á forsetanum.
Signdu sig í bílnum
Kólumbíumenn em kaþólikkar og trúin
spilar mjög stórt hlutverk í daglegu lífi
fólks. Sigrún segist hafa tekið eftir að fólk
hafi ýmist talnabönd eða krossa fyrir ofan
öll rúm og sumstaðar sé jafnvel stytta af
Jesú á krossinum fyrir ofan hjónarúmið.
„Mér fannst þetta mjög hlýlegt," segir hún.
Fjölskyldan var farin að verða fyrir
áhrifum frá þessari sterku trú og Sigrún seg-
ir að hún hafi verið farin að signa sig í hvert
sinn sem hún fór í bíl áður en hún fór af
stað í umferðina. „Við höfum aldrei gert
þetta heima en þama gerðu þetta allir og
það hafði áhrif. Börnin voru farin að signa
sig líka. Það er skrýtið að um leið og við
komum heirn hættum við þessu,“ segir hún
hugsandi og veltir fyrir sér að kannski væri
ekki að vitlaust að signa sig hér heinta líka.
Það er augljóst að ferðin til Kólumbíu er
fjölskyldunni enn í fersku minni og Sigrún
viðurkennir fúslega að hún hafi heillast af
þessu landi sem á svo stóran hlut í Þóri. En
kæmi til greina að búa í landinu? „Eftir
þessa ferð væri ég alveg til í að vera þama
kannski í einhverja mánuði en það væri of
stórt stökk að flytja," segir Sigrún. Sem
stendur er þó ekkert slíkt í bígerð hjá fjöl-
skyldunni og þó Kólumbía heilli stendur
Dalvík líka alltaf fyrir sínu. AI