Dagur - 03.02.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 3. febrúar 1996
„Ég ætla að verða eins og pabbi,“ segja litlir guttar gjarnan
með blik í augum þegar þeir eru spurðir um framtíðina.
Faðirinn er þeirra hetja og fyrirmynd. Sú hefð að sonur taki
við af föður er þó ekki eins algeng nú og áður. Þeir valkostir
sem ungt fólk stendur frammi fyrir hafa aldrei verið fleiri og
talið er sjálfsagt og eðlilegt að hver og einn velji sér starfs-
grein sem honum hugnast, óháð starfi foreldra. Sumir kjósa
engu að síður að starfa á svipuðum vettvangi og faðirinn og
reyndar eru það ekki aðeíns synir, heldur einnig dætur, sem
kjósa að feta í fótspor föðurins. Dagur náði tali af nokkrum
ungum mönnum og einni konu sem öll eiga það sameiginlegt
að starfa við það sama og faðir þeirra.
Vinitum út um allan bæ
I fótspor
feðranna
undir hans stjórn. Báðir segja þeir
að samvinnan gangi vel og aldrei
nein illindi í gangi. Algengt er að
smiðir vinni saman tveir og tveir í
sjálfstæðum rekstri og Sigurður
viðurkennir að hann hafi stundum
langað í sjálfstæðan rekstur. Sem
stendur kann hann þó vel við sig
hjá bænum og því ekki á leiðinni
að hætta þar í bráð. En stefnir son-
urinn að því að verða yfirsmiður
eins og pabbinn?
„Nei, ekkert frekar. Möguleik-
amir eru margir og ég á eftir að
sjá hvemig þetta þróast hjá mér.
Hvort ég fari út í að vinna sjálf-
stætt og eins er orðið algengt að
smiðir ráði sig sem umsjónarmenn
að einhverjum húsum.“
Eldhúsinnrétting í uppáhaidi
Gunnar og Sigurður eru spurðir
hvort þeir eigi sér einhvern uppá-
haldshlut sem þeir hafi smíðað en
þeir segja erfitt að benda á eitt-
hvað sérstakt. „Þegar ég lærði
voru ýmsir smáhlutir sem ég
þurfti að smíða og ég man m.a.
annars eftir einum skáp sem ég
held að systir mín eigi. Það sem
mér finnst einna best eftir mig, og
var mikið nostur við, er hins vegar
eldhúsinnrétting sem við pabbi
smíðuðum í blokkaríbúð sem ég
bjó í en nú er ég fluttur þaðan. En
þetta er öðruvísi hjá okkur en t.d.
húsgagnasmiðum, sem eru meira í
því að smíða staka hluti,“ segir
Sigurður. Gunnar á einnig erfitt
með að nefna einstakan hlut. „Ég
smíðaði einhverja útidyrahurð
sem sveinsstykki. Ég veit ekki
einu sinni hvar hún er. En mér
finnst ég oft eiga mikið í þessum
stöðum sem við erum að vinna á.“
AI
Bæjarsmiðimir á Akureyri sjá um
viðhald og alla smíðavinnu í þeim
byggingum og stofnunum sem
heyra undir Akureyrarbæ. Yfir-
smiður er Gunnar Éðvaldsson en
sonur hans, Sigurður, vinnur
einnig sem smiður hjá bænum og
er því undir stjórn föður síns.
Sigurður byrjaði í smíðavinnu
14 ára gamall og vann þá sem
handlangari í sumarvinnu. Hann
fór í menntaskóla í eitt ár en þegar
hann var átján ára ákvað hann að
velja sér sama lífsstarf og pabbi
hans og verða smiður. „Mér féll
ágætlega við þessa vinnu og
fannst hún eiga vel við mig.
Einnig var auðvelt fyrir mig að
komast á samning," segir Sigurður
um ástæðu þess að smiðsstarfið
varð fyrir valinu.
Gunnar segir að sér hafi litist
ágætlega á ákvörðun Sigurðar en
auk hans á Gunnar tvo aðra syni
og eina dóttur. Sigurður er elstur
en ekkert hinna bamanna hefur
sýnt því áhuga að verða smiður.
Hvorki faðir Gunnars né afi voru
smiðir og því tæpast hægt að full-
yrða að löngunin til að smíða sé í
blóðinu þó sonurinn hafi ákveðið
að velja sama starf og faðirinn.
Skapandi vinna
Sigurður segir að honum þyki
skemmtilegt að vinna sem smiður
því starfið sé skapandi. „Árangur-
inn af því sem ég geri sést alltaf.
Hjá bæjarsmiðunum er vinnan
líka fjölbreytt. Við erum út um
allan bæ á mörgum stofnunum og
heimilum. Ég hugsa að ég hefði
ekki áhuga á að vinna bara í
einhverju einu ákveðnu verki,“
segir hann og sama er upp á ten-
ingnum hjá Gunnari, fjölbreytnin
og hinn skapandi þáttur er það
sem heillar hann mest í þessu
starfi.
Verksvið þeirra feðga eru
nokkuð ólík þar sem Gunnar er
yfirsmiður og Sigurður vinnur
Sigurður Gunnarsson (t.v.) og faðir hans Gunnar Eðvaidsson eru báðir siniðir og vinna hjá Akureyrarbæ.
Mynd: BG
Alltaf haft áhuga á dýrum
Þróunin í jafnréttismálum hefur
leitt til þess að mörg störf sem áð-
ur voru hefðbundin karla- eða
kvennastörf eru nú opin báðum
kynjum. Það eru því ekki einungis
synir heldur einnig dætur sem feta
í fótspor feðranna og er Elfa
Ágústsdóttir, dýralæknir á Akur-
eyri, dæmi um dóttur sem valdi
sér sama starf og faðirinn.
Faðir Elfu, Ágúst Þórleifsson,
hefur starfað sem dýralæknir síð-
an 1958, eða í tæpa fjóra áratugi.
Hann er héraðsdýralæknir fyrir
vesturhluta Eyjafjarðarumdæmis
og sér lika um alla kjötskoðun í
sláturhúsum á svæðinu. Elfa er
hins vegar sjálfstætt starfandi
dýralæknir í sveitinni og sinnir
gæludýrum og hestum í þéttbýl-
inu.
Bæði Ágúst og Elfa lærðu
dýralækningar í Osló og segist
Ágúst ekki hafa haft hugmynd um
áhuga Elfu á að verða dýralæknir
fyrr en eftir að hún tók stúdents-
próf og þau voru í heimsókn í
gamla skólanum hans í Noregi.
Elfa segir hins vegar að áhuginn
hafi alltaf blundað í sér þó hún
hafi ekki haft hátt um hann í
fyrstu. En hvemig leist Ágústi á
ákvörðun Elfu um að læra dýra-
lækningar?
„Ég skipti mér í rauninni ekkert
af því og hvorki hvatti hana né
latti. Undir niðri hafði ég samt
gaman af því og fannst gott að
hún hefði kynnst einhverju starfi
sem hún hefði ánægju af.“
Er flott þarna inni?
Sem stelpa fylgdist Elfa með
pabba sínum að störfum og fór oft
með honum í vitjanir. „Mér fannst
óskaplega gaman að fara með
pabba og hef alltaf haft áhuga á
dýrum,“ segir Elfa. Ágúst rifjar
upp fyrstu minninguna um Elfu
þegar hún fór með honum í vitjun.
Hún var þá fjögurra eða fimm ára
gömul og var að fylgjast með
pabba sínum skoða kú innvortis.
Þegar það er gert þarf að fara með
hendina, alveg upp að öxl, inn í
gegnum endaþarminn og upp í
gömina. Mörgum þykir óþægilegt
að fylgjast með þessum aðgerðum
en þegar Ágúst hafði lokið verk-
inu spurði sú stutta: „Var flott
þama inni?“
„Hún er sjálfsagt búin að kynn-
ast því núna að það er ekki allt
flott og fallegt þarna inni,“ segir
Ágúst og hlær að endurminning-
unni.
Samskipti við fólk mikilvæg
Elfa er ein sex systkina en ekkert
hinna fór að læra dýralækningar
heldur hafa þau hvert valið sína
leið í lífinu. „Elsti bróðir minn er
olíuverkfræðingur, ég er næst í
röðinni, síðan systir sem er
þroskaþjálfi, ein sem er sjúkraliði,
hinn bróðirinn sem er í doktors-
námi í líffræði og yngsta systir
mín er að læra tannsmíði," segir
Elfa.
Faðir Ágústs var sjómaður og
bóndi og því ekki hægt að rekja
áhugann á dýralækningum til
hans. Ágúst segir hins vegar að á
bænum hafi verið dýr, þar á meðal
kindur, og ef sauðburðurinn gekk
illa hafi skapast ógurlegt ástand.
„Þá var alltaf sóttur handlaginn
maður sem var lagfærinn við dýr.
Ég fylltist mikilli lotningu fyrir
þessum manni og hvemig hann
leysti málin og kannski var hann
kveikjan að þessum áhuga," segir
hann.
- Hvað annað en samvistin við
dýrin gerir starf dýralæknisins eft-
irsóknarvert?
„Jú, það er gaman að ferðast í
náttúrunni allan ársins hring. Ég
er minn eigin herra og sem betur
fer finn ég oft að ég geri gagn,“
svarar Ágúst og Elva bætir við að
mikilvægt sé að hafa gaman af að
umgangast fólk því stór þáttur í
starfinu sé samskipti við dýraeig-
endur.
íslendingar skynsamir
Hluti af starfi Elfu er að sinna
gæludýrum og stundum þarf hún
að taka erfiðar ákvarðanir, t.d. í
þeim tilfellum þegar þarf að svæfa
dýr sem eru veik eða slösuð. Hún
segir að Islendingar séu enn bless-
unarlega skynsamir í þessum efn-
um og yfirleitt gangi ágætlega að