Dagur - 03.02.1996, Blaðsíða 13

Dagur - 03.02.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 3. febrúar 1996 - DAGUR - 13 Svört og sérstœö Þótt kynþáttamisrétti og fordóm- ar í garð litaðs fólks hafi ef til vill ekki verið áberandi í Bretlandi á við það sem gerist í Bandaríkjun- um, þar sem t.d. heil tónlist- arstefna, rappið, hefur beinlínis þrifist á gagnkvæmu kynþátta- hatri, svo kaldhæðnislega og mótsagnakennt sem það nú hljómar, þá er langt því frá að t.a.m. blökkumenn þar í landi finni ekki fyrir fordómum og minnihlutaandúð. Því til stað- festingar eru orð sem yfirmaður lögreglunnar í London, Paul Condon, lét falla án rökstuðnings sl. sumar um að svartrir ungling- ar væru þeir sem mest bæru ábyrgð á innbrotum í borginni. Vöktu þessi orð hörð viðbrögð og lét þar ekki sitt eftir liggja söngkonan Skin, í hinni þá ört- vaxandi og skörpu rokksveit Skunk Anansie. Á tónleikum sem haldnir voru ekki löngu eftir að Condon lét þessi orð falla, skartaði þessi 28 ára þeldökka og krúnurakaða songkona bol með áletrun, þar sem sagði vægt til orða tekið að „Condon væri hræsnari". Vakti þetta að sönnu mikla athygli og átti sinn þátt í að undirbúa jarðveginn fyrir út- komu fyrstu plötu Skunk An- ansie, Paranoid & Sunburnt, sem svo kom út um miðjan septem- ber. Rammpólitísk Það er hávær, áleitin, svolítið fönkuð en jafnframt melódísk rokktónlist, sem Skin (sitt rétta nafn kýs hún ekki að gefa upp) og félagar hennar, bassaleikarinn Cass, gítarleikarinn Ace og nýi trommarinn Mark Richardson, bera á borð sem umbúnað utan um það sem þó virðist ekki skipta síður máli, hárbeitta og rammpólitíska texta, þar sem Skin skefur ekki utan af því eins og sagt er. Hún segir þó reyndar í viðtölum að það fari henni bet- ur að syngja og semja lög, en samt sé það nú þannig með til- vist Skunk Anansie, að frá upp- hafi hafi hún haft boðskap með í för, ekki bara áreitna tónlistina með innantómum textum. Því sé Öhjákvæmilegt að fólk líti á sig sem pólitíska. Auk þess að fjalla - söngkonan Skin hristir upp f bresku tónlistariíti ósamt félögum f Skunk Anansie um luæsni og fordóma í textun- um, eru yrkisefnin almennt frek- ar neikvæð og reiðiþrungin. Þó ekki þunglyndisleg, eins og t.d. hjá sumum Seattlesveitunum, þannig að þeir skapa sér nokkra sérstöðu. Sú staðreynd að Skunk Anansie er kröftug rokksveit með blakka konu í leiðtogahlutverk- inu, gerir það síðan að verkum að sérstaða hennar er óh'íræð. Uppgangur Skin og félaga sem hefur verið stigvaxandi, þykir því vera hinn jákvæðasti þegar allt kemur til alls og þau þótt hleypa nýju lífi í breskt rokk. Á samningi hjá útgáfufyrirtæki Bjarkar Ásamt þeim Cass, Ace og trommaranum Louie, stofnaði Skin Skunk Anansie síðla árs 1993. Hafði hún þá áður stundað háskólanám og m.a. síðar unnið sem híbýlahönnuður, en fengið leið á því. Um ári síðar eða svo, eftir að þau höfðu jafnt og þétt skapað sér nafn innan „indie" geirans með líflegri og kröftugri sviðsframkomu, nældu þau svo í samning við One Little Indian, það merka útgáfufyrirtæki, sem Sykurmolarnir og síðan Björk, hafa verið á mála hjá. Komu fyrst út þrjár smáskífur, Selling Jesus, I Can Dream og Charity, sem vöktu stigvaxandi athygli á hljómsveitinni og eins og áður sagði kom síðan fyrsta platan, Paranoid & Sunburnt, út sl. haust. Fékk hún fínar móttökur og fór beint í áttunda sæti sölu- listans í Bretlandi. Samfara plötunni spilaði Skunk Anansie svo á ýmsum tónlistarhátíðum m.a. á Reading, þar sem sveitin stóð sig frábærlega. Nýjasta smá- skífan með laginu Weak, er svo rétt komin út og fór í síðustu viku beint í tuttugasta sæti vin- sældalistans. Hér á íslandi hefur Skunk líka náð athygli og hefur platan að sögn selst ágætlega. Búast menn síðan við miklu af Skunk Anansie í framhaldinu, enda á ferðinni ein af ferskari fyr- irbærunum í breskri rokktónlist um þessar mundir. Skin lofar líka meiru, enda segist hún nú sjálf loksins vera komin á rétta hrllu í lífinu. HINÍSLENSKU TÓNLIS TARVERÐLA UN Hin íslensku tónlistarverðlaun verða aflrent í þriðja sinn nú 15. febrúar. Eru þar margir kallaðir að venju en fáir útvaldir. Þó má telja næsta víst, að Emiliana Torrini og Páll Óskar Hjálmtýsson verði þar í sviðsljósinu, eins og reyndar í fyrra, en þau áttu einna mestu fylgi að fagna í útgáfunni nú fyrir jólin. HVÍTA HERBERGIÐ Fyrir þá tónlistaraðdáendur sem ekki vita, er rétt að vekja athygli á ansi hreint skemmtilegum og fjöl- breyttum tónlistarþætti, sem Sjón- varpið hefur sýnt eina tvo þætti af á sunnudagseftirmiðdögum. Nefnast þessir þættir Hvíta her- bergið, White Room, og eru breskrar ættar. Kemur þarna við sögu allskyns rokk og popp með yngri sem eldri listamönnum, jannig að úr verður hin skemmti- egasta blanda. POPP Therapy? Trommari hættur. THERAPY? Therapy?, rokksveitin stórgóða frá írlandi hefur nú séð á eftir trommuleikara sínum, Fyfe Ew- ing, sem ákvað fyrir stuttu að hætta þar sem hann treysti sér ekki til að halda áfram í löngum og ströngum tónleikaferðum, eins og sveitin hefur jafnan farið í. Kemur þetta sér nokkuð illa nú þar sem Therapy? er í þann mund að leggja í fimm mánaða tónleika- ferð um Bandaríkin í kjölfar út- gáfu á Infemal Love þar í landi. Mun þó einhver tími vera til stefnu og er nú a.m.k. einn inni í myndinni. Nefnist hami Buck og er nú sem stendur í annarri írskri sveit, Joyrider. THE BEATLES ANTHOLOGY 2 Átjándi dagur marsmánaðar hefur nú verið nefndur sem útgáfudagur The Beatles Anthology 2. Kemur þetta safn númer tvö sem kunnugt er í kjölfar þess fyrsta, sem kom út í nóvember samfara nýju heimild- armynda-þáttunum um Bítlana. Smáskífa með nýju lagi kemur út líklega 3. mars. RAGE AGAINST THE MACHINE Eftir meira en hálfs árs tafir, sér nú loks fyrir endann á upptökum rokksveitarinnar árásargjörnu, Rage Against The Machine, á sinni annarri plötu, sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvænt- ingu. Fíefur sveitin, sem heimsótti okkur íslendinga árið 1993, nú lokið upptökum á plöturmi og gera áætlanir ráð fyrir að hún komi á markað 18. mars. Verður nafn hennar Evil Empire. MAGNÚS ÚEIR ÚUÐMUNDSSON Músíktilraunir nólgast Einn af föstu punktunum í ís- lenskri popptónlistartilveru hvert ár, Músíktilraunir Tónabæjar og íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur, eru nú enn einn ganginn famar að nálgast. Verður þetta í 14. skiptið sem þessi hljómsveitar- keppni fer fram og má segja að hún hafi þjónað nokkuð vel þeim tilgangi sínum að gefa ungum og upprennandi tónlistarmönnum tækifæri á að koma sér og sinni tónlist á framfæri. Því til staðfest- ingar má nefna sem dæmi að þrjár af þeim hljómsveitum sem sigur hafa borið úr bítum síðustu fimm árin, Kolrassa krókríðandi (1992), Maus (1994) og sigurvegarar síð- asta árs, Botnleðja, hafa allar spjar- að sig ágætlega og eru starfandi að fullum krafti. Maus og „Kolröss- ur" eru nú til að mynda að sjá fram á útgáfu erlendis, sem segir sitt um ganginn hjá þessum sveit- um nú um stundir. Að þessu sinni verða undanúr- slitakvöldin í Músíktilraunum fjögur, 14., 21., 22. og 28. mars og úrslitakvöldið verður síðan 29. mars. Er skráning nú þegar hafin og geta þær norðlensku sveitir sem áhuga hafa á að vera með, haft samband við Tónabæ í síma 5535935 og 5536717 á milli kl. 10 og 22 alla virka daga fram til 8. mars. Verður norðlenskum sveit- um sem og öðrum af landsbyggð- inni gefin kostur á 40% afslætti af flugi með Flugleiðum af þessu til- efni. Á síðasta ári áttu Akureyr- ingar eina sveit í úrslitum, sem þá kallaðist Border. Nú nefnist hún hins vegar Flow og hefur á síðustu mánuðum tekið upp nokkur lög, sem m.a. heyrðust á Frostrásinni um og fyrir jólin. Kolrassa er ein afþeim sigurvegurum Músíktilrauna, sem hafa spjarao sig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.