Dagur - 03.02.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 03.02.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. febrúar 1996 - DAGUR - 9 Árin níu með meistarcrflokki KA Friðfinnur spilaði með meist- arafiokki KA í fótbolta um níu ára skeið, hætti þegar hann var 27 ára. „Mörgum fannst ég hætta full snemma. Mér fannst það hins vegar ekki og fyrst eftir að ég hætti sá ég mest eftir því að hafa ekki hætt fyrr. Ég hafði ekki haft nógu og gaman af fótboltanum síðustu tvö, þrjú árin. En það var skemmtilegt að vera hluti af lið- inu hjá KA, félagsskapurinn var frábær og það var það sem hélt mér þetta lengi. Ég var hins veg- ar ekki nógu ánægður með sjálf- an mig á vellinum og ef maður er ekki ánægður með sjálfan sig þá skiptir engu hvað hinum finnst. Núna er ég hættur að svekkja mig á því að hafa ekki hætt fyrr í fótboltanum. Hættur að hugsa um það að ég hefði getað gerl allt mögulegt annað við tímann heldur en að spila með meist- araflokki. Ég er búinn að átta mig á því að ég græddi alveg rosalega á þeim tíma sem fór í fótboltann. Sú reynsía nýtist mér í lífi og starfi í dag. Ég bý að því líkamlega að hafa verið í svona góðri þjáifun svo árum skipti, það er engin spurning að ég bý enn að því. Svo lærir maður svo mikið á því að stunda hópíþrótt eins og fótbolta, um mannlegt eðli og hópanda. Ég þroskaðist á því að vinna í hóp og áttaði mig á því hvað andlega hliðin er mikilvaeg, hópandinn, stemmn- ingin. Ég finn það í dag í því starfi sem ég gegni að þessi reynsla er gífurlega mikilvæg. Það gildir alveg nákvæmlega það sama á vinnustað eins og á vellinum, það þarf að vera góður andi, það þarf að vera gaman og menn þurfa að vinna saman sem eitt lið. Svo eignaðist ég frábæra vini í fótboltanum, sem ég á enn í dag og það er ákaflega dýrmætt. Eitt sinn skáti ávallt skáti Ég var líka í skátunum á mínum yngri árum og það er ótrúlega góður félagsskapur. Nú er að hefjast kraftmikið skátastarf hér á Húsavík og ég vonast til þess að að því komi að ég geti stutl það starf. landinu bæði í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu ef vel er á spilun- um haldið. Sungu santan í kór Barnaskóla íslands Eiginkona Friðfinns heitir Berglind Svavarsdóttir. Hún er dóttir Svav- ars Eiríkssonar, skrifstofustjóra hjá Vegagerð ríkisins á Norðurlandi eystra á Akureyri, og Margrétar Bimu Sigurbjömsdóttur, deildar- hjúkrunarfræðings á slysadeild Fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri. „Við sáumst fyrst í Bamaskóla Islands. Við sungum saman í Bamaskólakórnum. Foreldrar okk- ar þekktust og við vissum því hvort af öðru í gegnum tíðina en það var í lok menntaskólaáranna sem við byrjuðum að vera saman. Við fórum svo bæði í Háskólann en Berglind er lögfræðingur og starfar sem fulltrúi Sýslumannsins á Húsavík. Við eigum einn þriggja ára son, Frey. Leiðin til Húsavíkur Raunar var það upphafið að Húsa- víkurdvöl okkar að Berglind fékk þetta starf hjá sýslumannsembætt- inu og fyrstu árin starfaði ég á Ak- ureyri og keyrði á milli. Þegar ég svo flutti hingað fór ég að starfa hjá Endurskoðunarmiðstöðinni Coopers & Lybrand. Ég vann þar í tvö og hálft ár og það var mjög lærdómsríkur tími. Það var svo al- gjör tilviljun að ég sótti um þetta starf hér á sjúkrahúsinu en því starfi hef ég gegnt töluvert á annað ár og líkar mjög vel. Þetta er skemmtilegt starf og hér innan veggja er skemmtilegt fólk. í starf- inu nýtist mér bæði viðskiptafræði- menntunin, sú starfsreynsla sem ég hef og svo reynslan af því að vinna með fólki bæði í skátunum og á fótboltavellinum. Líst ekki á fjarstýrða heilbrigðisþiónustu - Nú kreppir að sjúkra- og heilsu- gæslustofnunum. Er ekki erfitt að mæta sífellt auknum kröfum um sparnað og aðhald í rekstri? „Við erum búin að spara og spara og það er eilífðar verkefni að hagræða og nýta sem best það fjár- magn sem við höfum úr að spila. Nú eru hugmyndir í gangi um miklar stjómk.erfisbreytingar í heil- brigðismálum, þar sem stefnt er að því að það verði ein yfirstjóm heil- brigðismála í hverju kjördæmi. Það þýðir væntanlega að okkur yrði stjómað frá Akureyri, þó enginn hafi sagt það enn, og mér líst ekki vel á það að heilbrigðisþjónustu Þingeyinga sé stjómað frá Akur- eyri, og raunar ekki heldur frá Reykjavík. Ég held að það sé slæmt að vera einhverskonar útibú án nokkurrar eigin stjómar og ég hef ekki trú á því að Þingeyingar sætti sig við það. Þeir hafa mei-ri metnað en svo. Mér finnst líka koma til greina að sveitarfélögin í Þingeyjarsýslu sameinist um að taka yfir alla heil- brigðisþjónustu á svæðinu. Að þau hreinlega semji við ríkið um að taka við þessari þjónustu og hafi þetta þá allt í sinni hendi. Heil- brigðisþjónustu íbúanna alveg frá vöggu til grafar. Á sjúkrahúsinu á Húsavík er verið að skipuleggja sóknina Það hefur líka verið rætt um að leggja niður skurðstofuna og fæð- ingadeildina hér á Húsavík en við viljum berjast fyrir því að það verði ekki gert. Við höfum mörg rök fyrir því og ég held að íbúarnir sætti sig ekki við að missa þessa þjónustu og það öryggi sem hún veitir. Hirts vegar viljum við gjarn- an fá meiri nýtingu á skurðstofuna og emm að vinna í þeim málum. Þrátt fyrir allan spamað og að ef til vill megi segja að við eigum í vök að verjast þá hugsum við til framtíðar með jákvæðum hug. Við emm að skipuleggja sóknina, enda trúi ég því að sókn sé besta vömin. Við emm að fara í gegnum það, starfsfólkið á sjúkrahúsinu, hvar styrkur okkar liggur. Getum við sérhæft okkur í einhverju eða boð- ið upp á eitthvað nýtt? Það eru margar skemmtilegar hugmyndir r gangi, sem verið er að skoða. Við höfum metnað til þess að fá hingað sjúklinga annarsstaðar að af land- inu og þess vegna úr öllum heimin- um, við lokum ekkert á það þó það sé fjarlægara. Sjúkrahús Þingeyinga En fyrst og síðast verður sjúkra- húsið að vera þannig að Þingeying- ar vilji nýta þjónustu þess og starfsfólkið hefur sannarlega metn- að til þess að svo megi verða. Síð- asta fimmtudag var stofnað styrkt- arfélag við sjúkrahúsið og í því er fólk úr allri Þingeyjarsýslu. Ég er sannfærður um það að þetta félag getur gert alveg ómetanlega hluti fyrir sjúkrahúsið. Við viljum líka fá inn fleiri eignaraðila að sjúkra- húsinu, þá hreppa innan sýslunnar sem ekki eru aðilar að sjúkrahús- inu í dag. Þannig verður sjúkrahús- ið öflugt sjúkrahús allra Þingey- inga, enda vil ég breyta nafninu á sjúkrahúsinu og skýra það Sjúkra- hús Þingeyinga. Við emm að vinna í þessu á fullu, það tekur óhemju tíma og kallar á rnikla orku en er skemmti- legt og spennandi, miklu skemmti- legara heldur en að liggja í vöm- inni. Ormur Óðinsson = Friðfinnur Hermannsson Snúum okkur að Ormi Oðinssyni, vandræðagemlingnum með góða hjartað, sem er aðalpersónan í leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Gauragangi. Persónunni sem þú ljærð líf á fjölunum hjá Leikfélagi Húsavíkur þessa dagana. Hvemig náðuð þið saman þú og Ormur? „Leiklistarferill minn er nú ekki viðamikill. Fyrst steig ég á fjalim- ar í Leikhúsinu á Akureyri á árshá- tíð Bamaskóla íslands þegar ég var tólf ára, þá lék ég Grámann í Garðshomi. Að öðru leyti hef ég aldrei leikið fyrr en á síðasta ári. Þá gekk ég til liðs við Leikfélag Húsavíkur og lék Bubba Lester í Tobaco Road.“ Var það bara klíka? - Hvað varð til þess að þú fórst að starfa með leikfélaginu? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Einhverjum datt í hug að tala við mig með þetta hlutverk í huga. Nánasti samstarfsmaður minn á sjúkrahúsinu, Regína Sigurðar- dóttir, launafulltrúi sjúkrahússins, er formaður leikfélagsins svo sennilega var þetta bara klíka.“ - Svo þú mættir á æfingu? „Já, ég fór á eina æfingu, þetta kitlaði mig, að vita hvort ég gæti leikið. María Sigurðardóttir var leikstjóri og ég vissi fyrir fram að hún er mjög góður leikstjóri með mikla reynslu. Þess vegna sagði ég að ef hún teldi að ég gæti tekist á við þetta hlutverk þá mundi ég láta á það reyna, og svo lét ég vaða. Ég var svo heppinn að aðrir leikarar voru með mikla reynslu, sem var ómetanlegt fyrir mig, byrjandann, sérstaklega þar sem hlutverk Bubba er töluvert viðamikið.“ Geðbilun - Fékkstu þar með bakteríuna? Var þetta skemmtilegt? „Já, þetta var mjög gaman en þetta tekur ofsalegan tíma. Það er dálítil geðbilun að fara út í svona lagað með krefjandi vinnu ef þú ætlar að sinna fjölskyldu þinni. Þetta er eigingjarnt og svolítið illa gert gagnvart fjölskyldunni og um leið er engin glæta í að taka þátt í svona starfi nema með stuðningi fjölskyldunnar." - Hvenær lauk sýningum á Tob- aco Road? Kvöldverður í leik- húsinu í sex vikur „Það var í maí og þá hafði tömin staðið síðan í janúar. Þegar síðustu sýningu lauk datt mér ekki í hug að ég myndi taka þátt í öðru leik- riti á næstunni en svo endaði með því að ég tók að mér aðalhlutverk- ið í Gauragangi aðeins fjórum mánuðum seinna. Mig langaði mikið til þess og það var tekin sameiginleg ákvörðun um það á heimilinu að ég tæki hlutverkið að mér. Það þýddi það að ég kom ekki heim til mín nema yfir blá nóttina í sex vikur. Ég fór í leik- húsið beint úr vinnunni, borðaði þar og var þar fram á nótt alla virka daga, alla laugardaga og nokkra sunnudaga. Konan mín varð því að sjá algjörleg ein um rekstur heimilisins og son okkar meðan á æfingum stóð.“ Raularinn og pratýsöngvarinn kominn á sviðið - Kom ykkur Ormi vel saman? „Já, já, það var ögrandi verk- efni að taka hann að sér. í upphafi, þegar ég tók þátt í Tobaco Road, var spennandi að vita hvort ég gæti leikið en í Gauragangi var það spumingin urn það hvort ég gæti sungið. Ég vissi að það var það hættulegasta við þetta verkefni því ég er ekki mikill söngvari, en ég er vanur raulari. Það hefur alla tíð verið mikil tónlist á mínu heimili en við erum ekki tónlistar- fólk þó við getum öll sungið og spilað á gítar, nema þá Tómas bróðir. Hins vegar getum við verið íslandsmeistarar í partýsöng ef því er að skipta. Fyrir hlutverk Orms var ein- faldlega gerð prufa og tónlistar- stjórinn kvað upp þann dóm að þetta væri í lagi og þá var það bara í lagi. Nú er ljóst að þetta gengur alveg og það er uppbyggjandi og þroskandi að takast á við ný og krefjandi verkefni eins og þessi hlutverk hafa verið.“ Að láta á það reyna - Þú ert óhræddur við að taka að þér erfið verkefni? „Já, ég hef þá trú að maður geti allt. Það verður þá bara að koma í ljós ef maður getur það ekki en fyrst verður að láta á það reyna, það gerist ekkert öðruvísi. Ég er ekkert hræddur við það að mér mistakist ef ég hef lagt mig allan fram, ég hef lært að tapa. ' - Heldur þú að þú verðir með í næsta verkefni leikfélagsins? „Nei, það ætla ég ekki að gera. En ég á eflaust eftir að leika aftur því þetta er baktería sem er erfitt að losna við. Það er líka stórkost- legt að starfa með Leikfélagi Húsavíkur. Þar er valinn maður í hverju rúmmi, reynslumikið og liæft fólk, sem er sannfært um að það geti allt, þar er nóg af þing- eyska loftinu sem mér finnst svo mikilvægt." KLJ Friðfinnur og Berglind með soninn Frey. Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.