Dagur - 12.03.1996, Blaðsíða 3
FRETTIR
Þriðjudagur 12. mars 1996 - DAGUR - 3
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
Tilmæli frá
félagsmálaráðherra
Bæjarráð tók á fundi sínum sl.
fimmtudag fyrir erindi frá félags-
málaráðherra þar sem þeim til-
mælum var beint til sveitarstjóma
og hönnuða að nota íslensk bygg-
ingarefni þegar sýnt þyki að þau
standist gæða og verðsamanburð
við erjend. Bæjarráð samþykkti að
vísa erindinu til byggingadeildar
og veitustofnana.
Ekki athugasemd við
veiíingaleyfi
Sýslumaðurinn á Akureyri leitaði
umsagnar bæjarráðs um umsókn
Vilhelms Ágústssonar fyrir hönd
Vertus ehf. um leyfi til að reka
veitingastofu að Hafnarstræti 26
(áður Blómahúsinu) á Akureyri.
Bæjarráð gerði ekki athugasemd
við leyfisveitinguna.
Fallið frá tilboði í akstur
Gylfi Ásmundsson og Jónsteinn
Aðalsteinsson hafa fallið frá til-
boði sem þeir gerðu í akstur
starfsfólks að og frá Skjaldarvík
en bæjarráð hafði samþykkt að
ganga til samninga við þá um
aksturinn.
KA veitt veðheimild
Bæjarráð hefur samþykkt ósk
Knattspyrnufélags Akureyrar þar
sem óskað er heimildar til að veð-
setja fasteign félagsins við Dals-
braut til tryggingar láni að upp-
hæð 5,5 milljónir. Vísað er í um-
sókninni til ákvæða í samstarfs-
samningi félagsins við Akureyrar-
bæ um byggingu íþróttahúss.
„Fækkun afurða-
stöðva er engin lausn“
„Það eitt og sér að fækka slátur-
eða vinnsluhúsum er engin
lausn. Hins vegar þarf að efla
samvinnu vinnslustöðva og
skerpa á verkaskiptingu þeirra.
Til slíkra hluta eru til fjármunir,
sem meðal annars eru bundnir í
búvörusamningi. Þá eigum við
Rýmingaráætlun vegna snjóflóðahættu:
„Viðleitni til að
byggja upp
itrasta öryggi“
Veðurstofa íslands, Háskóli ís-
lands og Almannavarnir ríkisins
hafa kynnt rýmingaráætlun fyr-
ir átta sveitarfélög, sem byggir á
tímabundinni lausn á rýmingar-
málum úr húsum sem teljást á
hættusvæði gagnvart hugsanleg-
um snjóflóðum, þ.e. þegar snjó-
flóðahætta steðjar að. Sveitarfé-
lögin eru Patreksfjörður, Flat-
eyri, Bolungarvík, Isafjörður að
Hnífsdal meðtöldum, Súðavík,
Siglufjörður, Seyðisfjörður og
Neskaupstaður.
Hafþór Jónsson, settur forstjóri
Almannavarna ríkisins, segir að í
hverju snjóflóðagili séu búin til í
lóðréttum fleti þrjú rennslisstig
snjóflóða. Á stigi I er snjósöfnun
talin hófleg en þó að því marki að
búast megi við minni háttar snjó-
flóði úr viðkomandi gili og því
gæti þurft að rýma nokkur hús; á
stigi II er snjósöfnunin meiri og
aukin snjóflóðahætta og veður og
vindátt varasöm og húsum fjölgar;
á stigi III er veðurlag og snjósöfn-
un með þeim hætti að það gæti
krafist mjög umfangsmikillar
rýmingar á húsum í viðkomandi
byggðarlagi, jafnvel verulegan
hluta bæjarins. Hafþór segir þessa
áætlun byggja að nokkru leyti á
þeirri reynslu sem fékkst í Súða-
vík og á Flateyri og að snjóflóð
geti fallið utan allra þekktra marka
eins og var úr Skollahvilft ofan
Flateyrar. Greinargerð mun fylgja
hverju gili eða snjóflóðahættu-
svæði, sem m.a. felur í sér upplýs-
ingar um í hvaða vindátt og við
hvaða skilyrði það er talið hættu-
legt. Rýmingaráætlunin byggir á
reglugerðum og lögum um vamir
gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
„Þessi rýmingaráætlun er við-
leitni til að byggja upp ítrasta ör-
yggi gagnvart fbúunum miðað við
þær aðstæður sem ríkjandi eru á
hverjum tíma. Auk áðurgreindra
rennslisstiga er viðkomandi bæjar-
félagi skipt niður í reiti með bók-
stöfum og þegar viðvörun berst
frá Veðurstofunni fylgir henni
ábending hvaða reit eða reiti eigi
að rýma hverju sinni. Þessari áætl-
un fylgir rýmingarkort, sem Veð-
urstofan sendir viðkomandi sveit-
arfélögum og verður dreift til allra
heimila og fyrirtækja í viðkom-
andi sveitarfélagi. Auk þess mun
stærra upplýsingakort liggja
frammi á skrifstofu viðkomandi
sveitarfélags. Borgarafundir verða
svo væntanlega haldnir fyrir íbú-
ana til kynningar á rýmingaráætl-
uninni,“ sagði Hafþór Jónsson.
GG
Héraðsdómur Norðurlands eystra:
Dæmdur fyrir
kynferðisbrot
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt
Heiðar Jónsson, snyrti, í 30 daga fangelsi, skilorðs-
bundið í 2 ár, fyrir kynferðisbrot gagnvart 18 ára
pilti.
I ákæruskjali embættis rfkissaksóknara er ákærða
gefið að sök að hafa laugardaginn 23. september sl. á
gistiheimili á Akureyri með lostugu athæfi sært
blygðunarsemi piltsins og sýnt honum kynferðislega
áreitni.
I dómi Héraðsdóms, sem Ólafur Ólafsson, héraðs-
dómari, kvað upp sl. föstudag, kemur fram það mat
dómsins að frásögn ákærða fyrir dómi hafi verið í
nokkrum atriðum brotakennd og ótrúverðug, þar á
meðal að því er varðar myndatökur piltsins og minn-
isleysi að hluta um innihald samræðna þeirra í her-
bergi á gistiheimilinu. Héraðsdómur segir að í þessu
samhengi beri að líta til þeirrar staðhæfingar ákærða
að hann hafi verið vansvefta, örvinglaður og lítillega
undir áfengisáhrifum. Á hinn bóginn sé það óumdeilt
að ákærði hafi hafið máls á kynferðislegu málefni og
öðru atferli því tengdu eftir stutt kynni af piltinum.
Héraðsdómur Norðurlands eystra álítur að fram-
burður piltsins hafi verið stöðugur við alla meðferð
málsins og í aðalatriðum trúverðugur, þar á meðal á
lýsingu á andlegri líðan eftir samskiptin við ákærða.
Við meðferð málsins fyrir Héraðsdómi Norður-
lands eystra lá fyrir skýrsla sálfræðings, dagsett 20.
október sl„ sem var byggð á viðtölum við piltinn auk
persónuleikaprófs. Þar kemur fram að pilturinn hafi
orðið fyrir kynferðislegri áreitni sem þá hafi valdið
honum mikilli og alvarlegri andlegri vanlíðan, sem
hann eigi sjálfur erfitt með að horfast í augu við.
Mikilvægt sé að pilturinn skipti um búsetu og fái
góða faglega aðstoð til að vinna bug á þáverandi
ástandi hans, til að það setji ekki alvarleg og varanleg
merki á líf hans. Að tilhlutan skipaðs verjanda
ákærða kom fyrir dóminn annar sálfræðingur, sem
hafði haft uppi athugasemdir við persónuleikaprófið.
Fyrir dómi lét sálfræðingurinn þá skoðun í ljós að ef
eingöngu væri litið til persónuleikaprófsins mætti
ætla að pilturinn væri að ýkja vanlíðan sína og eftir
atvikum að gera sér upp veikindi.
Lögmaður piltsins hafði uppi miskabótakröfu fyrir
hans hönd að upphæð kr. 200 þúsund auk þóknunar
vegna lögmannsaðstoðar kr. 42 þúsund.
Héraðsdómur féllst á miskabætur að upphæð kr.
70 þúsund og 30 þúsund í þóknun vegna lögmanns-
aðstoðar. Þá var ákærða gert að greiða 65 þúsund
krónur í sakarkostnað og sömu upphæð til skipaðs
verjanda. óþh
að nota til þessa - og ná fram
hagræðingu,“ sagði Rögnvaldur
Ólafsson í Flugumýrarhvammi í
Skagafirði í samtali við Dag.
Rögnvaldur lagði við sjötta
mann fram á Búnaðarþingi tillögu
þess efnis að athugað verði hvern-
ig Stofnlánadeild landbúnaðarins
geti komið að hagræðingu og
fækkun afurðastöðva. Einnig
verði kannað hvort Byggðastofn-
un og Framleiðnisjóður landbún-
aðarins geti lagt fram peninga til
hagræðingar og vöruþróunar í
þessari grein. Ennfremur er lagt til
að athugað verði nteð styrki sjóðs-
ins til einstakra búnaðarsambanda
gerist þau aðilar að auknu sam-
starfi afurðastöðva. í núgildandi
búvörusamningi er gert ráð fyrir
200 milljónum kr. til hagræðingar
á þessu sviði.
„Það er brýn nauðsyn að fá af-
urðastöðvar okkar bænda til að
auka samvinnu sína. Að því verð-
um við bændur að stuðla með því
að nota til þess þá fjármuni sem
okkur kunna að vera tiltækir,"
sagði Rögnvaldur Ólafsson. Hann
sagði ennfremur að hagræðing í
þessum rekstri gæti þýtt sérhæf-
ingu vinnsluhúsa, svo sem að ein-
hver þeirra sneru sér að úrvinnslu
en önnur héldu áfram í slátrun.
Það væri sú þróun sem hann vildi
sjá. -sbs.
0PIÐ HUS
í tilefni af 80 ára afmæli Alþýðuflokksins,
Jafnaðarmannaflokks íslands verður Jafnaðar-
mannafélag Eyjafjarðar með opið hús í
Krataborg, Ráðhústorgi 1, í dag þriðjudaginn
12. mars frá kl. 16-19.
Ókeypis
kaffiveitingar.
Allir jafnaðarmenn
velkomnir.
Stjórnin.
r
^^//SS8Wá88S/M88S///SgS///lSSS///lS$S///lSSS///18SS/M,
&
p
I
I
1
I
Ú Nettó
V
Norðlenskir
í matvðruverslunum KEA
dagana 8.-23. mars
Kynningar
þriðjudaginn 12. mars
§ Nettó ...................Bautabúrið
p Hrísalundur.........Kristjánsbakarí
Byggðavegur ... KEA kjötiðnaðarstöð & Brauðgerð
& Svarfdælabúð <;wimni
Ólafsfjörður
Skuggi
Skuggi
uiaisíjorour .............................bkuggi
^ Siglufjörður ..........................Kristjánsbakarí