Dagur - 12.03.1996, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. mars 1996- DAGUR-7
Úrslitakeppni íslandsmótsins í handknattleik:
Dramatík og spenna
Dramatík og taugaspenna eru
þau tvo orð sem lýsa best harðri
baráttu KA og Selfoss á Akur-
eyri í gærkvöldi þegar liðin léku
fyrsta leikinn í úrslitakeppni ís-
landsmótsins í handknattleik.
Slagurinn var harður allan leik-
inn og KA-menn áttu á brattann
að sækja. Þeir jöfnuðu á loka-
sekúndum venjulegs leiktíma og
tryggðu sér framlengingu en það
var ekki fyrr en í seinni hluta
hennar sem þeir tryggðu sér sig-
ur 34:32. Miðað við þennan leik
getur allt gerst í slag liðanna og
sannaðist í leiknum í gær að
núna telur ekki munurinn sem
var á liðunum á töflunni í deild-
arkeppninni.
Selfyssingar voru ákveðnir
strax í byrjun leiksins og tóku for-
ystu sem þeir létu ekki af hendi í
bráð. Um miðjan hálfleikinn kom-
ust þeir í fjögurra marka mun 10:6
en þá breyttu KA-menn vörninni
KA-Selfoss 34:32
KA-heimilið, úrslitakeppni Is-
landsmótsins
Gangur leiksins: 1:0, 2:4, 5:6, 6:8,
8:11, 12:11, 14:15, (15:16), 18:20,
20:23, 24:25, 26:26, 28:28, 30:30,
(31:31), 32:32 í hálfleik framleng-
ingar, 34:32.
Mörk KA: Patrekur Jóhannesson
12/1, Julian Duranona 11/4, Jóhann
G. Jóhannsson 5, Björgvin Björg-
vinsson 2, Alfreð Gíslason 2, Leó
Öm Þorleifsson 1, Erlingur Krist-
jánsson 1.
Varin skot: Guðmundur Amar
Jónsson 10, Bjöm Bjömsson 6.
Mörk Selfoss: Valdimar Grímsson
12/3, Einar Gunnar Sigurðsson 6,
Erlingur Richardsson 5, Björgvin
Rúnarsson 4, Sigurjón Bjamason 3,
Einar Guðmundsson 2.
Varin skot: Gísli Felix Bjamason
2, Hallgímur Jónasson 9/1
Dómarar: Gísli Jóhannsson og
Hafsteinn Ingibergsson. Höfðu
ekki taugar í leikinn og virtust óör-
yggir-
og skiptu Bimi inná í markið. Pat-
rekur fór mikinn á þessum leik-
kafla og KA-komst í 12:11. Eftir
þetta var allt í jámum út hálfleik-
inn. Patrekur skoraði 8 mörk í
hálfleiknum og hafði það frum-
kvæði sem þurfti til að bera sókn-
arleik KA uppi.
í byrjun síðari hálfleiks komust
Selfyssingar aftur yfir og héldu
KA-mönnum 1-3 mörkum frá sér.
Hraðinn og taugaspennan var orð-
in mikil á þessum kafla, bæði hjá
leikmönnum og þá ekki síður
dómumm. Til marks um það
fengu Erlingur og Patrekur brott-
rekstra á sömu mínútunni en samt
sem áður náði Jóhann að jafna úr
hraðaupphlaupi og halda KA inni
í leiknum. Hjá Selfyssingum var
Einar Gunnar sterkur en Duranona
komst í gang hjá KA og sýndi þá
fyrst takta sem áhorfendur þekktu.
Jafnt var 26:26 og síðan á öllum
tölum til loka leiksins. Fáeinar
sekúndur voru til leiksloka þegar
Selfyssingar töpuðu boltanum,
einu marki yfir og brotið var á Jó-
hanni hraðaupphlaupi. Duranona
skoraði úr vítinu og tryggði KA
framlenginu á lokasekúndunni.
KA menn léku án Patreks í
framlengingunni en hann fékk
sína þriðju brottvísun undir lok
leiksins. Spennan var óbærileg ut-
an sem innan vallar. Alfreð skor-
aði 32:31 en Valdimar jafnaði úr
víti. í síðari hluta framlengingar-
innar skaut Einar Gunnar framhjá
KA-markinu og Björgvin sömu-
leiðis hinum megin. Dæmt var
skref á Valdimar í sókninni og
Björgin skoraði 33:32. Guðmund-
ur Amar varði í tvígang fyrir KA
og síðasta markið skoraði Jóhann
úr hraðaupphlaupi.
Selfyssingar sönnuðu í leiknum
hversu öflugir þeir eru. Liðið
svignaði en brotnaði aldrei í þess-
um leik og KA-menn þurftu að
taka gríðarlega á til að leggja þá.
Valdimar var sem fyrr traustur,
Alfreð Gísiason er hár á rauðu Ijósi
gegn varnarmönnum Selfyssinga.
Þetta er til marks um baráttuna í
leiknum í gær. Mynd: BG
sem og Einar Gunnar en einnig
léku Björgvin Rúnarsson og Er-
lingur vel.
Markatalan segir allt um varn-
arleikinn hjá KA í leiknum og
sóknarleikurinn hefur oft verið
traustlegri. Patrekur átti glimrandi
fyrri hálfleik og Duranona small í
gang undir lokin en heildin þarf
að batna til að Selfyssingar verði
lagðir á miðvikudag.
Önnur úrslit:
Haukar-FH 25:27
Valur-Grótta 25:22
Stjaman-Afturelding 31:25
Þurfum að bæta allt
„Þetta var erfitt, alveg hrikalega erfitt," sagði Alfreð Gísla-
son, þjálfari KA, þegar sigurinn á Selfyssingum var í höfn.
„Lengi vel fannst mér ekki líta út fyrir að þetta ætlaði að haf-
ast. Hvorki vömin né sóknin gengu eðlilega fyrir sig, hreyf-
ingin á mannskapnum var engan veginn nógu mikil. Mörkin
sem við fengum á okkur voru líka alltof mörg og okkur vant-
aði neistann. Það þarf að bæta aílt fyrir næsta leik, það er al-
veg ljóst. Við verðum að reikna með jafn erfiðum leik á Sel-
fossi en þangað förum við til að vinna. Við þurfum að klára
þetta þar, ekki síst eftir svona erfiðan leik hér heima.“
Köstuðum frá okkur sigrinum
„Fimm er happatalan mín,“ sagði Valdimar Grímsson, þjálfari
Selfyssinga. „Svekkelsið er gríðarlegt en ég er ánægður með
mína menn. Hver einasti maður sem hér var gat séð að við
köstuðum frá okkur sigrinum. Við leiddum í þessum leik en
við ætlum ekki að láta þetta endurtaka sig heima. Við erum á
réttri leið, þetta kemur hægt og hljótt en við sýnum á mið-
vikudag hvemig við svörum KA- mönnum."
Jón Arnar Magnússon náöi bronsverðlaununum í sjöþraut á Evrópumeistaramótinu í Stokkhólmi:
Var oneitanlega svekktur
Jón Arnar Magnússon, frjáls-
íþróttamaður á Sauðárkróki,
náði frábærum árangri um
helgina á Evrópumeistaramóti í
frjálsum íþróttum innanhúss.
Mótið var haldið í Stokkhólmi
og varð Jón Arnar í þriðja sæti
í sjöþraut, þrátt fyrir mistök í
60 metra grindahlaupi sem að
öllum líkndum kostuðu hann
sigurinn á mótinu.
„Æfingamar eru að skila sér
og þessi árangur segir mér að ég
er á réttri leið, hann er í samræmi
við það sem ég hef verið að gera
á æfingum hér heima að undan-
fömu,“ sagði Jón Amar í gær-
kvöld, nýkominn heim á Sauðár-
krók. „Eg er ánægður með allar
greinarnar í Stokkhólmi nema
grindina. Þar var æsingurinn orð-
inn of mikill og maður ætlaði sér
um of. Ég get ekki neitað því að
ég var svekktur því maður horfði
á eftir gullverðlaununum. En eftir
1000 metrana var ég ánægður
með að hafa náð því að komast á
verðlaunapall. Þetta sýndi mér
hins vegar stöðu mina gagnvart
kollegum mínum. Maður nær að
hanga í þeirn þrátt fyrir að hafa
klikkað svona illa í einni grein.“
Framundan eru þrotlausar æf-
ingar hjá Jóni Arnari. Hann mun
rn.a. dvelja í Bandaríkjunum í
fimm vikur í vor við æfingar
ásamt fjölskyldu sinni og Gísla
Sigurðssyni, þjálfara. í lok maí
tekur hann þátt í tugþrautarmóti í
Götritz og síðan verður Evrópu-
bikarkeppnin í tugþraut í júní.
Sjöþrautin í stokkhólmi
Jón Arnar leiddi sjöþrautar-
keppnina á Evrópumeistaramót-
inu eftir fyrri daginn og árangur-
inn hjá honum var glæstur strax í
upphafi móts. Hann byrjaði á því
að hlaupa 60 metrana á 6,89 sek-
úndum sem var næst besti árang-
urinn í hlaupinu og gaf honum
922 stig. Hann náði síðan foryst-
unni með því að stökkva 7,70
metra í langstökki sem gaf hon-
um 985 stig. Hann varpaði kúl-
unni 15,92 metra og fékk fyrir
það 846 stig og lauk síðan
keppninni í laugardaginn með
því að stökkva 2,02 í hástökkinu
sem gaf honum 822 stig og hann
hafði 145 stiga forskot eftir
fyrstu fjórar greinarnar. Þetta er
þriðji besti árangur sem náðst
hefur eftir fyrri dag í sjöþrautinni
og ekki að undra að mikil spenna
hafi verið fyrir seinni daginn.
Áfallið kom í fyrstu greininni á
sunnudagsmorgun, 60 metra
grindahlaupi, þegar Jón Amar rak
fótinn í aðra grind og féll við.
Hann náði þó að klára hlaupið á
tímanum 8,91 sek. Fyrir það fékk
hann 766 stig. í stangarstökkinu
bætti hann eigin árangur verulega
með því að komast yfir 4,95 sem
gaf honum 895 stig. Síðasta
greinin var svo 1000 m hlaup og
þar varð hann í 5. sæti á tímanum
2.43.63 og fékk 833 stig fyrir.
Samtals fékk Jón Arnar 6069 stig
í sjöþrautinni og náði bronsverð-
launum sem óhætt er að telja
glæsilegan árangur þó hann hefði
vafalítið orðið enn glæstari ef
óhappið í 60 metra grindahlaup-
inu hefði ekki kornið til. óþh/JÓH