Dagur - 12.03.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 12. mars 1996
ÍÞRÓTTIR
Karfa - Úrslitakeppni úrvalsdeildar:
Njarðvíkurlestin
stöðvaðist ekki
á Sauðárkróki
- Tindastóll úr leik í úrslitakeppninni
Tindastólsliðið, sem hafnaði í mátti játa sig sigrað í leiknum
áttunda sæti deildarkeppninnar, gegn deildarmeisturum Njarð-
víkur á laugardag, þegar liðin
mættust á Sauðárkróki. Heiina-
menn höfðu í fullu tré við
Njarðvíkurliðið framan af báð-
um hálfleikjunum en skorti síð-
an þrek til að velgja gestunum
undir uggum á lokamínútunum.
Lokatölur urðu 68:78 og Tinda-
stóll er því úr leik, en Islands-
meistararnir frá því í fyrra eru
komnir í undanúrslit keppninn-
ar.
Tindastóll byrjaði af krafti og
hafði frumkvæðið fram að miðj-
um fyrri hálfleik. Liðið lék mjög
vel framan af, en Njarðvíkingar
voru frekar mistækir í sóknum
sínum. Staðan var 19:12 um miðj-
an hálfleikinn, en þá var eins og
Njarðvíkurliðið skipti um gír,
skoraði nítján stig gegn einu á
fimm mínútna kafla og breytti
stöðunni í 20:31 og óhætt er að
segja að á þessum mínútum hafi
vörn heimamanna verið galopin.
Njarðvíkurliðið hélt þessum mun
út hálfleikinn, staðan í leikhléi
33:44.
I síðari hálfleiknum komu
heimamenn grimmir til leiks, náðu
að herða vömina og spiluðu vel í
sóknarleiknum. Á meðan gekk lít-
Tindastóll-Njarðvík 68:78
íþróttahúsið á Sauðárkróki (Sfkið),
8-liða úrslitakeppnin í körfuknatt-
leik, síðari leikur.
Gangur leiksins: 8:6, 19:12,
20:31, 26:38, (33:44), 37:48,
54:54, 57:64, 63:72, 68:78.
Stig Tindastóls: Hinrik Gunnars-
son 15, Pétur Guðmundsson 14,
Torrey Jolin 13, Omar Sigmarsson
9, Amar Kárason 8, Lárus Dagur
Pálsson 6, Atli Þorbjömsson 3.
Þriggja stiga körfur: 4 úr 22 til-
raunum.
Vítaskot: 10afl5.
Liðsvillur: 25.
Fráköst: 32 (12 í sókn - 20 í
vöm).
Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygs-
son 26, Rondey Robinsson 23, Jó-
hannes Kristbjömsson 16, Rúnar
Ámason 6, Sverrir Þór Sverrisson
3, Kristinn Einarsson 2, Friðrik
Ragnarsson 2.
Þriggja stiga körfur: 2 úr 6 til-
raunum.
Vítaskot: 15 af 31.
Liðsvillur: 20.
Fráköst: 45 (7 í sókn - 38 í vöm).
Dómarar: Leifur Garðarsson og
Bergur Steingrímsson. Dæmdu
mjög vel.
Áhorfendur: 420.
Torrey John hafði oft bctur í baráttunni við varnarmenn Njarðvíkinga á
iaugardaginn en það dugði ekki til. Tindastólsmenn voru þar með slegnir út
í úrslitakeppninni um Isiandsmeistaratitilinn. Mynd: BG
ið upp hjá gestunum. Torrey John
jafnaði metin um miðjan síðari
hálfleikinn, 54:54 með þriggja
stiga körfu. Njarðvíkingar keyrðu
þá upp hraðann að nýju og á kafl-
anum sem eftir fylgdi virtist þreyt-
an vera farin að segja til sín í
Tindastólsliðinu, sem keyrði að
mestu á byrjunarliðinu. Þegar
fimm mínútur voru eftir, fór Hin-
rik Gunnarsson útaf með fimm
villur og þar með slokknaði á síð-
asta neista Stólanna.
Þríeykið, Hinrik, Pétur Guð-
mundsson og Torrey John voru
bestu leikmenn Tindastóls. Hinrik
var atkvæðamikill í fráköstum og
drjúgur undir körfu Njarðvíkinga.
Pétur var mjög sterkur í fyrri hálf-
leik og Torrey John, sem skoraði
aðeins tvö stig í fyrri hálfleiknum,
var sérstaklega drjúgur framan af
síðari hálfleiknum þegar Tinda-
stóll náði að vinna upp forskot
Njarðvíkur.
Rondey Robinson var besti
maður Njarðvíkur, hitti með af-
brigðum vel í fyrri hálfleiknum og
var liðinu mjög mikilvægur á
lokakaflanum. gg/fe
Handbolti - Úrslitakeppni 2. deildar:
Orþreyttir Þórsarar náðu
öðru stiginu gegn Breiðabliki
Margar hendur á lofti!
Sævar Árnason, þjálfari og leik-
maður Þórs, svífur inn að markinu.
Lið hans tryggði sér þrjú stig um
helgina í úrslitakeppni 2. deildar í
handknattleik.
Mynd: BG
„Ég get ekki annað en verið
mjög ánægður með törnina. Við
erum búnir að spila fímm leiki á
átta dögum og ná níu stiguin af
tíu mögulegum. Því er hins veg-
ar ekki að neita að menn voru
orðnir gífurlega þreyttir í leikn-
um gegn Breiðabliki, en leik-
menn sýndu mikinn karakter
með því að vinna sig upp á síð-
ustu mínútunum og jafna leik-
inn,“ sagði Sævar Árnason,
þjálfari og leikmaður Þórs, sem
lék tvo leiki í úrslitakeppni 2.
deildar um helgina og náði í
þrjú stig.
Þórsarar fóru til Hafnarfjarðar
á föstudaginn og sigruðu ÍH
17:22, þar sem Þórsarar höfðu
yfirhöndina nær allan leikinn.
Daginn eftir lék liðið gegn Breiða-
bliki í Kópavogi og skildu liðin
jöfn eftir hnífjafna baráttu, 25:25.
Þórsarar léku að mestu án
tveggja lykilmanna í ferðinni, Páll
Gíslason leikstjórnandi var veikur
og Geir Aðalsteinsson meiddur á
ökkla. Þorvaldur Sigurðsson tók
við hlutverki Páls á miðjunni og
Gauti Einarsson lék f hominu og
báðir léku vel gegn ÍH. Þórsarar
leiddu leikinn nær allan tímann,
um tíma var jafnt, 8:8 en Þórsarar
skoruðu síðustu þrjú mörk fyrri
hálfleiksins. Það forskot hélst síð-
an óskert í síðari hálfleiknum og
sigur Þórs var aldrei í hættu.
Það leit lengi vel út fyrir að
Breiðablik mundi vinna sigur á
laugardaginn. Þórsarar höfðu yfir í
leikhléi 12:13, en þreyta fór að
segja til sín í liðinu í síðari hálf-
leiknum. Breiðablik náði til að
mynda þriggja marka forskoti
20:17 með því að skora fimm
mörk í röð og stuttu síðar var stað-
an 22:20. Þórsarar náðu hins veg-
ar að komast inn í leikinn að nýju,
jöfnuðu og fengu tvívegis færi til
að komast yfir á lokamínútunum,
það gekk ekki eftir en Sævar
Kristjánsson, markvörður Þórs,
sem varði tvö vítaköst í leiknum,
tryggði liðinu annað stigið með
því að verja skot úr aukakasti á
lokasekúndunum.
Næsti leikur Þórs er gegn topp-
liðinu Fram annað kvöld á Akur-
eyri.
ÍH-Þór 17:22
Iþróttahúsið við Strandgötu í
Hafnarfirði.
Mörk ÍH: Ólafur Thordersen 6/3,
Ólafur Magnússon 4, Guðmundur
Sigurðsson 4, Bragi Lárusson 1,
Sæþór Ólafsson 1, Guðjón Stein-
grímsson 1.
Mörk Þórs: Samúel Ámason 7,
Sævar Ámason 6/3, Atli Már Rún-
arsson 4, Gauti Einarsson 2, Ing-
ólfur Samúelsson 1, Páll Gíslason
1, Þorvaldur Sigurðsson 1.
Dómarar: Marinó Njálsson og
Aðalsteinn Ömólfsson.
Breiðablik-Þór 25:25
íþróttahúsið Smárinn í Kópavogi.
Mörk Breiðabliks: Sigurbjöm
Narfason 11, Ragnar Kristjánsson
4, Erlendur Stefánsson 4, Guðjón
Hauksson 3, Magnús Blöndal 2,
Bragi Jónsson 1.
Mörk Þórs: Sævar Ámason 11/4,
Atli Már Rúnarsson 6, Jón Kjartan
Jónsson 2, Logi Már Einarsson 2,
Páll Gíslason 2, Þorvaldur Sig-
urðsson 1, Samúel Ámason 1.
Dóntarar: Ólafur Haraldsson og
Gunnar Kjartansson.
Hvað sögðu
þeir eftir
leikinn?
Tilbúnir í hvaða
lið sem er
„Miðað við aðstæður var þetta
mjög góður sigur hjá okkur,“
sagði Hrannar Hólm og átti þá
við erfitt ferðalag liðsins með
rútu til Sauðárkróks, en
Njarðvíkurliðið komst ekki á
leikstað, fyrr en rétt áður en
ieikurinn átti að hefjast.
„Við komumst ekki í gang
fyrr en undir lok fyrri hálf-
leiksins, en í síðari hálfleikn-
um héldu menn að þetta væri
búið. Tindastólsmenn voru
samt ekki búnir að gefast upp,
en leikur okkur small saman
og á síðustu tveimur mínútun-
um var þetta orðið mjög ör-
uggt,“ sagði Hrannar.
„Það skiptir ekki öllu hvort
við mætum Keflavík eða KR í
undanúrslitunum, við erum til-
búnir í hvaða lið sem er. Það
væri þó óneitanlega rneiri
stemmning fyrir því að mæta
Keflvtkingum.
Vantaði hreyf-
ingu í sóknina
„Við byrjuðum mjög vel og
brutum upp svæðisvörnina
sem þeir hafa verið að vinna
okkur á. Það má hins vegar
aldrei gera mistök á móti
þeim, þá refsa þeir okkur um
leið með hraðaupphlaupum.
Það vantaði meiri hreyfingu í
sóknarleikinn hjá okkur á
tímabili í síðari hálfleiknum,
menn tóku ótímabær skot og á
sarna tíma gekk ekki að hafa
hemii á Rondey (Robinson),“
sagði Hinrik Gunnarsson, fyr-
irliði Tindastóls.
Ljómandi gott
aðsigra
„Það var ljómandi gott að sigra
og fá þar með góða hvíld fram
til fimmtudags. Þetta var rnik-
ill baráttuleikur og við máttum
ekki slaka á því Tindastóis-
menn voru þá komnir upp að
okkur. Eftir að þeir náðu að
jafna í síðari hálfleiknum, fór-
um við að spila af meiri skyn-
semi og lékum mikið upp á
Rondey (Robinson), sem var
alveg frábær í þessum ieik,“
sagði Teitur Örlygsson, leik-
maður Njarðvíkur.
Mikil orka í að
vinna upp muninn
„Það vantaði herslumuninn
eftir að við komumst inn í
leikinn um miðjan síðari hálf-
leikinn. Það fór hins vegar
mikil orka í að vinna upp mun-
inn og við voruin óheppnir
með skotin, boltinn dansaði oft
á hringnum," sagði Lárus Dag-
ur Pálsson, leikmaður Tinda-
stóls.
„Njarðvík er rneð mjög gott
lið, ekki bara sóknarlega séð.
Leikmenn liðsins eru líkam-
iega sterkir og spila mjög góða
vörn. Þeir hafa mikla reynslu
og hún á eftir að færa þeint ís-
landsmeistaratitilinn."