Dagur - 12.03.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 12.03.1996, Blaðsíða 11
ENSKA KNATTSPVRNAN Þriðjudagur 12. mars 1996 - DAGUR - 11 SÆVAR HREIÐARSSON Oryggid á oddinn Tveir leikir fóru fram í 6. umferð ensku bikarkeppninnar um helg- ina auk þess sem einn endurtekn- ingarleikur var leikinn í 5. um- ferð. Öllum leikjunum lauk með jafntefli enda spiluðu liðin af var- kárni og engin áhætta var tekin. í 5. umferð gerðu Nottingham For- est og Tottenham 1:1 jafntefli en Forest sigraði 3:1 í vítaspyrnu- keppni. f 6. umferð skildu Chels- ea og Wimbledon jöfn 2:2 og Leeds og Liverpool gerðu marka- laust jafntefli. í gærkvöld léku síðan Manchester United og Southampton en úrslit voru ekki ráðin þegar blaðið fór í prentun. Dregið hefur verið um hvaða lið mætast í undanúrslitum keppn- innar. Nottingham Forest eða As- ton Villa leikur gegn Leeds eða Liverpool og Chelsea eða Wim- bledon gegn Manchester United eða Southampton. Leikimir í undanúrslitunum verða laugar- daginn 31. mars. Leeds og Liverpool mættust á Elland Road á sunnudag og þrátt fyrir fyrirheit um skemmtilegan leik gerðist mjög lítið áhugavert - mikið um daður en ekkert kossa- flens. Leeds breytti leikaðferð sinni og spilaði með fimm manna vöm, líkt og Liverpool hefur notað í vet- Hart barist í leik Leeds og Liverpool. Phil Babb og John Scales, varnarmenn Liverpool, berjast hér um boltann í loftinu en Svíinn Tomas Brolin horfir undrandi á. ur með góðum árangri. Gestirnir áttu ekkert svar og leikurinn var fyrir vikið ekki mikið fyrir augað. Örfá færi litu dagsins ljós og það besta fékk Nigel Worthington fyrir Leeds en Phil Babb náði að bjarga á síðustu stundu. Robbie Fowler og Stan Collymore, sem saman hafa skorað 26 mörk í undanfömum 16 leikjum, voru slakir og lítið ógn- andi. Fjör færðist í leikinn á loka- kaflanum og Leeds var nálægt því að tryggja sér sigurinn en tókst ekki. Liðin mætast að nýju á Anfi- eld Road þann 20. mars. Sjaldan hefur leikur lofað eins góðu en skilað jafn lítilli ánægju fyrir áhorfendur og blaðamenn heimtuðu skýringar. Howard Wilk- inson, stjóri Leeds, sætti mikilli gagnrýni á blaðamannafundi eftir leikinn fyrir að leika vamarleik á heimavelli. Eg sagði við leikmenn mína í hálfleik að þeir ættu að leika skemmtilegri fótbolta. Farið út á völlinn og gefið andstæðingunum tvö mörk. Síðan eiga tveir að leggjast á völlinn og láta Liverpool skora þrjú mörk og við getum farið brosandi heim, sagði Wilkinson háðuglega við blaðamenn. Við spil- uðum við Liverpool í janúar þar sem að Gary Kelly var rekinn útaf og við töpuðum 0:5 og þá sögðu allir að við gætum ekkert og spiluð- um illa. í dag fengum við engin mörk á okkur og enn er fólk sem segir að við getum ekkert. Eg er ánægður með hversu agað við leik- um og vörðumst vel, sagði Wilkin- son. Wimbledon gefst aldrei upp og liðið sannaði það enn einu sinni um helgina. Robbie Earle kom Wim- bledon yfir gegn Chelsea í síðari hálfleik en Mark Hughes jafnaði metin. Ruud Gullit fékk aðstoð vamarmanns til að koma Chelsea yfir níu mínútum fyrir leikslok og heimamenn héldu að sigurinn væri í höfn. En strax í næstu sókn jafn- aði Dean Holdsworth fyrir Wim- bledon með góðum skalla eftir sof- andahátt vamarmanna Chelsea. Markvörðurinn Mark Crossley var hetja Nottingham Forest þegar liðið sigraði Tottenham í víta- spymukeppni á White Hart Lane. Crossley varði þrjú víti og tryggði Forest sætið í fjórðungsúrslitunum. Bryan Roy hafði komið Forest yfir snemma leiks en Teddy Shering- ham, fyrrum leikmaður Forest, jafnaði fyrir Spurs beint úr auka- spyrnu. Crossley fékk skammir frá Dennis Wise og félagar hans í Chelsea náðu aðeins jafntefli á heimavelli gegn Wimbledon. Hér fær Wise að finna fyrir tökkunum frá Dean Holds- worth, sem skoraði jöfnunarmark Wimbledon. stjóra sínum, Frank Clark, fyrir ranga staðsetningu en hann átti eftir að bæta það upp. Crossley varði víti frá Clive Wilson, Rony Rosent- hal og lokavítið frá Teddy Shering- ham en Ian Walker, markvörður Spurs, varði einungis víti Hollend- ingsins Bryan Roy. Stuart Pearce, Ian Woan og Steve Chettle skoruðu út vítum Forest en Ruel Fox var einn um að nýta vítaspymu fyrir Spurs. Þetta er bara spurningin um að giska rétt, sagði Crossley í leiks- lok. Þrír leikir fóru fram í úrvals- deildinni. Aston Villa lagði QPR og West Ham átti ekki í vandræð- um með Middlesbrough en Coven- try virðist vera að bjarga sér frá falli og náði jafntefli á síðustu stundu gegn Everton. Savo Milosevic hefur fundið leiðina í markið og skoraði þriðja mark sitt í tveimur leikjum gegn QPR. Daniel Dicho jafnaði fyrir QPR og fékk síðan gullið færi til að bæta við marki en skallaði framhjá. Kevin Gallen fór betur með sitt færi og kom gestunum yfir en Villa var ekki á því að tapa stigum á heimavelli. Dwight York jafnaði og kom liðinu yfir á ný með tveimur mörkum og til að kóróna allt saman skoraði Steve Yates sjálfsmark undir lokin. Lokastaðan 4:2 fyrir Villa. Villa varð fyrir áfalli í leiknum þegar miðvörðurinn Gareth South- gate haltraði útaf meiddur á ökkla og líklega verður hann ekki með liðinu þegar það mætir Forest í fjórðungsúrslitum FA bikarsins á miðvikudag. Gamla brýnið Gordon Strachan var maðurinn á bak við glæsilega endurkomu Coventry gegn Ever- ton. Duncan Ferguson hafði komið Everton í 2:0 um miðjan fyrri hálf- leik en miðvörðurinn Liam Daish náði að minnka muninn með skalla fyrir hlé. Noel Whelan, leikmaður Coventry, fór meiddur útaf í fyrri FA bikar- keppnin 6. umferð Leeds-Liverpool 0:0 Chelsea-Wimbledon 2:2 0:1 Robbie Earle (54.) 1:1 Mark Hughes (70.) 2:1 Ruud Gullit (81.) 2:2 Dean Holdsworth (82.) 5. umferð Tottenham-N. Forest 1:1 (Forest sigraði 3:1 í vítakeppni) 0:1 Bryan Roy ( 9.) 1:1 Teddy Sheringham (33.) Úrvalsdeild: Úrslit Aston Villa-QPR 4:2 l:0Savo Milosevic (18.) 1:1 Daniel Dichio (50.) 1:2 Kevin Gallen (59.) 2:2 Dwight Yorke (65.) 3:2 Dwight Yorke (80.) 4:2 Sjálfsmark Yates (82.) Everton-Coventry 2:2 LODuncan Ferguson (17.) 2:0 Duncan Ferguson (25.) 2:1 Liam Daish (38.) 2:2 Paul Williams (85.) West Ham-Middlesbrough 2:0 1:0 Iain Dowie ( L) 2:0 Julian Dicks ( 59,/víti) Staðan Newcastle 28 19 4 5 52:26 61 Man. United 29 18 6 5 56:29 60 Liverpool 28 16 7 5 56:24 55 Aston Villa 3016 7 7 46:28 55 Arsenal 2913 9 7 39:27 48 Tottenham 28 13 9 6 35:25 48 Everton 3013 8 9 46:32 47 Chelsea 2911 10 8 35:31 43 N.Forest 2811 10 7 38:39 43 Blackburn 2912 61143:3442 West Ham 3012 612 35:39 42 Leeds 2711 51133:39 38 Middlesbr. 30 9 7 14 28:4134 Sheff.Wed. 29 7 814 39:4929 Coventry 29 5 12 1237:53 27 Wimbledon 28 6 814 40:56 26 Man.City 29 6 815 21:4326 Southampton 27 5 1012 27:40 25 QPR 30 6 4 2026:48 22 Bolton 29 5 4 2029:5819 DÉIl ■ Ian Wright hefur farið fram á að verða seldur frá Arsenal vegna ósætt- is við Bruce Ioch, framkvæmdastjóra. Wright á 4 ár eftir af samningi sfnum við Arsenal en hann segir þetta hafa verið óumflýjanlegt. Eg hef verið óánægður í langan tíma. Það hafa ákveðnir hlutir gerst í vetur sem særa mig mjög, segir Wright. Chelsea þyk- ir líklegast til að næla í kappann en Arsenal fer sennilcga fram á að fá um 2 milljónir punda fyrir Wright, sem er orðinn 32 ára. West Ham hefur einnig mikinn áhuga en sættir sig sennilega ekki við hátt kaupverð og launakröfur kappans. ■ Manchester City hefur bætt í út- lendingahersveit sfna. Á föstudag gerði City samning við svissneska tengiliðinn Guiseppe Mazzarelli, sem leikið hefur með FC Zuricli. Hann er 22 ára og hefur leikið með U-21 árs landsliði Sviss. Samið hefur verið um kaupverð en það ekki geftð upp. Til að byrja með verður Mazzarelli í láni til City út tímabilið. hálfleik eftir samstuð við Neville Southall. Sauma þurfti sex spor í höfuð Whelan. Strachan var síðan driffjöðurin í leik Coventry á loka- kaflanum og hóf sóknina sem skil- aði jöfnunarmarkinu, flmm mínút- um fyrir leikslok. West Ham komst yfir eftir að- eins 67 sekúndur gegn Middlesbro- ugh eftir hrikaleg rnistök Gary Walsh, markvarðar Boro. Tony Cottee náði af honum boltanum og Iain Dowie renndi boltanum í autt markið. Julian Dicks skoraði síðara tnark West Ham úr vítaspymu eftir að boltinn hafði skoppað í hönd Neil Cox, varnamtanns Boro. Gest- irnir reyndu að lífga upp á leik sinn með því að senda Brasilíumennina Juninho og Branco inn á en það stoðaði lítið. 1. deild: Urslit Barnsley-Ipswich 3:3 1:0 Neil Redfearn (24./víti) 2:0 Andy Liddell (32.) 3:0 Neil Redfearn (47.) 3:1 lan Marshall (85.) 3:2 lan Marshall (88.) 3:3 Simon Milton (89.) Charlton-Millwall 2:0 1:0 Lee Bowyer ( 5.) 2:0 Carl Leaburn (89.) C. Palace-WBA 1:0 1:0 Dougie Freedman (30.) Huddersfleld-Luton 1:0 1:0 Edwards (75.) Leicestcr-Grimsby 2:1 1:0 Heskey (44.) 1:1 Steve Livingstone (84.) 2:1 Heskey (86.) Norwich-Portsmouth 1:1 1:0 Mike Milligan (13.) LlPauI Hall (38.) Port Vale-Southend 2:1 1:0 Jon McCarthv (10.) 1:1 Joeren Boere (33.) 2:1 LeeGlover (54.) Sheff. Utd.-Stoke 0:0 Sunderland-Derby 3:0 1:0 Craig Russell ( 8.) 2:0 Steve Agnew (32.) 3:0 Craig Russell (67.) Tranmere-Birmingham 2:2 0:1 Andy Legg (39.) 1:1 John Aldridge (40.) 1:2 Jonathan Hunt (62.) 2:2 Rogers (70.) Watford-Oldham 2:1 1:0 Craig Ramage (15.) 2:0 Craig Ramage (49.) 2:1 Sean McCarthy (72.) Wolves-Reading 1:1 0:1 Mick Gooding (17.) 1:1 Mark Atkins (42.) Staðan Derby 3617 13 6 55:40 64 Sunderland 34 1612 6 44:25 60 Charlton 34 14 13 7 48:38 55 Stoke 33 14 11 8 45:34 53 C.Palace 341313 848:40 52 Huddersfield 3314 10 9 46:37 52 Leicester 341213 9 51:4849 Barnsley 34 1212 10 46:5148 Southcnd 3513 9 1340:44 48 Ipswich 32 1211 9 60:49 47 Portsmouth 35 11 11 13 55:55 44 Birmingham 33 11 11 1144:44 44 Millwall 3611 11 14 34:47 44 Norwich 35 10 12 13 45:44 42 Wolves 34 1012 12 44:45 42 T ranntere 33 1011 12 44:40 41 Shelí.Utd. 36 912 15 41:50 39 Reading 33 8 15 10 37:41 39 Grimsby 33 912 12 36:48 39 Luton 34 9 1015 31:45 37 Oldhain 32 8 1212 40:37 36 WBA 3310 617 38:52 36 PortVaie 31 8121137:4336 Watford 33 61215 34:46 30

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.