Dagur - 13.04.1996, Qupperneq 2
IBBBBBBBBBBBI
2 - DAGUR - Laugardagur 13. apríl 1996
FRÉTTIR
Uppsetning á anaabrú
Starfsmenn Véla- og stálsmiðj-
unnar á Akureyri vinna þessa
dagana að uppsetningu brúar á
rifinu framan við skemmtistað-
inn Við Pollinn. Með brú þessari
myndast skemmtileg gönguleið
frá Oddeyrarbryggju inn á
Strandgötu og þaðan áfram upp
í miðbæ, en innan rifsins verður
til skemmtilegur andapollur.
„Þessi framkvæmd kemur
skemmtilega út,“ sagði Guð-
mundur Sigurbjörnsson, hafnar-
stjóri, í samtali við Dag. Að sögn
Guðmundar eiga starfsmenn
Véla- og stálsmiðjunnar að ljúka
sínum verkþætti við þessa fram-
kvæmd í lok þessa mánaðar, en
þá er eftir að leggja malbik á rif-
ið og setja þar upp lýsingu. -sbs.
qS|J!Jl Fræðslufulltrúi Akureyr-
gjlÍlf arbæjar og Verkalýðs-
félagið Eining auglýsa
Sérhæfni-
námskeið
fyrir ófaglært starfsfólk sem vinnur að-
hlynningarstörf í öldrunarþjónustu og á
leikskólum.
Námskeiðið er 100 kennslustundir og hefst
fimmtudaginn 18. apríl nk. og lýkur 3. maí.
Kennsla fer fram í Einingarsalnum, á 2. hæð Al-
þýðuhússins, kennt er alla virka daga frá kl. 8.15
til 15.40, tvo eftirmiðdaga frá kl. 17 til 20 og tvo
laugardaga.
Námskeiðið verður aðeins haldið ef næg þátttaka
næst. Ekki verða teknir fleiri en 20 nemendur (10
frá hvorri deild) og skilyrði er að viðkomandi hafi
lokið kjarnanámskeiði og valgreinanámskeiði. Ef
fleiri en 20 sækja um mun þjónustualdur við Akur-
eyrarbæ ráða því hverjir komast að.
Samkvæmt samningum hefur námskeiðið félög-
um í Einingu eins launaflokks hækkun.
Nánari upplýsingar og skráning .á námskeiðið er
hjá ritara fræðslufulltrúa í síma 462 1000 (innan-
húss 155), mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn
16. apríl.
Fræðslufulltrúi Akureyrar.
BBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBB
D _
I Laugamarkaður
c verður haldinn í íþróttahúsinu á Laugum
sunnudaginn 88. april.
Þeir sem áhuga hafa á að selja varning sinn
Sj á markaðnum eru heðnir að hafa samband
við skrifstofu HSÞ í síma 464 3107, fax 464
3337 fyrir 25. apríl.
Nú verða allir með.
HSÞ.
Jörð til sölu
Jörðin Gilsá I í Eyjafjarðarsveit er til sölu.
Á jörðinni er gott 114 fm. íbúðarhús, gripahús fyrir 20-
30 hesta - áföst er rúmgóð hlaða. Ennfremur véla-
geymsla.
Ræktuð tún eru um 10-12 hektarar. Enginn fram-
leiðsluréttur. Það er hagstætt að fjárfesta í þessari jörð
fyrir duglegt fólk sem vill hafa góða aðstöðu og gott
rými til þess að rækta hross. Á jörðinni er einnig skóg-
rækt.
Hafið samband við
Sími 4611500
Fax 461 2844
Pétur Jósefsson, sölustjóri
Benedikt Ólafsson, hdl.
FASTEIGNA & fl
SKIPASALA ZjS&I
NORÐURLANDS íl
Forstööumaöur Skólaþjónustu Eyþings:
Sex sóttu um
Fiskaflinn
í febrúar
sámesti
frá upphafi
Fiskafli febrúarmánaðar sl.
er sá mesti sem um getur í
einum mánuði ffá upphafí,
eða 455 þúsund lestir. Það er
um 90 þúsund lestum meiri
afli en í þeim mánuði sem
næstur kemur.
Það er loðnuaflinn sem veg-
ur þyngst, eða 408 þúsund
tonn en aðeins tvisvar áður
hefur aflast yfir 300 þúsund
tonn af loðnu í einun mánuði.
Það voru 313 þúsund tonn í
febrúar 1994 og 304 þúsund
tonn í febrúar 1993.
Rækjuaflinn í febrúarmán-
uði var um 7.000 tonn. Botn-
fiskaflinn var 38.571 tonn og
hafði þorskaflinn aukist lítið
eitt milli ára. Samkvæmt áætl-
un Fiskifélagsins er aflaverð-
mætið í janúar og febrúar í ár
10,7 milljarðar króna, sem er
þriðjungi meira verðmæti en í
sömu mánuðum ársins 1995.
Mest verðmæti var fyrir loðnu
eða 3 milljarðar króna sem
aukist hefur mjög milli ára, að-
allega vegna mikillar aukning-
ar í frystingu. Aflaverðmæti
þorsks var 2,5 milljarðar króna
og um 2 milljarðar króna feng-
ust fyrir rækjuafurðir. GG
Sex umsóknir bárust um stöðu
forstöðumanns Skólaþjónustu
Eyþings. Nöfn umsækjenda
verða ekki birt fyrr en skólaráð
hefur fjallaö um umsóknimar,
sem verður á fundi nk. flmmtu-
dag.
Skólaþjónusta Eyþings á sem
kunnugt er að sinna lögboðnu ráð-
Vilhjálmur Stefánsson á Vatns-
enda í Eyjafjarðarsveit er þessa
dagana að setja af stað fyrir-
tæki, sem taka mun að sér ýmis-
konar þjónustustörf í landbún-
aði. „Bændur vantar oft menn
til starfa um skamman tíma.
Með þessu ætla ég að reyna að
mæta þeirri þörf á markaðnum,
- fyrir utan að skapa sjálfum
mér vinnu,“ sagði Vilhjálmur í
samtali við Dag.
„Ég hef víða starfað og við
margt. En alltaf kann ég best við
mig í sveitinni og vil starfa við
landbúnað - og hef unnið við bú-
störf í öllum landshlutum,“ sagði
Vilhjálmur, sem er 23ja ára að
aldri. Hann hyggst veita bændum
og búaliði margháttaða þjónustu,
gjafar- og þróunarstarfi við grunn-
og leikskóla þegar sveitarfélögin
hafa að fullu tekið við rekstri
grunnskólanna síðar á árinu.
Þannig mun stofnunin taka við því
hlutverki sem Fræðsluskrifstofa
umdæmisins hefur nú. Þjónustan
verður með skrifstofu á Akureyri
og útibú á Húsavík. HA
svo sem afleysingar við mjalta-
störf, þrif á fjósum, girðingastörf
og kúaklippingar svo eitthvað sé
nefnt. Þá er Vilhjámur með öflug-
an traktor í þjónustu sinni og síðar
í þessum mánuði fær hann fjög-
urra metra breitt diskaherfi, sem
hann ætlar að nota við jarðyrkju-
störf hjá bændum.
„Ég ætla að láta þessa starfsemi
þróast og ákveða svo framhaldið í
ljósi viðtakna. Fyrst í stað verð ég
einn við þessa starfsemi, en ef vel
gengur gæti ég þurft að fá fleiri í
félag við mig. Til að byrja með
ætla ég að einbeita mér að Eyja-
fjarðarsvæðinu, en ef vel gengur
færi ég út kvíarnar," sagði Vil-
hjálmur Stefánsson á Vatnsenda.
-sbs.
„Ég kann alltaf best við mig í sveitinni,“ sagði Vilhjálmur Stefánsson, sem
hyggst bjóða bændum verktakaþjónustu við bústörf. Mynd: Sigurður Bogi.
Vilhjálmur Stefánsson á Vatnsenda:
Verktaki í
landbúnaði
Framkvæmdir samkvæmt endurskoðuðu deiliskipulagi í miðbæ Akureyrar:
Veltur á áhuga
framkvæmdaaðila
- segir Gísli Bragi Hjartarson, formaður skipulagsnefndar
í gær var greint frá endurskoð-
uðu deiliskipulagi fyrir norður-
hluta miðbæjarins á Akureyri.
Gangi það eftir mun ásjóna
svæðisins breytast talsvert og
strax í vor munu væntanlega
hefjast framkvæmdir sam-
kvæmt skipulaginu. Þær felast í
breyttri legu Geislagötu frá
Strandgötu og norður undir
Búnaðarbanka. Færist gatan
austar og bflaplan verður vestan
hennar, austan við Landsbank-
ann, þar sem í framtíðinni er
gert ráð fyrir að rísi allt að sex
hæða hús. Eiga framkvæmdir
við götuna að vera búnar fyrir
17. júní nk.
Um áframhaldið, þ.e. hversu
hratt svæðið mun breytast, sagði
Gísli Bragi Hjartarson, formaður
skipulagsnefndar, að áhugi og eft-
irspurn eftir byggingalóðum hefði
mest að segja. „Við bíðum eftir
því að fá viðbrögð um áhuga
manna á að hefja framkvæmdir og
þá munum við liðka fyrir því eins
og hægt er.“ Hann segir reyndar
talsvert hafa verið spurt út í svæð-
ið nú þegar.
„Við höfum haft mikinn hug á
að gera þennan miðbæ og upp-
byggingu hans að nokkurs konar
tilraunaverkefni. Við höfum verið
að kanna hvort breytingar á hús-
næðislánakerfinu gætu komið til.
Ég veit að menn hafa verið að
velta því fyrir sér með það í huga
að þama gætu t.d. einstaklingar
fengið að byggja leiguíbúðir og
fengið framkvæmdalán til þeirra
hluta. Eins er ljóst að bæjaryfir-
völd munu gera það sem þau geta,
t.d. varðandi gatnagerðargjöld og
annað slíkt sem hægt er að hliðra
til þannig að uppbygging svæðis-
ins gangi hraðar,“ sagði Gísli
Bragi.
Eitt af því sem menn vilja
hraða er að tengja gönguleiðina
frá miðbænum og meðfram sjón-
um samhliða Strandgötunni. Eins
og er stendur hús BSO í þeirri
gönguleið miðri og því ljóst að
það þarf a.m.k. að færast til. Til
stendur að halda almennan kynn-
ingarfund um deiliskipulagstillög-
una innan skamms og eins hafa
þeir er málið varðar frest til að
koma með athugasemdir. HA