Dagur - 13.04.1996, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 13. apríl 1996
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SlMI: 462 4222
SÍMFAX: 462 7639 • SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (Iþróttir),
BLAÐAM. HÚSAVÍK - SÍMIÁ SKRIFST. 464 1585, FAX 464 2285. HS. BLM. 464 3521
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Á réttri leið
Nú fyrir helgina bárust fregnir frá bandaríska matsfyr-
irtækinu Moody's Investors Servica þess efnis aö það
hefði ákveðið að endurskoða mat sitt á lánshæfi ís-
lands með hugsanlega hækkun í huga. Þetta er annað
bandaríska matsfyrirtækið sem tilkynnir á skömmum
tíma um hækkun á lánshæfi íslands og verður að telja
þetta skýr skilaboð um að efnahagslífið á íslandi sé á
réttri leið eftir erfiðleikatímabil.
Að mati Moody’s hefur efnahagslífið á síðustu fimm
árum tekið stakkaskiptum. í stað óðaverðbólgu á árum
áður sé verðbólga nú lág, aukin markaðsstarfsemi sé í
efnahagslífinu, stöðugt raungengi og aukin breidd í
helstu atvinnugreinum. Þessar breytingar hvíli nú þeg-
ar á eiginleikum sem fyrir hendi séu, s.s. langvarandi
stjórnmálalegum stöðugleika, ríkulegum náttúruauð-
lindum til lands og sjávar, styrkum innviðum og góðri
menntun þjóðarinnar. íslendingum hafi í raun tekst að
styrkja sinn þjóðarbúskap um leið og tekist hafi verið á
við mikla erfiðleika í sjávarútvegi.
Fram kemur að bandaríska matsfyrirtækið muni
beina sjónum sínum að stefnu stjórnvalda við að eyða
halla á búskap hins opinbera, sem og öðrum þáttum
efnahagsstefnunnar sem bætt geti skilyrði þjóðarinnar
til að standa af sér hugsanleg efnahagsáföll í framtíð-
inni. Ríkissjóðshallinn er eitt stærsta verkefnið sem
glíma þarf við og sú glíma verður hvorki létt né stutt.
En hún þarf að eiga sér stað því þótt bati sé merkjan-
legur á efnahagslífinu þá verður verulega vart við
hann ef ríkissjóðshallanum verður náð niður.
Eftirtektarvert er hvaða atriði nefnd eru hjá banda-
rísku fyrirtækjunum sem jákvæðum í umhverfinu á ís-
landi. Undirstrikað er enn einu sinni hversu miklar
auðlindir við höfum yfir að búa og það segir okkur að
við höfum allar forsendur til að verja sem fjöregg þjóð-
arinnar. Annað fjöregg er menntun þjóðarinnar sem á
eftir að skila miklu í framtíðinni. Meginmálið við þessar
aðstæður er að verja árangurinn og byggja á honum,
ekki að fara í efnahagslegt gönuhlaup út um grundir.
Það hefur engu skilað og allra síst þeim þjóðfélags-
þegnum sem minnst hafa úr að spila.
I UPPAHALDI
Les ekki í rúminu
- segir Ingvar Teitsson, formaður Ferðafélags Akureyrar
um fjóruni fagtímuritum lækna.“
f kvöld kl. 20 heldur
IFerðafélag Akureyr-
ar 60 ára afmœlis-
fagnað. Formaður
Félagsins er íngvar
Teitsson, lœknir, og hann
er í uppáhaldi að þessu
sinni. Ferðafélag Akureyr-
ar stendur í stórrœðum á
afmælisári. I smíðum er
sjöundi skáli félagsins og
ferðaáœtlunin hefur aldrei
verið jafn viðamikil.
Ingvar starfar sem gigtar-
sérfrœðingur á FSA og er
jafnframt dósent við heil-
hrigðisdeUd Háskólans á
Akureyri. Ingvar og Helen
eiginkona hans eiga tvö
börn, 5 og 8 ára.
HvaÖa matur er í mestu uppálialdi
hjá þér?
„Ofnsteikt villigæs."
Uppálialdsdrykkur?
„Undanrenna beint úr kæliskápn-
um“
Hvaða heimilsstörffinnst þér
skemmtilegust og aftur leiðinlegust?
„Skemmtilegast erað þvo upp en
leiðinlegast að taka til.“
Ingvar Teitsson.
Stundar þú einliverja markvissa
hreyfingu eða líkumsrœkt?
„Ég geng alltaf eða hjóla í vinn-
una og fer í gönguferðir upp urn
fjöll og firnindi þegar tóm gefst
til.“
Ert þú í einhverjum klúbb eða fé-
lagasamtókum?
„Ferðafélagi Akureyrar og ís-
lenska alpaklúbbnum og ýmsum
sérgreinafélögum lækna."
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
„Ég kaupi Dag og fæ tímarit eins
og árbók Ferðafélags íslands og
Ársrit íslenska alpaklúbbsins.
Einnig er ég áskrifandi að tímariti
svissneska alpaklúbbsins og ein-
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
„Engin, ég les ekki í rúminu."
Hvaða tónlistarmaður er í mestu
uppálialdi hjá þér?
„Þar versnar verulega í efni. En
af tónskáldum held ég mest upp
á Mozart."
Uppáhaldsíþróttamaður?
„Julian Duranona.“
Hvað horfirþú mest á í sjónvarpi?
„Fréttir og veðurfregnir."
A hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mest álit?
„Halldóri Ásgrímssyni.“
Hver erað þínu matifegursti staður
á íslandi?
„Skaftafell í Öræfum.“
Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir
að flytja búferlum nú?
„I Suður-Þingeyjarsýslu.“
Hvernig vilt þú helst verja frístund-
um þínum?
„Uppi á fjöllum eða a.m.k. fjarri
ys og þys þéttbýlisins."
Hvað œtlarðu að gera um helgina?
„Framan af laugardeginunt ætla
ég að vinna við að smfða skála
fyrir Ferðafélag Akureyrar og
um kvöldið ætla ég á 60 ára af-
mælishátíð félagsins. HA
Bromma 30. mars 1996. Einmánuður. Kerstín 43ja ára. Kæra
Freyja! Tiden gár och vi med den. Alhvít jörð, teygist úr vetrin-
um hér. Hnausþykkur ísinn á Ulfasundum, allt að því hálfur
metri, vötn verið ísilögð síðan í byrjun nóvember. Man ég ekki
slíkan ís síðan við fluttum í Frið Jóhannesar sumarið 1990. Það
er eitthvað annað en vorið og sumarið uppi á íslandi! Maður les
um það í Degi. Gaman að virða fyrir sér snjómyndimar frá í fyrra
og svo blómsturtíðina núna. Fyrir réttri viku fór ég gangandi eftir
ísnum úr þessu elsta úthverfi Stokkhólms alla leið niður að Stats-
huset (þar sem þeir krýndu Laxness 55 ma) og var það stórfeng-
leg uppljóman sálar. Lærdómsríkt að virða fyrir sér borgina af
sjónarhóli vatnsins frosna. Ég fæ um þessar mundir Alþýðublað-
ið, sem er hið merkasta dagblað íslenskt. Veður þar á súðum,
ekki síst varðandi biskupsmál, leikhúss(stjóra) mál, Langholts-
kirkjumál og fleira „smátt och gott“. Ég hélt annars að einmuna
veðurblíðan boðaði frið og fögnuð mannlífs á Fróni. Kominn
þetta langt í bréfi mínu hringir síminn, einn skárri kunningja
minna ofan af íslandi, og ekki nógu gott í honum hljóðið, miðað
við veðurblíðu. Gríp til þess ráðs að bregða hér á blað bréfi mínu
til mömmu frá því sjötta mars sl: „Elsku móðir mín góð. Nokkrar
línur úr Hólminum, eins og ég kalla stundum höfuðborg Svíþjóð-
ar, Stokkhólm(inn). Svíar kalla sitt farsældar frón stundum Mo-
der Svea (og útleggst á okkar ástkæra og ylhýra sem Móðir Svía)
á hátíðlegum stundum. Og þegar við segjum Svíaríki upp á ís-
lensku er það reyndar orðanna hljóðan í Sverige: Ríki Svíanna,
Svenskamas Rike. Og er nú komið nóg af stórum stofum. Enda
margt líkt með skyldum svosum, þó Svíar séu okkur fjarskyldast-
ir norrænna þjóða, þeirra sem Skandínavar kallast. Og þó
kannski líkastir okkur um margt (og svo annað ekki eins og
gengur og gerist). Nú er aldeilis farið að lengja dag. Tack och
lov! Þessi vetur hefur verið eindæma langur og kaldur. Það hefur
verið snjór hér vikum og mánuðum saman. Mjög óvenjulegt að
Svíþjóð - það aflanga langa land - hafi öll verið þakin snjó sam-
tímis. Frá Haparanda uppi í norðrinu myrkva niður á suðurodda
Skánar, þar sem þeir rækta sykurrófumar en jörðin er svört af
frjósemi. Maður þarf sem sagt ekki að kvarta yfir vetrarleysi og
víst verðum við vorinu fegin. Annars hefur verið fjarska gott að
hafa þessa snjóskán og hefði snjórinn gjama mátt vera meiri,
svona upp á ungviðið að gera. Það hafa verið nokkrir ægifagrir
sólskinsdagar að undanfömu. Og komi vorið getur maður loksins
hætt að dúða sig allan hátt og lágt í hvert skipti sem maður
bregður sér af bæ. Þó ekki sé nema út í búð. Það er ekki lítið um-
stang með fjörfiska eins og Ólínu Jónu og - einkum þó og sér í
lagi - Jónatan Mána. Oft þurfum við að hjálpast að hjónaleysin
að troða honum í brækurnar blessuðum! Hann gefst aldrei upp
fyrr en í fulla hnefana sá stutti. Enda í það minnsta jafn asskoti
þægur og ég var! Talar nú og talar, notar ný orð á hverjum degi,
spyr alskyns spurninga og myndar hinar frumlegustu setningar:
tvinnur saman orðunum og spinnur. Vekur þetta mikla hrifningu
og athygli á barnaheimilinu. Enda var fyrsta heila setningin sem
hann mælti af vörum (í fyrrahaust) þessi: ég ætla að klifra yfir
girðinguna þarna! Sjaldan held ég við höfum litið jafnhýrum
augum til vors og nú, svona á fullorðinsárum. Það verður svo
miklu þægilegra og skemmtilegra að eiga við blessuð bömin
þegar þau geta verið meira úti greyin grænu. Þá minnkar líka hel-
vítis sjónvarpsglápið. En ekki er maður búinn að bíta úr nálinni
með veturinn enn, þau geta komið hretin, mars á allt mögulegt
til, í fyrra snjóaði hér á fyrsta maí! Þó eru að öllu jöfnu veðrin
heldur spakari í Stokkhólmi en á íslandi. Ég ætla ekki að hafa
þetta mikið lengra elsku móðir, bið fjarska vel að heilsa þér og
skila hlýjum kveðjum frá fjölskyldunni. í gær var sólskinið, en í
dag dumbungur, þannig er blessuð góan.“ Svá mörg voru þau orð
og eftir hljóðunum úr eldhúsi að dæma er mér ekki lengur til set-
unnar boðið. Best að fara frain og hjálpa til, það hefur einhvur
skollinn hlaupið í drenginn. Hann er búinn að míga tvisvar á sig,
„demonstratíft", í dag. Ætli það sé ekki í tilefni dagsins? Heiðra
skaltu móður þína og föður! Sunnudagskvöld og í nótt skall sum-
artíminn á: klukkan varð ekki tvö heldur þrjú, svo nú er maður
tveimur tímum á undan íslenskum. Ekki vorið frekar en í gær.
Það hefur snjóað í allan dag. Kann ég bara vel við mugguna.
Þetta er mjög akureyrskt páskaveður eins og ég man þau strákur.
Við Jónatan vorum lengi úti í dag að hnoðast í snjónum, hláku-
snjór. Bjuggum meira að segja til dáltinn snjókall! Det snöar
sagði Máninn hrifínn. Reyndar blandar hann saman sænskunni
og íslenskunni og segir: snöjar! Kerstín lagar Janssons frestelse
af kappi fyrir dagheimilið. Hennar matlagningarvika núna
samkv. skemanu. Það var svolítið skrautlegt afmæliskaffið í gær-
kvöldi. Ólína hafði stungið undarlega niður fæti á einhverju flani
úti á grindverki og var draghölt, mædd og sár, Kerstín útkeyrð af
matarstússi og tertubakstri og Máninn vart villtari verið en skáld-
ið stráði faglega salti í sárin og fann fyrirkomulaginu og fram-
kvæmd þess flest til forráttu. Við náðum þó ágætlega saman í
Fleksness og allir gengu sáttir til náða. Ó þetta líf! Ö þetta kíf!
Bömin hljóta að ráða ferðinni. Ekki um annað að ræða. Enda
óþrjótandi uppspretta allra kennda. Ekki síst gleðinnar og upp-
runans. En skolli erfitt á stundum. Reynir á þanþolið þindarlausa!
Nú er mér ekki lengur til setunnar boðið. Þarf að taka til hendinni
við heimilisverk og undirbúa morgundaginn. Á eftir taka að sam-
an alla reikninga mánaðarins og ganga frá þeim. Leifir lítt af aur-
unum núna. Göran Persson og kumpánar eru slyngir við rúning-
inn. Skilur vart milli hnífs og skeiðar hjá sossum og móderötum.
í dag heyrði ég því fleygt að forsetaefnum færi mjög fjölgandi,
hvað er hæft í því? Allir biðja kærlega heilsa! Þinn vinur vors og
blóma Jói með ljósið í róunni....
PS.
Þegar ég geng frá þessum línum mínum á disk (eftir allnokkra
höfundarvinnu) til hans Óskars í Strandgötunni á annan dag
páska brosir sólin sínu blíðasta fimmta daginn í röð. Skjótt skip-
ast veður í lofti. Það var sem við manninn mælt: unt leið og fór
að snjóa og hvessa á íslandi sá loks til sólar hér! Og er nú von-
andi kuldaskjöldurinn rússneski sem legið hefur eins og mara yf-
ir Stokkhólmi vikum saman fyrir bí. Nú bara blíðan. Ég óska les-
endum mínum og landsmönnum öllum gleðlegs sumars og
bjartra nátta!