Dagur - 13.04.1996, Síða 5

Dagur - 13.04.1996, Síða 5
Laugardagur 13. apríl 1996 - DAGUR - 5 Flestir hafa heyrt um Lions- hreyfinguna. Nafnið ber oft á góma í fréttum og þá gjarnan í tengslum við líknarstarfsemi. En þó nafnið sé þekkt er ekki víst að allir átti sig á hverskon- ar samtök eru á ferðinni og hve umfangsmikil starfsemi þeirra er. Til að fræðast meira um þessa merkilegu hreyfingu leit- aði Dagur til Gunnlaugs Björnssonar en hann er annar tveggja umdæmisstjóra Lions á íslandi. Gunnlaugur tók við embætti umdæmisstjóra 1. júlí í fyrra á ár- legu alþjóðaþingi Lions, sem var haldið í Seoul í Suður-Kóreu í það skipti. Embættið er til eins árs eins og flest embætti innan hreyfingar- innar. Alls eru 714 umdæmisstjór- ar í allri Lionshreyfingunni og þar af eru tveir á Islandi. Island er eitt umdæmi með landsnúmerið 109 en skiptist síðan upp í tvö lands- umdæmi, 109-A og 109-B. A um- dæmi nær yfir Austurland, Suður- land og helming höfuðborgar- svæðisins en B umdæmið, sem Gunnlaugur er umdæmisstjóri yfir, nær yfir hinn helming Reykjavík- ur, Vesturland, Vestfirði og Norð- urland alla leið austur á Þórshöfn. Embætti umdæmisstjóra felst eink- um í því að hafa yfirumsjón með klúbbum í umdæminu og að vera tengiliður milli klúbbanna og al- þjóðahreyfingarinnar. „Ég þarf m.a. að senda skýrslu mánaðarlega og þetta eru óhemju bréfaskriftir. Ég fæ að jafnaði 2-3 bréf á dag og það kom mér sennilega mest á óvart hve mikil skriffinnska er í kring um þetta embætti," segir Gunnlaugur. Auk hans er Laufey Jóhannsdóttir einnig umdæmis- stjóri á íslandi, yfir umdæmi 109- A, og er hún fyrsta konan á Islandi sem gegnir embætti umdæmis- stjóra. Þriðji stjómunaraðilinn er síðan fjölumdæmisstjóri og er hann einskonar framkvæmdastjóri fyrir hreyfinguna. Því starfi gegna aðeins fyrrverandi umdæmisstjórar og í ár gegnir því Ami Stefán Guðnason frá Lkl. Sauðárkróks en hann var umdæmisstjóri B-um- dæmis á síðasta ári. Margvísleg verkefni Gunnlaugur hefur starfað með Lionshreyfingunni í rúm tuttugu ár. Hann er félagi í Lionsklúbbn- um Hæng, sem er einn þriggja starfandi Lionsklúbba á Akureyri, en hinir eru Lionsklúbbur Akur- eyrar og Lionsklúbburinn Ösp, sem er eingöngu skipaður konum. En hver er tilgangurinn með þessu starfi? „Kjörorð hreyfingarinnar er „Við leggjum lið“ og starfsemin snýst öll í kring um það. Bæði er hver klúbbur fyrir sig með ákveðin verkefni og einnig hreyfingin í heild. Lions rekur t.d. alþjóðlegan hjálparsjóð, sem við íslendingar höfum nokkrum sinnum fengið úr. í fyrra fengum við tvisvar sinnum veitt úr þessum sjóði, þegar snjó- Ilóðin féllu í Súðavík og á Flateyri. Við fengum einnig úr þessurn sjóði þegar Vestmannaeyjagosið varð. Sjóðurinn var stofnaður 1968 og er ótrúlega sterkur miðað við hve stutt er síðan hann var stofnaður." Um verkefni einstakra klúbba nefnir Gunnlaugur að Akureyrar- klúbbarnir hafi m.a. unnið mikið að málefnum fatlaðra. Lionsklúbb- ur Akureyrar hafi t.d. tekið virkan þátt í uppbyggingu Sólborgar á sínum tíma. Stundum taka líka nokkrir klúbbar sig saman um stærri verkefni og nefnir Gunn- laugur söfnun fyrir sundlaug á Kristnesi sem dæmi um samvinnu- verkefni Lionsklúbba á svæðinu. Stærsta verkefni Lionsklúbbsins Hængs, sem Gunnlaugur er í, er hið árlega Hængsmót, sem er íþróttamót fyrir fatlaða. 1 ár verður mótið haldið helgina 3.-4. maí og er það 14. árið í röð sem mótið er haldið. „Þetta er stærsta þróttamót fatlaðra utan við Islandsmót," segir Gunnlaugur, en reiknað er með um 200 keppendum og því von á 300- 400 manns til Akureyrar í tengsl- um við mótið. „Hængsmótið er gott dæmi um vel heppnað verk- efni sem Lions stendur fyrir. Fyrir mót sem þetta þarf bæði að afla peninga og eins að leggja fram mikla vinnu í framkvæmdina. En uppskeran er ríkuleg: innileg gleði og þakklæti frá þátttakendum.“ Konum heimiluð þátttaka Lionshreyfingin hefur lengst af byggst upp á karlaklúbbum en með tilkomu lionessuklúbbanna fóru konur einnig að tengjast m Gunnlaugur Björnsson, uni- ^ dæmisstjóri Lions fyrir um- dæmi 109-B, fæddist á Akureyri 15. maí 1948. Hann lærði vélvirkjun í Vélsmiðjunni Odda og kláraði tvo bekki í Vélskólanum. Hann lærði einnig tækniteiknum og starfaði við það í ein tíu ár í aukavinnu en síð- ustu 20 árin hefur hans aðal starf verið kennsla, fyrst við Iðnskólann og síðan við Verkinenntaskólann á Akureyri en hann er deildarstjóri málmiðnaðardeildar Verkmennta- skólans. Gunnlaugur er kvæntur Ester Steindórsdóttur og eiga þau þrjú börn; Steindór (fæddur 69), Halldóru (fædd 73) og Irisi Fönn (fædd 75). Mynd: AI hreyfingunni. Lionessuklúbbamir voru þó ekki fullgildir klúbbar og konumar voru réttindalausar innan alþjóðahreyfingarinnar. Árið 1987 var lögum Lions breytt og konum heimiluð þátttaka í Lionshreyfing- unni. Gunnlaugur segir þessa breytinga tilkomna vegna mikils þrýstings, m.a. frá löndum eins og Islandi, þar sem jafnrétti er í há- vegum haft, a.m.k. í samanburði við mörg önnur lönd. „Island var eitt af fyrstu löndunum sem sendu inn formlega beiðni um að konunt yrði veittur aðgangur að hreyfing- unni.“ Gunnlaugur er mjög ákveðinn þegar hann segist viss um að þátt- taka kvenna hafi styrkt hreyfing- una og sé mjög til bóta fyrir Lions. „Þetta er langstærsta og sterkasta hjálparhreyfing sjálfboðaliða í heiminum í dag.“ Hnignun á íslandi Þó Lionshreyfingin sé stór og sterk virðist sem klúbbastarf á Islandi hafi heldur átt undir högg að sækja síðasta áratuginn. Gunnlaugur seg- ir erfitt að átta sig á hver sé skýr- ingin. „Ég held að það sé ódýr skýring að framboðið á áhugamál- um sé orðið svo mikið. Ef menn hafa áhuga á að starfa með Lions, þá mæta þeir á fundi. Ég held hins vegar að það sé vandamál að margir eru búnir að telja sér trú um að þeir þurfi að vera í öllu fremur en að einbeita sér að einhverju einu og eru því að margskipta sér,“ segir hann. Jafnframt bendir hann á að þó rnenn verði að fóma hluta af tíma sínum ef þeir vilji starfa með Lions ætti það ekki að vera mikið mál ef þeir hafi áhuga og séu þokkalega skipulagðir. „Ég er búinn að starfa með Lions í rúm tuttugu ár og mig hefur varla vant- að á einn einasta fund.“ Annað vandamál sem blasir við mörgum Lionsklúbbum hérlendis er að félagar eru famir að eldast og ekki hefur gengið nógu vel að fá yngra fólk til starfa. „Það þarf að yngja hreyfinguna upp og við horf- um m.a. til Éeo í því sambandi,“ segir Gunnlaugur, en Leo er ung- liðahreyfing innan Lions. Verið er að vinna að því að stofna slíkan klúbb á Akureyri og á Húsavík hafa menn einnig verið að athuga möguleika á að stofna Leoklúbb, segir Gunnlaugur. „Það þarf hugarfarsbreytingu alls staðar í hreyfingunni. Að rnínu mati er hreyfingin nálægt því að vera of miðstýrð og of fáir að berj- ast í of mörgu. En ég tek það fram að ekki eru allir sammála mér um þetta atriði. Á Akureyri hefur einnig verið vandamál að milli klúbbanna hefur oft verið þessi KA-Þór stemmning þar sem þeir eru að keppa sín á milli fremur en að standa saman eins og þeir ættu að gera. Þessi rígur háir starfinu hér verulega." Skýringuna á þessum kítingi milli klúbba hefur Gunnlaugur ekki á reiðum höndum en hann lít- ur á þann vanda sem steðjar að Lionshreyfingunni á íslandi sem tímabundna erfiðleika sem þurfi að vinna sig út úr. Hreyfingin muni standa af sér þessa storma sem og aðra enda Lions stórmerkilegt fyr- irbæri, sem hafi gert gífurlega góða hluti í gegnunt árin. AI Hvað er Lions? • Lions er stærsta þjónustuhreyf- ing í heimi með 1,4 milljónir sjálf- boðaliða í rúmlega 42.700 klúbbum í 148 þjóðiöndum. Á íslandi starfa um 2.500 félagar í 92 klúbbum. • Kjörorð Lionshreyfingarinnar er „We serve“ eða „Við leggjum lið“. • Hreyfingin var stofnuð af Mel- vin Jones 7. júní 1917 í Chicago t Bandaríkjunum. Árið 1948 náði hreyfingin til Evrópu og ísland bættist í hópinn árið 1951 þegar Lionsklúbbur Reykjavíkur var stofnaður. • Lionsmerkið er stórt „L“ með tveimur Ijónshöfðum er snúa til sitt hvorrar áttar, til fortíðar og fram- tíðar. Litimir eru fjólublár íitur tryggðar og heiðarleika og gylltur litur einlægni, heilbrigði og um- burðarlyndis. • Lionshreyfingin tók virkan þátt í mótun Sameinuðu þjóðanna árið 1945 og hefur starfað mikið með þeim. • Frá 1957 hefur unglingum verið boðið að starfa innan Lions í svo- kölluðum Leo-klúbbum. Nú eru starfandi um 4800 Leo-klúbbar í 122 löndum rneð um 120.000 fé- laga. • Frá 1975 liafa konur getað tekið þátt í Lionsstarfi með tilkomu Lionessuklúbba og árið 1987 var ákveðið að heimila konum þátt- tökurétt í Lionsklúbbi með því að fjarlægja orðið „male“ eða „karl- maður“ úr lögum Lions. • Verkefni Lionshreyfingarinnar eru ótal mörg. Frá 1925 hefur sjón- vemd verið meðal verkefna. Annar veigamikill þáttur er Alþjóðlegi hjálparsjóðurinn, sem var stofnaður árið 1968. Einnig má nefna kennsluefni fyrir 12-15 ára börn „Lions-Quest“ eða „Að ná tökum á tilverunni", sem er framlag Lions- manna í baráttuna gegn vímuefn- um. Önnur verkefni eru t.d. aðstoð við fatlaða, barátta gegn sykursýki og umhverfisvemd.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.