Dagur - 13.04.1996, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 13. apríl 1996
AÐALFUNDUR
Útgerðarfélags Akureyringa hf,
verður haldinn mánudaginn 22. apríl 1996
í matsal félagsins og hefst kl. 16.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Ársreikningur fyrir árið 1995 liggur frammi á skrifstofu félagsins
til sýnis á skrifstofutíma.
Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf.
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKlAVlK • SlMI 569 6900
„Afar montinn af
þessum flugvélum“
4. flokki 1992 -10. útdráttur
4. flokki 1994 - 3. útdráttur
2. flokki 1995 -1. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 1996.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði.
Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis-
stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa-
fyrirtækjum.
„Tilkostnaöur við starfsemi af ýmsu tagi er mun lægri hér en fyrir sunnan, sem gerir það að verkum að maður getur
boðið ódýrari vöru,“ segir Kristján Möller, sem hér er í verslun sinni, ásamt Oddnýju Jóhannsdóttur konu sinni og
Almari syni þeirra. Mynd: Sigurður Bogi.
AKUREYRARBÆR
TAKIÐ EFTIR
Skrifstofa íþrótta- og tómstundafulltrúa er
flutt í Glerárgötu 26, 2. hæð.
Ný símanúmer eru 460 1450 og 460 1465,
faxnúmer 460 1460.
Skrífstofan verðursem fyrropin milli ki 8 og 16.
íþrótta- og tómstundafulltrúi.
- rætt við Kristján L. Möller, kaupmann á Siglufirði
„Ég hef tekið eftir því að hol-
lenska ríkisflugfélagið notar
sömu stafí, það er KLM. Og ég
er afar montinn þegar ég sé allar
þessar flugvélar merktar mér,“
segir Kristján L. Möller, kaup-
maður á Siglufirði - og brosir
kankvís. Jafnhliða því að reka
verslunina Siglósport, sem er al-
hliða íþróttavöruverslun, hefur
Kristján nú hin síðari ár farið út
í sölu verðlaunagripa af ýmsu
tagi undir merkjum KLM verð-
launagripa. Kristján pantar full-
an gám með bikurum, styttum
og merkjum að jafnaði einu
sinni á ári og selur svo úr sarpi
sínum árið út. Markaðssvæðið
er landið allt.
Kaupmaðurinn segist bjóða
talsvert Iægri verð en keppinautar
hans gera og geta. „Það breytir
ekki öllu hvort ég er með þessa
starfsemi, það er sölu verðlauna-
gripa, hér á Siglufirði eða í
Reykjavík. Og sannleikurinn er
reyndar sá að tilkostnaður við
starfsemi af ýmsu tagi er mun
lægri hér en fyrir sunnan, sem ger-
ir það að verkum að maður getur
boðið ódýrari vöru,“ segir Krist-
ján.
Kristján var um tólf ára skeið
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Siglu-
fjarðarbæjar, Hann segir að sér
hafi ofboðið hver kostnaðurinn
var og sett sér því stax það mark-
mið að bjóða þessa þjónustu - og
það á lágu verði. „Þetta er orðinn
stór hluti af mínum rekstri í dag
og ég sel þetta um allt land. Um-
sýslukostnaði reyni ég að halda í
lágmarki og tek sjálfur á mig allan
flutningskostnað. Með góðum og
Amaro
heildverslun
Um síðustu áramót tók Viðar ehf.
við rekstri Amaro heildverslunar á
Akureyri.
Þetta hefur ekki í för með sér
neinar breytingar á rekstri heild-
sölunnar. Eigendur Viðars ehf. eru
þeir sömu og eigendur Amaro.
Heildsalan verður áfram rekin
undir nafninu Amaro heildverslun
en á ábyrgð Viðars ehf. og undir
nýrri kennitölu og vsk. númeri.
Heimilisfangið er Frostagata 6c,
Akureyri. Fréttatilkynning.
Leiðrétting
í umfjöllun um djasstónleika í
minningu Jonna í Hamborg, sem
fram fóru á Hótel KEA í gær-
kvöld, var rangt farið með skírnar-
nafn Jonna. Hið rétta er, sam-
kvæmt kirkjubókum, að hann var
skírður Jóhannes Gísli Vilhelm
Þorsteinsson. Faðir hans hét hins
vegar Guðmundur Hafliðason á
Siglufirði, en eins og kom fram í
Degi í gær tók Laufey Pálsdóttir,
móðursystir Jonna, hann í fóstur
og skírði í höfuð fyrri manns
hennar, Jóhannesar G. V. Þor-
steinssonar.
greiðum póstsamgöngum eru vör-
umar yfirleitt komnar frá mér til
kaupenda næsta dag, nánast hvar
sem er á landinu. Við tökum að
okkur ágröft og áletrun á verð-
launagripina og höfum til þess af-
ar fullkomin tæki,“ segir Kristján.
Engar aðstæður hafa verið í
vetur til skíðaiðkunar á Siglufirði,
enda er þar marauð jörð. Þetta
hefur í Siglósporti og öðmm
íþróttavöruverslunum komið fram
í því að sala á vetrarvörum, svo
sem skíðum og skíðavörum, hefur
nær alveg dottið út. „Ég hef þó
verið heppinn í vetur því ég hafði
lítið af vetrarvömm tekið inn -
enda þótt maður byggist reyndar
við snjóavetri. En öðruvísi mér
áður brá, hér hefur verið rjóma-
blíða í allan vetur og nú er hér góð
sala í vor- og sumarfatnaði,“ sagði
Kristján L. Möller. -sbs.
Fjöldi íslenskra skipa
á Flæmingjagrunni:
Samskip hefja
gartil
Harbour Grace
Afli rækjutogara á Flæmingja-
grunni við Nýfuundnaland hef-
ur verið góður að undanförnu
og þar eru nú margir íslenskir
togarar að veiðum, einn er að
landa í llarbour Grace, Erik,
og tveir eru á leiðinni vestur,
Brimir SU og Dalborg EA frá
Dalvík. Samskip hafa hafið
áætlunarsiglingar til Harbour
Grace með viðkomu á þriggja
vikna fresti og verður íslensk-
um fiskiskipum boðin m.a.
löndun, vöruhús, frystigeymsl-
ur og aðstoð við útfyllingu
skjala.
Harbour Grace er nær mið-
unum á Flæmingjagrunni en
aðrar hafnar á Nýfundnalandi,
þar sem sambærileg þjónusta
er í boði. Starfsmaður Sam-
skipa á Nýfundnalandi, Jóhann
Bogason, verður á skrifstofu
Harbour Grace Coldstore, sem
er í eigu kanadískra, norskra
og danskra hagsmunaaðila,
þ.m.t. útgerðaraðila. GG