Dagur - 13.04.1996, Qupperneq 11
Laugardagur 13. apríl 1996-DAGUR- 11
Gísli Eiríkssson í Eyrarvík. Við hlið hans situr Elise, kona hans.
iðu mig Gísla í
;ið inn í skemmuna, þar sem Síldar-
Sjan var áður til húsa. Hér geymir Gísli
bíla og fleira dót fyrir fjölda manns.
jr Ingólfsdóttir
dir:
1 Gíslason
Akureyri keypti eignina og upp
úr því var verksmiojan stækkuo
og starfrækt fram til um 1950.
Síðan hefur ekki verið brætt á
Dagverðareyri. Bygginain þar
sem verksmiðjan var til núsa er
nú full af alls Iwns dóti og sömu
sögu er að seaja utandyra.
Hvert sem litio er blasa við
gamlir bílskrokkar, bátar, ýtur,
olíutunnur og margt fleira.
Sannkallað aósenland fyrir hina
forvitnu oa pá sem gaman hafa
af gömlu dóti. Aðrir eru ekki
eins hrifnir og kalla þetta drasl
fremur en gamla hluti. Eigand-
inn, Gísli, lætur sér fátt um finn-
ast um slíkar skoðanir.
„Gísli í ruslinu kölluðu þeir
hann," segir hann og talar um
sjálfan sig i þriðju persónu um
leið og hann bandar hendinni út
um gluqgann sem hefur útsýni
yfir bílflök og nokkrar vinnuvél-
ar. „I nútímanum er öllu kastað
og það er hlegið að þeim sem
kasta ekki öllu en mér hefur
aldrei dottið í hug annað en að
hirða hluti."
Við sitjum inni í stofu og Gísli
er farinn að segja frá. I fyrstu
voru bau ekki viss hjónin, hvert
erindi komumanna var enda
heimsóknin óvænt. Gísli sagði
líka minnið farið að bregðast og
því þýddi lítið við sig að tala.
Smám saman rifjast bó sögurn-
ar upp og hann hefur frá mörgu
skemmtilegu að segja.
Algjörlega rétfindalaus
„Eq geri við vélar oq bíla en ég
er aigjörlega réttindalaus," segir
Gísli oq brosir í kampinn beqar
hann rifjar upp kærur á hendur
honum og óánægju bifvélavirkja
yfir bví að hann skyldi starfa án
tilskilinna réttinda. Þegar hann
bjó á Akureyri vann hann í ein-
hvern tíma á Bifreiðarverkstæð-
inu BSA hjá Braga Svanlaugs-
syni. „Eg fór að vinna þar sem
fúskari en Braqi kunni að meta
það sem ég gerði þó hann væri
strangur réttindamaður," segir
Gísli og augljóst að þessi fyrr-
verandi yfirmaður var í miklum
metum hjá honum.
Seinna flutti Bragi út í þorp
og þar var hann með eigið verk-
stæoi. Stéttarbarátta bifvélavirkj-
anna var enn í fullum gangi og
verkstæði Gísla var þeim þyrnir
í auga. „Þeir fóru herferoir um
bæinn til að losna við hina rétt-
indalausu. En þeim tókst aldrei
að stoppa mig." Eitt sinn komu
bifvélavirkjarnir með lögreqlu-
vernd til að innsigla verkstaeðið
ruslinu"
en jafnvel það nægði ekki til að
stöova Gísfa. „Þeir aðgættu ekki
að hurðirnar voru opnaðar inn-
an frá," segir hann oa hlær að
minningunni. „En aldrei kærði
Bragi mig," bætir hann við.
Jóhann Gíslason, einn sonur
Gísla, man vel eftir því þeqar til
stóð að innsigla verkstæði röður
hans. „Það stóð eifthvað í lög-
realunni að stoppa hann því
þeir nöfðu leitað til hans þegar
þeir fengu ekki viðgerð annars-
staðar. En hann vildi aldrei fá
réttindi; sagðist ekki verða neitt
betri bifvélavirki þó hann fengi
einhver réttindi," sagði Jóhann,
þegar hann var beðinn að rifja
upp þennan atburð.
Atvikið þegar lögreglan leit-
aði til Gísla er honum í fersku
minni. Hann segir frá því að lög-
reglan hafi átt herbíl á þessum
árum, sem var m.a. notaður til
að flytja fanga. Hásingin undir
bílnum var eitthvað skökk og
gekk illa að fá gert við hana.
Lögreglunni var bent á að leita
til Gísla oa þó aðrir hefðu gefist
upp tók það hann skamma stund
að finna hvað var að og lag-
færa bílinn. „Eg átti Chevrolet,
árqerð 1929, sem eru sennilega
lélegustu bílar sem hafa verið
framleiddir. A honum lærði ég,"
segir Gísli og þakkar Chevero-
letnum fyrir að hann qat gert við
herbílinn á svo skjótan hátt.
Synirnir hugvitsmenn
Þau Gísli og Elise eiga átta börn
og mörg þeirra hafa erft það frá
föður sínum að vera lagin við
vélar og tæki. „Strákarnir mínir
eru á kafi í þessu og éa á líka
stelpu sem gerir sjálf við bílinn
sinn," segir Gísli stoltur. Synirnir
gera reyndar meira en að gera
við því sumir þeirra smíða
einnig ýmislegt út frá eigin hug-
myndum. Eyrarvík er tilvalinn
staður fyrir tilraunastarfsemi af
þessu tagi og á hæðinni fyrir of-
an veginn blasir við eitt af hug-
arfóstrum Nils sonar hans,
„undrahjólið" svokallaða. „Eg
hlakka mikið til að sjá þegar
þetta fer af stað," seair Gísli og
bendir á hjólið.
Þó Gísli brosi nú af tilhugsun-
inni um fyrri tíma, þegar nann
var ekki í náðinni hjá starfs-
bræðrum sínum, er hann engu
að síður feginn að fá að vera í
næði núna og segist kunna vel
við sig í Eyrarvík. „Hér hef ég
algjöran frið og hér geta strák-
arnir og ég gert það sem okkur
dettur í hug."