Dagur - 13.04.1996, Qupperneq 15
UTAN LANDSTEINANNA
Laugardagur 13. apríl 1996 - DAGUR - 15
ELSA JÓHANNSDÓTTIR
Stærsta ástin í lífinu.
Hepburn í síðustu mynd sinni, „Love Affair“, árið 1994, ásamt leikkonunni
Annette Bening.
Bíður eftir að hitta Spencer
Ein af drottningum gömlu kvik-
myndanna, Katharine Hepbum,
sem nú er orðin 88 ára, er ákveðin
í því að fá að deyja á heimili sínu
hjá fjölskyldunni. „Ég ætla mér
ekki að deyja á sjúkrahúsi, ég hef
alltaf hatað sjúkrahús!" Fyrir utan
það að þjást af Parkinson-veiki
hefur slæm lungnabólga lagst
þungt á gömlu konuna og mót-
staðan er orðin heldur veik.
En Katharine hughreystir fjöl-
skyldu sína og hvetur hana bara til
að samgleðjast sér því hún sé
loksins að fara að hitta sinn heitt-
elskaða til margra ára, írska leik-
arann Spencer Tracy, en hann lést
m.a. eftir langvarandi drykkju árið
1967. „Ég hef beðið í næstum 30
ár eftir því að komast í fang hans
aftur. Nú er ég hamingjusöm því
stundin nálgast."
Tracy og Hepbum giftust aldrei
en ástríðufullt samband þeirra
stóð í 26 ár og gaf mörgum hjóna-
böndum lítið eftir. Þau hittust
fyrst árið 1941 þegar þau unnu
saman að myndinni „Woman of
the Year“ og þar féll Katharine
fyrir honum. „I hvert skipti sem
hann brosti varð ég máttlaus í
hnjánum, hann var yndislegur! Ég
hefði svo sannarlega fómað
frægðinni til að giftast honum og
eignast böm.“ Spencer var þegar
giftur áður en þau hittust en
kaþólsk trú hans kom í veg fyrir
skilnað. Það olli Hepbum mikilli
sorg og reyndar náði hún sér
aldrei eftir fráfall Tracy. En nú
huggar sú gamla sig við að það
styttist óðum í endurfundi.
Tracy og Hepburn í gömlu góöu
dagana.
Hepburn orðin gömul og lúin.
Tína í toppformi
Hún hefur sjaldan verið í eins góðu
formi að eigin sögn, enda ber útlitið
það með sér. Um þessar mundir er
Tina að búa sig undir heljarinnar tón-
leikareisu sem standa mun í nokkra
mánuði og m.a. verður hún í Noregi
13., 14. og 15. júní og í London 20.
júlí. Nú þegar er að verða uppselt á
nær alla tónleikana og það segir allt
sem segja þarf um hversu margir dá
þessa söngkonu. í aprfl kemur út nýr
geisladiskur sem kallast Wildest Dre-
am og sjálf segir Tina að þama séu
einhver allra bestu lög sem hún hefur
unnið að á sínum ferli. „Textamir eru
góðir, lögin mjög kröftug og útsetn-
ingamar nýstárlegar og frískandi, mitt
besta hingað til!“
Líkt og flestir vita hefur ýmislegt
gengið á í einkalífi Tinu og það hefur
langt frá því verið dans á rósum. í
kvikmyndinni What's Love Got To Do
With It er ævisaga hennar rakin og
frést hefur að fyrrverandi eiginmaður-
inn, Ike Tumer, hafi reynt að skjóta
sig eftir að hafa séð myndina. Þar
mun hann hafa séð sjálfan sig í
hnotskum sem varð til þess að sam-
viskan fór að plaga hann. En gamli
Ike heyrir nú fortíðinni til því undan-
farin 10 ár hefur Tina verið í sambúð
með Erwin nokkrum Bach, plötuút-
gefanda, sem mun vera 16 árum yngri
en hún en Tina heldur nefnilega upp á
56 ára afmælið í ár... og er enn í
stuði! Nýlega hlaut hún heiðursorðu
frá franska menningarmálaráðherran-
um fyrir mikið og gott framlag til tón-
listarinnar, sem hún metur mjög mik-
ils því það er ekki oft sem útlendingur
hlýtur þessa orðu.
Keanu Reeves
Gripinn blindfullur á mótorhjóli
í Santa Monica, Kaliforníu, í
maí ’93. Fundinn sekur um
glannalegan akstur og fyrir að
sýna mótþróa við lögreglu.
Sektaður.
Brett Butler
(Betur þekkt sem Grace í
„Grace under fire“ eða Hasar
á heimavelli).
Handtekin fyrir ölvunarakstur
1981 eftir ævintýralega öku-
ferð, keyrði á tvö tré og póst-
kassa. Fékk glóðarauga báð-
um megin og sauma þurfti
slatta af sporum í andlitið.
Dæmd til að mæta í ökuskóla
í 2 daga og sektuð um 250
dollara.
í kastí við lögin
Jane Fonda
Fannst með grunsamlegar
pillur í farangri sínum á flug-
vellinum í Cleveland, Ohio,
1970.
Handtekin fyrir eiturlyfjasmygl
og mótþróa við lögreglu.
Við nánari athugun kom í Ijós
að þetta voru vítamíntöflur og
önnur lögleg lyf sem hún fékk
gegn lyfseðli frá lækni.
Allar ákærur felldar niður.
Tim Allen
Gripinn með eiturlyf í fórum
sínum.
Náðist eftir vel undirbúna árás
lögreglunnar í Michigan 1979.
Dæmdur í 8 ára vist í ríkis-
fangelsinu í Minnesota.
Afplánaði 28 mánuði.
Mickey Rourke
Handtekinn fyrir að berja kon-
una sína í buff í Los Angeles
1994.
Ákærður fyrir ofbeldi gegn
maka.
Allar kærur felldar niður. (!)
Woody Harrelson
Ráfaði um blindfullur á miðri
götu í Colombus, Ohio, 1982.
Handtekinn fyrir ósæmilega
hegðun á almannafæri og
mótþróa við lögreglu.
Sektaður um 400 dollara.