Dagur - 27.04.1996, Síða 2

Dagur - 27.04.1996, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 27. apríl 1996 FRÉTTIR Þessi mynd var tekin á sumardaginn fyrsta á Fiðlaranum á Akureyri. Frá vinstri: Gunnlaugur P. Kristinsson og Gunborg Kristinsson, sem veittu viðtöku bókun menningarmálanefndar sem staðfestir að dóttir þeirra, Kristín Guð- rún, verður næsti bæjarlistamaður á Akurcyri, Alice Sigurðsson, Arni Ingimundarson, Haraldur Sigurðsson, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Marinós Þorsteinssonar, og María Jóhannesardóttir, annar eigenda hússins Lund- argata 2, sem fékk viðurkenningu stjórnar Húsfriðunarsjóðs Akureyrar. Mynd: BG Akureyri Kristín útnefnd bæjarlistamaður - og veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf að menningarmálum Eins og kemur fram í viðtali við Kristínu Guðrúnu Gunnlaugs- dóttur, myndlistarkonu, á öðr- um stað í blaðinu, var tilkynnt í hófl menningarmálanefndar Ak- ureyrarbæjar sl. fimmtudag, að hún hefði verði útnefnd bæjar- listamaður Akureyrar næsta ár- ið. í máli formanns atvinnumála- nefndar, Alfreðs Gíslasonar, kom fram að Kristín sé um margt dæmigerð fyrir það unga listafólk sem aflað hefur sér þroska og reynslu í listinni síðustu 10-15 ár- in. „Gjaman líta myndlistarmenn aftur til fortíðarinnar og baða hana í ljósi samtímans. Á þessu sviði hefur Kristín skapað sér sérstöðu svo tekið hefur verið eftir. Hún hélt til náms á Ítalíu þar sem hún leitar lengra aftur í hefð myndlist- arsögunnar en áður hefur þekkst í íslenskri myndlist. Hún stundaði nám í Ikonamálun og byggir myndlist sína í dag á þeirri klass- ísku hefð og hefð endurreisnarinn- ar. Eins og við öll vitum býr ís- iand yfir afar stuttri og brota- kenndri myndlistarhefð. Það er því afar athyglisvert að sjá ís- lenskan listamann byggja list sína á þessum grunni sem hún færir fram í íslenskum veruleika auk þess sem það staðfestir hin auknu alþjóðlegu samskipti og hugsun sem samtíminn fóstrar," sagði Al- freð m.a. í ávarpi sínu. Foreldrar Kristínar, Gunborg Kristinsson og Gunnlaugur P. Kristinsson veittu viðtöku fyrir hönd dóttur sinnar staðfestingu á bókun menningar- málanefndar Akureyrar. Framúrskarandi starf að menningarmálum í sama hófi var tilkynnt um viður- kenningar til fjögurra einstaklinga á Akureyri fyrir framúrskarandi starf að menningarmálum í bæn- um. í fyrsta lagi fékk þessa viður- kenningu Alice Sigurðsson, sem alla tíð hefur fengist við listsköp- un, einkum vatnsliti og útskurð. Alice hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga, aðallega með Listhópn- um á Akureyri meðan hann starfaði. í annan stað fékk viðurkenn- ingu Ámi Ingimundarson. Ámi stjómaði Karlakómum Geysi frá 1954 til 1967 og síðan frá 1979 til 1980. Hann var söngstjóri Gamla Geysis frá stofnun hans 1972- 1995. Ámi stjómaði Karlakórnum Heimi í Skagafirði árin 1967-1977 og var jafnframt í Rökkurkómum um árabil. Hann hefur einnig stjómað blönduðum kór á Vopna- firði og kór starfsmanna Sam- bandsverksmiðjanna á Akureyri. Ámi var undirleikari með kórum um árabil. Hann lék einnig með mörgum einsöngvurum og skemmtikröftum og vann með Leikfélagi Akureyrar auk þess að leika í danshljómsveit árum sam- an. Gísli Jónsson, fyrrverandi ís- lenskukennari við MA, fékk við- urkenningu fyrir ritstörf, en hann hefur um langt skeið unnið að rit- störfum og eftir hann liggja mörg ritverk sem flest tengjast sagn- fræðilegum málefnum eða bók- menntum. Fjórði einstaklingurinn sem menningarmálanefnd heiðraði sér- staklega er Marinó Þorsteinsson, sem um langt árabil hefur verið ötull liðsmaður Leikfélags Akur- eyrar og víðar. Marinó lék sitt fyrsta hlutverk hjá LA sem Ólafur í „Galda Lofti“ árið 1962. Hann starfaði með LA í rúm 30 ár og hlutverkin á fjölum Samkomu- hússins eru komin yfir 50 talsins. óþh Ekki kaupa fasteign á AkureyriH Nema að hafa skoðað raöhúsin okkar Við höfum réttu fasteignina fyrir þig, raðhús af mörgum stærðum sem hægt er að aðlaga að þínum óskum. 3- Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf. Skipagötu 16 • Sími 461 2366 • Fax 461 2368 • Opið kl. 13-17.00 Lundargata 2 á Akureyri. Mynd: BG Húsfriðunarsjóður Akureyrar: Viðurkenning til eig- enda Lundargötu 2 1 hófi menningarmálanefndar Akureyrar á sumardaginn fyrsta var tilkynnt um viðurkenningu Húsfriðunarsjóðs Akureyrar til eigenda hússins Lundargötu 2 á Akureyri, Maríu Jóhannesar- dóttur og Gylfa S. Gylfasonar. í bókun stjómar Húsfriðunar- sjóðs um endurbætur á Lundargötu 2 segir orðrétt: „Húsið var upphaf- lega reist 1882 á lóðinni Strand- götu 23, en flutt á lóðina Lundar- götu 2 árið 1902. Húsið hefur haldið megin einkennum sfnum, en helsta einkenni þess er stór kvistur á vesturhlið, flatur að ofan. Á kvistinum em tvær gluggaraðir, tveir neðri gluggarnir af sömu stærð og aðrir gluggar í húsinu en hinir efri minni. Veggir eru klædd- ir listasúð, en á þaki er bámjám. Unnið hefur verið af fag- mennsku að endurbótum á húsinu hið ytra, veggjum og gluggum. Eftir er að lagfæra austurhlið hússins, og ekki er hafin vinna við endurbætur hið innra. Húsið hefur varðveislugildi sem hluti af byggðinni við Lund- argötu og einnig vegna sérkenni- legs útlits sem gefur húsinu enn aukið gildi. Viðurkenning er veitt vegna faglegra vinnubragða við endur- bætur á húsinu sem endurspegla virðingu fyrir upprunalegri gerð og stíl hússins og þeim skilningi á varðveislugildi sem húsið hefur bæði sem hluti af byggðinni við Lundargötu og sem einstakt hús vegna sérkennilegs útlits sem gef- ur húsinu enn aukið gildi.“ óþh Norrænir vísnadagar 1996: Trúbadorar á Pollinum Akureyringar njóta góðs af Nor- rænum vísnadögum í ár. Trúba- dorarnir Pia Raug frá Dan- mörku og Jan-Olof Anderson frá Svíþjóð halda tónleika á veit- ingahúsinu Við Pollinn, fimmtu- daginn 2. maí kl. 22:00. Pia Raug er í fremstu röð danskra vísnasöngvara og lagahöf- unda. Hún hefur gefið út fjölda platna og nýtur mikilla vinsælda á Norðurlöndum. Hún er með ein- dæmum fundvís á heillandi laglín- ur og ljóð. Lag hennar „Rigningar- dagur í nóvember" er lýsandi dæmi um það, enda hefur það verið gefið út á öllum Norðurlandamálunum. Jan-Olof Anderson tók þátt í norrænum vísnatónleikum hér á Akureyri 1991. Hann er einn þeirra vísnasöngvara sem hefur fullkomið vald á viðfangsefni sínu og miðlar miklu fleiru en bara lagi og texta. Hann er menntaður í klassískum gítarleik og söng- kennslu frá Tónlistarskólanum í Stokkhólmi. Á efnisskrá hans er að finna sænsk þjóðlög, tónlist Evert Taube, Bítlalög og frum- samið efni. Fyrsta sólóplatan hans er væntanleg nú í vor. Norræna félagið á Akureyri stendur að tónleikunum. Aðgangs- eyrir er 500 kr. Fundur um ferðamál - á vegum ferðamálahóps Framsóknar- flokksins á Hótel KEA nk. þriðjudagskvöld Ferðamálahópur Framsóknar- flokksins ásamt heimamönnum stendur fyrir fundi um ferðamál á Hótel KEA nk. þriðjudags- kvöld, 30. apríl, kl. 20. Fundur- inn ber yfirskriftina „Samgöng- ur og ferðaþjónusta“. Fundar- stjóri verður Stefán Jón Haf- stein. Á þessum fundi verður fjallað um hvemig það er að reka fyrir- tæki í dag sem hefur með að gera að flytja ferðamenn milli staða og hvemig samgöngukerfið og yfir- völd samgöngumála standa að málum. Einnig verður sérstaklega farið inn á vandamál þeirra sem talist geta utan alfaraleiðar og hvernig gengur að reka ferðaþjónustu á þeim stöðum. Frummælendur verða Páll Halldórsson, forstöðumaður Flug- leiða innanlands, og Sigurður Að- alsteinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands. Auk þeirra munu sitja í pallborði þeir Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, Bjöm Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri S.B.H. á Húsavík, og Páll Þór Jónsson, hótelstjóri Hótels Húsavíkur. Fundurinn er öllum opinn og hvetja fundarboðendur allt áhuga- fólk um ferðaþjónustu til að mæta. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.