Dagur - 27.04.1996, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 27. apríl 1996
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
SÍMFAX: 462 7639 • SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (fþróttir),
BLAÐAM. HÚSAVÍK-SÍMI Á SKRIFST. 464 1585, FAX 464 2285. HS. BLM. 464 3521
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Arðsemi fyrírtækja
Opinberar tölur gefa þá bitru staðreynd til kynna
að arðsemi íslenskra fyrirtækja sé aðeins um fjórð-
ungur til helmingur af því sem algengt er meðal
viðskiptaþjóðanna. Launakostnaður er mun hærra
hlutfall í rekstri hérlendra fyrirtækja en annars
staðar. Launin eru þó síst hærri hér á landi en í
viðskiptalöndunum en skýringin liggur í slakri
framleiðni hér á landi.
Þetta er umhugsunarvert atriði, sem heyrir þó
ekki til nýrra tíðinda. Það hefur verið ein af mein-
semdunum í íslensku atvinnulífi að framleiðnin er
ekki nægilega góð. Atvinnulífið hefur ekki verið að
skila því sem nauðsynlegt er til þess að geta verið
í harðri samkeppni við þær þjóðir sem við gjarnan
viljum miða okkur við. Fyrir vikið hefur ekki tekist
að ná upp þeim lífskjörum sem við vissulega ætt-
um að hafa alla möguleika á.
Hitt er svo annað mál að atvinnulífið er greini-
lega að taka sig á. Hagræðing í rekstri einkafyrir-
tækja og opinbera geiranum hefur skilað árangri
og hún mun skila frekari ávinningi þegar frá líður.
Stöðugleikinn í atvinnulífinu og heilbrigð sam-
keppni er lykilatriði í þróun og eflingu atvinnulífs-
ins. Hins vegar er það ákveðið vandamál, sem
verður að uppræta, að á ákveðnum sviðum ríkir fá-
keppni.
í nýútkominni skýrslu fjármálaráðuneytisins,
„Bætt samkeppnisstaða íslands í framtíðinni",
kemur fram að 62% fólks á vinnumarkaði er í þjón-
ustu- og samgöngugreinum, 5% i landbúnaði, 11%
í fiskveiðum og fiskvinnslu og 22% í iðnaði. í
skýrslunni segir að það skipti miklu máli hvernig
til tekst við að auka framleiðni í þjónustugeiran-
um. Orðrétt segir í skýrslu fjármálaráðuneytisins:
„Til að sýna mikilvægi þjónustugreina fyrir sam-
keppnisstöðu þjóðarinnar í framtíðinni mætti
nefna að 1 % framleiðniaukning þar vegur nú
þyngra en 5% framleiðniaukning í sjávarútvegi. Til
að skila þjóðarbúinu 1% tekjuaukningu á mann
þyrfti aðeins 1,7% framleiðniaukningu á mann í
þjónustugreinunum en hvorki meira né minna en
9,4% framleiðniaukning á mann í sjávarútvegi til
að ná sama árangri. “
I UPPAHALDI
„Danskur kúltúr
að mínu skapi“
Gísli Svan Einarsson, út-
gerðarstjóri Fiskiðj-
unnar-Skagfirðings hf.
á Sauðárkróki, erfœdd-
ur í Neskaupstað árið
1955 og ól þar mann-
inn þar til leiðin lá til Akureyrar
í MA. Síðan lauk hann tœknistúd-
entsprófi frá raungreinadeild
Tœkniskólans, þaðan lá leiðin í
útgerðartœkni hjá Tœkniskólan-
um auk cin.s vetrar í viðskipta-
frœði við HÍ. Starfvettvangurinn
hefur m.a. verið hjá Stldarvinnsl-
unni í Neskaupstað, hlaða-
mennska hjá Daghlaðinu, kenn-
arastörf í Ólafsvík og við Sam-
vinnuskólann að Bifröst en það-
an hélt hann norður á Saitðár-
krók árið 1989. Eiginkonan heit-
ir Bryndís Þráinsdóttir frá Ólafs-
vík, kennari við Gagnfrœðaskól-
ann, og hörn þeirra erufjögur á
aldrinum 5 til 14 ára, þau Einar
Svan, Þráinn Svan, Áslaug Sól-
lilja og Bryndís Lilja.
Ilvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
„Svínahamborgarhryggur."
Gísli Svan Einarsson.
„Nei, það er mjög ómarkvisst, en
ég hjóla í vinnuna og stunda svo-
lítið sund.“
Ert þú í einhverjum klúbbi eða fé-
lagasamtökum?
„Nei.“
Hvaða blöð eða tímarit kaupir þú?
„Morgunblaðið, en konan kaupír
m.a. Hús & hýbýli."
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
..Veröld Soffíu eftir norskan met-
söluhöfund.“
„Fréttir, en ég er fréttafíkill og
horfi m.a. bæði á fréttatíma RÚV
og Stöðvar 2.“
Á hvaða stjórnmálamanni hefurþú
mestálit?
„Eftir síðustu hræringar í kvóta-
málum þá hefur álit mitt á stjórn-
málamönnum minnkað geysilega
mikið, því get ég ekki nefnt
neinn.“
Hver er að þínu matifegursti staður
á íslandi?
„Sem Nobbari finnst mér Norð-
fjörður fallegastur staða þegar
siglt er inn hann á fögrum sumar-
degi, en Skagafjörður er einnig
fagur.“
Hefurðu ákveðið hvað þú gerir í
sumarfríinu?
„Á íslandi, þó það verði ekki í
tísku í sumar, en á hverju sumri
fer ég m.a. austur í Sandvfk og
skoða fjörur og villta náttúru."
Hvar vildirðu helst búa efþú þyrftir
að flytja búferlum nú?
„í Danmörku, því danskur kúltúr
er að mfnu skapi.“
Uppáhaldsdrykkur?
„Kalt vatn, ég drekk mikið af
því.“
Hvaða heimilisstörffinnst þér
skemmtilegust og leiðinlegust?
„Mér leiðist ekki að þvo upp en
að þurrka af eða skúra skemmtir
mér ekki.“
Stundar þú einhverja markvissa
lireyfingu eða líkamsrœkt?
í hvaða stjörnumerki ert þú?
„Ég er naut.“
Hvaða tónlistarmaður er í mestu
uppáltaldi hjá þér?
„Eric Clapton."
Uppáhaldsíþróttamaður?
„Ehginn sérstakur sem ég get til-
greint.“
Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi?
Hvernig vilt þú helst verja frístund-
um þínum?
„Með fjölskyldunni í starfi og
leik.“
Hvað œtlarþú að geraum helgina?
„f>að verður starfstengt. Ég sit
aðaifund Káupfélagsins á laugar-
dag og síðan koma skip inn og
fara. Ef veður verður gott mun-
urn við grilla í fyrsta skipti á
þessu vori.“ GG
JARÐBRYR______________ ATLI RÚNAR HALLDÓRSSON
lil varnar kunum
Svavar Gestsson ætlar að spyrja
alla forsetaframbjóðendur hvemig
þeir muni bregðast við ef þeir
verði beðnir að skrifa upp á Évr-
ópusambandsaðild í valdatíð sinni
á Bessastöðum. Ég vil miklu frek-
ar vita um afstöðuna til kúastofns-
ins: Hver er afstaða þín, frambjóð-
andi góður, til þess að farga kún-
um okkar og flytja inn norskar
kusur í staðinn? Þetta er eiginlega
dæmigert skammdegismál í þjóð-
málaumræðunni. Eðlilegra væri
að svona lagað skyti upp kolli í
nóvember en ekki f apríl - á landa-
merkjum veturs og sumars. Eng-
inn ætti að sleppa inn um Bessa-
staðahlið án þess gera þjóðinni
grein fyrir afstöðu sinni. Og víst
má telja að síra Heimir tjái sig um
málið í auðskiljanlegri Morgun-
blaðsgrein.
Uppákoman á rætur að rekja til
bændafundar á Suðurlandi. Svo er
að skilja að þar hafi einhverjir
snillingar komist að þeirri niður-
stöðu að íslenskar kýr væm hvorki
nógu stórar né nógu skapgóðar
fyrir sinn smekk og þjóðarinnar.
Heilladrýgst væri því að losa sig
við þær og flytja inn norskar kýr í
staðinn. Þær norsku eru stærri og
geðbetri, segja sunnlenskir bænd-
ur.
Ég hefur verið hugsi yfir þess-
um tíðindum síðustu sólarhringa
og er eiginlega helst á því að
meira sé athugavert syðra við
geðslag bændanna en kúnna.
Nema þá að kýr á Suðurlandi séu
upp til hópa geðstirðari en þær
greindu og góðu systur þeirra sem
ég þekkti best í Svarfaðardal forð-
um. Ég man reyndar bara eftir
einni kú á Jarðbrú sem með sæmi-
legum rökum mátti kalla geðilla.
Hún tók stundum rokur upp úr
þurru á básnum sínum, rang-
hvolfdi augum, froðufelldi og gól-
aði ógurlega. Soffi vinnumaður
var frá upphafi sannfærður um að
kýrin væri skyggn og á hana leit-
uðu drauganaut úr öðrum heimi.
Eða fjandinn sjálfur væri laus og
kallaði á almáttugan guð til hjálp-
ar í fjósinu. Andlegt ástand skepn-
unnar skánaði ekki og þá var
henni slátrað til að koma henni til
fulls í þann heim þar sem hún
greinilega átti best heima.
Einu kynni mín af norskum
kúm voru í Þrændalögum eitt
sumarkvöld árið 1983. Ég áði í
gistikofa á sveitabæ og fylgdist
um hríð með furðulegum vinnu-
brögðum heimamanna við að
þurrka hey. Enn furðulegri þóttu
mér þó kýmar: Stirðar, brussuleg-
ar og gátu ekki staðið kyrrar í
halla. Þessi fyrirbæri vilja Sunn-
lendingar sem sagt flytja inn og
útrýma um leið okkar eigin kúm -
sem sjálfsagt eiga ættir að rekja til
Noregs. Auðvitað tóku landnáms-
menn með sér nokkrar kýr um
borð þegar þeir sigldu frá Noregi
til íslands forðum. Og auðvitað
völdu þeir þær fínlegustu sem þeir
fundu, en skildu bmssumar eftir.
Islandsfarar vom einkum þeir
Norðmenn sem neituðu að borga
kóngi og öðru arðránsliði skatta.
Á leiðinni urðu sumir sjóveikir og
voru settir í land í Færeyjum
ásamt nokkrum kúm. Hinir kom-
ust alla leið til íslands og afkom-
endur þeirra þráast enn við að
borga skatta. Og nú þakka nokkrir
sunnlenskir afkomendur landnem-
anna kúnum fyrir samfylgdina yfir
hafið og gegnum aldirnar með því
að vilja útrýma þeim. Þetta er nú
mórall í lagi.
Eitt lítið vandamál myndi
fylgja því að skipta um kúakyn í
landinu, ef nógu margir eru nógu
vitlausir til að gleypa við hug-
myndinni af Suðurlandi. Breyta
þyrfti öllum fjósum á landinu til
að þau hæfðu brussukúm frá Nor-
egi. Básanir í fjósunum eru auð-
vitað mátulega langir fyrir gáfað
íslenskt kúakyn. Alla bása í land-
inu þyrfti því að lengja, sem yrði
umtalsvert handtak og dýrt. Væri
hægt að leysa vandann á annan og
ódýrari hátt? Vafalaust. Rétt er að
byrja á að rannsaka og greina
vandann á Suðurlandi og bregðast
við í samræmi við niðurstöðuna.
Komi á daginn að sunnlenskar
kýr séu jafn geðstirðar og af er lát-
ið, hlýtur að koma til álita að
senda dýrasálfræðinga út um
sveitir til að fást við meinið.
Hugsanlega má laga ástandið ein-
faldlega með því að leiða blessað-
ar skepnumar undir naut af og til.
Ekki er nefnilega víst að sunn-
lenskir frjótæknar nálgist við-
fangsefnið af jafn mikilli virðingu
og natni og ég sá Jónmund og síð-
ar Rabba gera í Svarfaðardal.
Ef geðillskuna er hins vegar að
finna í bændunum sjálfum er til
lítils að bjarga málum með því að
útrýma heilu kyni kúa. Hætt er við
að einhverjir geðillir yrðu enn
geðverri síðar og fengju bakþanka
þegar þeir sætu uppi með innflutt-
ar stórkýr frá Noregi sem ekki
geta staðið kyrrar í halla.