Dagur - 27.04.1996, Page 7
Laugardagur 27. apríl 1996 - DAGUR - 7
hugmynd hafði orðið til og henni
skaut upp annað slagið. Ég sjálf trúði
því ekki þá að þetta væri raunhæfur
möguleiki. En nú erum við farin að
sjá árangur og það er alveg yndislegt."
ITC
„Eitt sinn þegar ég var að lesa blaðið
19. júní var verið að kynna þar alþjóð-
legan félgsskap, Málfreyjur eða ITC,
mér þótti þetta strax áhugaverð sam-
tök.
Það varð úr að 9. febrúar 1985
stofnuðum við, 16 áhugasamar konur
í Mývatnssveit, ITC Flugu, deild í al-
þjóðasamtökunum. Ég var stofnforseti
Flugunnar og er forseti félagsins í
dag. Núna eru 17 konur í félaginu bú-
settar víðsvegar í Suður-Þingeyjar-
sýslu.“
Þess má geta að sem forseti ITC
þurfti Hólmfríður að velja sér ákveðið
stef, eða einkunnarorð og það kemur
varla á óvart hvemig þau hljóma:
„Lífið er tækifæri, notum það.“ „Þetta
er ákaflega uppbyggjandi félagsskap-
ur og ég hef séð margar konur bóksaf-
lega blómstra í ITC. í sumar stendur
til að fara á Alheimsþing ITC í Skot-
landi og þangað stefna fimm Flugur
og ég er ein af þeim, ætli ég baki mig
ekki til þangað.“
- Hvað áttu við?
„Það er von að þú spyrjir. í fyrra
bakaði ég mig til Túnis í alveg
ógleymanlega ferð. Ég vaknaði með
fuglunum á morgnana og bakaði rún-
stykki í ofninum nn'num og svo voru
þau seld fyrir mig á tjaldstæðinu, ný-
bökuð og glóðvolg. Það var vinsælt
cg til Túnis fór ég í hópferð með fólki
sem ég þekkti ekkert í upphafi ferðar
og skemmti mér auðvitað ljómandi
vel.“
Félag aldraðra
„Nýjasti félagsskapurinn sem ég hef
gengið í er svo nýstofnað Félag aldr-
aðra hér í Mývatnssveit. Við erum 26
sem stofnuðum félagið núna á þessu
ári og ég er formaður félagsins. Mér
er sagt að það sé ótrúlega gaman að
upplifa ýmislegt með sinni eigin kyn-
slóð og þess vegna sé starfið í þessum
félögum svo skennntilegt.
Það er með þetta félag eins og
önnur félagsstörf að ef hægt er að
draga einn eða tvo með svo að þeir fái
fyllra og betra líf þá borgar það sig.
Ég hef haft nokkuð góða heilsu og
meðan svo er þá er um að gera að
halda áfram af fullum krafti það gefur
lífinu gildi, það er ekki til neins að
draga sig í hlé og láta sér leiðast. Mitt
„lífsmóttó" hefur líka alla tíð verið,
heill í starfi, heill í leik.“
Handverkshópurinn Dyngjan
Litlir hraunpúkar skreyta bókahillum-
ar hennar Hólmfríðar, rammíslenskir
að sjálfsögðu og hennar eigin hand-
verk. „Já, ég gleymdi næstum því að
segja ykkur frá handverkshópnum
okkar hér í Mývatnsveit, Dyngjunni.
Við erum einmitt að fara núna á eftir
að hitta hóp ferðamanna, sem vill
kaupa af okkur handunnar vörur úr ís-
lenskir ull.“
Enn sem fyrr eru það ferðamenn
sem bíða kornu Hólmfríðar Péturs-
dóttur. Við þiggjum flatbrauðssneið
með reyktum Mývatnssilungi og einn
kaffibolla enn, svo kveðjum við þessa
konu. Einhvem veginn læðist sú hugs-
un að að einmitt hún kunni listina að
lifa lífinu lifandi. KLJ
Hólmfríður og Sverrir í Víðihlíð.
Kvenfélagasambands Suður-Þingey-
inga í 12 ár og í því starfi kynntist ég
óskaplega mörgum góðum og
skemmtilegum konum víða um land-
ið.
Ég hef fengið tækifæri til þess að
ferðast til útlanda með öðrum kvenfé-
lagskonum. Arið 1956 fór ég í mína
fyrstu utanlandsferð í hópi 60 ís-
lenskra kvenfélagskvenna á Hús-
mæðraráðstefnu í Danmörku með við-
komu í Færeyjum. Þetta var áeiðan-
lega fyrsta hópferð íslenskra kvenna
til útlanda og hún var alveg stórkost-
leg.
Ég hef líka farið nokkmm sinnum
í Norrænt húsmæðraorlof sem kven-
félgskona, til Noregs, Svíþjóðar og
Finnlands. Starfið í kvenfélaginu hef-
ur því gefið mér ýmis tækifæri og
margháttaða reynslu."
- Finnast þér kvenfélögin eiga
jafnan rétt á sér í dag eins og þegar
þú gekkst í Kvenfélag Mývetninga fyr-
ir tœpum 50 árum?
„Ég held að kvenfélög séu mjög
þroskandi fyrir konur og nauðsynleg
því að það gengur svo ótrúlega hægt
að ná því að skapa samfélag karla og
kvenna sem geta unnið saman. Það er
ótrúlegt en satt að margar konur missa
hreinlega alla rænu þegar karlmenn
eru komnir í félagsskapinn, jafnvel
bráðgreindar og duglegar konur. Mér
virðist að þá verði þær svo miklar
kynverur að þær geta ekki notið sín
sem skyldi. Þetta er alveg eins og svo
oft gerist þegar piltur og stúlka byrja
saman, stúlkan slær af í námi og
starfsframa en pilturinn magnast allur
og verður framtakssamari og duglegri
en nokkru sinni. Ég er viss um að
flestir þekkja dæmi um þetta.
Þetta er eitthvað sem einfaldlega
gerist í samskiptum kynjanna og með-
an ástandið er svona veitir konurn
ekki af að vinna saman og byggja
sjálfa sig og hver aðra upp í eigin fé-
lagsskap.“
Skógrækt og landgræðsla
- Þú hefur áhuga á skógrækt?
„Já, ég hef alltaf haft það og gekk
snemma í Skógræktarfélag Mývetn-
inga. Það var með það eins og fleiri
félög að það var um tíma nokkuð
óvirkt en á áttunda áratugnum var
blásið lífi í félagið. Ég varð þá for-
maður þess og fljótlega lenti ég í
stjóm Skógræktarfélags Þingeyinga
og varð formaður árið 1978 og lét
ekki af því embætti fyrr en núna í vor.
Að hugsa sér, ég er búin að vera í 18
ár! - en það hefur nú verið óskaplega
gaman.
Það er svo einstaklega gott fólk
sem vinnur að skógrækt. Fólk vinnur
ekki að skógrækt nema það búi yfir
bjartsýni, jákvæðni og ákveðinni
óeigingimi."
- Ert þú ekki líka ífélagsskapnum,
sem œtlar að grœða upp Hólasand?
„Byrjunin á þessu Hólasandsævin-
týri er nú í rauninni alveg fáránleg.
Það var þegar ég var að koma inn í
stjóm Skógræktarfélags Suður-Þing-
eyinga að það komu til Húsavíkur
menn frá Skógræktarfélagi íslands til
að ræða við stjórn Skógræktarfélags-
ins hér. Ég ók á þennan lund sem leið
lá niður Hólasand og hnoðaði saman
þessari vísu á leiðinni.
Efalaust verður langt í land / að
laufin hvísli í blænum. / í hillingum sé
ég Hólasand / hulin í skógi grænum.
Þessi vísa varð svo umræðuefni á
fundinum og fannst sitt hverjum en
Akureyri. Ég var aðeins þar í einn vet-
ur og lauk gagnfræðaprófi þaðan 1946
svo hætti ég því að mig langaði svo að
læra að verða vefnaðarkennari og til
þess að geta það várð ég að fara í hús-
mæðraskóla.
Ég fór í húsmæðraskólann í Hvera-
gerði til Ámýjar Filipusdóttur, ákaf-
lega merkilegrar konu og ég er þess
fullviss að það varð til þess að ég lenti
seinna svona mikið út í félagsstörfum.
Þetta var enginn venjulegur hús-
mæðraskóli, það urðu allir að taka þátt
í framsögn, flytja ræður og tleira í
þeim dúr. Ámý sagði að stúlkur yrðu
að geta staðið fyrir sínu máli og það
gætu þær ekki nerna þær fengju æf-
ingu til þess, hugsunarháttur hennar
hafði áhrif á okkur allar. Ég man það
eins og það hafi gerst í gær þegar ég
flutti ræðuna mína á prófdaginn, hún
var um gleðina."
- Fórstu einhvern tímann í vefnað-
arkennaranámið?
„Nei, ég sótti um ákaflega virðu-
legan skóla brlendis því enginn slíkur
skóli var hér á landi en það árið var
enginn nemandi tekinn inn frá Islandi,
en næsta ár á eftir mátti ég koma, þá
hafði ég öðrum hnöppum að hneppa
Sumarnætur í hlöðunni
- Eru bernskuminningarnar annars
tengdar búskapnum?
„Já, en líka gestuni og móttöku
gesta. Á sumrin, þegar ég var stelpa,
vissi ég aldrei, frekar en hinir krakk-
arnir í Reykjahlíð, hvar ég ntundi sofa
næstu nótt. Við gengum ævinlega úr
rúmi fyrir gestum og margar sumar-
nætumar sváfum við í hlöðunni.
Það var líka okkar starf, bamanna í
Reykjahlíð, að sýna ferðamönnum
það sem þótti markverðast í nágrenn-
inu. Við vorum leiðsögumenn þeirra
tíma. Við rérum með ferðamenn út í
Slútnes, fylgdum þeim í Stórugjá og
gengum með þeint upp á Háuhlíð til
að þeir gætu séð yfir sveitina."
Fegurðin býr í sálinni
- Hvernig er að eyða œvinni í sveit,
sem almennt er talin með fegurstu
sveitum landsins?
„Það hefur verið yndilegt að alast
hér upp og búa hér og ég á erfitt með
að hugsa þá hugsun til enda ef ég
þyrfti að fara héðan. Mývatnssveit er
vissulega fögur en það er víða fagurt
og fegurðin ræðst ekki síður af sálar-
ástandi þess sem á horfir en því sem
horft er á, í náttúrunni skiptir birtan
líka miklu og litbrigði himinsins."
Er ferðamannastraumurinn
þreytandi?
„Ég er alin upp í nábýli við ferða-
menn og ég tek þeim einfaldlega
þannig að ég læt þá ekki þreyta mig.
Það er líka alveg ótrúlegt hve stutt ég
þarf að fara til að finna mína uppá-
haldsstaði, baki við hóla og hæðir, þar
sem enginn ferðamaður kemur, þar
býr enn friður og kyrrð sveitarinnar
jafnvel á annasömustu ferðahelgi
sumarsins."
- En veturnir, þá er sveitin frekar
afskekkt, stendur hátt og oft er snjó-
þungt, hvernig líkarþér við veturinn?
„Ég er aldrei ánægðari heldur en
þegar allt er á kafi í snjó, febrúarstill-
ur þegar allt er hvítt og hægt að fara
upp á hæstu hæðir og renna sér á skíð-
um niður, þannig veður vil ég fá. Þá
gleymist umheimurinn um stund, vetr-
arstillurnar eru góðar fyrir sálina og
þá er birtan stórkostleg og sveitin ekki
síður fögur en á sumardegi.“
- En eru Mývetningar öðruvísi en
aðrir Islendingar?
„Ég er ekki viss um að við séunt
alveg sérstakur þjóðflokkur, og þó!“
Félagsmálin - Á skautum á
fyrsta fundinn
- Þú hefur haft með höndum fjölmörg
trúnaðarstöf fyri'r hin ýmsu félög.
Hvenœr hófust afskipti þín af félags-
störfum?
„Ég man vel eftir því þegar ég fór
á minn fyrsta fund. Þá var ég fjórtán
ára og fór á skautum yfir vatnið á
ungmennafélagsfund í Þinghúsinu á
Skútustöðum, síðan eru fundimir nú
orðnir býsna margir.
í Þinghúsinu var stundum svell á
gólfinu og svo kalt að við urðum að
byrja á því að dansa til að geta haldið
á okkur hita á fundum. Þetta var fund-
ur hjá ungmennafélaginu Mývetningi,
seinna var svo Eilífur stofnað í út-
sveitinn og ég gekk í það og var eitt
sinni formaður þess.
Þegar efnt var til samkeppni um
merki Héraðssambands Þingeyinga,
HSÞ, í tilefni af 50 ára afmæli sam-
bandsins, sendi ég inn tvær hugmynd-
ir. Það varð úr að ég var fengin til að
skella þeim saman í eina og það er
merki HSÞ í dag.“
Með kvenfélagskonum
„Þegar ég var 26 ára gekk ég í Kven-
félag Mývatnssveitar og ég hef verið
formaður félagsins þrisvar sinnum í
samtals 15 ár. Ég var líka formaður
Hólmfríður var forniaður Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga um ára-
bil. Hér er hún fyrir niiðri mynd ásamt stjórn sambandsins, f.v. Þuríður
Hermannsdóttir, Elín Aradóttir, Hólmfríður, Helga Jósepsdóttir og Jó-
hanna Á. Steingrhnsdóttir.