Dagur - 04.05.1996, Blaðsíða 10

Dagur - 04.05.1996, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 4. maí 1996 ------------------------------------> AKUREYRARBÆR Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar Kynningarfundur um deiliskipulag miöbæjar Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar boðar til kynn- ingarfundar um tillögu að deiliskipulagi norður- hluta miðbæjar þriðjudaginn 7. maí nk. kl. 20.30 í Húsi aidraðra, Lundargötu 7. Skipulagssvæðið nær frá Hofsbót í suðri að íþrótta- velli í norðri. Greint verður frá helstu markmiðum með endurskoðun deiliskipulagsins og meginatrið- um tillögunnar, m.a. hugmyndum um aukna íbúðar- byggð í miðbænum. Fundurinn er öllum opinn en hagsmunaaðilum á svæðinu, húseigendum, íbúum og eigendum fyrirtækja er sérstaklega bent á að kynna sér tillöguna og taka þátt í umræðum um hana. Tillagan liggur jafnframt frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, til þriðjudagsins 28. maí 1996. Þeir sem óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana formlegar athugasemdir. Skipulagsstjóri. J Háskólinn á Akureyri Iiinrituii nýncma Heilbrigðisdeild: Hjúkrunarfræði Kennaradeild: Kennaranám, lcikskólakennara nám. Rekstrardeild: Rekstrarfræði, iðnrekstrar fræði, framhaldsnám í gæðastjórnun. Sjávarútvegsdcild: Sjávarútvegsfræði, matvæla framleiðsla Reglulegri innritun nýnema lýkur 1. júní nk. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskír- teinum. Ef prófum er ekki lokið skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir. Við innritun ber að greiða staðfestingargjald, kr. 6.000,- sem er óaftur- kræft fyrir þá nemendur sem veitt er skólavist. Bent er á að auðveldast er að leggja þessa upphæð inn á póstgíróreikning Háskólans á Akureyri, reiknings- númer 0900-26-156876. Skilyrði fyrir innritun í háskólann er stúdentspróf eða annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt. í framhaldsnám í gæðastjórnun gilda þó sérstök inntökuskilyrði um B.Sc. gráðu í rekstrarfræði eða annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt. Á fyrsta ári í heilbrigðisdeild er gert ráð fyrir að fjölda- takmörkunum verði beitt. Þannig verði fjöldi þeirra 1. árs nema sem fá að halda áfram námi á vormiss- eri 1997 takmarkaður við töluna 25. Umsóknarfrestur um húsnœði á vegum Félagsmála- stofnunar stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1996. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu háskólans, Sólborg, 600 Akureyri, sími 463 0900, frá klukkan 8-16. Upplýsingar um húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri veitir Jónas Steingrímsson í síma 854 0787 og 463 0968. HÁSKÓLINN Á AKUREYRI. HÁSKÓLINIM A AKUREYRI Á leikskólanum er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt og víst er að þessir ungu drengir á leikskólanum Lundarseli voru í góðu skapi þegar ljósmyndari Dags kom í heimsókn í síðustu viku. Myndir: BG Akureyri: Opið hús á leikskólum Börnin á Klöppum bíða eftir drekkutíma. Oskum eftir að ráða starfs- fólk í sumar og heilsársstörf bæði í sjoppu og bensín. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu BSH. BJÖRN SIGURÐSSON HÚSAVÍK Héðinsbraut 6 ■ Húsavík Sími 464 2200 • Fax 464 2201. SHELL NESTI FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða yfirlæknis við fæðinga- og kvensjúkdómadeild FSA er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa sérfræðileyfi í kvensjúkdóm- um og fæðingarhjálp. Umsóknarfrestur er til 30. júní 1996. Nánari upplýsingar veitir Kristján Baldvinsson, yfir- læknir. Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt upplýs- ingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmda- stjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 463 0100. f dag, laugardag, klukkan 10:30 til 14:00, verður opið hús á leikskólum Akureyrarbæjar og einkareknu leik- skólunum Stekk og Hlíðarbóli. Leikskólamir bjóða bæjarbúa vel- komna að skoða og kynna sér leik- skólastarfið. Anna Ámadóttir, leikskólastjóri á Krógabóli, segir að tilgangurinn sé að kynna það starf sem fram fari á leikskólunum og draga fram sér- kenni þeirra. „Síðustu 5-10 ár hefur verið mikil þróun í leikskólastarfi," segir Anna og tekur fram að þó margt sé líkt í leikskólunum hafi þeir mismundandi áherslur. T.d. sé mismikil áhersla lögð á frjálsan leik, hreyfingu og fleira og starfsemin fari oft eftir því fagfólki sem sé til staðar. Opna húsið er tilvalið fyrir for- eldra sem eru að leita að dagvist fyrir böm sín og einnig fyrir for- eldra sem eru að flytja í annað hverfí og eiga börn sem þurfa að skipta um leikskóla. Auk þess eru allir þeir sem áhuga hafa á uppeldis- málum hvattir til að mæta. Opið hús verður á eftirtöldum leikskólum: Árholt v/Háhlíð - Flúðir v/Þing- vallastræti - Holtakot, Þverholti 3 - Iðavöllur v/Gránufélagsgötu Klappir, Brekkugötu 34 - Kiðagil, Kiðagili 3 - Kórgaból, Glerárkirkju^ - Lundarsel, Hlíðarlundi 4 - Pálm- holt v/Þingvallastræti - Síðusel v/Kjalarsíðu - Hlíðarból v/Skarðs- hlíð - Stekkur v/Spítalaveg. AI Áður en leikskólabörnin á Klöppum fá sér í svanginn verða allir að þvo sér um hendurnar. Bridgefélag Akureyrar: Spilað í Al- freðsmótinu Þriðjudaginn 30. apríl vom spilað- ar 5 umferðir í Alfreðsmótinu og er þá búið að spila 15 umferðir'af 19 og er staðan þessi: 1. Jónas Róbertsson-Skúli Skúla- son. 134 stig 2. Páll Þórsson-Frímann Stefáns- son. 115 stig 3. Anton Haraldsson-Pétur Guð- jónsson. 110 stig 4. Stefán Vilhjálmsson-Guðmund- ur V. Gunnlaugsson. 73 stig Síðustu 4 umferðirnar verða spilaðar þriðjudaginn 7. maí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.