Dagur - 04.05.1996, Page 13

Dagur - 04.05.1996, Page 13
Laugardagur 4. maí 1996 - DAGUR - 13 POPP MAGNÚS GEIR CUÐMUNDSSON fllci nis Q Clll Irci vörum - orðin ein of vinsæluslu söngkonum heims Alanis Morissette eykur nú vinsældir sínar jafnt og þétt og er orðin ein af þeim vinsælustu í söngkvennabransanum. í byrjun nóvembermánaðar á síð- asta ári birtist hér á síðunni grein um nýja upprennandi söngstjörnu í poppinu, Alanis Morissette. Var þar sagt frá því að þessi 21 árs stúlka væri um það bil að leggja stóran hluta heimsins að fótum sér og hefði m.a. náð efsta sætinu í Kanada og Bandaríkjunum með plötunni sinni, Jagged Little Pill, sem kom út hjá útgáfufyrirtæki poppdrottningarinnar Madonnu sl. sumar. Vissu fáir ef nokkrir á þessum tíma hérlendis hver þessi Alanis Morissette var, en í fram- haldinu á síðustu vikum ársins 1995 var hún komin á hvers manns varir, eða öllu heldur voru flestir komnir með lögin hennar á sínar varir og hefur svo áfram ver- ið fram á þennan dag, á íslandi sem víðast hvar annars staðar. Verðlaun hafa síðan í kjölfar vax- andi vinsælda, streymt að henni, Grammy, Britverðlaun, kanadísku tónlistarverðlaunin og mörg fleiri. Um þessar mundir telst Alanis nú vera komin strax í hóp allra vin- sælustu söngkvenna samtímans, Mariah Carey, Whitney Houston, Janet Jackson og Celine Dion. Sú síðastnefnda, sem nú á síðustu vikum hefur verið að keppa við Alanis um efstu sæti vinsældalist- anna með nýjustu plötunni sinni, Falling Into You, er einmitt líka ættuð frá Kanada og eins og Alan- is, frönsk-kanadísk. Alanis hefur þó enn vinninginn a.m.k. í Banda- ríkjunum, en um heim allan mun Jagged Little Pill platan hennar hafa selst í um sjö milljóniun ein- taka samtals. SVO SANNARLEGA ENGINN NÝGRÆÐINGUR Þegar gæfuhjólið tók að snúast Al- anis Morissette í vil síðla sumars '95 drógu menn, eðlilega að mörgu leyti, þá ályktun að þarna væri á ferðinni lítt reynd og ung söngkona að öðlast skjóta frægð. En þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs að aldri á hún ýmislegt að baki. Alanis, sem fæddist í Ottawa 1974, dóttir fransks-kanadísks föður og ungverskrar móður, var nefnilega innan við tíu ára gömul þegar hún kom fyrst fyrir almenningssjónir, í barnasjónvarpsseríu sem naut töluverðra vinsælda í Kanada og þegar hún var tíu ára söng hún sitt fyrsta lag inn á plötu. Fjórtán ára gömul var hún svo orðin ung- lingasöngstjarna í heimalandinu, söng dísætt og iðnaðarframleitt popp og var nefnd svar Kanada við hinni bandarísku Tiffany. Ekki náði hún þó þá að ná viðlíka vin- sældum og sú ameríska. Fyrstu tvær plöturnar, Alanis og Now Is The Time, sem komu út 1991 og 1992, seldust þó í um 100.000 ein- tökum, sem dugði til að hún var talin vera „bjartasta von" kanad- ískra söngkvenna. Það er því mjög reynd og þjálfuð söngkona, þótt ung sé, sem um er að ræða. Andstreymi Eftir útkomu annarrar plötunnar 1992, var ljóst þrátt fyrir þokka- lega sölu að betur mætti ef duga skyldii. Hafði Alanis þegar hér er komið sögu verið búsett um hríð í Toronto þangað sem hún flutti frá Ottawa, en ákvað nú aftur að færa sig um set, til Los Angeles, að freista gæfunnar líkt og þúsundir annarra. Þar hins vegar gekk hvorki né rak hjá henni um tíma og mátti hún þola mikið and- streymi sem hún hafði ekki kynnst heima fyrir. Bera textamir á Jagg- ed Little Pill einmitt glöggt vitni um ástand söngkonunnar á þess- um tíma. ítrekaðar neitanir plötu- útgefenda við tónlist sem hún sendi inn til þeirra, biturrar reynslu af ástinni og fleira. Þykja textamir einmitt eiga venju fremur stóran þátt í vinsældum Álanis og skapa henni sérstöðu litlu síður en seiðandi og grípandi rokklaglín- umar. Madonna kemur TIL BJARGAR Þrátt fyrir erfiðleikana gafst Alanis þó ekki upp og hefur það nú ræki- lega borgað sig. Skömmu eftir að hún kom til Los Angeles kynntist hún lagahöfundinum Glen Ball- ard, sem þá þegar hafði getið sér það til nokkurrar frægðar að hafa samið smellinn Man In The Mirror með sjálfum Michael Jackson. Hjálpaði hann henni um skeið við lagasmíðar, sem svo síðla árs 1994 bar þann ávöxt að Alanis komst loks á samning. Var það sem fyrr sagði, Madonna sem gerði við hana samning fyrir hönd fyrirtæk- is síns Maverick, en hún hafði áð- ur komist yfir upptökur sem Alan- is og Ballard gerðu í sameiningu. Hreifst poppdrottningin að sögn sérstaklega af hinni „sjóuðu" rödd kanadísku söngkonunnar og hisp- urslausum textum hennar og var ekki lengi að gera henni tilboð. Hefur boltinn síðan rúllað hratt og vinsældimar vaxið stig af stigi. Segir Alanis sjálf að lykillinn að velgengninni sé fyrst og fremst sá að hún hafi verið dugleg og heið- arleg. Þannig verði hún líka að haga sér áfram. „Annars gleymist ég fljótt," segir hún. Eru það sjálf- sagt orð að sönnu hjá henni og má mikið vera ef Alanis Morissette verður ekki enn meira vinsælli og dáðari þegar tímar líða. —...— ftadiohecid kemur ekki Eins og stundum gerist, skipast veður skjótt í lofti. Það hefur nú einmitt gerst með hljómsveitina Radiohead frá Englandi, sem sagt var frá hér á síðunni í síðustu viku að væri að öllum líkindum á leið til íslands til að spila með Björk á Listahátíð í júní í sumar. Nú er sem sagt ljóst að hún kem- ur ekki og er verið að vinna í því að fá einhverja aðra erlenda sveit í hennar stað. - €kki oð hællci Að undanförnu hafa háværar raddir verið uppi um að pönkþrí- eykið gríðarvinsæla Green Day ætti í tilvistarkreppu og að enda- lok gætu verið nærri. Byrjuðu þessar raddir að hljóma í kjölfar þess að hljómsveitin frestaði skyndilega boðaðri tónleikaferð um Bretland á dögunum. Öllum slíkum getgátum hefur nú hins vegar verið vísað á bug og lýst sem hreinu bulli. Ástæðan íyrir Northem Uproar eru sagðir með poppinu í dag. því að þeir hættu við að fara til Bretlands var að sögn sú að mikil þreyta væri komin í drengina eft- ir stöðug tónleikaferðalög að undanfömu. Af illri nauðsyn hafi því verið ákveðið að hætta við frekara tónleikahald í bili. —CjOj— Orbilcil Orbital, „teknódanssveitm", sem m.a. hefur markað sér sérstöðu með óvenjulega líflegri sviðs- framkomu, hafa t.d. birst á sviði með námuluktir/kafaraljóskast- ara á höfðinu, hefur nú sent frá sér nýja plötu sem aðdáendur hafa eflaust beðið með óþreyju. Kallast gripurinn sá In Sides. þeim mest efnilegustu í breska Northern Uprocir Eitt allra nýjasta nafnið í að því er virðist endalausu röð nýrra breskra bítlapóppssveita, er Northem Uproar frá rigningar- borginni „líttþekktu" Manchest- er. Skipa hana fjórir ungir sveinar á aldrinum 16 til 18 ára og höggva þeir af fyrstu smáskífu- lögunum að dæma í mjög svipað- an knérunn og risavöxnu sambæ- ingar þeirra í Oasis. Fyrsta sam- nefnda plata Northem Uproar er nú rétt búin að líta dagsins ljós og er búist við því að hún fái góðar viðtökur. —QéBCC Glimrondi „gílorrif" Það er stundum sagt um snillinga að þeir séu oftast misskildir og öðlist margir hverjir ekki viður- kenningu fyrr en þeir eru allir. Má þetta að nokkru til sanns vegar færa og eru hinar ýmsu hetjur sem fórnað hafa lífi sínu listagyðjunni glögg dæmi um það. Hvort svo mun gilda um kanadíska tónlistar- manninn Jeff Waters, skal ekki endanlega fullyrt, en um hann og hljómsveitina hans, Annihilator, hafa þó ófáir farið lofsyrðum og talið að um einstakt fyrirbæri í flokki kraftmikils harðrokks væri að ræða. Átti þetta sérstaklega við um tvær fyrstu plötur Annihilator, Alison Hell og Never Neverland og spáðu menn því, og töldu Wat- ers og félaga þess vel umkomna, að sveitin myndi skipa sér á bekk með ekki minni mönnum en Met- allica. Svo hefur hins vegar ekki orðið og má e.t.v. kenna um óstöð- ugleika með liðsskipan, en Waters hefur haldist illa á samstarfsmönn- um og þeir aldrei verið þeir sömu frá einni plötu til annarrar. Þær hafa þó komið reglulega og allar innihaldið hágæða kraftrokk. Nýj- asta platan, Refresh The Demin, sem kom út fyrir skömmu og er sú sjötta í röðinni þegar allt er talið, er þar heldur engin undantekning á. Kraftmikil en jafnframt grípandi lög með ghmrandi „gítarrifum" eru þar í stórum stíl og er velpakk- að inn í sterka og tæra upptöku. Þar er Waters sjálfur að verki líkt og við gítarleik og söng og gefur þar frægustu upptökustjórum ekk- ert eftir. Dugir þetta þó ekki til að koma Annihilator í efstu sæti sölu- listanna þrátt fyrir ótvíræð gæði, en hver veit hvað seinna kann að gerast hvort sem það verður að Waters liðnum eða ekki. Jeff Waters. Vanmetinn snilling- ur?

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.