Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 3
3GGI' ]nú[ .ð TUQBbu)liv6iM - RUÐAQ - S Miðvikudagur 5. júní 1996 - DAGUR - 3 FRÉTTIR EFTA - EES fundurinn á Akureyri: Hvalreki á fjörur ýmissa þjónustufyrirtækja Óhætt er að segja að hótelhaldarar á Akureyri hafa sjaldan koinið að jafn viðainiklu verkefni og EFTA-fundurinn er. Blóm er drjúgur kostnaðarlið- ur, en vegna fundarins voru kcypt hlóni fyrir á þriðja hundrað þúsund krónur. Þessi mynd var tekin í fundarherbergi á Hótel KEA. Mynd: BG Um hundrað gestir eru á Akur- eyri í tengslum við EFTA - EES fundinn á Akureyri í þess- ari viku. Fundurinn er hvalreki á fjörur ýmissa þjónustufyrir- tækja bæjarins og telur Elías Gíslason, hótelstjóri á Hótel KEA, að gestirnir muni skilja við bæinn, með pyngjuna 4-5 milljónum krónum léttari, þeg- ar allt er talið. „Það er auðvitað erfitt að skjóta á slíka tölu og auðvelt að hrekja hana, en ég hugsa að hún sé á bilinu 4-5 milljónir. Umfang fundarins er mjög mikið, honum tengjast móttökur, málsverðir, Ijórir leigubílar eru til taks allan sólarhringinn, og við á hótelinu höfum keypt blóm fyrir á þriðja hundrað þúsund krónur, svo eitt- hvað sé talið til. Einnig eru standandi veitingar allan daginn, talsverðan tæknibúnað þarf í kringum þetta, rútur aka með gestina og farið er í útsýnisferðir, að ógleymdri gistingunni sjálfri.“ I gærkvöldi snæddu ráðstefnu- gestirnir á Oddvitanum, fjórrétt- aða máltíð; humarragú á brauð- fiski, apríkósufrauð, heilsteikt lambafillet kryddað íslenskum jurtum, með rjómasoðnum kart- öflum og kryddjurtasósu og að síðustu skyrtertu með bláberja- sósu, og sá Bautinn um matseld- ina. Að sögn Elíasar hefur hann ekki þurft að bæta við starfsfólki vegna fundarins, þar sem svo vel hittist á að sumarstarfsfólk er komið til starfa. Þó fundurinn sé umfangsmikill er hann ekki stærsta ráðstefna ársins á KEA, því í haust munu japanskir líf- fræðingar halda ráðstefnu þar, ferðakaupstefnan Vest-Norden verður einnig á Akureyri í haust og undirbúningur er þegar hafinn að ráðstefnu á vegum FAO. shv Reykjahreppur sendir héraðsnefnd erindi: Skoðanakönnun um afstöðu til sameiningar sveitarfélaga Hreppsnefnd Reykjahrepps í S- Þingeyjarsýslu. hefur sent hér- aðsnefnd sýslunnar erindi þar sem þeirri hugmynd er velt upp að samhliða kosningum til emb- ættis forseta íslands í lok þessa mánaðar verði gerð nokkurs konar skoðanakönnun meðal íbúa sýslunnar um hug þeirra til sameiningar sveitarfélaga. Verð- ur væntanlega fjallað um þessa tillögu á fundi héraðsnefndar næstkomandi föstudag. Tillagan hljóðar svo: „Hrepps- nefnd Reykjahrepps telur eðlilegt að samhliða forsetakosningunum í vor verði gerð könnun á afstöðu fólks til sameiningarmála sveitar- félaga. Nefndin telur rétt að spurt sé hvort vilji sé fyrir því að samn- ingaviðræður verði teknar upp milli sveitarstjórna um samein- ingu og þá milli hvaða sveitarfé- laga.“ Þorgrímur Sigurðsson, oddviti Reykjahrepps, segir ætlunina með þessari tillögu að vekja upp um- ræður um málið í héraðinu. „Það var kosið um sameiningu fyrir tveimur árum. Þeirri sameiningu var stýrt dálítið ofanfrá og kannski m.a. þess vegna var henni hafnað. Þessi mál hafa mikið til legið í láginni síðan þó menn hafi rætt um það sín á milli að taka þau ein- hvern tímann upp aftur og þá kannski vinna þau svolítið öðru- vísi. Hugmynd okkar gengur að- eins út á að gera skoðanakönnun, hvort fólk vilji að möguleikar á sameiningu verði kannaðir og þá í hvaða formi. Af okkar hálfu er ekki verið að taka neina afstöðu til sameiningar sem slíkrar, með eða á móti,“ sagði Þorgrímur. Hann sagði alls ekki víst að af skoðana- könnun geti orðið samhliða for- setakosningum, enda skammur tími til stefnu. HA Fyrirhuguð fiskvinnsla á Blönduósi: Hörgull á starfsfólki í júlí er fyrirhuguð opnun nýs fiskvinnslufyrirtækis á Blöndu- ósi, Fisks 2000, sem mun full- vinna kola, en í ljós hefur komið að vegna góðs atvinnuástands á staðnum er hörgull á starfsfólki. „Þetta er ákveðið áhyggjuefni núna,“ segir Valdimar Guðmanns- son, formaður Alþýðusambands Norðurlands. „Við höfum þegar auglýst einu sinni og erum að fara að auglýsa aftur. Við stefnum á að opna 1. júlí; hús fyrirtækisins er að vísu enn í byggingu, en það verður að minnsta kosti opnað í fyrri hluta júlímánaðar. Það er ljóst að við verðum að manna þessa starfsemi, og til þess þurfum við um 30 manns.“ Aðspurður um hvort Blönduós hefði húsnæði til að taka á móti starfsfólki sem kæmi langt að seg- ir Valdimar að eitthvað sé til, en það gæti orðið vandamál þegar kemur fram á haustið. Valdimar gerir ekki ráð fyrir að skólafólk sækist eftir starfi hjá Fiski 2000, þar sem vinnsla hefst seint og flestir verði búnir að ráða sig ann- ars staðar. „Atvinnuástandið hér er býsna gott, og er ástæðan fyrir þessum vandræðum. Andrúmsloftið á staðnum er allt annað og betra nú, og brottfluttir eru að snúa aftur heim. Fólk sækir þangað sem at- vinnu er að fá, svo það hlýtur að rætast úr þessu.“ Valdimar segir að auglýst verði í kringum Blönduós, og víðar á Norðurlandi til að byrja með, áður en farið verður að huga að því að manna vinnsluna með erlendu vinnuafli. „Ég hef enga trú á öðru en að þetta bjargist, þetta helgast e.t.v. lfka af því að fólk á erfitt með að trúa því að hægt sé að reka fiskvinnslu á staðnum. Blönduós er vel í sveit settur hvað varðar samgöngur, og ef ekki er hægt að gera goða hluti hér í þess- um málum, er það ekki víða hægt á landsbyggðinni.“ shv Akureyri: Færri án vinnu Nú um mánaðamótin voru 335 á atvinnuleysisskrá hjá vinnu- miðlunarskrifstofunni á Akur- eyri. Er það nokkur fækkun frá fyrra mánuði þegar 374 voru á skrá og umtalsvert betra ástand en á sama tíma í fyrra þegar þessi tala var 501. Atvinnuleysisdagar voru einnig mun færri í maímánuði í ár heldur en í fyrra, eða 7.099 á móti 10.083. Þær upplýsingar fengust á vinnumiðlunarskrif- stofunni að margir hefðu farið út af skrá í síðasta mánuði og sú þróun hafi haldið áfram. Hins vegar er talsvert að bætast við þessa dagana af skólafólki á at- vinnuleysisskrá, bæði með og án bóta. HA Sauðárkrókur: Lyflæknar þinga um helgina Um helgina verður haldið fjöl- mennt þing Félags íslenskra lyf- lækna á Sauðárkróki. Þingið hefst á föstudag og stendur fram á sunnudag. Lyflæknaþingið verður haldið í hátíðarsal nýja bóknámshúss Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra og hefst á föstudag kl. 13.30 með setningarávarpi Ástráðs B. Hreið- arssonar, formanns Félags ís- lenskra lyflækna. Síðan verða flutt fjölmörg erindi þar sem kynntar verða niðurstöður rannsókna lyf- lækna. í tengslum við þingið verð- ur lyfjasýning og í lok þess verða afhent verðlaun Vísindasjóðs lyf- lækningadeildar Landspítalans fyrir besta erindi yngri lækna. óþh Uts.á fumarkatSurin n 2. SUMfiRaöMBPM '96 3ja daga &arengiútsala - fíllt a& 90% afsláttur ()£R£> <)ER£> ERÓ T-bo(ir 10 kr. [2 á mannj Pog&ur 490 kr. Úlpur 2.990 kr. Skyrtur 290 kr. Prjónaue&ti 990 kr. Jakkar 2.990 kr. OömU' og horra&kór kr. 390 (íátt&foppar (S, (fl) 1.990kr. Jakkafót 3.990 kr. Ekki missa af sí&asta stárútsöfumarkabinum öpi& ffmmtacíag kl 12~18, fó&tac/ag k(. 10-18, laagarcfag k( 10-12 i cQ]ELjnL)-i CcT)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.