Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 5. júní 1996 - DAGUR - 9 Fjárhúshlöðu á Narfastöðum breytt í gistihús og nú verða þar samtals 30 herbergi: »Mer finnst þetta skemmtUegt“ - segir Ingi Tryggvason, ferðaþjónustubóndi Á Narfastöðum í Reykjadal standa um þessar mundir yfir framkvæmdir við að breyta fjárhúshlöðu þar í gistihús. Áður hefur Ingi Tryggvason bóndi þar breytt stóru fjárhúsi í gisti- og greiðasöluhús, með sautján herbergum. Nú Oölgar þeim um þrettán og verða alls þrjátíu, auk sex herbergja til viðbótar sem eru í gömlu íbúðarhúsi á jörðinni. Ingi telur að með þessu styrkist rekstur ferða- þjónstunnar á Narfastöðum, en hún hefur verið að eflast frá ári til árs frá matsalur og sitthvað fleira. Sex herbergjanna í fjárhúsinu eru með baði. því farið var af stað með hana 1988. „Það er ekki svo að ferðaþjónust- an hér á Narfastöðum sé mjög ábatasöm. Meiru máli skiptir fyrir mig að ég er að gera það sem mér finnst skemmtilegt og er vonandi gagnlegt. Þegar ég eignaðist þessa jörð árið 1985 voru þessi hús til staðar, en hins vegar var þá og því síður nú takmarkaður grundvöllur fyrir því að vera með sauðfjárbú- skap, enda markaðurinn fyrir kindakjöt erfiður. Því er ekki hægt að horfa uppá þessi hús grotna niður, ef möguleiki er til að vera þar með einhverja starfsemi," sagði Ingi Tryggvason, þegar blaðamaður ræddi við hann fyrir skömmu. Sterkari rekstur með fjölgun herbergja Ingi Tryggvason keypti Narfastaði árið 1985. Þá taldi hann ekki að- stæður til að halda þar áfram sauðfjárbúskap, enda bundinn við önnur störf. Formennsku í Stéttar- sambandi bænda gegndi Ingi allt til ársins 1987, en þegar því starfi lauk segist hann hafa litið svo á að nauðsynlegt væri að finna sér önn- ur verkefni. Tiltækt hefði verið að breyta gömlu íbúðarhúsi á Narfa- stöðum í gististað, sem opnaður var vorið 1988. Árið 1990 hófust svo framkvæmdir við að breyta fjárhúsinu og vorið 1991 var lokið við að innrétta húsið, þar sem í dag eru sautján herbergi, eldhús, Auk Inga og konu hans, Unnar Kolbeinsdóttur, standa Unnsteinn sonur þeirra og Rósa Ásgeirsdótt- ir, hans kona, að þessum rekstri. Bæði Ingi og Unnsteinn telja að reksturinn á Narfastöðum muni styrkjast og eflast með tjölgun gistherhergja um þrettán, sem öll verða með baði. Nýju herbergin verða í fjárhúshlöðunni, en í hana var steypt milligólf og eru her- bergin, auk góðrar setustofu á efri hæð. Að sögn Inga verður neðri hæðin ekki tekin í gagnið að svo stöddu, en þar er fyrirhugað að verði fleiri gistherbergi, kæli- geymslur, starfsmannaaðstaða og fleira. - Búast má við að stækkun- in verði komin í gagnið fyrir lok júní. Herbergjum raðað á gluggana „Við höfum orðið að laga her- bergjaskipan hér í fjárhúsinu eftir því að það er byggt fyrir aðra starfsemi en þá sem er hér í dag. Til að mynda þurfum við að raða herbergjunum á gluggana. Við hönnun flestra annarra húsa eru gluggamir settir þar sem ákveðið hefur verið að herbergin eigi að vera,“ segir Ingi, kíminn á svip. jp: $£8 -. f Ingi Tryggvason og Unnsteinn, sonur hans. Þeir telja að rekstur ferðaþjónustunnar á Narfastöðum styrkist með til- komu fleiri gistiherbergja. Myndir: sbs. „Auðvitað er vandamál hve ferðamannatíminn hér á landi er stuttur - og hann er talsvert styttri hér nyrðra en sunnanlands. Fólk fer f lengri ferðir út frá Reykjavfk yfir sumarið, en þegar líða tekur á haustið verða ferðirnar styttri. Ut- an sumarleyfistímans fer fólk helst í sumarleyfisferðir- og vill þá helst ekki aka mjög langt, og mið- ar oft við tveggja til þriggja stunda akstur. Þetta þrengir vissu- lega möguleika okkar Norðlend- inga, enda þótt hér sé allt yfirfullt um þrjá mánuði á ári,“ segir Ingi. 17% ársnýting Hann segir ennfremur að leita verði nýrra möguleika í ferðaþjón- ustu svo betri nýting fáist á fjár- festingum níu mánuði ársins. „Hér höfum við opið frá 15. maí og fram til septemberloka á sumri hverju og það er vissulega hæpið að starfsemi geti rentað sig á svo skömmum tíma. Mér reiknast svo til að nýtingin á gistiherberjunum svari til þess að þau séu öll full- bókuð rúmlega 60 nætur á ári. Ársnýtingin verður samkvæmt þessu um 17%,“ segir Ingi. Mikill meirihluti Narfastaða- gesta eru útlendingar, sem koma þangað á vegum ferðaskrifstofa, svo sem Ferðamiðstöðvar Austur- lands, Ferðaþjónustu bænda, Úr- val-Útsýn og Ferðaskrifstofu Harðar Erlingssonar. Ingi segir að gestimir séu gjarnan fólk sem er að kynna sér Mývatnssvæðið, enda sé það skammt undan. Finnum erlenda markhópa Og Ingi bætir við: „Ég held að erf- itt kunni að reynast að lengja þann tíma sem íslendingar nýta til ferðalaga hér innanlands. Fólk er mjög bundið yfir sumarmánuðina og hagar sínum sumarfríum gjam- an í samræmi við skólaár barna sinna. Og eigi íslendingar frí á öðrum tímum árs er venja þeirra að fara til útlanda. Ég bind þó vonir við að finna megi nýja er- lenda markhópa. Ég nefni til dæmis eldra fólk, sem hætt er störfum. Margt af því fólki er vel statt peningalega og hefur tök á að ferðast á þeim tímum sem í ís- lenskri ferðaþjónustu em nefndir jaðartímar." -sbs. m s Upplýsingamiðstöðin á Akureyri b.s. Vestnorden ferðakaupstefnan Upplýsingamiðstöðin hefur tekið frá 10 bása miðsvæðis á Vestnorden ferðasýningunni í haust. Þau eyfirsku ferðaþjónustufyrirtæki sem áhuga hafa á að vera með í þessum fyrirtækjahópi, vin- samlegast hafið samband í síma 461 2577, fyrir 10. júní nk. Fjárhúsin á Narfastöðum. „Ekki hægt að horfa uppá þessi hús grotna niður, ef möguleiki er til aö vera þar með ein- hverja starfsemi,“ sagði Ingi Tryggvason. Skrifstofuhúsnæði Til leigu gott 75 fermetra skrifstofuhús- næði í verslunarmiðstöðinni Kaupangi. Gengið beint inn af einu besta bílastæði bæjarins. Upplýsingar gefur Sigvaldi í síma 462 1898.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.