Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 5. júní 1996 Landgræðsluáætlun fyrir Skútustaðahrepp liggur fyrir. Dökkt ástand á afréttum Mývetninga: Eitt alvarlegasta rofsvæði í Evrópu - er álit skýrsluhöfunda „Afréttir Mývetninga eru án efa eitt alvarlegasta rofsvæði landsins, líklega einnig í Evrópu og jafnvel þótt víðar væri leitað. Varlega áætlað tap gróðurlendis nemur um 50 til 500 hekturum á ári. Þá berst gífurlega mikið sandmagn að grónu landi og safnast þar fyrir. Hætta er á að nær allt gróðurlendi á Austurafrétti og út í sjó í Öxar- firði verði sandi að bráð með tím- anum, verði ekkert að gert.“ - Þetta segir í lokaorðum nýlegrar skýrslu sem nefnd skipuð af land- búnaðarráðherra hefur gert um landgræðsluáætlun fyrir Skútu- staðahrepp. Þar eru settar fram ýmsar tillögur um stöðvun jarð- vegseyðingar í hreppnum, sem er mikið aðsteðjandi vandamál. Nefndin sem fjallaði um þetta mál var skipuð árið 1992 af Hall- dóri Blöndal, þáverandi landbún- aðarráðherra. I skipunarbréfi sagði að markmiðið með störfum nefnd- arinnar væri að finna leiðir til að stöðva gróður- og jarðvegseyð- ingu, þar sem hagsmuna Mývetn- inga væri gætt að teknu tilliti til búsetu og atvinnumöguleika. Sér- staklega skyldi huga að samvinnu bænda og Landgræðslu ríkisins við landgræðslustörf, það er að heimamenn fengju öðrum fremur að komast í þau störf. Fjölmargar tillögur Það var nú fyrir skömmu sem nefndin góða skilaði af sér tillög- um. Þar er tæpt á fjölmörgum at- riðum er til heilla þykja horfa og skulu hér nokkur nefnd: Að kom- ið verði í veg fyrir sandfok þar sem það er gerlegt og í því sam- bandi skuli lögð áhersla á sáningu melgresis á friðuðum svæðum, en þau eru Dimmuborgargeiri, Suð- urafréttur, Hvannfell, Mellönd austan Skógarmannafjalls, Borg- armelur og Jörundargeiri. Þá gerir nefndin tillögu um að rofabörðum skuli lokað í áföng- um, í forgangsröðun innan svæða. Auk þessa eru nefndar tillögur á borð við þær að efla gróður og styrkja í eldri landgræðslugirðing- um sem og að græða upp heima- lönd. Öræfagirðing Á gróðurlausum svæðum sunnan Mývatnssveitar er mikið sand- magn sem berst yfir gróðurlendi í hreppnum. Nefndin leggur til að unnið verði að því að ná sam- komulagi um uppsetningu öræfa- girðingar um þetta svæði, en með henni yrði auðnin girt frá beitar- svæðum og hún þannig forsenda landgræðsluaðgerða innan girð- ingarsvæðisins, sem yrði 3.000 til 4.000 m’. - Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, tók þó fram í samtali við Dag að ennþá hefði ekkert samkomulagt verið gert við heimamenn um legu girðingarinn- ar, né annað henni viðvíkjandi. Eins og áður sagði lagði nefnd- in sérstaklega á það áherslu að Mývetningar gengju öðrum frem- ur að landgræðslustörfum, en einnig er lagt til að þeim verði boðið að draga úr sauðfjárfram- leiðslu. Það myndi gerast án þess að beingreiðslur yrðu skertar eða þá með því að þeir gætu skipt beingreiðslurétti fyrir sauðfé yfir í rétt til mjólkurframleiðslu. Draumatölur... Ef farið verður alfarið eftir tillög- um nefndarinnar um landgræðslu á Mývatnsöræfum er gert ráð fyrir því að kostnaður við uppgræðslu- störfin verði 128 millj. kr. á ári, að því er fram kemur í skýrslu nefnd- arinnar. Áætlunin um land- Rofbarð í Mývatnssveit. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, segir að 750 millj. kr. séu sú draumatala fjárveitinga sem þurfi til að koma uppgræðsluáætlun fyrir Skútustaðahrepp í framkvæmd. „Ég þykist þó vita hvernig þeir ætla að afia fjárins ef af þessu verður. Það verður með því að ófrægja mývetnska bændur, segir Þorgrímur Starri Björgvinsson í Garði í Mý- vatnssveit. „Þaö er fögur hugsjón sem býr að baki þessum tillögum,“ segir Böðvar Jónsson, bóndi á Gautlöndum, sem mikið hefur unnið að landgræðslumálum á síðustu árum. Dúnframleíðendur Býð ókeypis dúnhreinsun og að erlendur kaup- andi greíði ykkur innlent markaðsverð á hverjum tíma. JÓN SVEINSSON, sími 434 7721, fax 434 7834. ALCATEL heimstvímenningur verður spilaður í Hamri, félagsheimili Þórs á Akureyri föstudaginn 7. júní kl. 19.30. Þátttökugjald 1500 kr. á par. Sömu spil verða spiluð samtímis víða um heim. Þátttakendur fá bók með spilunum og verðlaun verða veitt. Allir bridge-spilarar velkomnir. Mætið tímanlega til skráningar. Bridgefélag Akureyrar. græðslustörfin nær frá síðasta ári og fram til ársins 2000 og verður samanlagður kostnaður á þessu árabili 750 millj. kr. að teknu til- liti til allra liða. Fjárveitingavaldið hefur þó engin framlög til þessa verkefnis samþykkt, „...og allt eru þetta draumatölur," sagði Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. Fögur hugsjón býr að baki „Það er fögur hugsjón sem býr að baki þessum tillögum og þær eru allra góðra gjalda verðar. Við sem teljum okkur náttúruvemdarsinna hljótum í einlægni að fagna þess- um áformum," segir Böðvar Jóns- son, bóndi á Gautlöndum í Mý- vatnssveit. Hann hefur mikið unn- ið að landgræðslu á heimajörð sinni í gegnum árin og hlaut fyrir nokkrum árum landgræðsluverð- launin svonefndu. Böðvar segir að hin mikla ör- æfagirðing sé grundvöllur alls hins væntanlega landgræðslustarfs og framkvæmdir við hana verði að vinna fyrst af öllu í þessu verkefni og það á sem skemmstum tíma. Annað starf megi svo dreifast á lengri tíma. „Öræfagirðingin er ein hin mesta náttúruvernd sem um getur og henni virðist jafn- hliða ætlað að stuðla að betri möguleikum til búsetu hér á þess- um svæðum,“ segir Böðvar enn- fremur. „Orð eru til alls fyrst, en nú verða menn að koma orðum í verk,“ sagði Böðvar ennfremur. Hann segist hafa tröllatrú á þekk- ingu íslenskra búvísindamanna og að hún geti leitt til þess að á Mý- vantsöræfum megi vinna stórvirki í uppgræðslu. „Það er svo aftur óskrifað blað að fá fjárveitingar til þessa verkefnis. Ákvörðun um það efni er í höndum Alþingis - en nú verða allir að þrýsta á um pen- inga og hafa í huga að situr svelt- andi kráka en fljúgandi fær,“ segir Böðvar á Gautlöndum. Mývetnskir bændur ófrægðir Ekki eru allir Mývetningar á eitt sáttir með þær landgræðslutillögur sem hafa verið settar fram. Þor- grímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, segir í Tímanum nýlega að þær séu ekki fastar í reipunum. „Þessar tillögur um öræfagirðingu virðast ekki mjög fastar í reipum. Ég veit ekki hvem andskotann þeir eru að tala um, því það vantar allt sem við á að éta. Það fylgir ekki með hvar á að taka peningana og menn em að tala um að þetta verkefni kosti ef til vill hátt í milljarð fram að alda- mótum. Og áfram heldur Starri um störf nefndarmanna: „Þeir vita það ósköp vel mennirnir að þeir hafa ekki nokkurt einasta vilyrði fyrir þessum tillögum, en ég þykist þó vita hvemig þeir ætla að afla fjár- ins ef af þessu verður. Það verður með því að ófrægja mývetnska bændur, segja þá níða landið og Dimmuborgir og þar með geta þeir farið í helvíti mikla herferð til að kría út fé,“ segir Starri og bætir við að gert verði mikið rex úr því hve fé sé sleppt snemma á afrétt- arlönd. Því megi bændur í Mý- vatnssveit aldeilis eiga von á góðu, eins og Starri kemst að orði. -sbs. Karlakórinn Heimir: Tónleikar í Miðgarði og Langholtskirkju Karlakórinn Heimir í Skagafirði heldur tónleika í Miðgarði í Skaga- firði á laugardagskvöld og hefjast þeir kl. 21:00. Þetta eru síðustu tónleikar kórsins á heimaslóð á þessu starfsári, en sem kunnugt er halda Heimisfélagar í söngferðalag til Kanada næstkomandi þriðjudag. Enginn aðgangseyrir er að þessum Miðgarðstónleikum. Á mánudagskvöld verða Heim- isfélagar með tónleika í Langholts- kirkju í Reykjavík og hefjast þeir kl. 20:30. Daginn eftir heldur kór- inn svo af landi brott í áðumefnda ferð - en efnisskrá þessara tveggja tónleika er sú sem Kanadamönnum verður boðið uppá. Stjórnandi kórsins er Stefán R. Gíslason, und- irleikarar eru Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason, og einsöngv- arar eru Einar Halldórsson og Álftagerðisbræðumir Óskar, Pétur og Sigfús Péturssynir. -sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.