Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. júní 1996 - DAGUR - 7 Mér er dálítið stirt um stef þessa dagana. Sömu hugsanimar skjóta upp kollinum hvað eftir annað; myndir líða fyrir hugskotssjónum. Þær tengjast unga fólkinu í um- ferðinni, ábyrgð okkar sem eldri emm, fyrirmynd og því gildismati sem ríkir þegar við emm sest und- ir stýri. Til hvers em bílar? Sýna þeir hvers virði við erum? Eru þeir tæki til að sýna hvað við eigum mikla peninga? Eða hvað við fá- um hátt lán? Tæki til að sýna kraft og styrk, ekki okkar eiginn heldur þann sem býr undir vélar- hlífinni? Tæki til að sýna hvað í okkur býr? Hvemig við snúum á náungann? Hvemig við sýnum honum í tvo heimana, einkum þó og sér í lagi ef náungi okkar er „kelling" eða gamall, eða hik- andi? Eða eru bílar samgöngutæki; tæki sem ætlað er að koma okkur frá einum stað til annars - hvorki meira né minna? Það hef ég alltaf haldið og skil ekki alveg þegar glaðbeittir ungir menn sem ég kalla raunar „reynslulaus pilt- böm“ á góðum stundum, geysast fram úr mér með hæðnisglotti, þar sem ég svíf farsællega leiðar minnar á góðum hraða. - Elsku hjörtun mín! Dettur ykkur í hug að mér sé ekki sama þó þið farið fram úr mér - með farsímann í hönd? Svo sannarlega. En mér er alls ekki sama um líf ykkar og limi; heilsu ykkar og vellíðan til frambúðar. Þið megið senda mér öll þau glott sem til eru, ögra, og potast. Það kemur ekki mál við mig. Nei það snertir ekki svona „kellingar“ sem eru á hæsta bónus og hafa aldrei valdið skaða (og Guði séu einlægar þakkir) á dauðu né lifandi. - Og svona rétt til að svara hæðnislegri spurningu sem skýst upp í huga ýmissa lesenda: Nei ég er ekkert mikið lengur en þið til Reykjavíkur á góðum degi - á auðum vegi! Hvers vegna er ég nú allt í einu að tala um umferðina? Á þetta að vera skemmtileg grein eða hvað? Nei, ekki nauðsynlega. En ég vona að þið lesið hana með um- hugsun; þið þurfið ekki að segja neinum að þið hafið gert það! - Mér er stirt unt stef. Umferðin er að taka ískyggilegan toll; toll sem er að stórum hluta innheimtur úr röðum þeirra sem hafa tiltölulega nýtt bflpróf og viðbragðssnerpu æskunnar, en skortir reynsluna sem gagnast þegar kemur að því að bregðast við hinu óvænta. Og hvað ætti svo sem að vera óþekkt? spyr einhver. Jú, lausamöl sem virðist skjóta upp kollinum án fyr- irvara; bíll á ofsahraða á röngum vegarhelmingi; blindandi sól, kassetta sem datt á gólfið... trufl- un úr aftursæti... ögranir farþega „taktu framúr ’onum maður“, „ætlarðu að láta kerlinguna kom- ast upp með þetta?“ o.sv.frv. Þau eru óteljandi atriðin sem skipt geta sköpum í umferðinni. Og þegar sólin fer að skína, bíl- amir að gljá, rúðumar allar skrúf- aðar niður, „græjumar" á fullu... og fallega fólkið í lífi okkar fram í og/eða aftur í, þá vill svo margt gleymast: Öryggisbeltin, varfæm- in, tillitssemin, virðingin fyrir mannslífum og verðmætum og at- hyglisgáfan og jafnvel dómgreind- in lúta í lægra haldi fyrir einhverju áreitinu... Æ, skyldi ég ekki muna það! Það þarf kjark, þroska og sjálf- stæði til að vera ábyrgur, varfær- inn ökumaður; sjálfstæði og styrk til að láta hvorki ögranir né háðs- yrði stjóma sér; kjark til að hafa það alltaf á hreinu hver það er sem er ábyrgur fyrir stjóm ökutækis- ins. „Það kostar klof að ríða röft- um“ og það sama gildir um akstur. Það þarf talsverðan styrk og þroska til að segja við jafnaldra sína, ýmist með nýtt bílpróf eða um það bil að öðlast ökuréttindi, „það er ég sem stjórna og mig langar ekkert til að koma við á slysavaktinni“. En það er einmitt þetta sem málið snýst svo oft um, viðkomuna á slysavaktinni. Og svo kannski áframhaldandi dvöl á sjúkrahúsinu; kannski langtíma- dvöl í endurhæfingu; kannski margra ára stríð við trygginga- kerfið; kannski dauðsfall, ómæl- anleg sorg; sorg sem umbyltir líf- um fjölda ástvina - sár sem aldrei gróa. Glatað raus í kellingunni! Eins og maður geti ekki ... maður er nú búinn að keyra taktorinn frá... og keyra hjá pabba... djöfull er að vita hvemig þetta glataða lið getur látið! Eins og maður geti ekki keyrt?! HA?! - Jú, jú mín elskan- legu, enda er það minnsta mál að stjóma bíl á beinum, malbikuðum vegi, EF ekkert kentur uppá! En mergurinn málsins er sá að við er- um aldrei örugg, við getum aldrei verið þess fullviss að ekkert hendi. Við erunt ekki óskeikul, við gerum öll mistök og öll stönd- um við eða öllu heldur sitjum, þegar minnst varir, andspænis því óvænta í umferðinni. Og hvað þá? Veistu að þá getur það skipt sköp- um að vera á löglegum hraða? Það getur bjargað lífi þínu og vina SKILAFRESTUR AUGLÝSINGA Auglýsendur! Athugið að skilafrestur í helgarblaðið okkar er til kl. 14.00 á fimmtudögum -já 14.00áfimmtudögum DAGUR auglýsingadeild, sími 462 4222, fax 462 2087 Opið frá kl. 08.00-17.00 HELGA ÁCÚSTSDÓTTIR SJONARMIf) ÁMIÐVIKU- DEGI þinna, eigum, sjálfsvirðingu og haft langvarandi áhrif á það traust sem þú nýtur? Hefurðu komið inn á endurhæfingardeildimar? Hef- urðu séð ungt fólk, innan við tví- tugt, berjast áfram í þjálfuninni sinni, með það eitt fyrir augum að geta einhvem tíma í fjarlægri framtíð hellt á könnuna; stjómað sjálft stólnum sínum. Hefurðu hitt komungt fólk sem dreymir um að komast á snyrtinguna og í bað án þess að þurfa hjálp? - Eg er ekki að tala um „einhverja gamla kalla og kellingar" - ég er að tala um fólk um tvítugt og yngra. Eg vann um nokkurra ára skeið á félagsmálastofnun á Stór- Reykjavíkursvæðinu og er ein- staklega minnisstæður ungur mað- ur sem ég kynntist í gegnum það starf. Hann var það sem kallað er í dag „töff’, „svalur" og líka ágæt- lega skynsamur náungi. Hann var meira að segja býsna sætur. En þegar við kynntumst var það vegna viðureignar sem hann átti í við sjálfan sig vegna ákafrar sjálfsásökunar, svartsýni og van- máttarkenndar - fyrir utan stóra slaginn við tryggingafélagið. Hann var nefnilega algerlega lamaður fyrir neðan mitti, raunar svolítið upp fyrir það. Og hann vissi að þannig yrði það um alla framtíð. Hann var rétt að verða átján. „Mér er stirt um stef. Umferðin er aðtaka iskyggilegan toll; toll sem er að stórum hluta inn- heimtur úr röðum þeirra sem hafa tiltölu- lega nýtt bílpróf og við- bragðssnerpu æskunnar, en skortir reynsluna sem gagnast þegar kem- ur að því að bregðast við hinu óvænta.“ Eitthvert fífl? Alger tapari? O nei, engan veginn. En hann gat ekki lengur stundað handboltann, ljósabekkinn, spretthlaupið, skot- æfingamar sínar og skíðabrunið né elst við stelpur. Flest af þessu er nefnilega alveg ofboðslega erf- itt úr handknúnum hjólastól. Og þess vegna voru hans björtu stundir orðnar annars eðlis; stund- imar þegar „þessi af féló“ leit inn - illskárra en einsemdin. Auðvitað átti hann vini og þeir reyndust honum vel - þeir þroskuðustu og þeir tryggustu. ÞETTA KEMUR EKKI FYR- IR MIG OG EKKI FYRIR VINI MÍNA! - Er það ekki? - Ekki alls fyrir löngu sat ég jarðarför ungs vinar míns, sem mér þykir veru- lega vænt um. Og viðstaddur var annar ljúflingur, enginn tapari, enginn kjáni - á hækjunum sínum. Og aftar í kirkjunni, snökkti ung- ur, elskulegur piltur, sem var ný- sloppinn án meiðsla, eftir að hafa velt fjölskyldujeppanum. Hér og hvar grétu jafnaldrar sem höfðu sloppið misvel úr kappakstri eða frá skorti á tillitssemi annarra. Og presturinn mælti hófsöm vamað- arorð; velti upp spumingunt sem ég vona að gleymist engum sem á hlýddu. ER EKKI KOMIÐ NÓG? GETUM VIÐ EKKI TEKIÐ HÖNDUM SAMAN - NÝJU OG GÖMLU BÍLPRÓFIN - OG SAGT UMFERÐ ARSLYSUN- UM STRÍÐ Á HENDUR? - Get- um við ekki ÖLL lagt okkur fram um að vera nógu stór til að segja: „Ég er ekkert fífl. Ég læt ekki ögranir stjórna mér, læt ekki hrinda mér og mínum út í ör- kuml - til sálar og líkama. Ég er þroskaður, ábyrgur og þoli barnalcgar athugasemdir; þær eru vandamál þeirra sem bera þær fram, ekki mitt. Ég veit að bíll getur hætt að vera farartæki og breyst í ískalt verkfæri dauð- ans.“ ‘ Já, mér er stirt um stef. Fátt hefur fengið meira á mig hin síð- ari ár, en að horfa á þessa ljúflinga skaðaða, stórskaddaða - - - og skynja óbærilega sorg og kvöl að- standenda á hinstu kveðjustund. Hér duga engin orð, aðeins at- hafnir sem stefna að varfæmi og virðingu fyrir lífinu - já og svo öðrum verðmætum. Glannalegur framúrakstur, ofsahraði, „sveiflur og sving“ á vegum úti, ögranir við aðra öku- menn, hraðakstur og fleira í þess- um dúr á ekkert skylt við persónu- styrk né hugrekki. Það væri sýnu nær lagi að nefna til sögunnar vanþroska, fífldirfsku, vanmeta- kennd og ósjálfstæði og sitt hvað fleira sem engan langar neitt sér- staklega að láta kenna sig við. Virðum hvert annað, tilfinning- ar aðstandenda okkar, líf, heilsu og limi. Þetta er mér efst í huga á þessum miðvikudegi - og vonandi miklu lengur. # Tekið skal fram að haft var samband við það fólk sem getið er að einhverju leyti í þessari grein og samþykki fengið fyrir birtingu þessara skrifa. P.S. Lesendur góðir, þessi grein er birt með fullu samþykki þeirra - sem greinarhöfundur þekkir - sem nú líða hvað mest vegna nýlegra umferðarslysa í þessum landsfjórðungi. Umferðarhornid Hringtorg Um akstur á innri hring hringtorgs gildir (oetta: A) Skylt er að aka innri hring ef aka á fram hjá fleirum en tvennum gatnamótum (bíll A). B) Æskilegt er að nota innri hring ef ekið er fram hjá gatnamótum á hringtorgi, sérstaklega ef leið út úr hringtorginu er aðeins ein akrein (bíll B). C) Af innri hring skal aka út úr torgi á vinstri akrein (bíll A) því að innri hringur er vinstri akrein akbrautar. D) Án stefnumerkja á bíll af innri hrinq ekki forqanq út úr hrinqtorqinu! Gæfan fylgi þér í umferðinni SJÓVÁOffALMENNAR s^^V.ZS,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.