Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 16

Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 16
1M01 Akureyri, miðvikudagur 5. júní 1996 /■ wmv- Garðyrkjnslöðin Grísará, Eyjafjarðarsveit Sími 463 1129 • Fax 463 1322 Opið alla daga kl. 9-20 • tm hclgar kl. 10-18 Söngvarakeppni MENOR: Úrslitakeppnin um helgina Urslitakeppni söngvara- keppni Menningarsamtaka Norðlendinga 1996 fer fram nk. laugardag, 8. júní, í Samkomu- húsinu á Akureyri. Þar keppa tólf ungir söngvarar á aldrinum 17-30 ára um sex verðlaunasæti, þrír í hvorum flokki; styttra og lengra kominna söngvara. Keppendur koma víðs vegar að af Norðurlandi. Þingeyjarsýslurn- ar eiga 6 fulltrúa og aðrir koma úr Skagafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Eyjafirði. Keppnin á laugardag er ekki al- menningi opin, en nk. sunnudag, 9. júní, kl. 15, verða tónleikar í Samkomuhúsinu á Akureyri þar sem fram koma verðlaunahafamir sex og flytja íslensk og erlend sönglög við undirleik Richards Simm og Helgu Bryndísar Magn- úsdóttur. I lok tónleikanna verða endaleg úrslit keppninnar kynnt © VEÐRIÐ Búast má við NA-lægum áttum á Norðurlandi næsta sólarhring. Það verður súld- arloft víðast hvar en þurrt, þó hugsanlega megi búast við einhverri úrkomu á an- nesjum. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. Veður verður á þessu róli út þessa viku og fram á helgina. og fulltrúi frá Búnaðarbanka ís- lands á Akureyri afhendir pen- ingaverðlaun sem bankinn gefur til keppninnar. Dómnefnd söngvarakeppninnar skipa óperusöngvaramir Olöf Kol- brún Harðardóttir, Kristinn Halls- son og Halldór Vilhelmsson. Ástæða er til að hvetja söng- áhugafólk á Norðurlandi að fjöl- menna á tónleikana á sunnudag, hlýða þar á úrval efnilegra söngv- ara á Norðurlandi jafnframt því að hvetja þá og styðja með nærveru sinni á þessum fyrstu úrslitatón- leikum á vegum Söngvarakeppni MENOR. Forráðamenn MENOR stefna að því að efna til slíkra tónlistar- keppna í framtíðinni, ef hljóm- grunnur reynist fyrir því. óþh Öxarfjörður: Konur ráðnar í ábyrgðarstöður Tvær konur hafa tekið við ábyrgðarstöðum í Öxarfjarð- arhreppi. Erla Gunnlaugsdóttir, Ekru, hefur tekið við stöðu hreppstjóra Öxarfjarðarhrepps af Iðunni Antonsdóttur, og Inga Karlsdóttir í Hafrafellstungu hefur tekið við stöðu útibússtjóra Landsbankans á Kópaskeri af Þresti Friðfinnssyni, sem hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans á Sauðárkróki. óþh Dagur: Nýr Uaðamaður á Húsavík tók til starfa í gær Skrifstofa Dags á Húsavík er nú opin á ný, en Guðrún Kristín Jó- hannsdóttir, nýráðin blaðamaður Dags á Húsavík, tók til starfa í gær. Hún er fædd og uppal- in á Húsavík, menntaður kennari og hefur kennt við Borgarhólsskóla undanfarin ár. „Ég hlakka til að takast á við þetta starf og vinna með Húsvíkingum og Þingeying- um. Ég finn fyrir því að fólk telur skrifstofu Dags hér á Húsavík mikilvæga og þess vegna vonast ég til að eiga gott samstarf við Þingeyinga," sagði Guðrún Kristín þegar hún tók til starfa á Húsavík í gær. Skrifstofa Dags verður opin milli kl. 09 og 17 alla virka daga og sími á skrifstof- unni er 464-1585. Faxsími á skrifstofunni er 464-2285. Heimasími Guðrúnar Kristínar er 464-1547. JÓH NO NAME fpv lifessssií Hœgt aÓ panta tíma i persónuíega Kristínu StefánsJóttur, snyrti- og förÓunarfræÓingi K nnmgar- Birgir Bafdursson., Trygg\n. Hubner. Pétur Hjalt.est.ad, Jóhaxm Helgason, Magnús Sigmundsson og Búnar Jul. Sunnudagur við.. \ j . . . s u n d 1 a u g i n a \ i 9. júní kl. 14-16 bjóða Bautinn, Goke og OLW til sannkallaðraá? krakkaveislu hjá. Simdlauginrn. Frítt verður í öll leiktæki. FB.IAB pylsur frá, Nýja Ba,uta.'búrinu, Coke og OLW-flögur handa öllum. Farið verður í leiki þar á, rrieðal tvö ný leiktæki. Happdi'ætti í gangi. Glæsileglr \nnningar, ma.tarúttektir, Coke, boiír.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.