Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 05.06.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 5. júní 1996 Greinilegur árangur af foreldravaktinni Nú er skólaárinu 1995-1996 lokið. stafar af því hve stutt er síðan Þetta er því síðasti pistill Heimilis & skóla að sinni en vonandi verð- ur framhald á í haust. Dagur er eina dagblaðið á landinu sem birt- ir fasta pistla um skólamál og vil ég fyrir hönd stjómar H&S þakka fyrir það framtak, svo og starfs- mönnum Dags fyrir gott samstarf. Einnig vil ég þakka öllum greinar- höfundum fyrir framlag þeirra. Umfjöllunarefnið í dag er for- cldravaktin. Allir sem þar eiga hlut að máli mega vera stoltir af þessu framtaki. Arangurinn er skýr, færri ungmenni eru á ferli eftir að löglegum útivistartíma lýkur en þarna á „útivistarátakið" svonefnda líka sinn þátt. Foreldrar sýna samstöðu í verki og það er, að mínu mati, eitt mikilsverðasta atriðið í þessu máli. Eitt atvik frá liðnum vetri færði mér sönnur á hversu mikilvægt starf foreldrar vinna með „vaktinni“. Ung stúlka tók mig tali, horfði í augun á mér og sagði: „Passið bömin ykkar.“ Af eigin raun vissi hún margt miður gott sem hér er á seyði, s.s. eiturlyfjaneyslu, en það verður ekki tíundað hér. Stúlkan sagði einnig: „Þetta er frábært starf sem þið í foreldravaktinni vinnið. Haldið því áfram." Þessi unga stúlka sýnir mikinn þroska og seg- ir okkur að ungmenni þurfa og vilja aðhald. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu foreldrum er hafa tekið þátt í „vaktinni" í vetur fyrir þeirra störf. Ellý Vilhjálmsdóttir og Stein- unn H. Jónsdóttir eru nemendur við Háskóla íslands. B.A. verkefni þeirra í félagsfræði heitir Vímu- efni og ungt fólk á Akureyri í ljósi kenninga í afbrotafræði. Einn kafli í verkefninu er samantekt á skýrsl- um foreldravaktarinnar á Akureyri frá upphafi (október ’93) og gáfu þær okkur leyfi til að birta hann. Skal tekið fram að gögnin sem unnið var með (skýrslublöðin) geta falið í sér ýmsar skekkjur þar sem um huglægt mat er að ræða t.d. varðandi hvað er mikið og hvað er lítið. Einnig ber að taka fram að skýrslur eftir útivistar- átakiðð eru miklu færri en fyrir það eða meðan það stóð yfir. Þetta átakinu lauk. „Hér á eftir fylgir samantekt okkar á skýrslum foreldravaktar- innar, bæði úr tölulegum upplýs- ingum og úr þeim athugasemdum foreldra sem fram koma á eyðu- blöðunum. 1) Mjög athyglisvert er að skoða hversu algeng ölvun ungl- inganna er og hvort merkjanleg breyting er á þessum málum fyrir og eftir útivistarátak og meðfylgjandi tafla yfir ölvun ung- linga sýnir helstu línur um það. Ölvun er mismikil en mest er hún þegar eitthvað sérstakt er um að vera hjá unglingunum, t.d. að loknum prófum eða ef sérstök böll eru haldin. Þá er ölvun aðallega áberandi hjá eldri krökkunum. Hér er ekki merkjanlegur mikill munur Ölvun unglinga 60- 50- 40 %30H 20 10- 38 35 Fyrir átak | Átak Eftir átak I I 0 0 Enginn Lítill Talsv. Magn Mikill Mjög mikill LANDSSAMTÖKIN HEIMILI OG SKÓLI „Eitt atvik frá liðn- um vetri færði mér sönnur á hversu mikilvægt starf for- eldrar vinna með „vaktinni“. Ung stúlka tók mig tali, horfði í augun á mér og sagði: „Passið börnin ykkar.“ á ölvun eftir því hversu langt úr- takið er á veg komið. Þó er engin ölvun í 6% tilfella á rneðan átakið stóð yfir og injög mikil ölvun var 4% fyrir átak en hvorki merkjan- leg meðan á átakinu stóð, né eftir það. Eftir að átakinu er lokið virð- ist alltaf vera eitthvað um ölvun en hún er þó hvorki mikil né mjög mikil. Vantar þig aukavinnu eða viltu breyta til? Vegna nýrra verkefna vantar okkur fólk til ræsting- arstarfa. Ef þú er 20 ára eða eldri, vandvirk(ur) og getur unnið 2-4 tíma á dag við ræstingar þá höfum við starf fyrir þig. Vinnutími erfrá kl. 17 fimm daga vikunnar. Einnig vantar fólk til starfa fyrir hádegi. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Ernu Melsteð, Tryggvabraut 10, Akureyri milli kl. 13 og 17. Reglusaman og duglegan starfskraft vantar á gistiheimili í hlutastarf. Þarf að geta unnið sjálfstætt, tungumálakunnátta nauðsynleg. Yngri en 20 ára kemur ekki til greina. Upplýsingar gefnar í síma 461 2248 eftir kl. 17. I athugasemdum foreldra í nóv- ember 1994 kemur fram að krakk- ar séu með landa f bænum og af samtölum við lögreglu er ljóst að talsvert er af landa í umferð. Þá hafa foreldrar það eftir unglingun- um í byrjun árs 1995, að hass- og amfetamínneysla fari vaxandi í heimapartýum. 2) Varðandi fjölda unglinga koma fram mjög athyglisverðar niðurstöður, mikill munur er á fjölda fyrir og eftir átak. Eins og sjá má á töflunni „Fjöldi unglinga á svæðinu" er mjög misjafnt hversu margir krakkar eru í bæn- um og þá sérstaklega fyrir átak. Almennt virðist þeim svo hafa fækkað eftir því sem lengra líður. Fyrir átak eru einungis 40% til- fella þar sem er enginn eða lítill fjöldi unglinga en eftir átak er það í 86% tilfella. A meðan á átakinu stóð er fjöldi unglinga oftast lítill eða í 63% tilfella. Einungis var sem sagt um mikinn eða mjög mikinn fjölda unglinga að ræða í bænum fyrir átakið eða samtals í 28% tilfella. (Foreldraröltið á Ak- ureyri, 1994, 1995 og 1996.) 3) Ef við lítum næst á hvort breytingar hafa átt sér stað varð- andi skemmdarverk sést mjög lít- ill munur. Fyrst er það að telja að skemmdarverk eru alltaf fátíð, oft- ast verða foreldrar ekkert varir við að skemmdarverk séu framin, en ef um þau er að ræða eru það að- allega rúðubrot qg að ljósastaurar séu skemmdir. Sá litli munur sem sést er þar að auki í andstöðu við það sem teljast verður eðlilegt, ji.e. mest tíðni skemmdarverka eru framin á meðan á átakinu stóð og eftir það. Hér er munurinn jió svo lítill þegar allir þættir eru teknir með í dæmið, að varla er mögu- leiki á að hann sé marktækur. 4) Atferli unglinanna var ekki það eina sem var skoðað, heldur var líka haft auga með því hvort fullorðnir annars vegar og lög- regla hins vegar væru í bænum eða á því svæði sem um er að ræða í hvert skipti. Þá var það einnig greint í sundur hvort lög- reglan væri fótgangandi eða í bfl. Tafla til hliðar sýnir niðurstöður þessara athugana, eða nánar tiltek- ið hlutfall í hverjum lið fyrir sig sem fékk jákvæða svörun. Sem fyrr er svo greint á milli þess hvort athugunin átti sér stað, með- an á átakinu stóð eða eftir átak. (Sjá töfluna „Hlutfall tiltekinna aðila á svæðinu“.) Hér virðist vera réttur stígandi á þróun mála varðandi viðveru fullorðinna og það hvort lögreglu- menn sjást á bílum því í báðum tilfellum fjölgar þeim skiptum sem merkt er við að þessir aðilar Fjöldi unglinga á svæðinu 70- 60- 50- 40- > 30- 20- 10- 0 63 43 43 Jíim „i 26 I ■ I Li 111111 I Fyrir átak ] Átak Eftir átak 16 12 0 0 0 0 .........—I---1------- Enginn Lítill Talsv. Magn Mikill Mjög mikill Skemmdarverk á svæðinu □ Fyrir átak ] Átak I Eftir átak 13 12 14 14 Talsv. Hlutfall tiltekinna aðila á svæðinu 100-, Fullorðnir Gangandi lögregla Akandi lögregla Jákvæð svör um hvort aðilar voru á svæðinu séu á svæðinu. Annað sýnist vera uppi á teningnum hvað varðar gangandi lögreglumenn því þeir virðast oftast hafa verið til staðar áður en átakið fór í gang, en svo töluvert sjaldnar bæði á meðan átakið stóð yfir og eftir það. Ak- andi lögregla var alltaf mjög al- geng en sama verður ekki sagt um gangandi lögreglu, sem var í 85% tilfella fyrir átak en hrapar niður í 50% á meðan á átakinu stóð og endar í 43% eftir að því lauk. Nokkuð athyglisvert er hversu sjaldan fullorðnir sjást á svæðinu eða einungis í annað hvert skipti sem skýrslur eru fylltar út. Ef við horfum á aðalatriðið, en það er hvort merkjanlegur munur er á ástandinu fyrir og eftir útivist- arátakið, koma all misvísandi nið- urstöður í ljós. Útivistarátakið virðist hafa skilað sér í því að unglingum sem eru á ferli í bæn- um eftir að útivistartíma lýkur hefur fækkað. Eins hefur fullorðn- um á ferli og akandi lögreglu farið fjölgandi án þess að verulegur munur sé þar á fyrir og eftir. Úti- vistarátakið virðist hins vegar ekki hafa haft áhrif hvað varðar þætti eins og ölvun, skemmdarverk og fjölda gangandi lögreglumanna. Varðandi ölvunina virðast aðrir þættir skipta mestu máli t.d. skóla- böll og próflok.“ Vigdís Steinþórsdóttir. Höfundur er formaður foreldravaktar á Akur- eyri og stjómarmaður Heimilis & skóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.