Dagur - 07.06.1996, Qupperneq 9
Föstudagur 7. júní 1996 - DAGUR - 9
Twist og bast.
verður Karakter annað kvöld en í
Kjallaranum skemmtir Rúnar Þór
í kvöld og annað kvöld.
Twist & Bast á KEA
Hljómsveitin Twist & Bast spilar
fyrir dansi á Hótel KEA á Akur-
eyri annað kvöld, laugardags-
kvöld. Helgartilboð Hótels KEA
samanstendur af einiberjagröfnum
og reyktum laxi með rækjufrauði
á piparrótargrunni, heilsteiktum
lambahryggvöðva með madeira-
sósu og ástríðuís á hindberja-
mauki fyrir 2.980 krónur.
Borðapantir í síma 4622200.
Gloría á Oddvitanum
Hljómsveitin Gloría sér um að
skemmta gestum Oddvitans á Ak-
ureyri í kvöld og annað kvöld. Ald-
urstakmark er 20 ár og eru gestir
minntir á snyrtilegan klæðnað.
Inga Eyda! og Co á Pollinum
Um helgina, í kvöld og annað
kvöld, sér Inga Eydal og hljóm-
sveit hennar um að skemmta gest-
um veitingastaðarins „Við Poll-
Björg Þórhallsdóttir, mezzosópr-
an, og undirleikari hennar, Guð-
rún Anna Kristinsdóttir.
Einsöngstónleikar
Bjargar
Þórhallsdóttur
Björg Þórhallsdóttir, mezzo-
sópran, og Guðrún Anna Krist-
insdóttir, píanóleikari, halda
tónleika í Safnaðarheimili Ak-
ureyrarkirkju nk. sunnudag, 9.
júní, kl. 20.30.
Á efnisskránni eru m.a. ljóð
eftir F. Schubert, J. Brahms,
H. Wolf ásamt íslenskum
sönglögum og óperuaríum.
Tónleikarnir eru tileinkaðir
minningu sr. Þórhallar Hösk-
uldssonar, föður Bjargar, sem
lést á sl. ári.
Þetta eru kveðjutónleikar
Bjargar á Akureyri, en hún er á
förum til framhaldsnáms í
söng við konunglega Tónlist-
arskólann í Manchester í Eng-
landi.
Þess má geta að í helgar-
blaði Dags birtist viðtal við
Björgu Þórhallsdóttur.
inn“ á Akureyri. Þá er rétt að
minna á að í tilefni þriggja ára af-
mælis „Við Pollinn“ verður opnað
kaffihús eftir vetrardvala kl. 15 í
dag. Af því tilefni verður boðið
upp á kaffi og Sachertertu á 200
krónur.
Karola sýnir í Listasafninu
Á morgun, laugardaginn 8. júní,
kl. 16 verður opnuð í Listasafninu
á Akureyri sýning Karolu Schleg-
elmilch undir yfirskriftinni
„Displacement". Á sýningunni
sýnir Karola verk sem eru gerð
með ljósmynda- og vídeotækni.
Karola er fædd 1964 í Berlín
og hefur numið við Listaakadem-
íuna í Berlín og lauk mastemámi
árið 1993. Hún hefur bæði dvalið
á Islandi við myndlistariðkun og
sýnt myndir sínar í Reykjavík.
Um myndir sínar segir hún m.a.:
„Hluti fantasíunnar í upplifun á
náttúrunni verður öllum ljós er
dregin er upp mynd af henni.
Landslag tjáir ímyndunaraflið,
það myndar liti þess, andrúmsloft
og svo framvegis. Það umvefur
eða á sér stefnumót sem á augna-
bliki uppgötvunarinnar er sér-
stakt.“
Fjölskylduferð í Hegranes
Ferðafélag Skagfirðinga stendur
fyrir ferð í Hegranes í dag, föstu-
daginn 7. júní, kl. 18. Hjólað
verður eða ekið út að gömlu
Vatnabrúnni og gengið frá Furðu-
ströndum út Nesið að vestan út í
vita. Ferð fyrir alla fjölskylduna.
Allir eru velkomnir. Farið verður
frá Verknámshúsi Fjölbrautaskól-
ans og verður Valgeir Kárason
leiðsögumaður ásamt fleirum.
Flóamarkaður í Kjarnalundi
Flóamarkaður Náttúrulækningafé-
lags Akureyrar verður í Kjama-
lundi nk. mánudagskvöld, 10.
júní, kl. 20-22. (Ath. opið á mánu-
dagskvöldum í sumar). I boði
verður úrval af sumarfatnaði svo
og bókum, skóm og ýmsum smá-
vörum á afar lágu verði.
Flóamarkaður
Hjálpræðishersins
Flóamarkaður Hjálpræðishersins
að Hvannavöllum 10 á Akureyri
verður opinn í dag, föstudag, kl.
10-17. Að venju eru hægt að gera
þar góð kaup og til marks um það
fást flíkur á 100-200 krónur.
Kaffihlaðborð á
Stórutjörnum
Hótel Edda á Stórutjömum í
Ljósavatnsskarði verður opnuð á
morgun, laugardag, og af því til-
efni verður fyrsta kaffihlaðborð
sumarsins á hótelinu á sunnudag,
9. júní.
Kaffihlaðborð í Engimýri
Næstkomandi sunnudag verður
boðið upp á kaffihlaðborð á ferða-
þjónustubænum Engimýri í Öxna-
dal og er ætlunin að hafa kaffi-
hlaðborð á sunnudögum í sumar
eins og undanfarin sumur.
SSSÓI í Ýdölum
Það er orðinn fastur liður að
hljómsveitin SSSól haldi dansleik
í Ydölum í Aðaldal á þessum árs-
tíma. Að venju má búast við að
útskriftarnemar í Menntaskólan-
um á Akureyri mæti á dansleikinn
og fagni próflokum.
Til upphitunar fyrir SSSól
verður hljómsveitin Botnleðja.
Minjasafnið opið um helgina
Um helgina svo og aðra daga í
sumar verður Minjasafnið á Akur-
eyri opið frá kl. 11- 17. Þar eru
varðveittir munir og ljósmyndir
sem tengjast lifnaðarháttum fyrri
tíma á Akureyri og við Eyjafjörð.
Sýningarnar sem nú eru í safninu
eru: Akureyri í ljósmyndum, Sitt
af hverju tagi, Kirkjugripir úr
Eyjafirði, Prentverk á Ákureyri og
Hér stóð bær. Þá eru einnig til
sýnis textílar, útskurðargripir,
þjóðbúningar og kvenskart, borð-
búnaður og búsáhöld frá fyrri tím-
um.
Aðgangseyrir að safninu er 250
krónur, en frítt er fyrir eldri borg-
ara og börn að 16 ára aldri.
Heimstvímenningur í Hamri
Svokallaður „Alcatel" heimstv-
ímenningur verður spilaður í
Hamri á föstudag, 7. júní, kl.
19.30 á vegum Bridgefélags Ak-
ureyrar. Þátttökugjald er kr. 1500
á par. Sömu spil verða spiluð sam-
tímis víða um heim. Þátttakendur
fá bók með spilum og verðlaun
verða veitt. Allir briddsspilarar
eru boðnir velkomnir og er þeim
bent á að mæta tímanlega til
skráningar.
BSA sýnir Benz og Mazda
Um helgina verða sýndar hjá BSA
við Laufásgötu á Akureyri nýjustu
bílamir frá Mercedes Benz og
Mazda. Opið verður á morgun,
laugardag, og á sunnudag kl. 13-
17 báða dagana.
Babe í Borgarbíói
Borgarbíó á Akureyri sýnir um
helgina kl. 21 myndina „Babe“,
sem var útnefnd til sjö Óskars-
verðlauna, m.a. sem besta mynd-
in. Á sama tíma verður sýnd í hin-
um salnum hasarmyndin „From
Dusk till Dawn“. í aðalhlutverk-
um eru stórstjömur á borð við
Harvey Keitel, George Clooney,
Quentin Tarantino og Juliette
Lewis.
Klukkan 23 verður annars veg-
ar sýnd myndin „Dead Man Walk-
ing“ og hins vegar „Get Shorty“,
sem hampaði Golden Globe verð-
laununum. Á bamasýningum á
sunnudag kl. 15 verða sýndar
myndirnar Pocahontas og Toy
Story.
Sveinn Heiðar
kynnir raðhús
Trésmíðaverkstæði Sveins Heið-
ars Jónssonar á Akureyri kynnir
um helgina raðhúsíbúðir sem fyr-
irtækið hefur byggt við Huldugil á
Akureyri. Auk kynningar á sjálf-
um íbúðunum verða til sýnis í
þeim myndverk eftir Guðmund
Ármann, myndlistarmann, vörur
frá byggingavörudeild KEA, Tré-
smiðjunni Berki, húsgögn frá
Öndvegi, heimilistæki frá AEG,
skilti frá gullsmíðastofunni Skarti
og innréttingar sem Ölur ehf. hef-
ur smíðað. Þá verða pizzur frá
Ding Dong kynntar og boðið upp
á Frissa fríska.
Sveinn Heiðar var með sams-
konar kynningu um síðustu helgi
og að hans sögn voru viðbrögðin
og aðsóknin ótrúlega góð. Fast-
lega má því búast við fjölmenni
um helgina.
Byggðavegi 98
Tilboð
Vatnsmelónur 99 kr. kg
Paprika græn 398 kr. kg
Tómatar 1 pk. ca. 1 kg kr. 298
- ein gúrka fylgir með
Jarðarber 200 g box kr. 99
Pepperonibúðingur 459 kr. kg
***
Þrefalt í Ælm
Opið til kl. 22 öll kvöld
Tökum vel á móti ykkur!
Starfsfólk B-98
AKUREYRARBÆR
Byggingafulltrúi
Akureyrarbæjar
auglýsir breytingu á afgreiðslu ýmissa er-
inda sem berast bygginganefnd Akureyrar.
Byggingafulltrúinn afgreiðir byggingaleyfisum-
sóknir, er uppfylla ákvæði laga og reglugerða,
fyrir nýbyggingar, breytingar og viðbætur, lög-
gildingu iðnmeistara o.fl.
Telji einhver rétti sínum hallað með afgreiðslu
byggingafulltrúa eða byggingafulltrúi synjar að
afgreiða erindi er honum heimilt að skjóta máli
sínu til bygginganefndar innan 14 daga, frá því
að honum er kunnugt um afgreiðslu bygginga-
fulltrúa, og fer um meðferð kærumála skv.
byggingalögum nr. 54/1978, með síðari breyt-
ingum, og skv. stjórnsýslulögum nr. 37/1993.
Skulu slík kærumál send til bæjarlögmannsins
á Akureyri. Enn fremur er hægt að skjóta mál-
inu til úrskurðar umhverfisráðherra, sbr. 8. mgr.
8. gr. byggingarlaga.
Samþykkt þessi var staðfest um Umhverfis-
ráðuneytinu 03. apríl 1996 og byggir á lögum
nr. 82/1994 um reynslusveitarfélög.
Breyting þessi tekur gildi þann 10. júní
1996.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu bygginga-
fulltrúa Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð.