Dagur - 09.07.1996, Síða 4

Dagur - 09.07.1996, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 9. júlí 1996 leiðari--------------------- Bændur að bjarga sér ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1600 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (Iþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK - GUÐRÚN K. JÓHANNSDÓTTIR SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS Á HÚSAVÍK 464 1547 UÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 „Hér er verið að mæta aðstæðum - og ég tel alls ekki að við séum að storka viðteknum hefðum í landbúnaðarkerfinu með þessu. Fyrst og fremst erum við að bjarga okkur, “ sagði Eyjólfur Gunn- arsson, bóndi á Brú í Hrútafirði og formaður Fé- lags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu, í Degi síðastliðinn laugardag. Þar ræddi hann ný- gert samkomulag sauðfjárbænda í sýslunni við Hagkaup, þar sem bændur skuldbinda sig til að slátra vikulega á tímabili frá ágúst og fram í des- ember. Aðgerðir sauðfjárbænda eru skiljanlegar. Þeirra staða er ekki slík að hún gefi þeim tilefni til að sitja með hendur í skauti og bíða þess sem koma skal. Tekjur búanna dragast sífellt saman sem gerir að verkum að nauðsynleg fjárfesting á búunum dregst saman og æ erfiðara verður fyrir ábúendur að halda sjó fjárhagslega. Það getur hver séð sjálfan sig í þessari stöðu, hún er vart til annars en að brjótast út úr henni. Aðstæður til framleiðslu í íslenskum landbún- aði sníða greininni stakk og sveigjanleikinn er því ekki eins mikill og í löndum sem keppa um sömu markaði úti í hinum stóra heimi. Við búum við langa vetur og stutt sumur til fóðuröflunar. Þetta verður að hafa í huga þegar talað er um útflutning. Eitt er að ná inn á markaðina og ann- að að ná ásættanlegu verði fyrir afurðirnar. Ef hins vegar ætti að leggja árar í bát og viður- kenna að engin framtíð væri í útflutningi á ís- lensku lambakjöti þá væri illa farið. Heimamarkaðurinn hlýtur að vera sá markað- ur sem framleiðendur horfa fyrst til og markaðs- starf hér heima er þeim mikilsverðast upp á af- komuna. Húnvetnsku bændurnir hafa gert sér grein fyrir þessari staðreynd og gera tilraun til að mæta eftirspurn markaðarins. Reynslan af þessari tilraun getur sagt ýmislegt um framhald- ið fyrir sauðfjárbændur og því verður fylgst vel með framvindunni. Öll viðleitni til að brjótast út úr núverandi stöðu er mikilsverð stétt sauðfjár- bænda og raunar allrar þjóðarinnar því það væri svartur blettur á þjóðlífinu ef einmitt þessi grunngrein væri sú sem við réðum ekki við. Fundur landbúnaðarráðherra Norðurlanda á Húsavík: Völuskjóða á kodda ráðstefnugesta Erla Sigurðardóttir, aðstoðarhótel- stjóri á Hótel Húsavík, hefur haft í nógu að snúast síðustu daga, en hún hefur skipulagt móttökuna og þjónustuna sem ráðstefnugestir njóta á meðan þeir dvelja á Hótel Húsavík vegna fundar landbúnað- arráðherra Norðurlanda. Hún tók á móti fyrstu ráðstefnugestunum á sunnudagsmorgun og vísaði til herbergja auk þess að greiða úr hinum ýmsu fyrirspumum. Hún gaf sér þó tíma á milli stríða að sýna blaðamanni svokallaðar „koddagjafir“, sem ráðstefnugestir fengu á koddann sinn sem gjöf frá Hótel Húsavík. Gjöfin var Völu- skjóða, beinvala í leðurskjóðu og í skjóðunni var einnig miði með upplýsingum um það hvemig spá- valan skyldi spurð og hvemig ætti að lesa svar hennar að þululestri loknum. Við hátíðarkvöldverð landbún- aðarráðherra, Guðmundar Bjama- sonar, í gær voru ráðstefnugestum einnig afhentar gjafir frá landbún- aðarráðuneytinu. Það eru líka all- sérstæðar gjaftr, nælur fyrir kven- fólkið og bindisnælur fyrir karl- mennina allt handunnið úr homi og beini og eru engir tveir hlutir eins. Gripir þessir, valan og næl- urnar, eru unnir af konum í hand- verkshópnum „Handverkskonur milli heiða“ í Suður- Þingeyjar- Nælur úr beini og horni voru afhentar ráðstefnugestum í kvöldverðarboði á Húsavík í gærkvöld. Allt eru þetta handverksmunir úr Suður-Þingeyjar- sýslu. Myndir: GKJ LEIKLIST Frátekið borð í Deiglunni Frátekið borð er heitið á einþáttungi eftir Jónínu Leósdóttur, sem til varð í Höfundasiniðju Leikfélags Reykjavíkur á síðasta leikári. Verk- ið er nú flutt í leikferð. Sýning var á Kaffi Krók 3. júlí og í Deiglunni föstudaginn 5. júlí og laugardaginn 6. júlí. Undirritaður fór á sýninguna 5. júlí. Leikendur í verkinu eru þrír að tölu: Bryndís Petra Bragadóttir leik- ur þjón á veitingahúsi í Reykjavík og reynist hafa nokkru að leyna, þegar að lokum kemur. Tvær kon- ur, Homfirðinginn Fjólu og Akur- eyringinn Eddu, sem þekkjast ekki, en eru boðnar í mat á veitiflgahús- inu og vita ekki hver hefur boðið þeim, leika þær Saga Jónsdóttir og Soffía Jakobsdóttir. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. \ Konurnar tvær eru ólfkar, og tekst höfundi á flestan veg vel að gera skil þeirra á milli. Edda er tals- vert samanbitin, allbeisk og lúin á lífinu. Hún er óró í skapi og æsist verulega, þegar í ljós kemur hvert er tilefni boðsins að hinu frátekna borði á veitingahúsinu. Túlkun Eddu er í heild góð af hendi Soffíu Jakobsdóttur. Henni gengur al- mennt vel að draga fram innri per- sónu Eddu. Ein helsta brotalömin í leik hennar er fólgin í því, hvemig hún gerist drukkin af rauðvíninu, sem borið er með matnum. Þar nær hún ekki þeirri samfellu, sem skyldi. Sögu Jónsdóttur tekst einnig í heild vel að ná persónu Fjólu. Hún er jafngeðja kona, sem ekki lætur haggast af því, sem fram kemur, þegar tilgangur fundar hennar og Eddu verður Ijós. Hún er sem næst heimspekilega þenkjandi og leitast við að róa hina æstu Eddu. Helst má finna að túlkuninni á Fjólu í upphafshluta verksins fyrst eftir að fundum hennar og Eddu ber saman. Þar nær Saga ekki að hefja á sann- færandi hátt þá samfellu, sem er annars í persónusköpuninni er lengra líður á verkið. Þjónninn er nokkuð í bakgrunni verksins. Bryndís Petra Jónsdóttir hefur gott vald á hlutverkinu og nær vel fasi og blæ hins þjálfaða þjóns. Viðbrögð hennar við barborðið, þar sem hún heyrir á samræður kvenn- anna tveggja em góð og hófleg, en gefa þó til kynna lok verksins. Þau eru tæplega nógu vel unnin, en þar er ekki við Bryndísi Petm að sakast eina, heldur ekki síður verk höfúnd- arins, sem hefði mátt leggja meiri alúð við upljóstrunaratriðið. Hugmyndin bak verkinu er smellin og býður upp á skemmti- lega úrvinnslu, sem næst í heildina tekið taisvert vel. Texti Jónínu Leósdóttur fer almennt vel í munni leikaranna. Hann er allfyndinn á köflum og nær yfirleitt að vekja áhuga og spennu. Nokkurt spennu- fall verður og sem næst deyfð á meðan á borðhaldi kvennanna stendur og ber þar dálítið á lopa og endurtekningum, sem missa marks. Síðan hýmar á ný yfir verkinu og það rís nokkuð jafnt til lokanna, sem því miður verka ekki svo sterkt sem skyldi. Leikstjórinn, Ásdís Skúladóttir, hefur unnið verk sitt vel. í sam- vinnu við leikara hefur henni tekist að byggja upp sýningu, sem iðulega vekur bros og einnig hlátur. Einnig hafa leikstjóri og leikendur náð fram umhugsunarefni verksins, en það kemur hvað helst fram í sam- ræðum kvennanna tveggja eftir að þeim er orðið ljóst hvað það er, sem tengir þær, ókunnugar manneskj- umar, og er ástæðan til þess, að tek- ið skuli hafa verið frá fyrir þær borð og þær boðnar í mat að því. Það framtak aðstandenda Lista- sumars 96 að aukg leiklistinni við fjölbreytta dagskrá sína er gott. Þau verk, sem þegar hafa verið fram borin, hafa verið ánægjuleg, svo nú er að hlakka til þess næsta. Haukur Ágústsson. „Svara þú nú spádómsvala mín, þess sem ég spyr þig um...“ Þessar völur biðu ráðstefnugesta á koddanum á Hótel Húsavík. sýslu en í honum eru m.a. konur úr Bárðardal og Fnjóskadal. „Jú, jú, það hefur verið heil- mikið að gera en það er mest gam- an þegar svo er og ég vona að allir ráðstefnugestir svo og aðrir gestir fari ánægðir héðan frá Hótel Húsavík,“ sagði Erla Sigurðar- dóttir, aðstoðarhótelstjóri. GKJ Erla Sigurðardóttir, aðstoðarhótel- stjóri, hefur haft veg og vanda af skipulagningu ráðstefnunnar fyrir hönd Hótels Húsavíkur. Páll Þór Armann hjá markaðsdeild KEA dregur úr innsendum lausnum í afmælisleik KEA. Afmælisgetraun KEA: Vann gríllveislu fyrír 20 I tilefni af 110 ára afmæli KEA þann 19. júní síðastliðinn vom haldnir KEA dagar í matvöruversl- unum KEA, þar sem framleiðslu- vörur fyrirtækisins voru á sérstöku tilboðsverði. Samfara þessu var efnt til afmælisgetraunar þar sem svara átti þremur einföldum spum- ingum og senda inn. Góð þátttaka var í þessum lauf- létta leik og bámst um 300 svar- seðlar. Nú hefur verið dregið og sá heppni heitir Kristján Tryggvason, Bakkahlíð 2 á Akureyri. I vinning hreppir hann grillveislu með öllu fyrir 20 manns. Vinningshafanum er óskað til hamingju og þökkuð þátttaka í þessari afmælisgetraun. Leiðrétting í frétt í blaðinu sl. laugardag um samning sauðfjárbænda í V-Hún. og Hagkaupa segir í meginmáli að slátmn standi frá mánaðamótum júlí og ágúst og fram í 2. viku september, sem réttilega er des- ember. I upphafi slátrunar greiðir Hag- kaup 40% hærra verð fyrir afurð- imar, en skráð gmndvallarverð segir til um. Þaðan í frá og fram í septemberbyrjun er afurðaverðið svo í tröppugangi niður á við, en það atriði kom ekki nægilega skýrt fram í fréttinni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.