Dagur


Dagur - 09.07.1996, Qupperneq 7

Dagur - 09.07.1996, Qupperneq 7
Þriðjudagur 9. júlí 1996 - DAGUR - 7 Knattspyrna - 2. deild karla: Stærsta deildartap Þórs frá upphafi - Fram gjörsigraði Þór, 8:0 Þórsarar upplifðu martröð á Valbjarnarvelli í gærkvöldi þeg- ar þeir heimsóttu Framara. Arfaslakir Þórsarar þurftu að sækja knöttinn átta sinnum í netið án þess að geta svarað fyr- ir sig og það þrátt fyrir að Fram- arar hafi verið einum leikmanni færri allan síðari hálfleik. Þetta er stærsta tap Þórsara frá því liðið hóf að keppa í íslandsmóti en áður hafði liðið tapað stærst 0:6, gegn HK í fyrra, gegn ÍA sumarið 1993 og gegn KR sum- arið 1977. Framarar gáfu tóninn strax í upphafi og skoruðu fyrsta markið á 3. mínútu eftir að hafa fengið þrjár hornspyrnur að marki Þórs- ara. Agúst Olafsson skallaði í net- ið eftir þriðju hornspyrnuna. Sjö mínútum síðar tók Banda- ríkjamaðurinn Michael Payne langt innkast inn í miðjan vítateig Þórsara þar sem Ásgeir Halldórs- son stóð einn og óvaldaður og renndi boltanum framhjá Brynjari Davíðssyni og í netið. Payne bætti síðan þriðja markinu við á 15. mínútu eftir að Þorbjöm Atli Sveinsson hafði snúið á þrjá varn- armenn Þórs. Fjórða markið kom úr víta- spymu á 26. mín. eftir að Ágústi Olafssyni var brugðið í teignum. Þorbjöm Atli skoraði úr vítinu. Þórsarar björguðu einu sinni á línu áður en fimmta markið kom. Það gerði Ágúst Ólafsson með skalla á 38. mínútu eftir mikinn darraða- dans í vítateig Þórsara. Staðan var 5:0 í hálfleik en skömmu fyrir leikhlé var Framaranum Michael Payne vikið af leikvelli eftir að hann fékk að líta sitt annað gula spjald. í hálfleik tók Nói Bjömsson, þjálfari Þórs, til þess ráðs að skipta þremur leikmönnum inná og Þórsarar freistuðu þess að rétta sinn hlut en það gekk ekki eftir. Fram bætti sjötta markinu við á 54. mín og þar var Þorbjörn Atli á ferðinni og þremur mínútum síðar skoraði Anton Bjöm Markússon það sjöunda eftir misskilnings milli Brynjars markvarðar og Þor- steins Sveinssonar. Anton stal boltanum og skoraði í tómt mark- ið. Ágúst Olafsson rak endahnút- Úrslit leikja í 2. deild Skallagrímur-Þróttur 0:0 Víkingur-Leiknir 3:0 Fram-Þór 8:0 KA-Völsungur 2:2 IR og FH mætast í kvöld Staðan er nú þessi: Fram 743021: 7 15 Skallagrímur 7 43 014: 3 15 Þór 73 2 2 8:15 11 Þróttur R. 7241 16:12 10 KA 7 232 15:14 9 Víkingur R. 7 2 23 11: 9 8 FH 62 2 2 7: 7 8 Völsungur 72 14 9:13 7 Leiknir R. 7 124 8:15 5 ÍR 61 05 3:17 3 inn á góðan leik Framara með átt- unda markinu á 75. mínútu og þá með glæsilegum skalla. Á síðustu mínútu leiksins fékk Guðmundur Hákonarsson, vamarmaður Þórs, rautt spjald fyrir fáránlegt brot og verður því í leikbanni í næsta leik. Þórsvörnin var eins og gatasigti í leiknum og Brynjar markvörður hafði fullt í fangi með að sækja boltann í netið. Engin samvinna var í Þórsliðinu og sóknarmenn liðsins sáust ekki í leiknum. Sam- leikur Þórsara var í molum frá upphafi til enda og allt liðið verð- ur að taka sig saman í andlitinu ef slík slys eiga ekki að gerast aftur. TRH/SH Lið Þórs: Brynjar Davíðsson - Guð- mundur Hákonarson, Páll Pálsson, Þor- steinn Sveinsson - Ámi Þór Ámason (Halldór Áskelsson 45. mín.), Birgir Þór Karlsson (Amar Bill Gunnarsson 45. mín.), Hreinn Hringsson, Davíð Garðar- son, Sveinn Pálsson (Zoran Zicic 45. mín.) - Páll Gíslason, Bjami Sveiribjöms- Dean Martin lék stórt hlutverk í KA-liðinu í gærkvöld sem gerði jafntefli við Völsung 2:2 í bráðfjögugum leik. Á myndinni á hann í baráttu við Kristján Magnússon. Mynd: sh Knattspyrna - 2. deild karla: Ogrynni marktækifæra en aðeins fjögur mörk - í jafntefli KA og Völsungs KA og Völsungar skildu jöfn 2:2 í gærkvöldi í leik þar sem leik- menn beggja liða gengu von- sviknir af leikvelli. Völsungar fyrir að missa tveggja marka mun niður í jafntefli í síðari hálfleiknum og KA-menn fyrir að fá ógrynni ljölda af mark- tækifærum, en takast aðeins að nýta tvö þeirra. Leikurinn var opinn frá fyrstu mínútunum. KA-menn voru sterk- ari á miðjunni en skyndiupphlaup Völsunga voru oft meistaralega framkvæmd og þau skiluðu liðinu tveimur glæsilegum mörkum í fyrri hálfleiknum. Ásgrímur Arn- arsson skoraði það fyrra á 21. mínútu með þrumufleyg efst í markhorn KA-manna eftir góða sókn. Þrátt fyrir margar góðar sóknarlotur heimamanna tókst þeim aldrei að koma knettinum framhjá Björgvini Björgvinssyni sem átti frábæran dag í marki Völsungs. KA-menn höfðu fengið sex dágóð marktækifæri þegar Völsungar skoruðu annað mark sitt og var undirbúningurinn að því bæði einfaldur og glæsilegur. Ásmundur Amarsson átti snilldar- sendingu upp í homið á Guðna Rúnar Helgason, sem sendi bolt- ann fyrir mark KA, Hjörtur Hjart- arson var þar mættur á móts við nærstöng og skoraði með skoti af stuttu færi. Völsungar fengu sitt þriðja góða marktækifæri í hálf- leiknum á lokamínútunum, Guðni Rúnar átti sendingu innfyrir vöm KA en Hjörtur var aðeins of seinn í knöttinn. Síðari hálfleikurinn fór nær all- ur fram á vallarhelmingi Völ- sunga. KA-mönnum gekk þó illa að skapa sér umtalsverð mark- tækifæri framan af hálfleiknum. Það var ekki fyrr en á 62. mínútu sem þeim tókst að skora. Dean Martin átti fyrirgjöf og Höskuldur Þórhallsson, varamaður KA skor- aði með góðum skalla í markið af stuttu færi. KA-menn hreinlega óðu í færum eftir markið, þrátt fyrir að vamarmenn Völsunga hafi oft bjargað vel í vítateignum. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson átti skot í stöng á 87. mínútu en Ásmundur Arnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Völsunga. einni mínútu síðar náði Þorvaldur að koma knettinum rétta leið. Það var Dean Martin sent átti heiður- inn að undirbúningnum með send- ingu inn í teiginn en Þorvaldur fleygði sér fram og skallaði í net- ið. Steingrímur Birgisson náði reyndar að skalla í mark Völsung á lokamínútunum en Ari Þórðar- son, dæmdi markið af vegna brots í vítateignum. Dean Martin var yfirburðamað- ur í KA-liðinu og varnarmenn Völsunga átti allan leikinn í vand- ræðum með að gæta hans. Besti maður vallarins var þó Björgvin Björgvinsson, sem var gífurlega ömggur í marki Völsungs. Guðni Rúnar Helgason, lék með Völs- ungi eftir nokkurt hlé og hann gerðu oft laglega hluti í síðari hálfleiknum. Völsungar léku fyrri hálfleikinn af skynsemi og náðu fallegum sóknarlotum. f þeim síð- ari dró liðið sig fullaftarlega á völlinn og náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Lið KA: Eggert Sigmundsson - Helgi Aðalsteinsson, Halldór Kristinsson, Jón Hrannar Einarsson - Dean Martin, Gauti Laxdal (Höskuldur Þórhallsson), Bjami Jónsson, Steinn Viðar Gunnarsson, Stef- án Þórðarson - Logi U. Jónsson (Stein- grímur Birgisson), Þorvaldur Makan Sig- bjömsson. Lið Völsungs: Björgvin Björgvinsson - Skúli Hallgrímsson, Róbert Skarphéðins- son, Amar Birgisson, Kristján Om Sig- urðsson - Kristján Magnússon (Magnús Eggertsson), Amgrímur Amarson, Guðni Rúnar Helgason, Jónas Grani Garðars- son, Ásmundur Amarsson, - Hjörtur Hjartarson. Sagt eftir leikinn: Grátlegt „Ég man ekki eftir því að hafa haft svona mikið að gera í markinu í langan tíma. Við komum ákveðnir til leiks, það er búið að vera slen yfir okkur í síðustu leikjum og við höfum ekki getað stillt upp okkar sterkasta liði vegna meiðslna og leikbanna. Við vissum að KA-menn mundu koma sigur- vissir í leikinn og það yrði að duga að drepast fyrir okkur og við vorum rnjög nálægt sigri. Það var grátlegt að missa þetta niður í jafntefli," sagði Björg- vin Björgvinsson niarkvörður Völsunga. Vonsvikinn „Ég er vonsvikinn því við átt- um að vinna leikinn miðað við öll þau færi sem við fengum. Ólíkt mótinu í fyrra erum við nú að skapa okkur inörg rnark- tækifæri, en á móti kemur að við erum að fá alltof mörg mörk á okkur og það þurfum við að laga," sagði Dean Mart- in, Engiendingurinn hjá KA. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.