Dagur - 09.07.1996, Page 9

Dagur - 09.07.1996, Page 9
Þriðjudagur 9. júlí 1996 - DAGUR - 9 FROSTI EIÐSSON Essómót 5. flokks: 800 strákar á KA-svæöinu AHs mættu um 800 drengir á aldrinum 11-12 ára á Essómót KA, stærsta knattspyrnumót árs- ins sem haldið er fyrir fimmta flokk drengja. Þetta var í 10. sinn sem mótið var haldið og hefur þátttakan aldrei verið jafn mikil og að þessu sinni. Fjölmargir for- eldrar fylgdu börnum sínum á mótið og sjálfsagt hefur íjöldinn verið nálægt tvö þúsund. Breiðablik varð sigurvegari í keppni A-liða eftir spennandi úr- slitaleik við KR. FH- ingum tókst að hreppa gullverðlaunin hjá B-lið- unum. Auk knattspymuleikja á Wem- bley, San Siro og aðalvellinum, eins og vellimir á KA- svæðinu eru kallaðir, reyndu hinir ungu knattspymugarpar með sér í ýms- um þrautum í Kjarnaskógi, þar sem keppt var í þrautum Frissa fnska og þá var keppt í fyrsta sinn í skák. Mótinu var slitið með verð- launaafhendingu í KA-heimilinu á laugardagskvöld og knattspymu- mennirnir héldu sitt í hvora áttina á sunnudaginn. Gunnar Níelsson, einn aðstand- enda mótsins, vildi skila sérstöku þakklæti til styrktaraðila mótsins, sem voru Olíufélagið h.f., KEA, Kristjánsbakarí. Skólastjórar Lund- arskólans og Gagnfræðaskólans sáu um að veita hinum ungu gest- um húsaskjól á meðan að mótinu stóð og um eitt hundrað sjálfboða- liðar frá KA lögðu til hendi móts- dagana. Frá viðureign Breiðabliks við heimamennina í KA á Essómótinu á laugardaginn. Fjori skóginum Þátttakendur í ESSO-mótinu brugðu sér í Kjarnaskóg á fimmtudagskvöldið. Hinir ungu knattspyrnumenn reyndu með sér í ýmiskonar þrautum, til að mynda var farið í skot- keppni, knattrak, ganga með vatnsbrúsa og reiptog svo eitt- hvað sé nefnt. Á milli þrautanna sporð- renndu strákarnir um eitt þúsund KEA-pylsum og drukku Frissa fríska af bestu lyst. Dalvíkurstrákarnir höfðu ekki erindi sem erfiði í reiptoginu í Kjarnaskógi. Óli Jakob Björnsson, framherji, og Kristinn Jóhann Lund, varnarmaður í afleysingum, léku með Völsungsliðinu á Essómóti KA. Búnir aö vinna alla leikina á íslandsmótinu Þeir Óli Jakob Björnsson og Kristinn Jóhann Lund, sem léku með Völsungi, sögðust vera himinlifandi yfir góðum árangri í sumar. „Við erum búnir að vinna alla leikina á Islandsmótinu og okkur gengur ágætlega á þessu móti, við erum búnir að tapa einum leik og gera tvö jafntefli og erum að fara að spila við Þórsarana um níunda sætið hjá B-liðunum.“ Þeir Óli og Kristinn voru sammála um að þjálfari liðsins, Ásrnund- ur Arnarsson, væri mjög fær. „Hann er með fjölbreyttar æfingar, við erum látnir hlaupa en erum líka með boltaæfingar. Svo fáum við oft að spila í restina“, sögðu þessir hressu Völsungar, sem ætluðu einnig að taka þátt í Nikulásarmótinu í Ólafsfirði og Bikannótinu á Laugurn, síðar í sumar. Grímur Kristinsson og Guðjón Hauksson, leikmcnn Fylkis, gátu andað léttar um helgina. Með plástur á nefinu Grímur Kristinsson og Guðjón Hauksson úr Fylki fylgjast vel með nýjungunum í knattspyrnunni og þeir voru með plástra á nefinu, eins og tíðkaðist í Evrópukeppninni fyrr í sumar. „Þetta opnar nefgöngin betur og gerir það að verkum að við getum andað betur,“ sagði Grfmur, en faðir hans gaf öllum liðsmönnum B- liðsins plástra. Fylkisstrákamir gistu í Gagnfræðaskólanum og sögð- ust kunna vel við sig á mótinu. „Við erum búnir að fara í tvær keppn- isferðir, en þetta er í fyrsta skipti sem við tökum þátt í Essómótinu," sagði Guðjón. FH-ingar fögnuðu sigri sínum í B-liðakeppninni á skemmtilegan hátt. Breiðablik og KR mættust í úrslitaleik A-liðanna á mótinu og leikmenn tók- ust í hendur fyrir ieikinn. Lokaröð liða á Essómóti KA A-lið: 1.-2. Breiðablik-KR 2:1 3.-4. FH-KA 5:2 5. Völsungur, 6. Leiknir, 7. ÍR, 8. Grótta, 9. Fjölnir, 10. Keflavík, 11. ÍBV, 12. hróttur, 13. Víkingur, 14. Fram, 15. Fylk- ir, 16. Njarðvík, 17. Huginn, 18. Grinda- vík, 19. Dalvfk, 20. Valur, 21. Þór, 22. Afturelding, 23. Stjarnan 24. Haukar. B-lið: 1.-2. FH-Breiðablik 4:1 3.-4. KR-Keflavík 5:3 5. Fjölnir, 6. Fram, 7. Þróttur, 8. Grótta, 9. Völsungur, 10. Þór, 11. Víkingur, 12. ÍBV, 13. Leiknir, 14. KA, 15. Fylkir, 16. ÍR, 17. Valur, 18. Haukar, 19. Stjaman, 20. Grindavík, 21. Afturelding, 22. Njarð- vík. C-lið: 1.-2. Fjölnir Breiðablik 3:4 Urslit réðust í vítaspymukeppni. 3.-4. FH-KA 5:3 5. KR, 6. Keflavík , 7. Fylkir, 8. Þór, 9. Þróttur, 10. Stjaman, 11. Víkingur , 12. Fram, 13. ÍBV, 14. Leiknir, 15. Njarðvík, 16. Völsungur-1, 17. Grótta, 18. ÍR, 19, Valur, 20. Völsungur-2. D-lið: Leikið í riðli um 1.-3. sæti: KA-Breiðablik 2:2 KA-Fjölnir 0:8 Fjölnir-Breiðablik 2:1 Lokaröð liðanna: 1. Fjölnir, 2. Breiðablik, 3. KA, 4. KR-1, 5. Þór 5. KR-2, 7. Þór-2, 8. ÍBV, 9. Dalvík, 10. Fjölnir 2, 11. KA- 3, 12. KA-2, 13. Þróttur, 14. Samherjar, 15. Þór-15.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.