Dagur - 02.08.1996, Síða 15
14 - DAGUR - Föstudagur 2. ágúst 1996
ÍÞRÓTTIR
FROSTI EIÐSSON
Knattspyrna -1. deild karla:
Frábær lokakafli hjá Leiftri
lögðu KR-inga að velli í Olafsfirði
Páll Guðmundsson kom inná sem varamaður í lið Leifturs og tryggði liðinu
sigurinn á KR með marki tveimur mínútum fyrir leikslok. Mynd: BG
Leiftursmenn fögnuðu glæsileg-
um sigri á KR-ingum í Olafsfirði
í gærkvöldi. Gestirnir komu
ákveðnir til leiks og höfðu yfir
höndina framan af en heima-
menn lifnuðu við í síðari hálfleik
og kláruðu leikinn glæsilega.
Tvö mörk á síðustu tíu mínút-
unum tryggðu Leiftursmönnum
öll stigin þrjú og KR-ingar
héldu niðurlútir af velli.
„Þetta var meiri barátta en í
undaní'ömum leikjum. Við erum
með ágætis fótboltamenn en ef
menn taka ekki á þá ganga hlut-
imir ekki upp. Gallinn við okkar
leik að undanförnu er að það hefur
vantað takt og stemmningu í liðið
og þegar við náum því saman, þá
vinnum við hvaða lið sem er,“
sagði Óskar Ingimundarson, þjálf-
ari Leifturs, sem var stoltur af sín-
um drengjum í leikslok.
1. deild karla
Úrslit
Leiftur-KR 2:1
(Hilmar Bjömsson) (Sverrir Sverris-
son, Páll Guðmundsson)
Keflavík-ÍA 0:3
(Alexander Högnason, Bjarni Guð-
jónsson, Haraldur Ingólfsson)
Valur-ÍBV 3:1
(Salih Heimir Porca, Jón S. Helgason,
Bjarki Stefánsson) (Hermann Hreið-
arsson)
Breiðablik-Grindavík 0:0
Fylkir-Stjarnan 0:0
Staðan
ÍA 119 0229:10 27
KR 11 8 2 1 29: 9 26
Lciftur 1154 222:19 19
Valur 115 2411:1017
Grindavík 113 4412:17 13
ÍBV 10 4 0 6 16:21 12
Stjarnan 1133 510:19 12
Fylkir 1021713:15 7
Kellavík 9144 8:17 7
Breiðablik 11 14610:23 7
Bæði lið fengu nokkur færi í
fyrri háltleik en KR-ingar voru þó
öllu aðgangsharðari og skomðu
eina mark hálfleiksins á 36. mín-
útu. Heimir Guðjónsson, prímus-
mótor KR-inga á miðjunni, átti
sendingu inn fyrir vörn Leifturs,
þar sem Hilmar Björnsson var
mættur. Hann hikaði í fyrstu og
hefur líklega átt von á að Jóhann-
es Valgeirsson, línudómari, myndi
veifa flaggi sínu til marks um
rangstöðu eins og hann hafði svo
oft gert í fym hálfleiknum en
flaggið fór ekki upp að þessu sinni
og Hilmar kláraði dæmið af ör-
yggi. Það sem eftir lifði hálfleiks-
ins fengu KR-ingar tvö ágæt færi
en tókst ekki að bæta við mörkum.
Jafnræði var með liðunum
framan af seinni hálfleik. Rastisl-
av Lazorik, sem lítið kom við
sögu í leiknum, skallaði yfir úr
ágætu færi sem heimamenn fengu
og KR-ingar misnotuðu sannkall-
að dauðafæri stuttu síðar en Rík-
harður skaut rétt framhjá af mark-
teig. Auðunn Helgason var að
sama skapi nálægt því að skora
fyrir Leiftur en Kristján Finnboga-
skot varði mjög vel þrumuskot
hans.
Segja má að vendipunkturinn í
leiknum hafi verið á 68. mínútu
þegar Gunnar Már Másson og Páll
Guðmundsson komu inná sem
varamenn hjá Leiftri og eftir það
höfðu þeir undirtökin. Páll var
raunar nálægt því að skora með
sinni fyrstu snertingu mínútu síðar
en jöfnunarmarkið lét bíða eftir
sér. Það kom loka á 81. mínútu
þegar boltinn datt fyrir fætur
Sverris Sverrissonar í teignum og
skot hans fór í netið með viðkomu
í varnarmanni, 1:1.
Leiftursmenn voru ekki hættir
og sigurmarkið kom á 88. mínútu.
Þorvaldur Jónsson spymti boltan-
um fram og varamenninrir sáu um
afganginn. Gunnar Már skallaði
knöttinn áfram inn fyrir KR-vöm-
ina þar sem Páll Guðmundsson
komst á auðan sjó og renndi í net-
ið framhjá Kristjáni Finnbogasyni.
„Ég vissi að þetta væri minn dag-
ur. Ég fór að veiða í dag og fékk
átta silunga og fann að ég var heit-
ur,“ sagði Páll í samtali við Dag.
Glæstur sigur í höfn og Leift-
ursmenn sýndu að þeir em í hópi
þeirra bestu í deildinni. Auðunn
Helgason var mjög sterkur í vörn
Leifturs og Pétur Bjöm Jónsson
góður á kantinum. Þá stóðu vara-
mennirnir Gunnar Már og Páll svo
sannarlega fyrir sínu. Hjá KR var
vömin lengst af traust auk þess
sem Heimir Guðjónsosn var sterk-
ur á miðjunni og Ríkharður Daða-
son olli oft usla í vörn Leifturs.
Greinilegt var þó að liðið saknaði
Guðmundar Benediktssonar til að
klára sóknimar.
„Þetta var leikur sem við áttum
að vinna því við fengum mörg
góð tækifæri til að tryggja sigur-
inn. Ólafsfirðingar börðust vel en
uppskáru sigurinn alveg eins
vegna okkar mistaka," sagði Lúk-
as Kostic, þjálfari KR.
Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Daði
Dervic, Auðunn Helgason, Slobodan Milis-
ic, Júlíus Tryggvason, Baldur Bragason
(Gunnar Már Másson 68. mfn.), Ragnar
Gíslason, Gunnar Oddsson, Pétur Bjöm
Jónsson, Sverrir Sverrisson, Rastislav
Lasorik (Páll Guðmundsson 68. mín.)
Lið KR: Kristján Finnbogason - Brynj-
ar Gunnarsson, Þorsteinn Guðjónsson, Þor-
móður Egilsson - Ólafur Kristjánsson, Ein-
ar Þór Daníelsson, Þorsteinn Jónsson,
Heimir Guðjónsson, Hilmar Bjömsson -
Ásmundur Haraldsson (Óskar Hrafn Þor-
valdsson), Ríkharður Daðason.
Jón
í gær var síðari keppnisdagur í
tugþraut á Ólympíuleikunum í
Atlanta og Jón Arnar Magnús-
son var þar í eldlínunni. Keppni
var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun en Jón Arnar hafði stað-
ið sig vel og virtist á góðri leið
með að ná Islandsmeti sínu þeg-
ar tvær keppnisgreinar voru eft-
ir, spjótkast og 1500 m hlaup.
Jón Arnar var í 9. sæti eftir
fyrri daginn, eftir frábæran árang-
Ólympíuleikarnir í Atlanta:
Arnar á góðri
ur í 400 metra hlaupinu. Hann
varð fyrstur í mark í sínum riðli
og náði fjórða besta tímanum í
heildina, 47,17 sem er besti árang-
ur hans í greininni.
Keppni í gær hófst á 110 m
grindahlaupi, þar sem Jón Amar
kom í mark á 14,22 sekúndum og
fékk fyrir það 946 stig. Hann náði
sér hins vegar ekki á strik í
kringlukastinu, kastaði aðeins
43,78, sem er rúmum sjö og hálf-
um metra styttra en besti árangur
hans er í greininni.
Jón Amar sveif yfir 4,80 m í
stangastökki en best hefur hann
náð 4,90 m í keppni í tugþraut og
5,00 er besti árangur hans í
stangastökki einu og sér. Hann
reyndi þrisvar sinnum við 4,90 en
réð ekki við þá hæð að þessu
sinni. I síðustu tveimur stökkun-
um var hann þó grátlega nálægt
því að komast yfir. Hann fékk 849
leið
stig fyrir þessa þraut og var þá alls
kominn í 6883 stig.
Keppni lauk í nótt eftir að blað-
ið fór í prentun en Jón Amar var í
10. sæti þegar spjótkast keppnin
hófst og þá var einnig 1500 m
hlaup eftir. Islandsmet Jóns Arn-
ars er 8248 stig, sett í Talence í
Frakklandi í fyrra. Hann þurfti því
að ná 1365 stigum úr síðustu
tveimur greinunum til að jafna Is-
landsmet sitt.
Akureyrarmót
í frjálsum
Akureyrarmótið í frjálsum íþrótt-
um var haldið á Akureyrvellinum
dagana 8.-14. júlí. Helstu úrslit
urðu þessi á mótinu, en greint var
frá öðrum úrslitum á mótinu á
miðvikudaginn.
200 metra hlaup karla:
1. Freyr Ævarsson 23,3
2. Amar már Vilhjálmsson 24,0
3. Bergþór Ævarsson 24,3
400 metra hlaup karla:
1. Amar Már Vilhjálmsson 53,8
2. Sigurður Magnússon 54,6
3. Bergþór Ævarsson 56,7
600 metra hlaup 8 ára og yngri:
1. Einar Sigþórsson 2:36,9
2. Kristján Hannesson 2:43,6
3. Bjartmar Ömuson 3:00,8
600 metra hlaup hnokka 9-10 ára:
1. Pétur Stefánsson 2:11,1
2. Ragnar Hólm Ragnarsson 2:22,4
3. Þór Adam Þorsteinsson 2:22,8
600 metra hlaup stráka 11-12 ára:
1. Helgi Már Jósepsson 2:06,2
2. Brynjar Valþórsson 2:09,0
3. Hreinn Logi Gunnarsson 2:13,3
Langstökk 8 ára og yngri:
1. Einar Sigþórsson 3,04
2. Bjartmar Ömuson 3,00
3. Jóhannes Stefánsson 2,90
Langstökk hnokka 9-10 ára:
1. Ragnar Hólm Ragnarsson 3,24
2. Þór Adam Þorsteinsson 3,10
3. Magnús Bragi Ingólfsson 2,84
Langstökk stráka 11-12 ára:
1. Helgi Már Jósepsson 3,87
2. Brynjar Valþórsson 3,73
3. Andri Steindórsson 3,66
Langstökk Pilta 13-14 ára:
1. Atli Steinar Stefánsson 5,74
2. Gunnlaugur Víðir Guðmundss. 4,65
3. Einar Kristinsson 4,49
Langstökk karla:
1. Amar Vilhjálmsson 6,74
2. Sigurður Magnússon 5,99
3. Bergþór Ævarsson 5,62
Þrístökk karla:
1. Amar Már Vilhjálmsson 12,74
2. Bergþór Ævarsson 11,76
Skutlukast 8 ára og yngri:
1. Einar Sigþórsson 14,76
2. Jóhannes Stefánsson 9,30
3. Kristján Hannesson 9,12
Skutlukast hnokka 9-10 ára:
1. Pétur Stefánsson 18,64
2. Þór Adam Þorsteinsson 11,26
3. Magnús Bragi Ingólfsson 10,94
Skutlukast stráka 11-12 ára:
1. Helgi Már Jósepsson 25,56
2. Brynjar Valþórsson 25,02
3. Hrannar Ólafsson 19,76
Spjótkast pilta 13-14 ára:
1. Atli Steinar Stefánsson 35,80
2. Gunnlaugur Víðir Guðmundss. 21,40
Spjótkast karla:
1. Sigurður Magnússon 34,72
2. Amar Vilhjálmsson 34,52
Hástökk pilta 13-14 ára:
1. Gunnlaugur Víðir Guðmundss. 1,45
2. Atli Steinar Stefánsson 1,45
3. Einar Kristinsson 1,40
Stangarstökk karla:
1. Sigurður Magnússon 3,10
Tennis á
Akureyri
ítalski tennisþjálfarinn Luigi
Bartolucci, sem kennt hefur í
Kópavogi á síðustu árum, hefur
gengist fyrir námskeiðum við
Iþróttahöllina á síðustu vikum
sem hafa verið vel sótt. Ljós-
myndari Dags rakst á þjálfar-
ann að störfum í síðustu viku
þegar þessi mynd var tekin.
Tennis hefur ekki verið mikið
stundaður á Norðurlandi, en það
kann að verða breyting á. Að sögn
Bartolucci hefur áhugahópur verið
að beita sér fyrir útbreiðslu íþrótt-
arinnar á Akureyri.
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080