Dagur - 08.08.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 8. ágúst 1996
Þessi pistill er ritaður til heiðurs
opinberum starfsmönnum á Is-
landi. Ef ég á að vera alveg hrein-
skilin verð ég að viðurkenna að
ég hef átt það til að blóta íslenska
kerfinu vegna stirðleika. Eftir
reynslu mína af opinbera skrif-
stofubákninu í Jórdaníu hef ég
hins vegar snarskipt um skoðun. í
samanburði við skipulagsleysið
og óreiðuna hjá hinu opinbera hér
um slóðir er íslenska kerfið
nefnilega dásamlega einfalt og
skilvirkt.
Hér kemur sagan af hrakning-
um mínum og tveggja skólasystra
minna við að fá dvalarleyfi í
Jórdaníu í þrjá mánuði.
Þegar komið er til landsins
þarf að kaupa Vísa-áritun sem
veitir leyfi til að vera í Jórdaníu í
tvær vikur. Ef ætlunin er að
dvelja lengur, þarf því að fram-
lengja dvalarleyfið. Við þrjár; ég,
Eva frá Svíþjóð og Jóhanna frá
Finnlandi, byrjuðum á því að
spyrja ráðgjafann okkar í skólan-
um hvert við ættum að snúa okk-
ur. Hún sagði okkur að fara fyrst
á eina skrifstofu og fá bréf upp á
að við værum búnar að borga
skólagjöld og þvínæst á aðra
skrifstofu til að fá annað bréf sem
staðfesti að við værum nemendur
við háskólann. Það gekk tiltölu-
lega áfallalaust að fá þessi bréf í
hendur og við vorum orðnar
bjartsýnar á að dvalarleyfið yrði í
höfn samdægurs. En nú fór að
síga á ógæfuhliðina. Næst þurft-
um við að fara með bréfín tvö og
vegabréfin okkar í ráðuneyti inn-
anríkismála. Ráðuneytið er stað-
sett dágóðan spöl frá skólanum
og því þurftum við að taka leigu-
bfl (sem betur fer kostar ótrúlega
lítið að taka leigubfl hér - álíka
mikið og kostar í strætó á Is-
landi!) Þegar þangað var komið -
og nú er best að taka fram að eins
AUÐUR
INCÓLFSDÓTTIR
SKRIFAR FRÁ
JÓRDANÍU
og venjulega á þessum árstíma
var hitastigið vel yfir 30 gráður á
Celsíus og því langt frá því
skemmtilegt að vera á ferðinni
um miðjan dag - var ráðuneytið
lokað. Klukkan var rúmlega tvö
og klukkan tvö loka allar opin-
berar skrifstofur. Það var því ekki
annað að gera en að fara heim og
reyna aftur næsta dag.
I næstu tilraun var ráðuneytið
opið og þá byrjaði ballið. Fyrst í
eina röð, þá í aðra, aftur í röðina
sem við vorum í fyrst o.s.frv. Eft-
ir rúman klukkutíma héldum við
að þetta væri að hafast, en þá
kom skellurinn. Við fengum hvíta
miða í hendur og var gert að
koma aftur eftir þrjár vikur! Við
héldum nú ekki og skildum ekki
hvers vegna þetta þyrfti að taka
svona langan tíma. Sérstaklega
vegna þess að þegar tvær vikur
eru liðnar frá komudegi rennur
stimpillinn í vegabréfinu út sem
þýðir sekt fyrir hvem dag sem
dvalið er í landinu þar til búið er
að útvega nýjan stimpil. Ein-
hvemveginn þótti okkur hálf öf-
ugsnúið að jórdanska ríkið gæti
sektað okkur vegna seinagangs
eigin starfsmanna!!
Eftir svolítið karp kom í ljós
að í bréfunum frá háskólanum
- fyrir þig!
Mikib úrval af garni og prjónum
Per Gynt
Smart/Lanett
Mandarin Classic
Mandarin Petit
Sisu/Mon-Ami
Mamsell/Mor Aase
GARNBÚÐIN
Prjónablaðib Ýr
Ungbarnablabib Tinna
Opiö alla virka daga kl. 10.00-19.30
Laugardaga kl. 10.00-18.00.
Auður lýsir í pistli sínuin baráttunni við óþjált skrifræðið í Jórdaníu.
stóð að við þyrftum dvalarleyfi í
1 ár. Þar sem bréfin voru skrifuð
á arabísku höfðum við mjög
óljósa hugmynd um hvað stóð í
þeim og tókum því ekki eftir
þessari villu. Eftir mikið handa-
pat tókst loks að koma skrifstofu-
körlunum - já körlunum því kon-
ur em mjög sjaldgæfar í þjón-
ustustörfum (það er kannski þess
vegna sem allt er í óreiðu???) - í
skilning um að við vildum bara fá
dvalarleyfi í 3 mánuði, ekki 1 ár.
„Allt í lagi, komið aftur eftir
fimm daga.“ Og þar við sat.
Að fímm dögum liðnum fór-
um við aftur í ráðuneytið. „Kom-
ið aftur eftir viku,“ sagði maður-
inn bak við glerið, ákaflega
áhugalaus um að hjálpa okkur.
„Nei, takk,“ sögðum við, „hér
stendur að við eigum að koma í
dag.“ Eftir að við tuðuðum
smástund kom næsta tilboð:
„Komið aftur eftir þrjá daga.“
Eftir mikið stapp var vikan sem
við áttum að bíða orðin að tíu
mínútum og við settumst niður og
biðum. Við vorum orðnar dálítið
reiðar. Við höfðum nefnilega
komist að því í millitíðinni að all-
ir hinir nemendumir höfðu farið
beint á lögreglustöð og fengið
stimpil í hvelli. Nýjar reglur sem
enginn hafði fyrir að segja okkur
frá!
Eftir tíu mínútur kom „okkar
maður“ aftur með hvítu miðana
okkar og sagði að því miður yrð-
um við að koma aftur á morgun.
Nú var sú finnska orðin virkilega
reið. „Þú getur sko persónulega
fengið að borga ef við verðum
sektaðar,“ sagði hún illskulega,
ekki Iaust við að gneistaði af
henni. Eg þakkaði Guði fyrir að
manngarmurinn skildi fæst ljótu
orðin sem hún notaði í kjölfarið.
Næst kröfðumst við þess að fá
pappírana okkar til baka, sögð-
umst ætla að prófa að fara á lög-
reglustöðina. Þetta var einum of
flókið til að þeir skildu hvað við
ættum við. Eða kannski nenntu
þeir bara ekki að leita?
Við ákváðum engu að síður að
fara á næstu lögreglustöð með
vegabréfm okkar þó ekki tækist
okkur að fá pappírana frá skólan-
um. Þegar þangað var komið var
klukkan orðin hálfþrjú og maður-
inn sem gefur út dvalarleyfin far-
inn heim. Eftir að við vorum bún-
ar að hér um bil grátbiðja um að
okkur yrði hjálpað strax, ekki á
morgun, kom í ljós að maðurinn
var alls ekki farinn heim. En
hrakningum okkar var ekki lokið.
Nú voru nefnilega liðnir 15 dagar
frá því ég kom til landsins og því
ekki hægt að gefa mér stimpil.
Fyrst þurfti ég að fara á annan
stað, í hinum enda borgarinnar,
og borga sekt fyrir einn dag. Þar
var auðvitað lokað klukkan tvö
sem þýddi að ég þurfti að fara
daginn eftir - og borga sekt fyrir
tvo daga. Sú finnska slapp fyrir
hom þar sem hún kom til lands-
ins degi á eftir mér. Eva hin
sænska var hins vegar í meiri
vandræðum. Hún var bara búin
að vera 12 daga í landinu og
þurfti því enga sekt að borga.
Vandamálið var hins vegar að
hún hafði komið landleiðina til
Jórdaníu frá Israel. Þar sem hún
var með ísraelskan stimpil í vega-
bréfínu þurfti hún sérstakt leyfi til
að vera í landinu, sem hún reynd-
ar hafði, - en viti menn - leyfís-
bréfíð var hjá vinum okkar í inn-
anríkisráðuneytinu
Leyfísbréfið fannst loksins
næsta dag og á endanum fengum
við allar þriggja mánaða dvalar-
leyfí. Mörgum dínurum fátækari
en reynslunni ríkari komumst við
að þeirri niðurstöðu að opinberir
starfsmenn í Jórdaníu gætu ýmis-
legt lært af starfsbræðrum sínum
á Norðurlöndum.
Umferðarhornið
••
Olvunarakstur
Áfenqi oq akstur eiqa ekki samleið! Þetta er í senn einföld staSreynd og mikilvæg.
A) I umferðarlögum frá 1995, 7. kafla segir í 44. grein, 1. málsgrein:
„OkumaSur skal vera líkamlega og andlega fær um aS stjórna ökutæki því, sem hann fer meS."
Og í sama kafla laganna segir m.a. í 45. grein:„Enginn má stjórna eSa reyna aS stjórna vélknúnu öku-
tæki, ef hann er undir áhrifum áfengis.".
B) Leyfilegt vínandamagn í blóSi ökumanns er svo hverfandi lítiS aS
þaS leyfir enqa áfengisneyslu. Gott er fyrir ökumenn aö geta
gengiS út frá þessari staSreynd!
C) Neysla áfengis spillir dómqreind, dreaur úr færni, örvaqi oq viS-
braqSsflýti ökumanna. Lög eru sett til þess aS stemma stigu viS
stóraukinni slysahættu af völdum neyslu áfengis og annarra vímu-
efna.
D) Refsingar eru þungar vegna ölvunaraksturs; ökuleyfissvipting, háar
fjársektir, jafnvel varShald eSa fangelsi. En þyngst er sú refsing aS
valda öSrum meiðslum, örkumli, jafnvel dauða vegna slíks gá-
leysis sem ölvunarakstur er!
Akið varlega - forðist slysin
SJOVA
fA ■ iinmin Ráðhústorgi 5 • 600 Akureyri
ALMENNAR Sími 462 2244 •
Fax 462 3631