Dagur - 17.08.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 17.08.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 17. ágúst 1996 FRÉTTIR Landanir að hefjast á Smuguafla: Klakkur SH með 150 tonn til Sauðárkróks Togarinn Klakkur SH-510 kom til Sauðárkróks í gærmorgun með 110 tonn af saltfiski og 40 tonn af ísfiski sem togarinn fékk í Smugunni í Barentshafi. Klakkur SH er fyrsti togarinn sem kemur úr Smugunni á þessu sumri og landar umtalsverðu magni. Mikinn hluta aflans fékk togar- inn í sl. viku er mikil fiskgengd var í Smugunni, eða allt að 40 tonn eftir 5 tíma tog, en undir það síðasta var togarinn að fá að jafn- aði 8 tonn í holi. Saltfiskurinn verður umsaltaður og pakkaður á Sauðárkróki og ískfiskurinn fer einnig í salt. Nóg er að gera hjá Fiskiðjunni-Skagfirðingi hf. við saltfiskverkun en hins vegar er frystihúsið lokað og uppsagnir starfsfólks hafa þar tekið gildi. Óvíst er hvenær þar hefst vinnsla að nýju. Annar togari Fiskiðjunn- ar-Skagafirðings hf., Hegranes SK-2, er væntanlegur til Sauðár- króks um aðra helgi en hann hefur einnig verið á saltfiskveiðum í Smugunni. Málmey SK-1 er þar á frystingu, en Skagfirðingur SK-4 er á leiðinni þangað, svo aðeins einn skagfirskur togari, Skafti SK- 3, er á veiðum á heimaslóð. AIls eru nú um 50 íslenskir togarar í Smugunni. Már SH-127, togari Snæfell- ings hf. sem KEA er hluthafi í, stefnir til Englands úr Smugunni og selur hann 230 tonn af ísfiski í Hull um helgina. Hann heldur aft- ur í Smuguna eins og þeir sem eru nú að koma til löndunar. Rauði- núpur ÞH-160 frá Raufarhöfn landar þar á sunnudag um 70 tonnum af saltfiski úr Smugunni, og verður aflinn síðan umsaltaður og pakkaður hjá Fiskiðju Raufar- hafnar hf. GG Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar: Umsóknar- frestur um starfið til 1. september nk. fþrótta- og tómstundaráð Akur- eyrar tók fyrir á fundi sl. mið- vikudag uppsagnarbréf Sigurðar Guðmundssonar, forstöðu- manns Sundlaugar Akureyrar, en hann hefur verið ráðinn íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar. í bókun ráðsins er uppsögn Sigurðar hörmuð en honum jafn- framt óskað velfamaðar í starfi. Eiríkur Bjöm Björgvinsson, æsku- lýðs- og íþróttafulltrúi Akureyrar- bæjar, segir að Sigurður muni væntanlega hætta um næstu mán- aðamót, eða síðar samkvæmt nán- ara samkomulagi, en hann hefur þriggja mánaða uppsagnarfrest. Starf forstöðumanns Sundlaugar Akureyrar verður auglýst laust til umsóknar á næstunni með um- sóknarfresti til 1. september nk. íþrótta- og tómstundaráð ræddi einnig þriggja ára áætlun og kynnt var fyrir nefndinni endurskoðun á tómstundamálum. GG Eyjafjarðarsveit: Ólafur og Þórður smíða fjárrétt Tilboð hafa verið opnuð í smíði fjárréttar á Möðruvallaeyrum í innanverðri Eyjafjarðarsveit. Frestur til að skila þeim inn var til 6. ágúst sl. Lægstbjóðendur í þetta verkefni voru Olafur Svanlaugsson, smiður á Akureyri og Þórður Gunnarsson, smiður í Eyjafjarðarsveit. Sameig- inlegt tilboð þeirra var upp á um 800 þús. kr og var að því gengið. Verkinu ber að skila í næsta mán- uði til verkkaupa, sem er Eyja- fjarðarsveit. Meiningin er að draga fé sundur í hinni nýju frétt strax nú í haust. -sbs. 3. október-6. október 1996,4 ðagar. Gisting á góðum hótelum með morgunverði, flug, allir skattar, flutningar af og á flugvöll og íslensk fararstjórn. Flogið er með breiðþotu Atlanta. Verð aðeins frá kr. 28.865 Samviniiiileráir-Laiulsýii Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 462 7200 ísafjörður Borgarafundur Borgarafundur á Hótel ísafirði sunnudaginn 18. ágúst kl. 17.00 Isfirðingar og aðrir nærsveitamenn! Rabbfundur um nýja morgunblaðið Dag-Tímann, Stefán Jón Hafstein, ritstjóri blaðsins, mun kynna helstu áherslur blaðsins og svara fyrirspurnum. Komið og látið í ljós ykkar ábendingar og skoðanir ásamt því að heyra hverjar helstu áherslur verða í hinu nýja blaði! Kaffi og kökur. Sjáumst! iOagnr-^mítm -besti tími dagsins! Akureyri: Punktar úr bæjarráði Tryggingár grunnskólakennara Á bæjarráðsfundi sl. fimmtudag var lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á 7. kafla í kjarasamningum kennarafélag- anna við fjármálaráðuneytið og sveitarfélögin hafa yfirtekið. Þar er fjallað um tryggingar grunn- skólakennara sem vinnuveitandi ber ábyrgð á, en ríkið hafði þess- ar tryggingar í eigin áhættu. í til- efni þessa upplýsir bæjarráð að grunnskólakennarar í starfi hjá Akureyrarbæ „tnunu að sjálf- sögðu njóta sömu trygginga- vemdar og aðrir starfsmenn bæj- arins, bæði sem um hefur verið samið í kjarasamningum auk tiygginga utan vinnutíma sem í gildi eru fyrir alla starfsmenn Akureyrarbæjar." Knattborðs- og leikjastofa Með bréfi dags. 7. ágúst sl. leitar sýslumaðurinn á Akureyri um- sagnar við umsókn Ingólfs Am- arsonar um endumýjað leyfi til reksturs knattborðs- og leik- tækjastofu að Kaupvangsstræti 19. Bæjarráð gerir ekki athuga- semd við endumýjun leyfisins. Með vísan til þess að bæjarstjóm hefur samþykkt nýja lögreglu- samþykkt fellir bæjarráð „Reglur um leiktækjastofur" frá 18. febrúar 1992 úrgildi. Kaupsamningur um hluta af bílskúrsvegg Lögð vom fram drög að kaup- samningi vegna bílskúrsveggs við Brekkusíðu 12. Veggurinn stendur á lóðamörkum Brekku- síðu 10-12 og er hluti af sam- byggðum bílskúmm við lóðimar og lóðarhafi að Brekkusíðu 12 hefur reist, en lóðin að Brekku- síðu 10 er enn óúthlutuð. Kaup- verð er kr. 210 þúsund. Bæjarráð samþykkti drögin og fól bæjar- lögmanni að ganga frá kaupum. Kaupsamningur um tækja- búnað Gufuveitunnar hf. Lagður var fram samningur um kaup Hita- og vatnsveitu Akur- eyrar á tækjabúnaði Gufuveit- unnar hf. á Gleráreyrum. Kaup- verð er kr. 4,3 milljónir króna. Einnig var lagður fram húsa- leigusamningur við Rekstrarfé- lagið hf. um svonefnt Ketilhús að Dalsbraut 1. Bæjarráð stað- festi samningana. Aðalfundur um borð í Sæfara Lagt var fram boð urn aðalfund Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. Fundurinn verður haldinn föstu- daginn 23, ágúst nk. um borð í m/s Sæfara. Bæjarráð fól bæjar- stjóra að fara með umboð bæjar- ins á fundinum. Rafn tilnefndur Bæjarráð samþykkti að tilnefna Rafn Herbertsson hjá Hita- og vatnsveitu Akureyrarbæjar ör- yggisvörð og fulltrúa í öryggis- nefnd til 1. apríl 1997.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.