Dagur - 17.08.1996, Page 6

Dagur - 17.08.1996, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 17. ágúst 1996 Það eru margir sem muna eftir Atla ungum að árum spilandi á trompetinn t skóla- hljómsveitum Tónlistarskólans á Akureyri, á fjölum Gaggans með skólahljómsveitinni Fjörkörlum, þar sem hann var farinn að gutla við hljómborðið, og með Kalla bróður í Stuðkompaníinu. Margir sjá hann einnig fyrir sér á fjólum Sjallans í einni þekktustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. En þeir eru fœrri sem vita að Atli hefur lagt stund á nám í kvikmyndatónlist við einn frœgasta tónlistarskóla Bandaríkjanna og að honum hlotnaðist sá heiður fyrr á árinu, um leið og hann var brautskráður frá skólanum sem kvikmyndatónskáld, að vera veitt sérstök afmœlisorða skólans fyrir glœsilegan árangur og framlag sitt til skólans. Atli er fæddur á Akureyri 7. júlí árið 1970. Tónlistarferill hans og skólaganga eru að mörgu leyti samofin því að þegar hann var fimm ára og byrjaði í skóla hóf hann einnig nám í Tónlistarskól- anum á Akureyri. Þar byrjaði fer- illinn á blokkflautunni en sex ára snéri hann sér að trompetinum. Þegar unglingsárin fóru að gera vart við sig og Gagginn varð samastaðurinn dalaði áhuginn á trompetinum og píanóið tók við ásamt hljómsveitabrasi. Mennta- skólaárin komu í kjölfar Gaggans og klassíska tónlistamámið vék að mestu fyrir poppstússi og enn frekara hljómsveitarbrasi. Að loknu stúdentsprófi snéri Atli al- gerlega við blaðinu og hélt sem skiptinemi til Ungverjalands en tónlistin var geymd en ekki gleymd og hann ákvað að snúa sér enn frekar að henni og setjast á skólabekk í Tónlistarskóla FÍH. Þar stundaði hann nám í jassdeild skólans í tvö ár en að þeim árum liðnum varð ekki aftur snúið og fara að læra tónlist var hálf-óum- flýjanlegt því það er mikið tónlist- arfólk bæði í föður- og móðurætt- inni. Faðir minn hefur verið at- vinnumaður í tónlist í mörg ár og mamma hefur alltaf haft mikinn áhuga og sungið í kórum.“ Atli byrjaði snemma að feta sig áfram á tónlistarbrautinni og 12 ára gam- all var hann búinn að stofna sína fyrstu hljómsveit. „Þetta var bfl- skúrshljómsveit með vinum mín- um úr Gagganum, þeim Steindóri Það er ágæt tilbreyting að koma heim annað slagið og spila á nokkrum villtum böllum með Sálinni enda gjörólíkt því lífi sem ég lifi í Bandaríkjunum. Þar tekur námið allan minn tíma og spilamennskan fer fram heima í stofu þegar ég er einn með sjálfum mér. Atli hélt til Boston í Bandaríkjun- um í nám í kvikmyndatónlist. Hann hefur nú lokið BM-prófi í þeirri grein með framúrskarandi vitnisburði og hyggur nú í haust á mastersnám í sömu grein í Norð- ur-Carolínu. Háleit markmið og heimsfrægð með Bandalaginu „Ég fékk snemma áhuga á tónlist og þegar ég lít til baka þá hafði ég alltaf áhugann sem til þurfti þótt hann væri auðvitað upp og niður eins og hjá öllum krökkum. En að og Ármanni. Við vorum eitthvað að spila saman en eftir þetta fer ég fljótlega að að spila með Kalla bróður í hljómsveitum eins og Bandalaginu. Við höfðum ákaf- lega háleit markmið og fórum í stúdíó gagngert til þess að ná heimsfrægð því okkur fannst við svo góðir. Á þessum tíma var líka starfandi hin merka skóla- og gleðihljómsveit Fjörkarlar en síð- an kom Stuðkompaníið sem náði töluverðum vinsældum á sínum tíma og sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar." - Atli Örvarsson kvikmynda- tónskáld ræðir um tónlistina, góðan námsárangur í Boston og framhaldsnám í kvikmyndatónlist í Banda- ríkjunum Dugnaður og staðfesta komið Sálinni áfram Veturinn 1990 hóf Atli nám við Tónlistarskóla FÍH. „Ég fór í jass- deild skólans og lærði á trompet og píanó. Samhliða náminu spil- aði ég í ballhljómsveit á Hótel ís- landi en þegar ég var búinn að vera í Reykjavík í 3 mánuði fór ég að spila sem aukamaður með Todmobile. Það samstarf stóð til vors 1991 en þá fór ég að spila með Sálinni hans Jóns míns. Sálin hefur hins vegar annað slagið ver- ið að taka sér pásur og í einni

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.