Dagur - 17.08.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 17.08.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 17. ágúst 1996 Misjöíh er lyktin hvert hitastigið er útivið. Þegar loðnan er gömul, átumikil og heitt er í veðri verður lyktin óþægilegri og sterkari. Starfsmenn Krossanesverk- smiðjunnar segja lyktina sem lagt hefur yfir bæinn í sumar óvenju sterka vegna þess að loðnan sé í eldri kantinum. Akureyringar finni því óvenju mikið fyrir henni enda vanari lykt af ferskri loðnu. Þeir létu þó ekki illa af því að vinna í lyktinni og sögðu að það tæki starfsmenn tvo daga að venj- ast henni og eftir það hættu þeir að finna hana. Þeir sögðu að kvartanir bærust þó frá bæjarbú- um annað slagið en einnig reyndi fólk að aðlagast lyktinni og það kæmi fyrir að hringt væri til þess að spyrja hvenær óhætt væri að hengja þvottinn út á snúru. Reykt allan sólarhringinn Frá matvælafyrirtækinu Kjama- fæði leggur oft mikla reykingalykt enda segir Júlíus Jónsson, sölu- stjóri, að þar séu kjötvörur reyktar meira og minna alla daga og næt- ur. Lyktin er sterkust þegar kveikt er upp í ofnunum sjálfum en Júlí- us segir sjaldgæft að íbúar í ná- grenninu kvarti undan lyktinni en það komi þó fyrir. Hann segir einn hóp sérlega ánægðan með lyktina og á þar við íbúa þjónustuíbúða aldraðra, því lyktin minni þá á gamla tíma. Aðspurður um hvort starfsfólk Kjamafæðis væri orðið ónæmt fyrir jólalyktinni sem mörgum finnst leggja frá fyrirtæk- inu segir Júlíus svo ekki vera, því finnist hangikjötið á jólaborðinu alltaf jafn gott. Lyktin kemur með úðanum Flestum þykir kaffiilmur Kaffi- brennslunnar góður en líklega eru fáir sem vita hvemig hann ná- kvæmlega er tilkominn. Úlfar Hauksson, framkvæmdastjóri, segir kaffibaunimar (hrákaffi) brenndar í 300° heitu lofti þar til réttur litur er komin á þær. Eftir brennsluna eru baunimar kældar með vatnsúða og þegar hann gul'ar upp myndast mikill kaffiilmur. Úlfar segir sjaldan kvartað undan kaffilyktinni en ef það ger- ist þá sé það í tiltekinni vindátt; í norðanáttinni leiti lyktin meira niður á við og að húsinu sjálfu en í sunnanáttinni þá leggi hana meira yfir bæinn. Maðurinn er hæfur til að greina tiltekin efnasambönd í andrúms- lofti með nefinu. Hjá spendýrum er lyktarskynið bundið við sér- stakan þekjuvef í innri hluta önd- unarvegar en lyktarskynfæri eru í afmörkuðum hluta slímhúðar efst í nefholi. Þar breyta skynfmmur efnaáreiti í taugaboð sem berast til lyktarstöðvar í heilanum. (íslenska Alfræðiorðabókin). Oft er erfitt að skilgreina lykt en fólk er yfirleitt ekki í vafa um þegar það finnur góða eða vonda lykt. Nef manna finna mismun- andi lykt og þar af leiðandi eru ekki allir sammála um ágæti eða galla tillekinna lykta. Flestir Ak- ureyringar þekkja peningalyktina úr Krossanesi, kaffilyktina frá Kaffibrennslunni og reykingalykt- ina frá Kjamafæði og öll könn- umst við við lyktina af nýhreins- uðum fötum og mikla ilmvatns- lykt snyrtivöruverslana. En hvem- ig ætli fólki finnist að vinna í þessari miklu lykt? „Hvenær get ég hengt út þvottinn minn?“ Lyktina úr Krossanesverksmiðj- unni leggur oft yfir Akureyrarbæ og vekur misjöfn viðbrögð fólks. Hún er missterk og misvond en fáum finnst hún góð. Lyktin kem- ur af bræddri loðnu og sterkjan ræðst af því hvað loðnan er göm- ul, hve mikil áta er í henni og „Enginn á eins góð eimingatæki og ég“ Af nýhreinsuðum fötum er oft sér- stök lykt sem oft er skilgreind sem fatahreinsunarlykt. Sigfús Vigfús- son, eigandi Fatahreinsunar Vig- fúsar og Ama, segir að í raun eigi ekki að koma lykt af þeim efnum sem notuð eru við hreinsunina en við pressun á fatnaði komi fram gufu- og fatalykt. Frá 1979 hefur verið notaður svokallaður perklór við þurr- hreinsunina og síðan er fatnaður- inn eimaður í þéttlokuðum vélum. Sigfús segir að lyktin sem finnst í fatahreinsuninni stafi að hluta til af því að þegar vélamar eru opn- aðar sleppi örlítið eimað loft út. „Það á samt aldrei að vera eiming- ar- eða perklórslykt af nýhreins- uðum fötum því tækin eru mjög ömgg við skolunina og það á eng- inn eins góð eimingartæki og ég.“ Sigfús Vigfússon við þvottavélina. Á innfelldu myndinni er hann að þefa af þvottaduftinu sem hann segir mjög lyktarlítið. Hauksson er hér við kaffi- brennsiuofninn sem yfirleitt er kynntur í 300° þó það fari að sjálf- sögðu eftir kaffitegundinni hverju sinni. Á niinni myndinni sjást kaffi- baunapokarnir með fersku hrákaff- inu sem bíður brennslu. Björk Traustadóttir segist sjaidan verða vör við of mikla ilmvatnslykt í versluninni. Þeir Stefán Hermannsson, Andrés Sigurðsson og Benedikt Leósson kvarta ekki undan Krossaneslyktinni. Á innfeldu myndinni er ilmandi loðna. Myndir: mbg Júlíus Jónsson, sölustjóri Kjarna- fæðis, við reykofnana sem ganga alla daga allan ársins hring. Á inn- feldu myndinni má sjá hangikjöts- lærin sem verða á jólaborðum landsmanna. Goð lykt úti á götu Ilmvötn gefa yfirleitt góða lykt en í snyrtivöruverslunum þar sem verið er að prófa margar tegundir allan daginn er hægt að ímynda sér að ilmvatnslyktin snúist upp í andhverfu sína. Björk Traustadótt- ir, eigandi Snyrtivöruverslunar- innar Töm, segist lítið verða vör við ilmvatnslyktina dags daglega en þó helst í kringum jólin þegar meiri sala er í vötnunum. Hún segir að það komi þó fyrir að hún finni fyrir þreytu eftir alla lyktina að loknum vinnudegi. Viðskipta- vinir kvarta ekki undan of sterkri lykt í búðinni og Björk segir að flestum finnist lyktin sem leggi út á götu góð. hbg/mgh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.