Dagur - 17.08.1996, Blaðsíða 15

Dagur - 17.08.1996, Blaðsíða 15
UTAN LANDSTEINA Laugardagur 17. ágúst 1996 - DAGUR - 15 Syndaí Þær lifa hátt og hratt. Þær eru undurfagrar og vita af því. Þær fá líka borgað fyrir að vera fallegar. Ofurfyrirsæt- umar eru ekki á flæðiskeri staddar í peningamálum. Tímaritið Forbes tók saman lista yfir launahæstu fyrir- sætur heims og samkvæmt þeim heimildum safna þessar stúlkur stórum fjársjóð á hverju ári. Hin bandaríska Cin- dy Crawford trónir á toppnum með sem samsvarar 423 milljónum króna í árslaun en henni næst er þýska gellan Claudia Schiffer með 345 miljónir. Christy Turlington, 27 ára, fær 312 milljónir, en ástralska þokkadísin Elle Macpherson og hin kanadíska Linda Evangelista fá 195 milljónir hvor. Niki Taylor halar inn 155 milljónum og hin 43 ára ítalska leikkona og fyrirsæta, Isabella Ros- sellini fær 150 milljónir. Bresku stúlkumar Kate Moss og Naomi Campbell koma næstar með 143 og 137 millj- ónir og unglingsstúlkan Bridget Hall fær 130 milljónir. Athygli vekur að tékkneska „undrabeibið“ Eva Herzigo- va kemst ekki á listann og ekki heldur þjóðarstolt Dana, Helena Christiansen. seðlum Bridget Hall (til vinstri), Christy Turlington (í miðiö) og Niki Tayl- or (til hægri) þéna vel. Hall fær 130 milljónir í laun á ári, Turling- ton fær 312 milljónir og Taylor fær 155 milljónir. Linda Evangelista fær 195 milljónir á ári líkt og Elle Macpherson. Linda er þekkt fyrir að breyta um hárlit álíka oft og aðrir skipta um nærföt en hún er talskona hárlitaframleið- andans Clairol. Auk þess situr hún fyrir í yfir 200 myndatökum á ári. Claudia Schiffer rakar inn pening- um. Hún fær um 345 milljónir í árs- laun. Auk þess sem hún situr fyrir hefur hún gefið út tvær bækur um sjálfa sig og líkamþjálfunarmynd- band í fjórum hlutum. Madonna og ístrubelgurinn Tom Hanks hittust á dögunum. Borða þau bæði fyrir l\o? Söng- og leikkonan Madonna er farin að þykkna undir belti og á von á frumburðinum í október en hvaða afsökun hefur Tom Hanks? Svo virðist sem kappinn sé farinn að gefa eftir í líkamræktinni og aukakílóin eru farin að hlaðast ut- an á hann. Madonna og ístrubelg- urinn hittust á góðgerðarsamkomu til styrktar alnæmissjúkunt í Los Angeles og Madonna segist bíða eftirvæntingafull eftir frumburðin- um. Vinir hennar segja að hún sé löngu byrjuð að „borða fyrir tvo“ og ef marka má þessa ntynd þá er hún ekki ein um það. Elle Macpherson fær um 195 inillj- ónir í árslaun. Það er ekki nóg með að hún fái offjár fyrir að sitja fyrir heldur er hún cinnig byrjuð í kvik- inyndaleik og á fyrirtæki sem fram- ieiöir efnislítinn undirfatnað. Bond, James Bond Þegar Pierce Brosnan er í hlut- verki James Bond er hann ávallt nýrakaður og vel til hafður. En þessa dagana er hann að leika Ro- binson Crusoe og er frekar ófrýni- legur ásýndar. Sögur herma að hann haft kvartað yfir eymslum í baki eftir að hafa prílað upp í tré í einu atriði og fresta þurfti tökurn. Stjörnupar ífelum Val Kilmer hefur mikið verið í sviðsljósinu undanfama mánuði. Eiginkona hans, leikkonan Joanne Whalley, sótti um skilnað og sagði hann mikinn hrokagikk og afar nískan á aurana. Kauði tók saman við ofurfyrirsætuna Cindy Crawford og hún elti hann um hálfan hnöttinn til að vera nálægt honum. Blaðasnápar sögðu gift- ingu í nánd en Kilmer var ekki á sama máli. Undanfarnar vikur hafa staðið yftr tökur á myndinni The Saint, eða Dýrlingurinn, í London þar sem Kilmer leikur á móti Elizabeth Shue. Ekki leið á löngu þar til þau fóru að stinga nefjum saman og meðfylgjandi myndir voru teknar af parinu á milli þess sem myndin var fest á filmu. Sögur herma að þau dvelji langtímum saman í hjólhýsi sem honum var úthlutað á tökustað og meðal samstarfsmanna er alkunna að þau soft saman. Kilmer hefur reynt að gæta þess að ljósmyndar- ar fái ekki aðgang að tökustaðnum og heimtaði að svæðið yrði girt af með stóru svörtu tjaldi. Auk þess er hann með nokkra ffleflda líf- verði sér til fulltingis, sem bregða fyrir hann regnhlífum í hvert sinn sem sést til ljósmyndara. Þess má geta að Shue er harðgift heima í Bandaríkjunum. Cindy Crawford er á toppnum á launalistanum. Þessi 29 ára stúlka er talin hafa sem nemur 423 milljónum íslenskra króna í árslaun. Hún er með risa- samning við Revlon snyrtivörufyrirtækiö auk þess sem hún fær ríkulega borgað fyrir að leika í Pepsi-auglýsingum. Dagatöl hennar eru feiknavinsæl og sama má segja um iíkamsræktarmyndbönd hennar. Breska stúlkan Kate Moss er í miklu uppáhaldi hjá Calvin Klein og fær hún stóran hluta af 143 milljón króna árslaunum frá hon- um. Hún kemur oft fram í nærfata- auglýsingum hans og í kynningum á Obsession Ivktinni. Naomi Campbell kemst ekki í hóp þeirra fimm launahæstu. Hún fær „einungis“ 137 milljónir á ári. Hún hefur reynt fyrir sér í tónlistinni með hrikalegum árangri og nú eru það kvikmyndirnar sem eiga hug hennar allan. fy&s\vbct]A \ kt>cnrufan Það gengur á ýmsu hjá kraftakarlinum Jean Claude Van Damme. Enn einu sinni hefur eiginkona hans, Darcy LaPier, sagt skilið við hann og enn og aftur hafa þau náð sáttum. Hálfum mánuði eftir að þau tilkynntu að þau væru byrjuð saman á ný fór Van Damme einsamall í frí til Frakklands og sólaði sig á ströndinni í Saint Tropez, milli þess sem hann buslaði í sjónum með fáklæddum meyjum. A kvöldin heim- sótti hann ballstaði í fylgd með lögulegum konum. Ein þeirra var yftr- stéttarmær frá ísrael og sást til þeirra einn daginn á þilfari snekkju undan ströndinni og fór afar vel á með þeim að sögn sjónarvotta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.