Dagur - 17.08.1996, Blaðsíða 20

Dagur - 17.08.1996, Blaðsíða 20
wmm, Akureyri, laugardagur 17. ágúst 1996 Verið viðbúin vinningi! Skiptar skoðanir um „Halló Akureyri“ Hagsmunaaðilar í ferðaþjón- ustu á Akureyri boðuðu til fundar á Hótel KEA sl. fimmtu- dagskvöld um nýliðna verslun- armannahelgi, og þá sérstaklega hátíðina „Halló Akureyri" sem var mikið í umræðunni í fjöl- miðlum. Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði að börn hafi ekki hafið drykkjuna á Akureyri þrátt fyrir að svo hefði mátt skilja á sumum en það væri orðin venja hjá stór- um hluta þjóðarinnar að vera á kennderíi um þessa helgi og því hefðu bömin fyrirmyndina. Magn- ús sagði að ákveðnir þættir hefðu bmgðist í framkvæmdinni, m.a. of margir á tjaldsvæði, of fáir starfs- menn, of fá salemi o.s.frv. en fleiri gengið vel m.a. skemmti- atriði fyrir alla aldurshópa, dans- leikir, flugeldasýning o.fl. Magnús upplýsti að söfnun til hátíðarinnar gekk betur en áður, og söfnuðust 2,8 milljónir króna á móti 2 milljónum króna á sl. ári, og nýttist féð að fullu enda aldrei eins miklu til tjaldað og nú og hefði framlag veitingahússins Greifans verið langmest eins og undanfarin ár. í undirbúningi er opin ráðstefna á Akureyri í haust þar sem fjallað verður um ung- lingadrykkju og hvort einhverjar leiðir séu til úrbóta. Meðal fyrir- lesara á þeirri ráðstefnu verður Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Benedikt Sigurðarson, skóla- stjóri, var ekki ánægður með há- tíðina, sagði hana slys, allt hefði farið úrskeiðins nema það að ná 10 þúsund manns til bæjarins. Benedikt sagði að ruslið í bænum hefði verið yfirgengilegt, og hann þakkaði drottni allherjar það að hafa hellt niður regni til að þvo ósómann og eyða lyktinni sem varð er víða var kastað af sér þvagi. Benedikt sagðist vera hags- munaaðili, ekki í ferðaþjónustu heldur sem íbúi og hann væri al- gjörlega ósammála því að fjöl- miðlar hefðu málað dökka mynd af ástandinu hér, heldur hefðu þeir farið mjúkum höndum um allt klúðrið. Benedikt sagðist ekki trúa því að á fundinum væri nokkur mann- eskja sem vildi að ungir íslending- ar fengju þá hugmynd um Akur- eyri að það væri staður sem hægt væri að koma til og ganga öma sinna hvar sem er, stunda kynlíf með hverjum sem er, skemma, berja og eyðileggja að eigin geð- þótta. Fleiri tóku til máls á fundinum en nánar verður sagt frá honum í Degi í næstu viku. GG Framkvæmdir hafnar á Fljótsheiði: Fylling keyrð í mýrlendi til að framkalla sig Framkvæmdir vegna nýlagn- ingar vegar um Fljótsheiði milli Bárðardals og Reykjadals á þjóðvegi 1 eru nýhafnar en á þessu ári á að vinna fyrir 25 milljónir króna við að keyra út fyilingu á nýja hlutann sem ligg- ur um mýrlendi til að framkalla sig. Upphaflega stóð til að vinna fyrir 91 milljón króna á þessu ári á Fljótsheiði samkvæmt vegaáætlun en framkvæmdirnar voru skornar niður í 25 milljónir króna. Nýr vegur kemur sunnan þess sem nú er, en löngu er orðið tímabært að endurnýja hann, bæði er hann lítt upphækkaður og eins þolir hann ekki mikla þungaflutninga og hafa stærstu flutningabílarnir orðið að fara norður fyrir á Kísilveginn um Reykjahverfi austur í Mývatns- sveit. Unnið verður fram á haust við @ HELGARVEÐRIÐ í dag má búast við vest- lægum og norðvestlægum áttum á Norðurlandi, með skúraveðri. Hiti verður 6 til 10 stig. Á morgun snýst í suðaustan áttir með úr- komu víðast hvar á land- inu. Hiti verður á bilinu 7 til 12 stig. Þegar komið er fram í næstu viku verða hægar suðlægar áttir ríkj- andi um landið, með úr- komulitlu veðri um landið norðanvert. að keyra fyllinguna í nýja veg- stæðið en hugsanlega mun verk- takinn, Háfell ehf. í Hafnarfirði, vinna eitthvað lengur upp í áætl- aðar framkvæmdir á árinu 1997 og þannig lána vinnuna til verks- ins og fá síðan greitt á næsta ári. A næsta ári er áætlað að vinna fyr- ir 82 milljónir króna og verður vegurinn þá undirbyggður þannig að veturinn 1997/1998 er stefnt að því að nota veginn sem malarveg en hann síðan lagður varanlegu slitlagi sumarið 1998 en þá er áætlað að verja til verksins 19 milljónum króna. Þessar tölur all- ar kunna að breytast þegar vega- áætlun verður tekin til end- urskoðunar á komandi vetri, þ.e. breytingar verða á forsendum. GG Rimlaprdínur (plast-ál-tré) Rúllugardínur (Sólarfilma-myrkva-venjulegar) Strimlagordínur Komdu og líttu ó úrvalið KAUPLAND Kaupangi • Slmi 462 3565 Fjölmargir sóttu fund um „Halló Akureyri“ og höfðu ýmislegt til málanna að leggja. Mynd:BG NI5SAN Terrano H 4x4 7 manna meö nýrri 2,7 I túrbó díselvél. Kr. 2.659.000. /----\ BSV v____/ Verð frá kr. 2.254.000.- Frumsýnum nýjan og kraftmikinn Nissan Terrano II ‘97 laugardag og sunnudag frá kl. 14-17 báða dagana að Óseyri 5, Akureyri Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 461 2960 & 462 2520 Með hverjum nýjum Nissan jylgir frítt þjónustuejiirlit jýrsta árið eða allt að 22.500 km. jyrir bensínvélar og 20.000 km. fyrir díselvélar - 7 manna rúmgóður jeþþi ~Nýtt oggjörbreytt útlit - Nýtt grill -Nýir stuðarar -Ný 2,7 lítra túrbó díselvél með millikæli og tölvustýrðri innsþýtingu 25% aflmeiri en eldri vélin og togar 26% meira -Nats III Nissan þjófavöm með fjarstýrðum hurðarlæsingum - Tvöföld öryggislæsing hurða -Ný og smekkleg innrétting -Nýir höfuðþúðar -Hlífyfir farangursrými -Ný og tœknilega vel útbúin öryggisbelti með skynjara og sérstökum beltum aftur í sem tryggja öryggi barna -Með einu handtaki er hægt að taka öftustu sætaröðina úr ■ Hljóðlátari bensín- og díselvélar með hreinni bruna semfylgja ströngustu reglum íEvróþu um mengunar- og hávaðavarnir Bensínvélin er 118 din hestöfl við 4800 snúninga Díselvélin er 125 din hestöfl við 3600 snúninga - Fjórhjóladrifinn með háu og lágu drifi Driflœsing á afturöxlum Drifhæð 4:625

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.