Dagur - 17.08.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 17.08.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. ágúst 1996 - DAGUR - 5 Þrjár leiðir færar frá Laugafelli. Betra er að hafa samband við Ferðafélagið ef fólk ætlar langt á fóiksbíl. Hálendið heillar: Jörð og minka- hús til sölu Jörðin Auðbrekka I í Hörgárdal (ca. 15 km frá Ak- ureyri) er til sölu ásamt íbúö, vélakosti, hlöðu og minkahúsi. 1300 fm. minkahús gæti selst sér. Nánari upplýsingar gefur Ævarr Hjartarson, Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar, sími 462 4477. Menntamálaráðuneytið Stöðupróf Meira en helmingi fleiri sækja Laugafefl heim í ár en í fyrra Jónas Guðmundsson landvörður við hlöðnu laugina á LaugafcIIi. Laugafell er tæpa 900 metra norðaust- ur af Hofsjökli og er vegurinn upp um Eyjafjarðardal þangað uppeftir frá Akureyri um 40 kílómetrar. í Ferðum, blaði Ferðafélags Akureyrar segir að ferðin taki á góðum bíl um tvo tíma. A Laugafelli eru gistihús Ferðafé- lagsins og er tilvalið að hafa þar við- legu á leið til Skagafjarðar, niður í Bárðardal eða á leið suður Sprengi- sand. Skálarnir opnuðu 30. júní og verða opnir til loka ágústmánaðar. Þjóðsagan segir að Þórunn á Grund hafi dvalið á Laugafelli í ein- angrun með fólki sínu þegar Svarti dauði gekk yfir. I grein Angantýs Hjörvars Hjálmarssonar í Ferðum um sögu Laugafells segir: „Eins og gróð- urfari er nú háttað við Laugafell mundi engum manni koma til hugar að reyna að framfleyta búsmala þar. A tímum Þórunnar var það þó engan veginn óhugsandi. Gróðurtorfan sem sæluhúsið stendur á, er aðeins lítil leif af þykku gróðurlendi. Bara með því að athuga hana og horfa svo yfir mel- ana þama utan og neðan við, sér mað- ur að þama hefur allt verið gróið í fyrri tíð, og kannske er það ekki svo langt síðan að þama var samfelldur gróður." Þrátt fyrir lítinn gróður er að jafn- aði margt um manninn í skálum Ferðafélagsins á sumrin og að sögn Jónasar Guðmundssonar landvarðar hefur aukning í gistinóttum frá því í fyrra verið um 70%. „Þetta kemur að hluta til vegna þess að við opnuðum fyrr í sumar og eins hefur verið vel fært uppeftir. Hér vom 360 manns í júlímánuði en algengast er að hér gisti 10-15 manns á nóttu.“ Jónas segist vera á 24 stunda vakt alla daga og nætur því fólk komi á öll- um tímum. Aðallega em það þó ís- lendingar sem koma á nóttunni. Hann segir ekki algengt að fólk komi í stór- um skipulögðum hópum heldur séu þetta aðallega jeppa- og fólksbíla- ferðalangar á leið um hálendið. A veturna er algengt að jeppafólk, vélsleðamenn og skíðagöngugarpar leggi leið sína til Laugafells enda eru skálar Ferðafélagsins opnir árið um kring. Sundlaugin Mannvirkið sern vekur mesta athygli á staðnum er án efa sundlaugin. Hún var fyrst byggð árið 1976 og vegna fá- tæktar Ferðafélagsins var ákveðið að það skyldi gert úr því efni sem til væri á staðnum. Angantýr Hjörvar Hjálmarsson var formaður Laugafells- nefndarinnar og lýsir hann verkinu þannig: „Það var erfítt verk að grafa fyrir sundlauginni. Meirihlutinn af því sem við grófum upp var móhella. Hana þurfti alla að haka upp. Síðan var öllu efni, sem til féllst, mokað í (áburðar)pokana, þeim hlaðið í laug- arvegginn og þéttað milli þeirra með dýjamosa. Að vísu varð þetta ekki al- veg vatnsþétt, en nóg til þess að vatn- ið hélst í lauginni að loknu verki.“ Síðan hefur laugin verið bætt nokkmm sinnun en ekki hefur enn verið lagt í að endurbyggja laugina sem þó hefur staðið til. Einn festist í Hnjúkakvísl „Sólarlagið er fallegast, það sést svo vel héma norðuryfir fjöllin þegar veðrið er gott,“ segir Jónas aðspurður um hvað sé fallegast á staðnum. Hann segir landvarðastarfið aldrei einmana- legt og nýtur þess að vera í náttúmnni, hitta fjölda fólks og aðstoða það ef upp koma vandamál. „Yfir háanna- tímann er yfirleitt nóg að gera enda þótt stundum geti verið rólegt á kvöldin þegar fólkið er búið að koma sér fyrir og þá les ég eða rölti um svæðið.“ Jónas segir fólk yfirleitt á vel út- búnum bfium en auðvitað komi fyrir að eitthvað bili eða komi upp á. „Það er stutt síðan að pick-up bfll festist í Hnjúkakvísl, sem er hérna rétt hjá og skemmdist bflinn mikið. Annars hefur verið fólksbflafært flestar leiðir nema núna er ein áin á Skagafjarðarleið orð- in of vatnsmikil fyrir litla bfla.“ Jónas og landvörðurinn í Nýjadal eru í reglulegu símsambandi því þegar fólk fer á milli er stundum vissara að at- huga hvort það sé komið í höfn. Að lokum vildi hann taka fram að ef fólk ætlaði upp eftir á litlum bflum ætti það að hafa samband við Ferðafé- lag Akureyrar. mgh (Hcimildir: Ferðir, Blað Ferðafélags Akureyrar. 48. og 49.árg 1989.) Stöðupróf í framhaldsskólum fara fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 20-23. ágúst næstkomandi sem hér segir: Enska og tölvufræði þriðjudaginn 20. ágúst Norska, sænska, danska og þýska miðvikudaginn 21. ágúst Stærðfræði fimmtudaginn 22. ágúst Franska, ítalska og spænska föstudaginn 23. ágúst Öll próf hefjast kl. 18. Stöðuprófin eru opin öllum framhaldsskólanemum sem orðið hafa sér úti um einhverja þekkingu umfram grunnskóla. Skráning fer fram á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð í síma 568 5140 kl. 9-12 og 13-16 til og með 19. ágúst. Prófgjald er kr. 1.500 og greiðist á prófdegi. Menntamálaráðuneytið, 13. ágúst 1996. Gefin voru saman 12. ágúst 1996 í Brautarholtskirkju á Kjalarnesi af sr. Pálma Matthíassyni brúðhjónin Iriga Þórisdóttir og Bjami Ingólfs- son. Heimili þeirrra er í Árósum í Danmörku. Gefin voru saman 13. júlí 1996 í Glerárkirkju af sr. Hannesi Erni Blandon brúðhjónin Ragna Þórisdóttir og Jón Albert Jónsson. Heimili þeirra er á Sólvöllum 19, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.