Dagur - 17.08.1996, Blaðsíða 13
POPP
Daamon Albarn og félagar í Blur halda tónleika hérlendis í næsta mán-
uði.
Blur á leiðinni
- heldur tónleika í Laugardalshöll 8. september
Eins og sjálfsagt flestir hafa orð-
ið varir við sökum mikillar fjöl-
miðlaumfjöllunnar fyrr í sumar,
hefur söngvari hinnar frægu og
vinsælu bresku popphljómsveit-
ar, Blur, Damon Albam, tekið
miklu ástfóstri við ísland og hef-
ur að sögn keypt sér fasteign á
höfuðborgarsvæðinu til að nota
í frítíma sínum. Þá eyddi hann
ásamt einum félaga sínum úr
Blur drjúgum tíma í Stúdíó Sýr-
landi við upptökur fyrir nýjustu
plötu sveitarinnar, sem væntan-
leg mun koma út innan ekki
langs tíma. Albarn lýsti strax yfir
áhuga á að koma með hljóm-
sveitina fyrr eða síðar til tón-
leikahalds. Spurningin um það
væri ekki hvort, heldur hvenær
það yrði og þá hvaða tími væri
hentugastur. Nú hefur það verið
gert opinbert af hálfu Skífunnar,
innflytjanda efnis með Blur, að
hljómsveitin komi hingað til
lands í byrjun næsta mánaðar
og haldi tónleika í Laugardals-
höllinni sunnudagskvöldið 8.
september. Áætlað er að tón-
leikarnir hefjist kl. 7 og standi
vel frameftir kvöldi. Aldurstak-
marlc verður 13 ár. Nær öruggt
er að SSSól mun hita upp auk
einhverra fleiri hljómsveita, sem
þó á þessu stigi eru ekki
ákveðnar. Marka þessir tónleik-
ar upphafið á 20 ára afmælis-
fagnaði Skífunnar, en margt
fleira af því tilefni mun svo
fylgja í kjölfarið og verður það
opinberað þegar þar að kemur.
Laugardagur 17. ágúst 1996 - DAGUR - 13
MA6NÚS CEIR CUÐMUNDSSON
Draumsýn, plata Leós G. Torfasonar:
Komin á
Internetið
í hinni öru og síbreytilegu þró-
un sem á sér stað í heimi tölvu-
tækninnar, mega þeir sem vilja
fylgjast með og vera í takt við
tímann, hafa sig alla við til að
missa ekki að neinu. Má segja
að nánast daglega berist fregnir
af einhveiju nýju, svo hröð er
þróunin. Á þetta ekki hvað síst
við um Internetið/Alnetið, ver-
aldarvefinn og hvað þetta nú
allt heitir, sem í hnotskurn
byggist á tengingum og
boðskiptum milli tölvunotenda.
Tónlistin hefur líkt og flest ann-
að orðið hluti af þessari byltingu
og skipar hún þar æ meiri sess
eftir því sem hljóðflutningi á
netinu fleygir fram. Það þarf
ekki að fara mörgum orðum um
það hér hversu við Frónbúar
höfum verið opnir fyrir tölvu-
notkuninni og öllu sem henni
fylgir, svo dæmalausir erum við
og á það einmitt ekki hvað síst
við um tónlistarmenn. Akureyr-
ingurinn Leó G. Torfason, sem
fyrir síðustu jól sendi frá sér sína
ágætu plötu Draumsýn, er einn
slíkur og hefur nú með hjálp
góðra manna verið að setja
plötuna inn á netið með þeim
hætti að tíðindum sætir.
í fyrsta skipti á íslandi og
þótt víðar vteri leitað
í samvinnu við Guðmund Ragn-
ar Guðmundsson hjá I.O. Inter-
net (og stjórnanda útvarpsþátt-
arins, I sambandi á Rás tvö sl.
vetur, um tölvur og Internetið)
Pál Olafsson hjá Prentþjónust-
unni og Internet á íslandi, Intís,
Plata Leós G. Torfasonar, Draumsýn, markar tímamót í meðhöndlun tón-
listar á íslandi og þótt víðar væri leitað.
hefur Leó komið sér upp heima-
síðu á netinu þar sem meðal
annars verður hægt að heyra
alla plötuna, frá upphafi til
enda. Hingað til hefur ekki ver-
ið hægt að heyra nema nokkrar
sekúndur af hverju lagi á netinu,
en með nýju hljóðformi sem
nefnist REÁL AuDIO, er mögu-
legt að heyra alla plötuna og
það við hin bærilegustu hljóm-
skilyrði. Þá hefur REAL AUDIO
þann kost fram yfir önnur hljóð-
form á netinu, að viðkomandi
lag sem valið er hverju sinni
hljómar um leið og beðið er um
það, í stað þess að áður þurfti
að bíða eftir því að lagið hlæðist
inn á tölvuna svo síðan væri
hægt að spila það. Það er REAL
AUDIO miðlari, sem staðsettur
er hjá Intís, sem gerir þetta
kleift og er hægt að sækja tón-
listina af Draumsýn þangað
hvar sem menn eru staddir í
heiminum. Mun þetta vera í
fyrsta skipti sem þetta býðst hér
á landi og jafnvel þótt víðar væri
leitað. Slóðin til Leós, þar sem
Draumsýn er að finna auk frek-
ari upplýsinga, fleiri tenginga og
möguleika á að panta plötuna,
er eftirfarandi:
http://www.treknet.is/leo
Ný plata
REN
Eins og sagt hefur verið frá hér
á síðunni, birtust fyrr í sumar
fregnir á Internetinu um að ný
plata frá Aþeningunum banda-
rísku í REM væri væntanleg
innan elclci langs tíma. Nú hef-
ur þetta verið staðfest og öll
aðalatriði varðandi plötuna op-
inberuð. Mun hún bera heitið
New Adventures In HI-FI og
verður útgáfudagur 10. septem-
ber. Verða lögin alls 14, sam-
tals um 65 mínútur að lengd.
Má geta þess til gamans, að í
Bretlandi þar sem gömlu góðu
vinilplötumar eru enn í fullu
gildi, skapar þessi lengd
plötunnar nokkurt vandamál.
Hún er nefnilega of löng til að
vera einföld og of stutt til að
vera tvöföld. Verður því að
lengja hana eða stytta í annan
endann frá geislaútgáfunni.
Pogues
leggur upp
Ein af ástsælli þjóðlagarokks-
sveitum Breta á seinni ámm,
The Pogues, hefur nú formlega
hætt störfum. Mun sveitin hafa
haldið sína síðustu tónleika í
London undir síðustu mánaða-
mót. Allt frá því söngvarinn
Shane McGowan var rekinn úr
Pogues fyrir þrernur árum rúm-
um eða svo, hefur gengið verið
upp og niður og þá aðalega
niður. Electronicmaðurinn og
fyrmrn meðlimur Clash,
Johnny Marr, var um tíma inn-
anborðs og tók m.a. við söngn-
um, en undir það síðasta var
Spider Stacy nokkur við hljóð-
nemann. Hann var hins vegar
eins og McGowan, látinn fjúka
fyrir nokkru vegna blautlegs líf-
ernis og má segja að það sé
óbeint upphafið að endinum
nú hjá Pogues. Reyndar stóð
fyrst aðeins til að taka um árs
hlé og skipuleggja starfsemina
upp á nýtt, m.a. að næla í nýj-
an plötusamning, en niðurstað-
an varð semsagt sú að ákveðið
var að hætta samstarfinu end-
anlega.
Elastica
á fullt skrið
að nýju
REM eru tilbúnir með enn eitt stórvirkið.
Elastica, hin fríska breska
pönk/nýbylgjurokksveit, hefur
nú eftir smá millibilsástand
vegna brotthvarfs bassaleikar-
ans Annie Holland, náð sér aft-
ur á strilc með eftirmanni henn-
ar og hljómborðsleikara sem
fullgildum meðlimi líka. Nýi
bassaleikarinn heitir Shella
Chipperfield, ung og upprenn-
andi, en hljómborðsleikarinn
manna hafa að undanfömu
verið nokkuð tíðar og surnar
því miður ekki af hinu góða.
Til dæmis hafa á síðustu vikum
tveir slíkir, reyndar mismun-
andi þekktir, fallið frá, báðir
langt fyrir aldur frarn. Þar er
annars vegar um að ræða Chas
Chandler, sem um tíma var
bassaleikari The Animals, en
varð þó frægastur fyrir að
koma gítargoðinu Jimi Hendrix
á framfæri og vera umboðs-
maður hans. Lést Chandler úr
hjártaslagi á heimili sinu í
Newcastle 17. júlí sl. Hann var
57 ára. Hins vegar var það svo
hljómborðsleikari hinnar fram-
sæknu nýbylgjurokksveitar
Charlatans, Rob Collins. Hann
fórst í bílslysi í Wales, þar sem
sveitin hefur verið að taka upp
sína fimmtu plötu að undan-
förnu. Gerðist þetta sex dögum
eftir lát Chandlers. Collins var
33 ára.
• Andlát
tveggja
manna
Fregnir af andlátum tónlistar-
Elastica. Komin aftur á fulla ferð.
er Dave Bush, sem áður var í
þeirri áhrifamiklu Manchester-
grúppu, The Fall. Hefur sveitin
að undanförnu verið upptekin
við tónleikahald á ýmsum há-
tíðum og kynnt þar nokkur ný
lög sem verða á annarri plötu
hennar. Hana mun hún
væntanlega byrja að vinna með
haustinu. Verður spennandi að
heyra hveming til tekst, þar
sem fyrsta samnefnda plata El-
astica frá því í fyrra var með
þeim frískari á árinu.