Dagur - 24.08.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 24.08.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 24. ágúst 1996 FRÉTTIR Ollu leiðinlegu sleppt um helgina - óperu-þykkni sýnt í tvígang um helgina í Deiglunni Silja, Sævar og Toggi að hita upp fyrir sýningarnar um helgina. Mynd: Jón Hrái Allt of langt gengið verður með tvær sýningar á óperu-þykkninu Bí bí og blakan á Akureyri um helgina en gengið frumsýndi norðanlands á Húsavík í gær. Hópurinn kemur frá áhugaleik- félaginu Hugleik í Reykjavík og eru það þeir Ármann Guð- mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason sem sam- ið hafa óperu-þykknið. Flytjend- ur eru auk höfundanna þær Silja Björk Ólafsdóttir og Hulda Hákonardóttir en píanisti er Gunnar Benediktsson. Af hverju óperu-þykkni? „Bí og blakan er óperu-þykkni sem þýðir að öllu leiðinlegu er sleppt. Þetta er stutt ópera um örlög, ástir og fordóma gagnvart útlendingum og öðrum minnihlutahópum, jú og opinberum starfsmönnum. Sumir vilja sjá í þessari gamanóperu háðsádeilu á óperuheiminn, - en sumir þykjast líka sjá samsæris- kenningar alls staðar. Óperu- þykknið hentar bæði óperuunn- endum og þeim sem halda óperur leiðinlegar," segir leikhópurinn og heldur áfram. „Þetta er um unga stúlku sem leiðist óskaplega. Inn í líf hennar kemur þá dularfullur og glæsilegur útlendingur sem vekur áhuga hennar, - en ekki er allt sem sýnist.“ Höfundamir hafa dvalið í Davíðshúsi á Akureyri í um mán- aðartíma en þeir eru að skrifa nýtt verk fyrir áhugaleikfélagið Hug- leik sem sýnt verður eftir áramót. Þetta er reykvískt byggðaleikhús sem gerist í jaðri borgarinnar og er vinnuheitið Embættismannahvörf- in. En hvemig gengur samstarfið? „Við bætum hvern annan upp, og það eru þrisvar sinnum fleiri hug- myndir í pottinum - kannski, og alltaf tveir gagnrýnendur.“ Sýningamar á óperu-þykkninu eru liður í Listasumri og verða í Deiglunni í kvöld og annað kvöld kl. 21. mgh Lögreglan á Húsavík: Tvær bílveltur Bíll valt austur í Kelduhverfi Bfllinn skemmdist mikið. skammt frá bænum Keldunesi í fyrradag varð önnur bíl- um ellefuleytið í gærmorgun. velta og þá í Reykjahverfi rétt Útlendingarnir sem voru í bfln- við féíagsheimilið Heiðarbæ um voru að koma af bundnu þegar ungur ökumaður, nýlega slitlagi á malarvegskafla þegar kominn með ökuréttindi, missti ökumaður missti stjórn á bif- bíl út af veginum. Ökumaður reiðinni. Einn maður var flutt- handleggsbrotnaði og skrámað- ur á sjúkrahús Húsavíkur en ist lítillega, bíllinn er töluvert raeiðsl reyndust minniháttar. skemmdur. mgh Árskógshreppur: Tilraunaborun aðhefjast Ýmsar framkvæmdir hafa verið í sumar í Árskógshreppi. Hresst hefur verið upp á gatnakerfi hreppsins og er lokið við að leggja bundið slitlag á 4.000 fermetra, eða um 600 metra langan spotta. Hafin er endurbygging á rað- húsaíbúðunum tveimur á Ár- skógssandi sem brunnu sl. vetur, og er verkið kostað af tryggingar- félögunum Sjóvá/Almennar og VÍS. Verktaki er byggingafyrir- tækið Björk hf. í Hrísey. Árskógshreppur hefur samið við Friðfinn Daníelsson í Reykja- vík um borun a.m.k. 60 metra djúprar holu til að kanna hvort möguleikar séu á að fá nægjanlega heitt og mikið vatn til húshitunar í hreppnum. Gælt er við þá hug- mynd að Hríseyjarsprungan, sem er svo kölluð þar sem Hríseyingar fá úr henni heitt vatn, liggi í land um Ytri-Vík að talið er, en vís- bendingar fengust um það árið 1994 að þar væri hugsanlega hægt að fá nægjanlega mikið vatns- magn sem fullnægði þörfum hreppsins. í lok síðasta áratugar var rætt um þann möguleika að fá vatn frá Hitaveitu Dalvíkur frá Hamri á Hrísamóum, en við nán- ari athugun var það ekki talið hag- kvæmt. Bæði var lögnin of dýr vegna lengdar og kæling of mikil á leiðinni, þ.e. vatnið ekki nógu heitt þegar það kæmist í dreifi- kerfið í Árskógshreppi. GG Reykjavík Borgarafundur á Sólon íslandus mánudaginn 26. ágúst kl. 21.00 Rabbfundur um nýja morgunblaðið Dag-Tímann. Stefán Jón Hafstein, ritstjóri blaðsins, mun kynna helstu áherslur blaðsins og svara fyrirspurnum. Komið og látið í ljós ykkar ábendingar og skoðanir ásamt því að heyra hverjar áherslur verða í hinu nýja blaði! Kaffi og kökur. Sjáumst! -besti tími dagsins! Flutningamiðstöð Norðurlands: Kaupir Þórshamar hf. Flutningamiðstöð Norðurlands hefur keypt bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. á Akureyri af Kaupfélagi Eyfírðinga og Vá- tryggingafélagi íslands (VIS) og verður öll starfsemi Flutninga- miðstöðvarinnar flutt í húsnæð- ið við Tryggvabraut á næstu vik- um. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þórarinn ívarsson, framkvæmda- stjóri Flutningamiðstöðvar Norður- lands, segir að áfram verði rekið í húsnæðinu öflugt bifreiðaverkstæði undir nafni Þórshamars hf„ en sá rekstur verði seldur og það sé í höndum þeirra sem hann kaupa hvort eða hvenær núverandi starfs- mönnum verður sagt upp störfum. „Aðalástæðan fyrir kaupunum er sú að við viljum koma okkar starfsemi undir eitt þak og teljum að þessi staðsetning við Tryggva- braut henti okkur ákaflega vel. Við verðum í öðrum hluta hússins en öflugt verkstæði í hinum hlut- anum, en húsið verður stækkað og verður væntanlega ráðist í þær framkvæmdir strax í haust. Það kemur vel til greina að mála húsið í okkar áberandi litum fyrir vetur- inn,“ sagði Þórarinn ívarsson. GG Anne Dorte Michel- sen í Deiglunni Liður í svokallaðri Danskri viku á Akureyri, sem hefst formlega í dag með opnun hönnunarsýn- ingar í Ketilhúsinu í Grófargili, eru tónleikar söngkonunnar Anne Dorte Michelsen í Deigl- unni nk. þriðjudagskvöld, 27. ágúst, kl. 21. Með sanni má segja að veru- legur fengur sé fyrir tónlistar- áhugafólk að fá Ánne Dorte í heimsókn til Akureyrar, svo þekkt er hún og vinsæl í heimalandi sínu. Píanisti verður Anne Dorte til aðstoðar á tónleikunum. Anne Dorte Michelsen er hvað þekktust fyrir söng sinn með hljómsveitinni Tpsedrengene. Upp úr þeirri frægð sem hún öðlaðist með þeirri hljómsveit fetaði hún braut sólóistans og hefur gert það gott. Anne Dorte syngur einskonar vísnarokk. Til marks um vinsældir Anne Dorte hafa selst 100 þúsund ein- tök af tveim sólóplötum hennar í Japan. Forsala á tónleikana í Deigl- unni nk. þriðjudagskvöld hefst í Bókvali nk. sunnudag. Verð aðgöngumiða er kr. 1000. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.