Dagur - 24.08.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 24. ágúst 1996
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
SÍMFAX: 462 7639 • SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1600 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON,
FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAM. HÚSAVÍK - GUÐRÚN K. JÓHANNSDÓTTIR
SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMAS. BLM. Á HÚSAVÍK 464 1547
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Erfítt í rækjuiðnaðinum
Staða rækjuiðnaðarins í landinu er erfið um þessar mundir,
ef marka má orð forsvarsmanna greinarinnar, og hyggur
allt að helmingur verksmiðjanna á lokun. Þessir erfiðleikar
eru til komnir vegna lækkandi afurðaverðs, sem hefur
markvisst sigið á undanförnum misserum. Vegna þessa
ástands hefur vinnsla legið niðri að undanförnu í þrem stór-
um rækjuverksmiðjum; Strýtu á Akureyri, Riti á ísafirði og
Hólanesi á Skagaströnd.
Við þessu ástandi mátti búast. Rækjuiðnaðurinn er við-
kvæm atvinnugrein sem hefur í gegnum tíðina farið ótrú-
lega langt upp, en síðan siglt aftur niður í djúpan öldudal.
Vonandi verður dalurinn að þessu sinni ekki óheyrilega
djúpur, til þess eru hagsmunirnir allt of miklir. Og það verð-
ur ekki annað séð en að með þeim aðgerðum sem nú er
verið að grípa til, séu rækjuframleiðendur að bregðast við
vandanum í tíma.
Vissulega er það mjög alvarlegt mál að rækjuiðnaðurinn
eigi við erfiðleika að etja á sama tíma og hefðbundin botn-
fiskvinnsla í landi er víðast rekin með halla. Það er því ekki
beint bjart yfir fiskvinnslunni í landinu þegar nokkrir dagar
eru þangað til nýtt kvótaár hefst.
Landvnuiingar Samheqa
Það liggur við að ekki heyri lengur til tíðinda að Samherji
hf. á Akureyri hasli sér völl á nýjum vettvangi í sjávarút-
veginum. Það nýjasta á landvinningakorti Samherjafrænda
eru kaup félagsins á öllum hlutabréfum í fiskvinnslufyrir-
tækinu Friðþjófi á Eskifirði. Þetta eru vissulega nokkur tíð-
indi í sjávarútveginum og þau eru til marks um að Samherji
horfir sem fyrr fram á veginn og sér tækifærin handan við
hornið. Sem kunnugt er hefur Samherji nýverið keypt
loðnu- og síldarskip og þannig nálgast tækifærin í veiðum
og vinnslu uppsjávarfiska. Nú er hringnum lokað, eins og
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur orðað það, með kaupum á
vinnslufyrirtæki á Austfjörðum, til að vinna þessar afurðir,
loðnuna og síldina.
Eins og kom fram í Degi í gær er skilningur á þessum
kaupum Samherjamanna eystra og um þau hefur tekist
sátt. Það staðfesta orð Hrafnkels A. Jónssonar, formanns
Verkalýðsfélagsins Árvakurs, í blaðinu í gær.
í UPPÁHALDI
/
Eg uni mér
tefán H. Garð-
arsson gerði
garðinn frægan
um síðustu helgi
þegar hann sigr-
aði með yfirburðum
hjólreiðakeppnina Tour
de Húsavík, 20 kíló-
metra víðavangskeppni
á reiðhjólum. Stefán er
tvítugur Húsvíkingur og
fór að œfa hjólreiðar af
alvöru eftir samskonar
keppni fyrir ári síðan.
Síðan hefur hann tekið
þátt í Islandskeppninni
og bikarkeppni hjól-
reiðamannaáfjalla-
hjólum og erfarinn að
nálgast þá allra bestu á
landsvísu. Stefán er
ógiftur, býr í foreldra-
húsum og vinnur hjá
Skipaafgreiðslu Húsa-
víkur.
HvaSa matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
Hamborgari með eggi og beikoni
að hætti Shell.
Hver er þinn uppáhaldsdrykkur?
Ekki spurning, það er Coca Cola.
Stefán H. Garðarsson.
Hvað finnst þér annars vegar
skemmtilegast og hins vegar leiðin•
legast að gera?
Skemmtilegast er að vera úti,
þ.e.a.s. öll útivist og leiðinlegast
er að gáma kísilgúr en það er gert
hér hjá Skipaafgreiðsiunni á
Húsavík.
Stundarþú einhverja markvissa
hreyfingu eða líkamsrœkt?
Já, ég hjóla og er í Björgunar-
sveitinni Garðari þar sem heil-
mikið er um æfingar.
Ert þú í einhverjum klúbbi eðafé-
lagasamtökum?
Ég er í Björgunarsveitinni eins
og ég sagði áðan og svo er ég að
sjálfsögðu i nýstofnuðu Hjól-
reiðafélagi Húsavíkur.
Kaupir þú einhver blöð eða tímarit?
Nei, ekkert sem ég kaupi sjálfur
en ýmis blöð eru keypt á heimil-
inu.
Er einhver bók á náttborðinu hjá
þér?
Nei, engin því ég les mjög lítið.
/ hvaða stjörnumerki ert þú?
Ég cr naut.
Hvaða tónlistarmaður er í mestu
uppáhaldi hjá þér?
Ætli ég segi ekki Emiliana Torr-
ini
Uppáhaldsíþróttamaður?
Sjálfur Gary Fisher, hjóJreiða-
kappi.
Á hvað horfir þú mest í sjónvarpi?
Mjög lítið annað en fréttir.
Hver er fegursti staður á íslandi að
þínu mati ?
Mér finnst Þeistareykjasvæðið
mjög fallegt.
A hvaða stjórnmálamanni hefurþú
rnest álit?
Alls engum.
Hver eru framtíðaráform þín?
Óviss, það er nefnilega aðal-
vandamálið í dag.
Hvernig vilt þú lielst verja frístund-
um þínum?
Uli í nátlúrunni, ekki spurning.
Áttu þér einltvern draum?
Nei, allavega ekki sern ég segi
frá.
Hvað œtlarþú að gera um helgina?
Hef hugsað mér að vera sem
mest úti og hjóla. GKJ
Lególand í Windsor á Englandi er merkilegur staður! Þar
hafa menn leikið sér að því að byggja á litlu svæði sýnis-
hom af Amsterdam, London og Pans, auk dæmigerðra bæja
í Danmörku, Svíþjóð og Ítalíu og víðar. Fólk stígur eitt
skref og það er komið í nýja höfuðborg og horfir þar yfir
eins og í útsýnisflugi. Allt virðist smátt og yndislegt og eng-
in vandamál eru á ferðinni. Það tók að vísu fjölmarga starfs-
menn æði marga daga að byggja upp landið en það birtist
gestum garðsins núna, nýtt og skínandi fagurt í litadýrð
sinni. Þetta er sambland af menningarstraumum víðs vegar
að. Hægt er að verða fyrir áhrifum af byggingarstíl ólíkra
menningarheima á einu augabragði. Þá er hægt að fá ótal
hugmyndir, sem örva framkvæmdagleði þegar heim er
komið. Reyndar hagar svo til að eftir að gestir hafa virt fyrir
sér dýrðina og ef til vill leikið sér svolítið í völundarhúsum,
siglingum, akstri og á skemmtisvæðum, má finna svæði þar
sem gestir geta sjálfir reynt með sér byggingargáfuna.
Lególand er því eins og lífið sjálft. Þú ferðast og þú verður
fyrir áhrifum og þú lærir af öðrum að lífið er leikur. Lífið er
líka gjöf og þú þarft að spila úr því eins og þú getur til að
þú sjálfur og aðrir í kringum þig njóti alls hins besta. Á
stöðum sem þessum lærir þú ekki síður að meta fegurð lífs-
ins á ný af því að skrúði náttúrunnar og ævintýranna birtist
hér með alveg spánskum hætti. Þið sjáið það greinilega á
myndinni af ánægðum prestsyni, sem horfir hér á guðshús í
undrun sinni. Hann hefur aldrei áður getað horft á kirkjuna í
þessu viðráðanlega sjónarhorni - svona ofan frá,
Við getum aðeins leikið okkur áfram. Nú fyrr í vikunni
fundust merkar minjar fólgnar í jörðu á einum af kirkjustöð-
um Vestur-Húnavatnssýslu. Það mál stendur mér nærri og
Anægður prestssonur horfir á kirkju í Lególandi. Mynd:
er mér afar hugleikið á líðandi stundu. Dagur hefur gert því
ágæt skil og reynt að varpa ljósi á þýðingu þess fyrir skiln-
ing okkar á kirkjusögunni. En hvernig ætli prestsyninum
unga, Illuga Ingimundarsyni, hafi liðið þegar hann sá stein-
ana mótast á nýjan hátt við meitlahögg smiðanna þama aft-
ur á tólftu öld? Grjótið tók á sig ævintýralega mynd og
formið lék í höndum meistaranna. Fljótlega fór erfiðið að
skila árangri og upp af grunninum hóf kirkjan að rísa stein
fyrir stein. Það tók ólíkt lengri tíma en leikur drengjanna
minna, þegar þeir raða saman legókubbum sínum, en sköp-
unargleðin er sjálfsagt sú sama. Og ég sé votta fyrir stolti
yfir vel heppnaðri smíði, en í bland við það er lotning fyrir
almættinu sem allt skapar á himni og jörðu. Þeir hætta
stundum í hálfnuðum leik og byggingar þeirra eru þá eins
og rústir að sjá. Oft er haldið áfram næsta dag og einstaka
leikur er rekinn áfram dögum saman. Til þess þarf alúð og
einbeitingu en umfram allt er það merki um aukinn þroska
að vera ekki alla tíð að hefja nýjan leik án þess að ljúka
þeim fyrri. Dæmið um endasleppa byggingarsögu á Breiða-
bólsstað í Vesturhópi, er dæmi um ófyrirsjáanlega erfiðleika
í fjölskyldu höfðingjanna þar sem sr. Ingimundur faðir hug-
sjónamannsins, hafði dáið árið áður, en nú fórst ungi mað-
urinn sem átti eflaust að taka við staðnum og halda merkinu
á lofti um sína tíð. Þá gildir það sem skáldið sagði, að menn
deyja jafnvel frá hálfbyggðum húsum. Um það getum við
ekkert sagt annað, en ljóst megi vera að merkið var sannar-
lega hafið á loft að einum hæsta húni íslenskrar menningar
til forna með öðru því sem þar var að gerast í nánd. Ætli við
séum menn til að taka við þessu merki og halda því enn
uppi um ókomin ár? Eða tekst okkur að skila því áfram með
farsælum hætti í hendur sona þessa lands og dætra?