Dagur - 24.08.1996, Blaðsíða 15
MATARKROKUR
Laugardagur 24. ágúst 1996 - DAGUR - 15
Búkaka, dúfa og neyðaráætlun Jóhanns Norðfjöró
Jóhann Norðfjörð, framkvæmda-
stjóri Borgarbíós á Akureyri, býð-
ur nú lesendum Matarkróks til
veislu. Hann hefur sérlega gaman
af að fara út að borða en toppar
helgamar með því að elda heima.
Hann segir uppskriftirnar sem
hann valdi að megninu til grafnar
úr eldhússkápum fjölskyldunnar. í
næsta Matarkrók skorar Jóhann á
Jón M. Ragnarsson verslunar-
stjóra tískuverslunarinnar Joe s.
Forréttur/ „Lystbætir“
Matargestum sýndar matreiðslu-
bækur með litmyndum og jafnvel
dregnar fram ljósmyndir úr fjöl-
skylduveislum eða matarboðum.
Þá er einnig hægt að stofna til um-
ræðna þar sem drepið er á góm-
sætum matar- og átlýsingum.
Reynslusögur úr eldhúsinu geta
líka virkað lystaukandi á meðan
aðalrétturinn er undirbúinn. Þetta
ætti bæði að örva lyst og auka til-
hlökkun.
Aðalréttur:
DÚFAN SEM DÓ.
200 g löng hýðisgrjón (hrísgrjón)
4 dúfur, 300 grömm hver (má nota
unga hœnu)
2 tsk. gróft salt
1 tsk. svartur pipar
50 g „linað“ smjör
l'Adl rjómi
l'Adl mysa
250 g blaðlaukur
750 g agúrkur
2 msk smjör
A tsk. jurtasalt
/ tsk. hvíturpipar
2 msk fínsaxað, ferskt dill.
Hrísgrjónin soðin og ofninn
hitaður í 200 C. Dúfurnar skolað-
ar, nuddaðar utan og innan með
salti og pipar og smurðar með
þykku lagi af smjöri. Settar í ofn-
skúffu með bringuna niður og
steiktar þannig í u.þ.b. 20 mínútur.
Þá er grjónapotturinn lagður neðst
í ofninn. Dúfunum snúið við og
steiktar áfram í 10 mínútur. Þá er
rjómanum og mysunni bætt yfir
og steikarsoðinu ausið yfir öðru
hvoru.
Dúfurnar síðan látnar doka við
í ofninum í u.þ.b. 10 mínútur eftir
að slökkt hefur verið á honum.
Laukurinn er afhýddur og saxaður
fínt, agúrkumar skolaðar og
skornar í grannar lengjur og
steiktar létt í smjörinu ásamt
lauknum, jurtasaltinu og pipar
sem stráð er yfir. Þetta er látið
krauma í 15 mínútur. Þar næst er
þessu blandað saman við grjónin
og steikarsoðið og dillkryddi stráð
yfir. Grjónin eru framreidd á heitu
fati ásamt dúfunum sem á þessum
tímapunkti ættu að vera orðnar til
í slaginn.
Gróflegt næringargildi þessa
réttar ætti að vera um 3700 kJ eða
880kal.
Eftirréttur:
„Búkaka“ með ís og ferskum jarð-
arberjum
2egg
4 dlsykur
100 g „ linað “ smjör
3 dl hveiti
2 tsk. lyftiduft
3 stappaðir bananar
„Lúka “ af súkkulaðispónum
Þeytið saman eggjunum og
sykrinum, restinni bætt saman við
og hrært vandlega.
Kakan síðan bökuð við 200 í
30-40 mínútur og borin fram með
súkkulaði-ís, frá Kjörís, og fersk-
um jarðarberjum.
Neyðaráætlun:
(Efallt hitt klikkar)
1944, Rjómalagað Stroganoff með
kartöflumús
„Réttur fyrir sjálfstæða íslend-
inga“
Aðferð:
- Takið af lager, úr ísskáp
- Stingið nokkur göt á yfirfilm-
una
- Hitið í örbylgjuofni í u.þ.b. 3'A
mín. á mesta hita, eða í blást-
ursofni í 10 mín. við 170 C.
- Fjarlægið varlega yfirfilmu
eftir hitun og hrærið létt.
Borið fram með kaldri mjólk,
fersku salati, snittubrauði og góðri
afsökun.
UMBÚÐALAUST
Barátta kvenna fyrir jafnrétti hefur
lengst af verið barátta fyrir lýð-
ræði og sjálfsögðum mannréttind-
um. Hinsvegar eru viðhorf sumra
kvenna svolítið furðuleg þegar
kemur að ,jafnréttismálum“. Bar-
áttan sem margar konur háðu fyrir
því að „kona tæki við af konu“ í
síðustu forsetakosningum var af-
skaplega hjákátleg og í raun út í
hött. I þeim orðum var einmitt
ríkjandi samskonar kyneinræði
sem konur hafa í gegnum tíðina
barist hvað harðast á móti. Þær
konur sem svona höguðu orðum
sínum voru dottnar í sama valda-
baráttupyttinn sem þær hafa rétti-
lega álasað körlum fyrir að svamla
í. Því staðreyndin er sú að konur
eru að taka við af körlum, karlar
af konum og svo framvegis. Til
embættis forseta íslands hlaut að
veljast sá MAÐUR, burtséð frá
kynferði, sem þjóðin treysti best í
öllum greinum. Og sem betur fer
bar þjóðin gæfu til að svo varð.
Þær konur sem í dag sakna frú
Vigdísar af forsetastóli geta bæði
verið hreyknar og stoltar af okkar
glæsilegu forsetafrú, sem ekki er
aðeins verðugur fulltrúi kynsystra
sinna hvar sem er, heldur einnig
MAÐUR af þeirri gerð sem kon-
ur, jafnt og karlar, geta tekið sér
til fyrirmyndar.
Þjóðin samanstendur af körlum
og konum og í fyrsta lagi erum
við MENN en í öðru lagi kynver-
ur. Hlutverk manns sem kynveru
kemur engum við nema maka við-
komandi en alls ekki vinnuveit-
anda nema hann hafi kynferðis-
legan áhuga á viðkomandi starfs-
manni. Þessvegna er fyrirbæri eins
og ,jákvæð mismunun“ álíka
gáfulegt og þegar kerlingin hélt
fast um árahlumminn og tautaði
„Héðan hafa þeir hitann úr“ þar til
hún króknaði úr kulda. Ef konur
Frú biskup
fá störf fyrst og fremst vegna kyn-
ferðis síns hlýtur að vera ætlast til
að þær beiti sér líffræðilega í
starfi sínu en ekki vitsmunalega.
Ég held það hljóti að misbjóða
sjálfsvirðingu allra manna að
hlotnast starf vegna kynferðis síns
en ekki verðleika.
Hinsvegar er ég hlynntur því að
þau embætti sem þjóðin skipar í,
svo sem einsog á Alþingi og
æðstu embættismenn þjóðarinnar,
eiga að spegla það lýðræði sem
við búum við eða viljum að ríki í
landinu. Síðustu sextán ár hefur
eitt af þremur æðstu embættum
þjóðarinnar verið skipað konu. Því
vil ég gera það að tillögu minni að
þeirri hefð verði viðhaldið þannig
að í framtíðinni verði að minnsta
kosti eitt af þessum þremur emb-
ættum; forseti, biskup og forsætis-
ráðherra, jafnan skipað manni af
gagnstæðu kyni á móti hinum
tveimur.
Nú þegar biskup Islands hefur
lýst því yfir að hann muni hverfa
frá embætti á næsta ári gefst tæki-
færi til að skipa konu í embætti
biskups á móti þeim tveimur körl-
um sem gegna embætti forseta og
forsætisráðherra. Biskupsembættið
Baráttan sem margar
konur háðu fyrir því að
„kona tæki við af konu“ í
síðustu forsetakosningum
var afskaplega hjákátleg
og í raun út í hött. í þeim
orðum var einmitt ríkj-
andi samskonar kynein-
ræði sem konur hafa í
gegnum tíðina barist hvað
harðast á móti.
Friðrik Erlingsson
leggur til að næsti
biskup Islands
verði kona
er að vísu annað að eðli en hin
embættin tvö, að því leyti að það
er ekki almenningur sem kýs við-
komandi í embætti. Hinsvegar get-
ur álit almennings haft gífurlega
mikið um valið að segja. Kona á
biskupsstóli yrði ekki minni sigur
fyrir lýðræðið í landinu en kona á
forsetastóli var árið 1980. Ég er
líka sannfærður um að sú skipan
yrði gríðarleg lyftistöng þeim kon-
um sem hafa starfað, jafnt innan
kirkju sem utan, að fjölskyldu-,
heilbrigðis-, bamavemdar- og fé-
lagsmálum í ár og áratugi, og þá á
ég við kvenfélögin á íslandi. Sam-
takamáttur íslenskra kvenna hefur
sýnt það og sannað fyrir löngu að
konur hér á landi geta gert allt sem
þær vilja og hafa lyft grettistaki
þegar þær standa saman og vinna
hlið við hlið. Þó konur hafi ekki
fjölmennt í stjórnmálabaráttu, í
Ég er líka sannfærður
um að sú skipan yrði
gríðarleg lyftistöng
þeim konum sem hafa
starfað, jafnt innan
kirkju sem utan, að
fjölskyldu-, heilbrigð-
is-, barnaverndar- og
félagsmálum í ár og
áratugi...
sama mæli og Kvennalistakonur
hefðu kosið, þá hafa konur urn allt
land verið óþreytandi að koma
góðum málum í raunverulega
framkvæmd með samvinnu og
samstarfi. í raun má segja að starf
kvenfélagskvenna á íslandi sé eitt
merkasta framlag kvennasamtaka
til samfélags okkar á þessari öld.
Ágætt dæmi er frumkvæði kvenfé-
laganna frá 25. júní 1915 þegar
þau ákváðu að reisa landspítala
sem minnisvarða um nýfenginn
kosningarétt kvenna. Síðan þá
hafa konur haft frumkvæði að
stofnun nær allra líknarstofnana
hérlendis, fyrir utan öll önnur stór-
virki sem þær hafa hrundið í fram-
kvæmd. Konum á íslandi er ekkert
ómögulegt ef þeir beita sínum eig-
in vinnubrögðum og virkja þann
gífurlega kraft sem býr í samtaka-
mætti þeirra. Þar hefur aldrei verið
þörf fyrir, jákvæða mismunun".
Embætti biskups íslands er
ekki lítið vígi að vinna frá sögu-
legu sjónarhorni. Það embætti
hefur verið skipað körlum frá
upphafi. En á þeim tímum sem nú
eru væri það glæpsamlegt hugsun-
arleysi ef konur létu þetta tækifæri
hjá líða án þess að beita samtaka-
mættinum til að koma sínum
manni að og viðhalda því lýðræð-
islega fyrirkomulagi sem hefur
ríkt í sextán ár; að eitt af þremur
æðstu embættum þjóðarinnar hafí
verið skipað manni af gagnstæðu
kyni á móti hinum tveimur. Því vil
ég hvetja konur, hvar í flokki eða
félagi sem þær eru, að hefjast
handa nú þegar við að efla sam-
takamátt sinn og styrk svo næsti
biskup íslands verði MAÐUR úr
röðum kvenna.
Formóðir mannréttindabaráttu
kvenna á íslandi, Bríet Bjamhéð-
insdóttir, skrifaði þessi orð í
Kvennablaðið í desember 1911 er
hún talar um stjómmálaþátttöku
kvenna:
Því vil ég gera það að
tillögu minni að þeirri
hefð verði viðhaldið
þannig að í framtíð-
inni verði að minnsta
kosti eitt af þessum
þremur embættum;
forseti, biskup og for-
sætisráðherra, jafnan
skipað manni af gagn-
stæðu kyni á móti hin-
um tveimur.
„Konumar eiga að vera nýr
kraftur í þjóðfélagsstarfseminni;
þær eiga að koma þangað með
hreinni hvatir, sterkari siðgæðistil-
finningu, meiri mannúð og næm-
ari skilning á þjóðfélagsmeinun-
um en karlmennimir, sem em
orðnir þeim svo vanir, að þeir sjá
þau ekki.“
Þessi orð hafa síður en svo tap-
að gildi sínu á 85 ámm.