Dagur - 24.08.1996, Blaðsíða 7
!
Ég hef engar áhyggjur
af því að þurfa að fara
að eiga við kerfið og
þvert á móti þá hef ég
fundið fyrir miklum
velvilja í garð safnsins,
hvort sem er frá bæn-
um eða bæjarbúum
sjálfum.
stjórn STAK en hann sjái ekki al-
veg fyrir sér hvernig hún muni
nýtast á beinan hátt í starfi amts-
bókavarðar. „Það er hins vegar
þannig að öll reynsla nýtist vel í
nýju starfi. Það sem ég sé þó aðal-
lega að muni koma að góðum not-
um eru þau mannlegu samskipti
sem hafa fylgt embættinu því starf
amtsbókavarðar byggist að miklu
leyti á því að milli mín, starfs-
manna safnsins og safngesta séu
góð samskipti.“
Breytingar fólgnar í nýjum
miðlum
Á undanförnum árum hafa miklar
og hraðar breytingar orðið á bóka-
safnsfræðunum. Hólmkell segir
þessar breytingar aðallega fólgnar
í nýjum miðlum sem komnir séu í
stað þeirra gömlu og þar eigi tölv-
urnar stærstan þátt. „Þegar ég
byrjaði voru fisjur, stórir skjáir
sem lesa af ákveðnum disklingum
sbr. dagblöðum, þau tæki sem
hægt var að geyma mestar upplýs-
ingar inná en í dag hafa tölvumar
tekið við þessu öllu, svo ekki sé
minnst á Intemetið. í gegnum
tölvuna og Intemetið ganga öll
samskipti, hvort sem er milli safna
hérlendis eða erlendis, miklu
hraðar og best í því sambandi er
að nefna millisafnalán. Beiðnir
um þau tóku marga daga og vikur
Það gengur ekki leng-
ur að búa að safninu á
þennan hátt. I dag fara
miklir fjármunir í það
að leysa húsnæðis-
vandann með leiguhús-
næði og þar kemur í
ljós að það er dýrt að
vera fátækur.
hér áður fyrr en nú gerist það strax
í gegnum tölvupóstinn að beiðnin
berst til viðkomandi safns. Þetta
sparar allt mikinn tíma fyrir
starfsfólk sem og safngesti því
einnig er hægt að sjá strax hvort
ákveðnar bækur séu til í safninu
eða hvort þær eru til á öðrum
söfnum.“
Á safninu ferðast maður
í tíma og rúmi
Það sem heillar Hólmkel mest við
bókasafnið er hversu mörg svör
það geymir við spumingum
mannanna. Flest af því sem mann-
kynið hafi gert sé hægt að nálgast
á safninu með einhverjum hætti
og að um safnið sé hægt að ferð-
ast í tíma og rúmi. „Það er að
verða aðgangur að öllu allsstaðar
eða að minnsta kosti að mörgu
víða og það er það sem er spenn-
andi. Mesta breytingin á fræðun-
um er þó sú að allur heimurinn er
að verða undir, fræðin eru farin út
á upplýsingahraðbrautina af full-
um krafti þar sem er að finna
ógrynni uppýsinga sem fólk vill
hafa aðgang að. Þetla flæði varð
allt mun skilvirkara og aðgengi-
legra eftir að Intemetið komst í
gagnið og því er ekki hægt að
segja að það hafi eingöngu á sér
neikvæðar hliðar.“
Hólmkell skrifaði grein um
Intemetið í blaðið Bókasafnið fyrr
á þessu ári þar sem hann ræðir
kosti netsins fyrir almennings-
bókasöfnin. Þar segir hann meðal
annars að fátt hafi hrist jafn dug-
lega upp í bókavarðastéttinni á Is-
landi og intemetið og þó það sé
komið til að vera þá þurfi bóka-
verðir ekki að óttast um sinn hag.
Bókaverðir verði að tileinka sér
og nýta þá tækni sem er að ryðja
sér til rúms, þekkja hana og vita
hvemig má nota sér hana. Inter-
netið geti verið öflugt tæki til að
rjúfa faglega einangrun bókavarða
og gera þeim kleift að fylgjast
með á sínu sviði, hvort sem er í
Idaho eða á ísafirði. „Mér finnst
að bókaverðir í almenningsbóka-
söfnum eigi að hafa þekkingu og
getu til að tileinka sér þessa tækni
sjálfum sér og stofnunum sínum
til framdráttar. Vangaveltur um
það hvort unglingar séu að skoða
vafasamar síður á netstöðvum
bókasafna eru í besta falli óþarfar.
Ef unglingar koma á safnið þá er
það gott. Það sem mér þykir
skemmtilegt dæmi um notkun
svokallaðra dónasíða á Intemetinu
á bókasöfnum er frá safni í Silke-
borg í Danmörku þar sem vefsíða
safnsins skartaði stórum stöfum
enska orðsins „sex“. Forvitnir
Það er að verða að-
gangur að öllu alls-
staðar eða að minnsta
kosti að mörgu víða og
það er það sem er
spennandi. Mesta
breytingin á fræðunum
er þó sú að allur heim-
urinn er að verða und-
ir og fræðin eru farin
út á upplýsingahrað-
brautina af fullum
krafti.
gripu þetta á lofti og vildu aldeilis
komast lengra en þá blasir við á
skjánum „Jú, það er nokkuð til í
því sem sagt er um Internetið en
við hér á safninu í Silkeborg höf-
um nóg annað að gera við okkar
tíma en að veita þér auðveldan að-
gang að slíku efni.“
Dýrt að vera fátækur
Aðspurður urn hvort vænta megi
einhverra sérstakra breytinga á
Amtsbókasafninu á næstunni með
nýjum yfirmanni segir Hólmkell
að hann muni halda áfram á þeirri
braut er safninu hafi verið mörkuð
og ákveðnum málum þurfi fyrst
að koma frá. „Það eru tölvumálin
sem ganga fyrir. Unnið hefur ver-
ið að þeim undanfarin 3 ár og loks
er farið að sjá fyrir endann á þeim.
Þessi tölvuvæðing felst í því að
bókaskrár og öll útlán safnsins
fara í gegnum tölvu og er þetta
kærkomin nýjung sem sparar tíma
og fyrirhöfn. Aðrar breytingar
sem ég legg áherslu á að farið
verði af stað með, snúa að bama-
og unglingadeildinni. Það þarf að
gera meira fyrir þann hóp safn-
gesta og í því samhengi sé ég
gjaman samvinnu við skóla og
leikskóla. Þegar þessi tvö mál
Bókasöfn byggja á
sterkri lýðræðishefð
og litið er á þau sem
hornstein lýðræðis þar
sem aðgangur er að
upplýsingum til að
fólk geti myndað sér
skoðanir í lýðræðis-
þjóðfélagi.
verða komin af stað munum við fá
verulega aukið svigrúm til að snúa
okkur að öðrum málum sem setið
hafa á hakanum en rætt hefur ver-
ið um að gera.“
Meðal þeirra mála sem Hólm-
kell hefur áhuga á að koma af stað
er þjónusta við atvinnulífið sem
gefið hefur góða raun á Norður-
löndunum, einnig hefur hann
áhuga á að koma upp leigu á
geisladiskum, og auka tímarita-
myndbanda- og hljóðsnælduleigu
safnsins. Blindir og aldraðir eru sá
hópur sem Hólmkell leggur
áherslu á að sinna og útibú í Þorp-
inu og Giljahverfi eru ofarlega á
blaði hjá honum.
En hvemig standa nýbygging-
armál safnsins? „Þau mál eru ekki
strand, heldur í biðstöðu. Bygg-
ingin var forgangsmál allra flokka
í síðustu bæjarstjómarkosningum í
menningarmálum og því er spenn-
andi að sjá hvað gerist. í dag er
hins vegar erfitt að segja nákvæm-
lega til um það hvenær hjólin fari
að snúast að einhverju ráði, en
eins og staðan er nú er einsetning
skólanna helsta málið hjá Akur-
eyrarbæ. Mér finnst hins vegar
nauðsynlegt að eitthvað fari að
gerast því nú þegar er búið að
setja tugi milljóna króna í verkið
og segja má að fyrsta skóflustung-
an bíði bara. Ég hef trú á því að
það muni verða af nýbyggingunni,
en það þarf að bíða og sjá.“ Hólm-
kell segir þörfina mikla á auknum
húsakosti fyrir safnið og svo hafi
verið lengi. „Það gengur ekki
lengur að búa að safninu á þennan
hátt. í dag fara miklir fjármunir í
það að leysa húsnæðisvandann
með leiguhúsnæði og þar kemur í
ljós að það er dýrt að vera fátæk-
ur.“
Allir eiga að sjá hag sinn í því
að koma á safnið
„Fyrirmynd mína að góðu safni
sæki ég til Bandaríkjanna og
Skandinavíu. Þar byggjast bóka-
söfn á sterkri lýðræðishefð og litið
er á þau sem homstein lýðræðis
þar sem aðgangur er að upplýsing-
um svo að fólk geti myndað sér
skoðanir í lýðræðisþjóðfélagi,"
segir Hólmkell. Og hann bætir við
„Þetta er tilgangur bókasafna, en
spumingin er hvort fólk hugsi um
þau á þennan hátt. í þessum lönd-
um ber fólk hag bókasafnsins fyrir
brjósti og það veit af tilgangi
þeirra. Þessa hugsun hefur vantað
hér á landi þrátt fyrir að við Is-
lendingar búum yfir hvað sterk-
astri lýðræðishefð."
Aðspurður um það hvernig
hann vilji hafa Amtsbókasafnið í
náinni framtíð segir Hólmkell að
þangað eigi allir að sjá hag sinn í
að koma. „Safnið á að koma til
móts við þarfir samfélagsins alls.
Það á að vera opið öllurn, vera í
samvinnu við önnur söfn, vera
vinsæll staður allra aldurshópa og
hér eiga allir að finna eitthvað við
sitt hæfi.“ Hann segist sjá mikla
möguleika á því að þessar óskir
sínar verði að veruleika í náinni
framtíð en til þess þurfi allir að
leggjast á eitt. „Ég hef að undan-
fömu verið að vinna að langtíma-
markmiðum Amtsbókasafnsins
sem ég vona að hægt verði að ná
fyrir aldamótin. Þau fela m.a. í sér
þá hugsun að hlutverk safnsins sé
að efla lýðræði, jafnrétti, athafna-
frelsi og velferð borgaranna,
auðga skilning á íslenskri tungu
og menningararfi og jafna aðgang
að upplýsingum. Þetta er tilgangur
bókasafna og ég vona að Islend-
ingar fari að sjá hag sinn í því að
líta á bókasafnið sem homstein
lýðræðis."
Viðtal: Halla Bára Gestsdóttir
Mynd: Björn Gíslason
Laugardagur 24. ágúst 1996 - DAGUR - 7
13. júlí voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju af séra
Svavari Alfreð Jónssyni brúðhjónin Erla Valdís Jónsdóttir og
Gunnar Einar Steingrímsson.
Heimili þeirra er Melasíða 2i, Akureyri.
Ljósm. Norðurmynd, Ásgrímur.
6. júlf voru gefin saman í hjónaband í Lögmannshlíðarkirkju af
séra Birgi Snæbjömssyni brúðhjónin Kristjana Jónsdóttir og Ás-
geir Ásgeirsson.
Heimili þeirra er Melasíða 8m, Akureyri.
Ljósm. Norðurmynd, Ásgrímur.
20. júlí voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju af séra
Hannesi Emi Blandon brúðhjónin Kristín Björk Þórsdóttir og
Hilmar Guðmundsson.
Heimili þeirra er Reynihólar 14, Dalvík.
Ljósm. Norðurmynd, Ásgrímur.