Dagur - 24.08.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 24.08.1996, Blaðsíða 8
\ 8 - DAGUR - Laugardagur 24. ágúst 1996 Kleifaóður Þú ert allt sem í lífi ég leita þú ert veröldin björt og svo hlý þú ert fegursta rós upp til sveita þú ert sólin, þig hylja engin ský. Þú er bjartasti staður í heimi þú ert jöróin sem Guð bjó fyrst til þú ert faðir er aldrei ég gleymi þú ert móðir er veitir mér yl. Hvar er betra að dvelja á en Kleifum hvar er betra að eiga sér ból hvaða minningu betri við eigum en Kleifamar baðaðar sól. Það er stoltið sem fjöllin þér veita fyllist gleði við árinnar nið finnur angan úr jörðinni leita og dansar við öldunnar klið. Að fceðast og lifa og deyja það er gangur er skiljum við öll. En við þig það vil ég þó segja að á Kleifunum bíður þín höll. Það er ekki langt til Ólafsfjarðarbæjar frá Kleifum eins og sést á þessari mynd. Hér eru ábúendurnir á Kleifum, þau Sigurfinnur Ólafsson og Svana Sigríður Jónsdóttir á Sólheimum og Ingibjörg Guðmundsdóttir og Jón k Árnason á Syðri-Á. W - þetta er sjálfsagður hluti af lífinu, segja síðustu ábúendurnir á Kleifum í Ólafsfirði Vestanvert við Ólafsfjörð gegnt Múlanum eru Kleifarnar er draga nafn sitt af strandlengjunni suður með horninu sem keyrt er eftirfrá Ólafsfirði. I daglegu tali er talað um að fara út fyrir Kleifarnar. Staðurinn stendur á dálitlu undir- lendi þar sem Ardalur opnast út í Ólafsfjörðinn og eiga jarðirnar Syðri-A og Ytri-A þar land. Auk þess byggðust upp á KJeifum gras- býlin; Hof, Artún, Argerði, Ár- bakki, Holt og Búðarhóll. Á Kleif- um er nú 12 hús en flest eru þau aðeins notuð á sumrin. Arið um kring er þó búið í tveimur þeirra og eru ábúendurnir líklega síð- ustu Kleifabúarnir; þau Jón Arna- son og Ingibjörg Guðmundsdóttir á Syðri-A og Siguiflnnur Ólafsson og Svana Sigríður Jónsdóttir á Sólheimum. Um þrír kflómetrar eru á milli Kleifa og Ólafsfjarðarbæjar eftir veginum. Vetur eru þar stundum snjóþungir og þá vill þessi stutti vegarkafli stundum verða erfiðari og staðurinn afskekktari en kfló- metrafjöldinn gefur til kynna. Þau fjögur sem nú búa á Kleifum eru sammála um að ófærðin sé bara hluti af lífinu og gera lítið úr ein- angruninni sem henni fylgir. Sigurfinnur Ólafsson og Svana Sigríður Jónsdóttir búa á Sólheim- um en það hús var byggt árið 1966. Á Syðri-Á býr hin Kleifa- fjölskyldan, þau Jón Árnason og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Jón og Sigurfinnur eru fæddir og uppaldir á Kleifum, Sigurfinnur í Árgerði sem nú er notað sem sumarhús. Konurnar eru hins vegar aðfluttar, Svana Sigríður Jónsdóttir, kona Sigurfinns, er fædd á Kvíabekk í Ólafsfirði og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, kona Jóns, er fædd á Berghyl í Fljótum í Skagafirði. „Við erum svona 10 kinda bændur eins og kallað er,“ segir Ingibjörg aðspurð um hvort ein- hver búskapur sé enn stundaður á Syðri-Á og bætir við að það sé að- allega ellilífeyrisbúskapur og hlær. „Við þurfum að heyja eitt- hvað en aðallega er maður við sjó- inn,“ bætir Jón við. „Hér áður voru hér yfir 100 manns við út- gerð yfir sumartímann, þá var róið með línu og allur fiskur verkaður og saltaður. Það var oft fjör og margt um manninn héma á Kleif- unum.“ „Við útskagans sva!voga“ „Það er ágætt að búa héma,“ segir Ingibjörg. „Ég hef alltaf sótt vinnu í Olafsfirði og er nýhætt að vinna í frystihúsinu þar sem ég var í 41 ár. Það er kannski stundum erfitt að vera héma en ég myndi ekki vilja skipta.“ „Já, mér finnst ágætt að vera héma, við Sigurfinnur höfum búið hér í 30 ár og mér finnst bara slæmt þegar maður kemst ekki í bæinn,“ svarar Svana og Sigur- finnur bætir við og brosir, „hún sættir sig við það.“ „Annars hefur mig stundum langað að búa á Ak- ureyri en Sigurfinnur vildi alltaf fara á Kleifamar þegar við bjuggum í nokkur ár á Ólafsfirði," segir Svana. „Það er leikur að lifa héma eft- ir að bflvegurinn kom. Já, fyrir þann tíma var allt flutt á sjó eða farið gangandi. Þetta vom oft æv- intýraferðir,“ segja þeir Sigurfinn- ur og Jón sem bætir við hugsi, „okkur finnast Kleifamar ósköp vinalegur staður.“ Að dvelja við nyrsta sjó „Þetta þættu líklega ekki góðar bújarðir í dag,“ segir Jón þegar hann er inntur eftir því hvort gott hafi verið að halda skepnur á Kleifum. „Það er frekar lítið slægjuland hérna," segir Sigur- finnur. „Hér áður nægði yfirleitt ekki að heyja hér heima og þurfti að sækja hey langt að.“ Sigurfinnur gerði út bátinn Ár- mann og var Jón háseti hjá honum um skeið. „Við byrjuðum kom- ungir á trillubát," segir Sigurfinn- ur. „Já, ég var svona hásetablók hjá Sigurfinni," bætir Jón við. „Þeir hafa verið við sjó alla sína tíð,“ segir Ingibjörg. „Jón var þó nokkuð í músflcinni líka.“ „Já, ég reyndi þama að koma upp smá bandi og spilaði aðallega í Ólafs- firði, á Dalvík og í Svarfaðardal." „Þetta var fyrsta hljómsveit Ólafs- fjarðar," segir Ingibjörg eða Abba eins og þau hin kalla hana. „Ja, ætli hún hafi ekki bara verið köll- uð Hljómsveit Jóns Ámasonar.“ „Ég er búinn að vera í músík- bransanum af og til. Hef spilað mest á hljómborð og harmóniku og fór mikið á staðina að skemmta.“ Var það ekki erfitt á veturna? „Ég var með þeim ósköpum gerður að þegar ég var að spila þá gisti ég helst aldrei. Einu sinni lenti ég á ókennilegri brekku í svarta myrkri. Ég var á skíðum og fann að ég rakst á vegg, þetta var þá snjóflóð sem hafði fallið á meðan ég var fyrir handan. Ég varð að taka af mér skíðin og brjótast yfir þetta hröngl." Sigurfinnur verður hugsi við frásögn Jóns og segir að suð- urfrá sé snjóflóðasvæði. Þeir Jón rifja upp þegar stundum þurfti að taka á sprett meðfram tjallinu vegna hættu á flóðum. „Einu sinni var ég að koma á sleðanum og kófið þannig að ég sá ekki gráa glóru. Ég ákvað samt að láta vaða og setti fótinn út fyrir til að athuga hvort ég væri á ferð og fann að svo var. Síðan hrekkur sleðinn til hliðar og ég hugsa með mér að nú hafi ég farið fram af og muni aldrei koma sleðanum upp aftur. Þá varð fyrir mér símastaur- inn sem er héma ofan á Kleifun- um og þá áttaði ég mig á að ég var kominn töluvert langt fyrir ofan húsin og varð skelfing feginn,“ segir Jón. „Það er ómögulegt að ferðast um á þessum sleðum í myrkri og stórhríð, maður situr svo lágt að maður sér ekkert", segir Sigurfinnur. „Þó nokkuð lagt á sig til að komast í vinnuna“ „Það gekk á ýmsu við að komast í vinnuna. Við fórum stundum á trillu og svo fékk maður að gista hjá vinum og vandamönnum í bænum þegar veður voru mjög slæm,“ segir Ingibjörg. „Ef allt um þraut fór maður á skíðum áður en snjósleðinn kom en við Jón fengum snemma snjósleða, mig minnir 1972“ Við ræðum aðeins um þetta að- alfarartæki þeirra Kleifabúa yfir vetrartímann og Svana segir okkur söguna þegar hún hélt að Sigur- finnur hefði ekki orðið var við þegar hún datt aftan af sleðanum. „Ég missti takið og fauk af sleð- anum og var alveg áttavillt í myrkrinu. Ég hugsaði með mér /f(,/.y/í«v.vrf*ri-mYmviv<yi’iivrí//f.vwrwímvc,vr.viV,vrAYiVivr.Yr/,vAViV/,T/iV/*YiV///iViV.vAViYmviWiwiTiv»Yi’ftviYrÉViWivriVfiTmviViv.ViVíivcr*v.viYriViWiVtYiviViviVtVAViVivrí<,t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.