Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
Utlönd
Þúsundir flóttamanna frá Rúanda deyja úr kóleru:
Ekki nokkur leið að
hafa tölu á líkunum
Litil stúlka trá Rúanda huggar bróður sinn eftir að þau systkinin misstu foreldra sína sem létust úr kóleru. Talið er
að allt að 50.000 hafi þegar smitast af sjúkdómnum og óttast er að um helmingur þeirra láti lífið. Símamynd Reuter
hafa líílð fram að þessu hefði ekki
verið hægt að bjarga en miklar gagn-
rýnisraddir hafa heyrst um að skipu-
lag hjálparstofnana sé bágboriö og
ómarkvisst. Sérstaklega er talað um
að björgunarstarf hjálparstofnana á
vegum Sameinuðu þjóðanna sé illa
skipulagt.
Reuter
Voðaverk föður í Danmörku:
Kyrkti eins og Ijögurra
ára gamla syni sína
Tuttugu og flmm ára gamall
maður var úrskurðaður í tjögurra
vikna gæsluvarðhald í Slagelse í
Danmörku í gær eftir að hann við-
urkenndi að hafa myrt tvo syni
sína, eins og fjögurra ára, aðfara-
nótt fimmtudagsins. Manninum
var einnig gert að gangast undir
geðrannsókn.
Að kröfu lögmanns hins ákæröa
bannaði dómarinn að fluttar yrðu
fréttir af því sem gerðist í dómsaln-
um og því er ekki hægt að skýra
frá ástæðunum að baki morðunum.
Börnin fundust kyrkt í gærmorg-
un á herbergi í Bakkahúsinu í Slag-
else, stofnun fyrir börn, þar sem
þau bjuggu ásamt föður sínum. Það
voru starfsmenn stofnunarinnar
sem komu að börnunum látnum.
Maðurinn hafði ekið burt frá
staðnum á bíl sínum hálftíma áður.
Þegar var lýst eftir bílnum og
fannst hann skömmu síðar. Að
sögn Ibs Munchs lögregluvarð-
stjóra sat maðurinn í bílnum og var
hann handtekinn án nokkurrar
mótspyrnu.
Maðurinn bjó með sonum sínum
á stofnuninni eftir að hann skildi
við móður þeirra. Lögreglan hafði
ekki enn fundiö móöurina síðdegis
í gær.
Bakkahúsið er stofnun fyrir börn
sem búa við erfiðar aðstæður og
foreldrum er gert kleift að dvelja
þar með börnum sínum.
Ritzau
Enn eitt áfallið fyrir verjendur O. J. Simpsons:
Blóðugur hanski er talinn
áreiðanlegt sönnunargagn
Óttast er að allt að 50.000 manns
hafi smitast af kóleru í flóttamanna-
búðunum í Goma og búist ep við að
helmingur þeirra muni láta lífið á
næstu dögum. Engin leið er að hafa
nákvæma tölu á þeim sem deyja en
hjálparstarfsmenn hafa varla undan
að tína upp lík og koma þeim fyrir í
fjöldagröfum. Kólera er nú orðin svo
mikil ógnun að nokkur hluti flótta-
manna hefur tekið sig upp frá flótta-
mannabúðunum og stefnir aftur
heim á leið til Rúanda.
Kólerufaraldurinn er einnig farinn
að ógna íbúum í Zaire því stærstu
flóttamannabúðimar eru í Goma í
Zaire, við landamæri Rúanda, þar
sem eru nú um 1,2 milljónir manna.
Goma var 200.000 manna bær áður
en hann yflrfylltist af flóttamönnum.
Mikil spenna ríkir nú í bænum og
gremja í garð flóttamannanna. Talið
er að lítið þurfi til að óeirðir brjótist
út. Nokkuð hefur borið á að íbúar
Goma flýi úr eigin bæ vegna ástands-
ins.
Kólera smitast auðveldlega á svæð-
inu með menguðu vatni. Einkennin
eru niðurgangur og uppköst sem geta
valdið dauða á örfáum dögum. Þeir
sem hafa einkenni sjúkdómsins
verða að fá meira en 48 klukku-
stunda vökvameðferð og aðra með-
ferð sem hjálpar þeim að halda eftir
næringu.
Þaö er almennt viðurkennd stað-
reynd að mörgum af þeim sem látið
Evrópuþingið
staðfesti Santer
naumlega
Jacques
Santer, forsæt-
isráðherra
Lúxemborgar,
var staðfestur í
embætti for-
seta fram-
kvæmdastjóm-
ar Evrópusam-
bandsins á fundi Evrópuþingsins
í gær með litlum atkvæðamun.
Santer hlaut 260 atkvæði en 238
Evrópuþingmenn voru honum
andvígir og 23 sátu hjá,
í umræöunum á þinginu gagn-
rýndu flestir stjórnmálahóparnír
framkvæmdastj órnina fyrir þaö
hvemig staöið var aö valinu.
Perryræðirrefsi-
aðgerðirgegn
Bosníu-Serbum
William Perry, landvarnaráö-
herra Bandaríkjanna, fer til
Zagreb, höfuðborgar Króatíu, í
dag til viðræðna viö embættís-
menn Sameinuðu þjóöanna um
refsiaðgerðir gegn Bosníu-Serb-
um fyrir að hafna síðasta friðar-
tilboði alþjóðlegra sáttasemjara.
Þá dró stjóm múslíma í Bosníu
til baka fyrra samþykki sitt á til-
lögu fimmveldanna sem gerði ráð
fyrir að Bosníu yrði skipt nánast
jafnt milh sambandsríkis Króata
og múslíma annars vegar og
Serba hins vegar.
Andrej Kczyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði að frekari
samningaviðræður væru mögu-
legar.
Reuter
Vörnin í máli ruðningskappans
O.J. Simpsons varð fyrir enn einu
áfallinu í gær. Eitt af sönnunargögn-
unum í máli sækjenda gegn O.J.
Simpson var blóðugur hanski sem
fannst á heimili Simpsons. Verjendur
hans höföu haldið því fram að lög-
reglan hefði komið honum fyrir á
staðnum til aö bera sakir á Simpson
og því væri ekki hægt að nota hann
sem sönnunargagn.
Sérstök rannsóknarnefnd innan
lögreglunnar komst að þeirri niður-
stöðu að það hefði verið ómögulegt
aö koma sönnunargagninu fyrir á
staðnum án þess að það vekti at-
hygli. Fjórtán lögreglumenn voru á
heimili Simpsons við leit að sönnun-
argögnum og það er niðurstaða rann-
sóknarnefndarinar aö það hefði ekki
getað farið fram hjá þeim öllum ef
sönnunargagninu hefði verið visvit-
andi komið fyrir á heimili Simpsons.
Síðastliöinn miðvikudag tilkynntu
lögmenn Simpsons að O.J. Simpson
lofaði hverjum þeim hálfrar milljón-
ar dala verðlaunum sem veitt gæti
upplýsingar sem gætu hreinsað nafn
hans eða leitt til fangelsunar hinna
raunverulegu morðingja Nicole
Simpson og unnusta hennar, Ronald
Goldman.
Verjendur O.J. Simpsons sitja held-
ur ekki auðum höndum. Aðalverj-
andi hans, Robert Shapiro, hefur
komið á fót grænni símalínu í Los
Angeles. Fólk er beðið um að hringja
í ákveöið símanúmer án endurgjalds
og gefa upplýsingar í málinu sem
leitt gætu til hreinsunar á nafni
ruðningskappans. Enn sem komið er
hefur fátt eitt borist sem sannað
gæti sakleysi Simpsons.
Reuter
Stuttar fréttir dv
Hrefnunaburt
Norsk stjórnvöld vilja hreínuna
burt af lista yfir dýr í útrýmingar-
hættu.
Hættir brottflutningi
Rússar eru hættír að flytja her-
menn sína burt frá Eistlandi.
Lítiil árangur
: l'tann'kisráð'
herra Banda-
rikjanna, :
Warrcn Christ-
opher, ;heldur
heim á leiö frá
Llbanpn eftir
árangurs-
lausar viöræð-
ur um frið milli ísraela og Líbana.
Skjálftií Japan
Öflugur neðansjávarjarð-
skjálfti skók mikinn hluta Aust-
ur-Japans í morgun.
Samherjarrífast
Stjórnarþingmenn á Ítalíu rif-
ust í þinginu 1 gær og þurfti að
skilja þá að.
Styðjafjósvegginn
Bæði stuðningsmenn og and-
stæðingar ESB í Noregi slá
skjaldborg um fjósveggsmálverk
Leifs bónda.
Sækirumleyfi
Bill Clinton hefur beðið Sam-
einuðu þjóðirnar um leyfi til að
gera innrás í Haítí.
Gagnrýni
Alexander
Solzhenitsyn
réðst harka-
lega að stjórn-
völdum í Rúss-
landi í ræðu
sem hann flutti
í lok tveggja
mánaöa ferða-
lags um Rússland.
Vonindofnar
Lítil von er til þess að skærulið-
ar IRA boði vopnahlé i baráttunni
við Breta á Norður-írlandi.
Viðræður
Bandaríkin og Norður-Kórea
náðu samkomulagi um áfram-
haldandi viðræður um kjarn-
orkuvopn.
Opnaðáný
ísraelar tilkynntu að landa-
mæri landsins við sjálfstjórnar-
svæði Palestínumanna á Gaza
verðí opnuð á ný.
Watsonúrleik
Viðgeröir á skipi hvalavinarins
Pauls Watsons taka að minnsta
kosti 10 daga til viðbótar.
Ákæra
Fjórir skipverjar af Síríusi,
skipi hvahríðunarmanna, hafa
verið ákærðir af norskum yflr-
völdum.
Útskrifuð
Margrét Þór-
hildur Dana-
drottning var
útskrifuð af
spítalanum í
Arósum - í
morgun eftir
vel heppnaða
krabbameins-
skurðaögerð á legi.
Umhverfismál
í næstu viku verður haldin al-
þjóðleg ráðstefna um umhverfis-
mál i Arósum með þátttöku sjötíu
og einnar þjóðar.
Niðurskurður
Álframleiðendur í heiminum
náðu samkomulagi um áfram-
haldandi niðurskurð á álfram-
leiðslu. Reuter, NTB, Ritzau