Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 Fréttir Krafist bindindis á þjóðhátíð og að bömum undir 16 ára verði vísað frá: Sýslumaður segir erf itt að halda þuira þjóðhátíð „Það er ekki hægt að svara þeirri spurningu játandi eða neitandi hvort við vísum börnum frá sem eru yngri en 16 ára og ekki eru í fylgd með fullorðnum. Ég svara því til að for- eldrar eru að senda börn yngri en 16 ára á þjóðhátíð. Það er þeirra að meta hvort þau eigi að vera hér,“ segir Bjarni Guðjón Samúelsson, framkvæmdastjóri þjóðhátíðar- nefndar í Vestmannaeyjum. Nýverið sendi framkvæmdanefnd átaksins „Stöðvum unglinga- drykkju" framkvæmdaaðilum þjóð- - segir að böm undir 16 ára verði að vera með forráðamönnum hátíðar í Vestmannaeyjum bréf þar sem þeir beina tilmælum sínum til þeirra að farið verði að regium sem gilda um útisamkomur á hátíðinni. í bréfinu var vísað til þess að meðferð og neysla áfengis væri stranglega bönnuð á útihátíðum og að börnum yngri en 16 ára væri óheimill aðgang- ur að slíkum samkomum nema í fylgd með fullorðnum. Ennfremur segir í bréflnu að ástæða sé til að ætla að hópar ungmenna leiti á þjóð- hátíð með drykkju í huga. Jafnframt er farið fram á að áfengisbann verði auglýst og leit verði gerð að áfengi. Loks er minnt á að öll drukkin börn eigi skilyrðislaust að taka úr umferð og koma þeim í hendur forráða- manna sinna. Bjarni Guðjón segir að um fjöl- skylduhátíð sé að ræða og hún fari fram innan bæjarmarkanna. Hann segir að leit að áfengi í farangri þjóð- hátíðargesta sé nánast óframkvæm- anleg en þeim unglingum undir 16 ára aldri sem sannanlega séu undir áhrifum áfengis á hátíðinni verði komið í hendur forráðamanna sinna. Hátíðin muni verða haldin á sama hátt og undanfarin ár. Georg Lámsson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segir að starfað verði eftir lögum og reglum á þess- arri hátíð og er ekki sammála Bjarna Guðjóni aö öllu leyti. „Það er rétt sem kemur fram í bréf- inu að börn undir 16 ára aldri verða ekki á þessari hátíð nema í fylgd með foreldrum. Við munum hins vegar ekki gera athugasemdir við að börn undir 16 ára aldri séu þarna að dag- tíma. Hins vegar er ljóst að erfitt er að halda uppi algjöru áfengisbanni á hátíð sem þessari. Ég á ekki von á að gerð verði skipulögð leit í farangri þjóðhátíðargesta en hugsanlegt er að einhverjar stikkprufur verða gerðar hjá þeim sem eru undir lögaldri," segir Georg. Hann segir að ef framkvæmda- nefnd þjóðhátíöar brjóti á einhvern hátt þau skilyrði sem sett eru fyrir svona hátíðahöldum sé ljóst að skoða yrði það nánar ef sótt yrði um leyfi aftur. Björgunarbúnaður Sigmunds: Hlýtur viðurkenningu á ný eftir 6 ára þref Ómar Garðarsson, DV, Vestmarmaeyjum; Sex ára baráttu fyrir því að fá björgunarbúnað Sigmunds Jóhanns- sonar samþykktan af Siglingamála- stofnun virðist loksins að ljúka. Vélaverkstæðinu Þór hér í Eyjum, framleiöanda Sigmundsútbúnaðar- ins, hefur verið falið að gera nokkrar prófanir á búnaðinum og er stefnt að því að þeim verði lokið fyrir haustið. Þá á ekkert að vera því til fyrirstöðu að búnaðurinn fái viður- kenningu og framleiðsla geti hafist. Sigmundsútbúnaðurinn þótti bylt- ing þegar hann kom fram á áttunda áratugnum. Var það fyrsti búnaður- inn sem skaut gúmbjörgunarbátum í sjóinn með því að kippt var í þar til gert handfang. í sex ár hefur Sigl- ingamálastofnun neitað að viður- kenna sjálfvirka búnaðinn en hann hafði upphaflega hlotið viðurkenn- ingu 1982. Garðar Gíslason, framkvæmda- stjóri Þórs, segir að þetta sé niður- staðan eftir áralangt þref við Sigl- ingamálastofnun. Hann segist vera ánægður með að loks sjáist fyrir end- ann á þessari baráttu og bendir á að þær prófanir sem á að gera hafl þeg- ar verið framkvæmdar. Verða nú endurteknar. Sigmund við sleppibúnaðinn. DV-mynd Omar Sindri og Andri Thorlacius á Öxnafelli i Eyjafirði hafa fengið sérstaka stóla með öryggisbeltum til að sitja i á dráttarvél föður síns. Allt of oft hefur það komið fyrir að börn, sem setið hafa laus í dráttarvélum, hafa slasast. Meðal annars kom það einu sinni fyrir að Andri datt út úr dráttarvél á ferð þegar hurð hrökk upp en hann slapp ómeiddur. Nú ætti slíkt ekki að koma að sök þar sem hann situr spenntur. DV-mynd Fjölbreytt landbúnaðar- sýning í Eyjafjarðarsveit Stór og mikil landbúnaðarsýning verður haldin við Hrafnagil í Eyja- fjarðarsveit dagana 20.-27. ágúst nk. Að sýningunni stendur Lifandi land hf. sem er félagsskapur einstaklinga en að sýningunni er unnið í samráði við Búnaðarsamband Eyjaíjarðar, sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og fleiri aðila. Sýningunni sjálfri má skipta í tvennt. Annars vegar er um að ræða búvörusýningu þar sem sýndar verða kjöt- og mjólkurafurðir ásamt vörum sem unnar eru úr ull og skinni. Sýndar verða grænfóðurs- og korntegundir sem ræktaðar eru hér- lendis. Grænmeti og gróðurhúsaaf- urðir verða til sölu á útimarkaði og blómasýning verður sett upp. Á vegum vélainnflytjenda verður véla- og tækjasýning þar sem kynnt verður þaö nýjasta í framleiðslu landbúnaðartækja. Þá verða sýndir fjórhjóladrifnir bílar og jeppar. Einn- ig aílar sem búið er að breyta og útbúa til aksturs við erfið skilyröi. Ýmislegt annað verður á dagskrá í tengslum við sýninguna sjálfa. Má þar nefna ráðstefnu um samþættingu landbúnaðar og ferðaþjónustu og hvemig nýta megi ferðaþjónustu við markaðssetningu íslenskra landbún- aðarafurða. Menningu og listum verður gert hátt undir höfði, fjöldi alþýðuhsta- manna mun koma fram, sýndur verður íslenskur'listiðnaður og fleira mætti nefna. Alla dagana verður veitingasala með útigrilli og lifandi tónlist, boðið verður upp á jepparall, eyfirskir hestamenn sýna Mstir sínar, sýndur verður akstur vélsleða á Eyjafjarð- ará, kvöldvökur verða, vegleg loka- hátíð veröur haldin, boðið verður upp á ýmis atriði fyrir börn og einn dagur sýningarinnar verður sérstak- lega tileinkaður öldruðum. Mál eru í eðlilegri vinnslu hjá Fáf ni „Fyrirtækið er í fullum rekstri, það er unnið hér sex daga vikunnar frá morgni fram á kvöld," segir Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fáfnis h/f á Þingeyri. Magnús segir greiðslustöðvun fyr- irtækisins ekki hafa áhrif á rekstur- inn og allt gangi sinn vanagang. „Málin eru í eðlilegri vinnslu og ég á von á að niðurstaða fáist í næstu viku,“ segir Magnús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.