Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
Spumingin
Á að byggja
nýtt hús fyrir
HM ’95 í handbolta?
Þórunn Harðardóttir: Ég hef bara
ekki skoðun á því.
Sigtryggur Ari Jóhannesson: Hreint
ekki, við skulum muna eftir tónlist-
arhúsi.
Jóhann Hauksson: Nei, það er nóg
að staekka gömlu höllina. Borgaryfir-
völd mega til með huga að tónlistar-
húsi.
Daniel Þorsteinsson: Já, mér finnst
það. Allur heimurinn verður að
horfa á.
Benjamín Jónsson: Já, það er gott
fyrir ísland.
Birthe Pedersen: Það á allavega að
gera eitthvað fyrir þetta.
Lesendur
H vers vegna var
f iskeldi dauðadæmt?
Andrés Guðnason skrifar:
Svarið er einfalt: Vegna skamm-
sýni póhtíkusa og fjármálavaldsins.
- Norðmenn reikna með að selja eld-
islax á þessu ári fyrir 7-8 milljarða
norskra króna. Og þeir fóru ekkert
síður illa út úr verðhruninu sem
varð á eldislaxi á sínum tíma en við
íslendingar. En þeir þraukuðu og nú
eru þeir að uppskera ávöxt erfiðis-
ins. Hér hefur aftur á móti ekki mátt
minnast á fiskeldi í nokkur ár vegna
þess að tilraunin mistókst.
Vissulega var lagt allt of mikið
undir og menn fóru of geyst af stað.
í mörgum tilvikum var þekkingin
ekki næg en óhemju fé hafði verið
eytt í uppbyggingu. Margar stöðvar
voru til fyrirmyndar og byggðar af
raunsæi. Raunæsi á einum stað getur
þó á einum tíma orðið að óraunsæi
á öðrum. - Með frjálsri samkeppni
eru það markaðsöflin sem ráða. Og
í einu vetfangi var kominn svo mik-
ill eldislax á markaðinn að hann
hrundi. Eftir á var hægt að segja að
menn hefðu getað sér þetta fyrir. En
fyrirfram vissu menn ekki hvað
markaðurinn þoldi. Verðið var hátt
og alhr ætluðu að græða.
Eitt það versta, sem núverandi rík-
isstjórn gerði í upphafi ferils síns, var
að fyrirskipa að öllum sjóðum og
lánastofnunum yrði lokað fyrir fisk-
eldisstöðvum sem áttu í erfiðleikum
vegna verðhruns á mörkuðum. Ef
hins vegar lánastofnanir, sem voru
flestar í eigu ríkisins, hefðu fengið
fyrirmæli um að framlengja lán til
10 eða 15 ára með lágum vöxtum er
líklegt að margar stöðvar hefðu kom-
ist út úr erfiðleikunum og væru í dag
Varð skammsýni og ónógur stuðningur fiskeldi okkar að bráð?
að selja eldislax á viðunandi verði.
í stað þess að styðja við bakið á
fyrirtækjunum á erfiðum tímum
voru þau sett á hausinn hvert af öðru.
og skuldirnar afskrifaðar á kostnað
skattborgaranna. Og hvað varðaði
eina ríkisstjórn um þótt atvinnuleysi
ykist um nokkur prósent, ef hún gat
sagt að þarna væri um fortíðarvanda
að ræða sem henni kæmi ekki við?
Við, sem matvælaframleiðendur,
eigum auðvitað að efla fiskeldi og
taka þá atvinnugrein alvarlega. Að
fenginni reynslu og aukinni þekk-
ingu á þessu sviði er ekki vafi á að
hægt er að framleiða hér mikið magn
af eldisfiski á samkeppnisfæru verði.
En auðvitað er ekkert hægt að gera
í þessari framleiðslugrein eða ann-
arri, ef ríkisvald og fjármálastofnan-
ir skapa ekki fyrirtækjum ámóta
rekstrarskilyrði og eru í nálægum
samkeppnislöndunum.
Eigum meiri háttar alvöni
þjóðréttarfræðing
Jón Sæmundur Siguijónsson skrifar:
Sjaldan hefur mér gramist eins
stórlega og er ég sá lesendabréf í DV
þriðjud. 19. júlí þar sem því var hald-
ið fram að við íslendingar ættum
engan alvöru þjóðréttarfræðing. -
Nú má vera að viðkomandi viti ekki
betur og er því ekki frekar við hann
að sakast.
Tilfelhð er að við íslendingar eig-
um a.m.k. einn meiri háttar þjóðrétt-
arfræðing sem verið hefur okkar
stoð og stytta í flestum þeim deilu-
málum og samningagerð við erlend
ríki sem við íslendingar höfum stað-
ið í hin síðari ár. - Hér á ég við Guð-
mund Eiríksson sendiherra.
Guðmundur Eiríksson er óvenju
vel menntaður maður en hann hefur
lokið námi, auk laga og þjóðréttar-
fræði, í byggingarverkfræði og kerf-
isfræði. Hann tók próf sín í London
og New York auk þess sem hann var
gistiprófessor við háskólann í Virg-
iníu. Guðmundur er eftirsóttur af
alþjóðastofnunum og hefur setið t.d.
í alþjóðalaganefnd Sameinuðu þjóð-
anna í langan tíma þótt hann sé vart
kominn á fimmtugsaldur.
Þá er óhætt að fullyrða að vart sé
til sá þjóðréttarfræðingur í veröld-
inni sem fjallað hefur um hafréttar-
sáttmálann að hann þekki ekki til
Guðmundar Eiríkssonar enda er
hann einn af þremur helstu höfund-
um sáttmálans og hefur hlotið
ómælda yirðingu fyrir á alþjóðavett-
vangi. - Ég hef sjálfur átt þess kost
að sitja með Guðmundi í alþjóða-
samningum á sviði almannatrygg-
inga og í hvalveiðimálum ásamt
þjóðréttarfræðingum annarra landa.
Er óhætt aö fullyrða að þar stóð hon-
um enginn framar, hvorki hvað
snerti hógværð né yfirburðaþekk-
ingu.
Guðmundur er vafalaust störfum
hlaðinn en sé ekki leitað hans ráð-
gjafar í deilunni við Norðmenn er
við aðra að sakast en hann sjálfan.
Hvað kosta að ala kött?
Árni St. Árnason skrifar:
Neytendakönnun í DV á dögunum
vakti athygh mína. Ónákvæm blaöa-
mennska kom mér ekki á óvart frem-
ur en oft áður og ættu blaðamenn
að kynna sér betur hvernig standa
ber aö verðkönnunum svo þær þjóni
þeim tilgangi að vera upplýsndi en
ekki villandi. - Nóg er nú samt.
í fyrsta lagi er aðeins hægt að gefa
sér eitt gildi varðandi neyslu hjá
köttum. Hitaeiningaþörf heilbrigðs
kattar á degi hverjum er þekkt stærð,
miðað við aldur. Þori framleiðendur
að gefa upp nýtanlegt magn hitaein-
inga í hveijum 100 grömmum af
þurru heilfóðri er ekkert auðveldara
DV áskilur sér rétt
til að stytta
aðsend lesendabréf.
„Hitaeiningaþörf heilbrigðs kattar á
degi hverjum er þekkt stærð..."
segir m.a. í bréfinu.
en að reikna út hvað það kostar að
gefa kettinum þetta fóður. - Hins
vegar þora þetta fæstir framleiðend-
ur enda leiðir niðurstaðan í flestum
tilfellum til þess að ódýrasta fóðrið
reynist dýrast í neyslu af því að kisa
þarf miklu meira að éta af því en
hinu sem er dýrara og oftast vand-
áðra. Ástæðan; færri hitaeiningar og
léiegra hráefni.
Að spyrja hvað pakkningin kostar
er eins og að spyija hvað bensíntank-
ur tekur mikið bensín, í stað þess að
spyrja; hve miklu bensíni eyðir bíll-
inn á 100 km, miðað við eðlfiegan og
jafnan ökuhraða.
Það kostar t.d. aðeins um 40 kr. á
dag aö fóðra fuhorðna kisu á því fóðri
sem dýrast er í innkaupum í dag hér
á landi og þykir skara fram úr í gæð-
um, að mati flestra dýralækna um
allan heim, m.ö.o. einn hohasti kost-
urinn að mati dýralækna um allan
heim er að verðgildi aðeins um 1200
kr. á mánuði. - Þetta fóður má ekki
selja í matvörubúöum, aðeins sér-
verslunum.
Boðargengis-
feliingu!
Lárus skrifan
Enn á ný er orðrómur um geng-
isfelhngu. Það er ekki undarlegt
þótt eftir sé tekið þegar einn
helsti forsvarsmaður íslensks at-
vinnulífs, eins og sá er stjórnar
járnblendinu á Grundartanga,
talar. Ég heyröi í útvarpi aö vitn-
að var tfi ummæla eða greinar
forstjórans um að meðal þess sem
væri íslensku efnahagslífi hollast
í dag væri að lækka gengið - um
allt að 20% i einu stökki! Hvað á
einfaldur almenningurinn að
halda þegar hann heyrir þennan
boðskap?
Fúskíglugga-
viðgerðum
L.P.S. skrifar:
Ég ákvað að láta skipta um
giugga hjá mérnýlega,fékk tilboð
og gekk að því, án þess að kanna
til hlítar hvernig verkið y rði unn-
iö, enda hvorki fagmaður né lag-
inn til handverka. Ég reiknaði
bara með að allt yrði gert lýta-
laust. Hins vegar varð ég fyrir
vonbrigðum að ekki skyldi Uka
sniðið úi’ giuggakarminum, held-
ur látið nægja aö klastra kítti eöa
einhverju efni í sárin þar sem fúi
var fyrir. Auðvitað er það léttara
verk að skipta bara um pósta og
lista. En ég kalla það fúsk að
ganga ekki fyllilega frá giuggun-
um þannig að heildin Uti út eins
og nýtt sé.
Gatnaviðgerðir
Skattgreiðandi hringdi:
Það er með ólikindum að ráða-
menn Reykjavikur skuU láta það
ganga yfir sig ár eftir ár að verk-
takar - eða einhverjir aðrir,
kannski gatnamálastjóri og
starfsiið hans - ráðist til atlögu
við helstu götur borgarinnar í
sumarbyrjun og taki tilvið fræs-
ingar og malbik. Sömu göturnar
ár eftir ár. Oftast nær þurfa öku-
menn aö aka á uppfræstum göt-
unum langtimum saman áður en
viðgerðum er lokið. - Það sem nú
þarf að gera er að kanna hvað
veldur þessum endurteknu
vinnubrögöum og taka síðan fyr-
ir þessa eyðslu. Það er þó tU skýr-
ing á fyrirbærinu, fjandakornið.
Staðasamn-
ingamála
Ölafur Björnsson hringdi:
Ekki kemur mér á óvart þótt á
næstunni yrði ein stór sprenging
hjá launþegahreyfingum hér á
landi. Ekki einvörðungu vegna
launamála sem slíkra heldur þess
að nú stefnir í algjört samstöðu-
leysi milli hinna ýmsu félaga inn-
an ASÍ og varanlegan aðskilnað
í baráttumáium stærstu hags-
munafélaganna. Sterkir einstakl-
ingar innan launþegasamtak-
anna sjá sér þann kost vænstan
í dag að draga sig alveg út úr
samningaþófinu um þjóöarsátt og
viðlíka fyrirbæri og stefna að
nútímalegri háttum eins og
vinnustaðasamningum, a.m.k.
við stærri vinnuveitendurna.
Gamlarmyndir
Helgi Kristinsson skrifar:
Mig langar til að vekja máls á
því, þótt seint sé, að umboösaðili
„Upperdeck“ (myndir af íþrótta-
stjömum) hefur markaðssett
gamlar myndir i tilefni HM-
keppninnar í knattspymu. -
Myndirnar era síðan 1993 og stór
hluti þeirra er af leikmönnum
þjóða sem tryggðu sér ekki þátt-
tökurétt á HM í Bandaríkjunum,
t.d. Englands, Austurríkis, Skot-
lands, Danmerkur og Úrúgvæ.
Þessa pakka notar t.d. Vífilfell i
HM-leik sínum. Skyldu innflytj-
endur fá eitthvað gefins sem ætti
að fara á haugana - eða greiða
fyrir þetta!