Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Page 25
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
33
Fréttir
Laxáí Aðaldal:
Laxarnir dýrir
„Ég fékk einn lax og það bjargaði
veiðitúrnum, þetta var 14 punda fisk-
ur og veiddist á Fornuflúð,“ sagði
Ragnar Sverrisson, veiðimaður á
Akureyri, en sögur segja að hann
hafl verið að koma úr dýrum veiðitúr
úr Laxá í Aðaldal. Nokkuð hundruð
þúsund króna veiðitúr. En veiðin í
Laxá í Aðaldal hefur verið mjög róleg
það sem af veiðitímanum og komnir
kringum 500 laxar á land. Laxá í
Aðaldal er reyndar ekki ein um þessa
rólegu veiði, fleiri ár flokkast undir
þetta og þá sérstaklega fyrir norðan.
„Ég setti í mikiu stærri fisk en
þennan 14 punda á Fornuflúð en
hann slapp. Nei, þetta var ekki rosa-
lega dýr veiðitúr en auðvitað kostaði
hann sitt. En maður ræðir aldrei
hvað laxarnir kosta, það gerir enginn
veiðimaður. Það bjargaði miklu að
fá þennan lax. Við veiðimenn erum
svo svakalega bjartsýnir að við erum
farnir að tala um næstu sumur, þau
eiga að verða svo góð. Og svo tala
veiðimenn um næsta mánuð, hvort
laxinn komi ekki bara þá. Svona eru
veiðimenn. Þetta er líka spennan
hvort maður veiðir eitthvað eða ekki.
Annars væri ekkert gaman í þessum
veiðiskap," sagði Ragnar sem ætlaði
í Miöfjarðará um miðjan ágúst.
Elliðaámar:
460 laxar komnir á land
• Jón Sigurðsson með laxana sína úr Eliiðaánum í gærmorgun, annan á
maðk, hinn á flugu. Elliðaárnar hafa gefið 460 laxa. DV-mynd G.Bender
„Þetta var allt í lagi, við fengum tvo
laxa, annan á maðk og hinn á flugu.
Þessir fiskar veiddust á Hrauninu og
í Skáfossum," sagði Jón Sigurðsson
í samtah við DV í gærdag er hann
var að hætta veiðum í Elliðaánum.
En fyrir mat í gær veiddust 16 laxar
i ánni. Árnar hafa gefið 460 laxa og
hann er 18 pund sá stærsti ennþá.
Veiðimaðurinn var Hákon E. Guð-
mundsson.
„Við fengum laxana víða um ána
og alla á maðk, takan var ágæt. Þetta
voru sjö laxar sem ég fékk,“ sagði
Snæbjörn Kristjánsson en hann var
við veiðar í ánni fyrir mat.
Heldur færri laxar eru komnir í
gegnum teljarann heldur en í fyrra
eða 1466 á móti 1648. Heildarlaxveið-
in er líka heldur minni.
Tilkyimingar
Jeppaferð með fjölskylduna
Á morgun, laugardag, er Toyota jeppaeig-
endum boöið aö slást í hópinn í skemmti-
lega dagsferö þar sem keyrt veröur um
sunnlenska afrétti Hnmamanna og
Gnúpverja, frá Tungufelli vestanmegin
og sem leiö liggur yfir í Þjórsárdal aö
austanverðu. Lagt verður af stað frá Toy-
ota, Nýbýlavegi 4-8 í Kópavogi, stundvís-
lega kl. 9. Nánari uppl. í sima 634400.
Sérslátta minnispeningsins. Kunnáttumenn segja áferð hans mun skýr-
ari og fallegri en hinnar eiginfegu sláttu þar sem hann sé handfægður.
Mynd Myndsmiðjan/Guðnl
Byggöasafniö á Akranesi:
Einstök sér-
sláttaámeðal
sýningarmuna
Siguröux Svenrisson, DV, Akranesr
Eina eintakið sem vitað er um að
til sé hérlendis af sérsláttu minni-
spenings um Jón forseta Sigurðs-
son er meðal muna á sýningu sem
nú stendur yfir í byggðasafninu í
Görðum á Akranesi.
Að sögn Jósefs Þorgeirssonar,
lögfræöings á Akranesi, er pening-
urinn sem hér um ræðir 500 króna
gullmynt sem gefin var út í 10.000
eintökum af Seðlabanka íslands
1961 að tilhlutan Hrafnseyrar-
nefndar.
Útgáfan var til að minnast þess
að þá voru 150 ár liðin frá fæðingu
Jóns Sigurðssonar. Jörundur Páls-
son teiknaði peninginn á sínum
tíma.
Hana nú í Kópavogi
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt verður
af staö frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10.
Nýlagaö molakaffi.
Félag eldri borgara í Rvík
og nágrenni
Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverfis-
götu 105, kl. 10 á morgun.
Félag eldri borgara í
Kópavogi
Spiluð verður félagsvist aö Fannborg 8
(Gjábakka) í kvöld, fóstudagskvöld, kl.
20.30. Húsið öllum opiö.
Lokadagur
í dag, föstudag, er lokadagur Vinnuskól-
ans og íþrótta- og leikjanámskeiðanna í
Hafnarfirði. Þessi dagur hefur veriö hald-
inn hátíðlegur síðustu ár og nú á ári fjöl-
skyldunnar veröur hátíðin umfangsmeiri
en áöur. Markmiöiö er aö fá alla flöl-
skylduna til aö koma á svæðið og
skemmta sér saman. Auk þess er ætlunin
að nota tækifæriö og kynna íjölskyldu-
meðlimum hluta af því sem böm og ungl-
ingar hafa veriö að starfa aö í sumar.
Tapað fundið
Stórt, brúnt veski
með skilríkjum, debetkorti, ávísunum,
ávísanahefti og miklum peningum í tap-
aöist sl. miövikudagskvöld, líklega í
Hlíðahverfinu. Fundarlaun í boöi.
Finnandi vinsamlega hafi samband viö
Guðmund Guðlaugsson í síma 618236 eöa
22020 eða sendi veskið í Barmahlíð 48,
kjallara.
Hjól fannst
Blátt og svart Muddy Fox Sorcerer hjól
fannst sl. laugardagsmorgun í Laugar-
neshverfmu. Hafiö samband í sima 37189
eftir helgi.
Veiðivon
Gunnar Bender
Hofsá í Vopnafirði:
21 punds
laxá
flugu
- boltableikjur á land
„Núna er Hofsá komin meö 210
laxa og þaö er um þaö bil 60 löx-
um núnna en á sama tíma í fyrra.
Stærsti laxinn er 21 pund og það
var Breti sem veiddi fiskinn í
Símahyl,“ sagöi Eiríkur Sveins-
son á AJtureyri í gærkvöld.
„Smálaxinn hefur aðeins látið
sjá sjá sig, einn og einn lax.
Fnjóská hefur gefið 60 laxa og
hann er 19 pund sá stærsti, Smári
Jónsson veiddi fiskinn í Rauöhyl.
Það hafa veiðst boltableikjur í
ánni, þær stærstu 8 pund og
raargar 4,5 og 6 pund. Svona væn-
ar bleikjur hafa veiðst líka í Eyja-
Qarðará, sú stærsta 9 pund,“
sagði Eiríkur í lokin.
• Jón Hilmar Karlsson og Július
Sigurbjartsson meö 11 og 9 punda
laxa úr Tjarnará á Vatnsnesi í vik-
unni. Veiðst hafa 6 laxar í ánni.
DV-mynd Hannes Pétursson
Tjarnará á Vatnsnesi:
Fyrstu laxarnir
komnir á land
Við fengum tvo laxa, 11 og 9 punda
á maðk, en það er kvótinn og stöngin
kostar fjögur þúsund," sagði Hannes
Pétursson en hann var að koma úr
Tjarnará á Vatnsnesi í vikunni. En
leyfð er einn stöng í ánni og kostar
hún fjögur þúsund, kvótinn er tveir
laxar.
„Við sáum lax og eitthvað af bleikju
en þetta er í það fyrsta í ánni. Áður
en við komum höfðu veiðst fjórir lax-
ar. Laxinn gæti farið að mæta í rík-
ari mæli næstu dagana þvlvatnið er
gott í ánni,“ sagði Hannes enn frem-
ur.
Videobíllinn
heitir nýtt fyrirtæki sem hefur verið
stofnað á sviði heimsendingarþjónustu
og er hlutverk þess að senda heim video-
spólur, gos, snakk, tóbak og sælgæti allan
sólarhringinn. Hringt er í bílinn og pant-
aö og eru vörurnar síöan keyröar heim
að húsdyrum og ef spóla er pöntuö er hún
sótt daginn eftir. Þjónustan nær yfir höf-
uðborgarsvæðið. Eigendur Videobílsins
eru Jóhann Gunnarsson og Siguröur
Frosti Þóröarson. Pöntunarsíminn er
644646.
Litli ökuskólinn
Litli umferðarskólinn hefur starfsemi
sína á morgun, laugardag, kl. 13. Skólinn
mun starfa næstu helgar frá kl. 10-17.
Vikuna 25.-29. júli mun skólinn starfa frá
kl. 10-17. Skólinn er við Lækjarskólann.
Starfsemin er ætluð börnum á aldrinum
5-10 ára og fá þau ökuskírteini aö lokinni
fræðslu og þess vegna er æskilegt aö þau
komi meö passamynd meö sér. Þátttöku-
gjald er kr. 500. Nánari uppl. eru veittar
í Vitanum í sima 50404.
3. deild karla
HÖTTUR-
REYNIR, SANDGERDI
23. júlí kl. 14.00
1. deild kvenna
HÖTTUR - STJARNAN
23. júlí kl. 16.00
Allir á völlinn og
styðjum Hött tii sigurs!
Allt í veiðiferðina
Veiðileyfin í Oddastaðavatn
og beitan góða.
LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751