Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1994, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
35
pv Fjölmiðlar
Ekki
meira,
Elín Hirst
Eins og Elín Hirst getur stund-
um heillað mann þá getur hún
hka orðiö þess valdandi að maður
fær klígju. Þessi síðari tilfinning
streymdi um mann þegar hún tók
í höndina á Davíð Oddssyni í 19:19
í gærkvöldi og bauð hann vel-
kominn í þáttinn.
Þarna var augljóslega gerö til-
raun til þess aö fá áhorfendur
Stöðvar 2 til að halda að Davíð
væri einkavinur Elínar og Stöð 2
hefði verið svo frábær að fá hann
í heimsókn. Tilraunin mistókst.
Auðvitað átti Elín að vera búin
að taka í höndina á Davíð og
heilsa honum áður en myndavél-
unum var beint að þeim.
Þetta var enn eitt „viðerumæð-
isieg“-atriðið á Stöð 2 en innstæð-
an fyrir slíku er því miður ekki
fyrir hendi. Elin hefur mannskap
til að gera betur og fréttirnar
verða ekki harðar og góðar á
meðan tekið er í höndina á ráð-
herrum i beinni útsendingu.
En eitt er það sem Stöð 2 gerir
vel en Ríkissjónvarpið illa. Þaö
er sýning ósjálfstáeðra fram-
haldsþátta. Stöð 2 sýnir slíka
þætti kvöld eftir kvöld en af
óskiljanlegum ástæðum sýnir
Ríkissjónvarpið þá vikulega.
Engu máli virðist skipta þótt
þættirnir séu aðeins tveir eða
þrír. Sérstaklega yfir sumartím-
ann veldur þetta áhorfendum
ótrúlegu ónæði og þættirnir
missa marks.
Vonandi fara þeir á Laugavegi
176 að taka Lynghálsfólkið sér til
fyrirmyndar í þessum efiiurn.
Björn Jóhann Björnsson
Andlát
Guðmundur Nikulásson, Grensás-
vegi 56, andaðist þann 20. júlí.
Gunnþórunn Hannesdóttir, áður
Bólstaöarhlíð 42, lést á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund aðfaranótt
fimmtudagsins 21. júlí.
Guðný Helgadóttir, Hvassaleiti 30,
lést 20. júlí.
Brynjólfur Árnason andaðist á
sjúkrahúsi í Svíþjóð aðfaranótt 20.
júh.
Ásgeir Stefánsson, Hraunbraut 17,
Kópavogi, lést í Landspítalanum
þann 20. júh síðastliðinn.
Jarðarfarir
Halldóra Sigrún Sigurðardóttir frá
Oddsstöðum verður jarðsungin frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 23. júlí kl. 14.
Árni Þórðarson frá Flesjustöðum,
Dvaiarheimili aldraðra, Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Kolbeins-
staðakirkju laugardaginn 23. júlí kl.
14.
Útför Árnýjar Aðalheiðar Hannibals-
dóttur, Tangagötu 10, ísafirði, fer
fram frá ísafiarðarkapehu laugar-
daginn 23. júh kl. 14.
Guðrún Valdimarsdóttir, Hæðar-
garði 33, sem lést í Borgarspítalanum
17. júlí sl., verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju fostudaginn 22. júh
kl. 15.
Magnús Gunnar Gíslason, Stað,
Hrútafirði, sem andaðist í Landa-
kotsspítala laugardaginn 16. júh sl.,
verður jarðsunginn frá Staðarkirkju
laugardaginn 23. júlí kl. 14. Sætaferð-
ir verða frá BSÍ kl. 11 sama dag.
Þórdís Þorsteinsdóttir, Meiritungu,
verður jarðsúngin frá Árbæjarkirkju
laugardaginn 23. júlí kl. 14.
\\\\\\\V\\\\^
Þverholti 11 - 105 Reykjavík
Sími 91-632700
Bréfasími 91 -632727
Græni síminn: 99-6272
Hvort ég mundi skrifa undir lán fyrir bróður þinn?
Fyrr mundi ég skrifa undir fjárlög ríkisins.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
siökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið
s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666,
slökkvilið 12222, sjúkrahúsiö 11955.
Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s.
22222.
ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas.
og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í
Reykjavik 22. júlí til 28. júlí 1994, aö báðum dög-
um meðtöldum, verður í Borgarapóteki, Álfta-
mýri 1-5, simi 681251. Auk þess verður varsla í
Reykjavikurapóteki, Austurstræti 16, simi
11760, kl. 18 til 22 v.d. og kl. 9 til 22 á laugardag.
Uppl. um læknaþj. eru gefnar í sima 18888.
Mosfellsapótek: Opiö virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek
opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30,
Hafnarfiarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa
opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14
og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs-
ingar í símsvara 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó-
teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfiafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar í síma 22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11100,
Hafnarfjörður, sími 51328,
Keflavík, sími 20500,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykja/íkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfiaþjónustu í símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans (s.
696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveik-
um allan sólarhringinn (s. 696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Kefla vík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvaktfrá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl.
15-16.30
Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30-
19.30.
Flókadeild: Kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16.
Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Ki.
15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20.
Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Sunnudaga kl. 15.30-17.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst.
Upplýsingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122,.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud.
kl. 15-19.
Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víös
vegar um borgina.
Vísir fyrir 50 árum
Föstudaginn 22. júlí:
„Drepið ekki Hitler” segir H.G. Wells.
Hann vill láta setja hann á geðveikrahæli.
Spakmæli
Sá sem léttir byrðar einhvers annars
lifir ekki til einskis.
Ch. Dickens
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar-
bókasafnið i Gerðubergi, fimmtud. kl.
14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl.
10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar. Opið alla
daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Högg-
myndagarðurinn er opinn alla daga.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud.
kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi-
stofan opin á sama tima.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14Á9.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn fslands er opið daglega
ki. 13-17 júní-sept.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S.
814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. -laugard.
Þjóðminjasafn fslands. Opið daglega
15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokað á
mánudögum.
Stofnun Árna Magnússonar: Hand-
ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu
opin virka daga kl. 14-16.
Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel-
tjarnarnesi: Opið kl. 12-16 þriðjud.,
fmuntud., laugard. og sunnudaga.
Minjasafnið á Akureyri, Aöalstræti 58,
sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar-
tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til
17.15. sept.fil 1. júní sunnud. frá 14-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 11390.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík sími 621180.
Seltjamarnes, sími 27311.
Kópavogur, sími 985 - 28078
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfiörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Stjömuspá
Spáin giidir fyrir laugardaginn 23. júlí.
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Gerðu ekki of miklar kröfur. Ákveðið samband er undir mikiu
álagi. Það er ekki ráðiegt að taka Qárhagslega áhættu núna.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Þú tekur forystuna og stjómar öðrum núna enda hefuröu hæfi-
leika til þess. Þú skipuleggur það sem gera þarf.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Þú ferð í skemmtilegt ferðalag. Þú ert kappsamur enda með
hressu fólki. Dagurinn verður árangursríkur.
Nautið (20. apríl-20. maí):
Láttu aðra eiga frumkvæðið. Þér gengur ekki sem best enda hef-
ur hugmyndaflugið oft verið auðugra en nú. Slakaðu á í kvöld.
Tviburarnir (21. maí-21. júní):
Þú færð gagnlegar upplýsingar. Þær lífga upp á annars líflítinn
dag. Reyndu að koma skikki á fjölskyldumálin.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Þú færð hrós fyrir vinnu þína enda hefur þér gengið vel að und-
anfómu. Reyndu að leysa úr öllum vandamálum um leið og þau
koma upp.
Ljónið (23. júli-22. ágúst):
Segðu hvað þú meinar og tjáðu tilfmningar þínar. Aðrir geta
ekki lesið hug þinn. Breytingar reynast þér hagstæðar.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Þú tekur þátt í samkeppni af fullum krafti enda kemur hún víða
við sögu, jafnt í vinnu sem í einkalífi. Happatölur era 12,16 og 24.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Reyndu að byggja þig upp, andlega sem líkamlega. Þú skalt ekki
troða öðmm um tær ef þeir óska ekki eftir því.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
HUtaðu ekki við að gera eitthvað óvenjulegt tll þess að gleðja
aðra. Eitthvað óvænt breytir gangi mála í dag.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Málefni annarra verða að hafa forgang í dag. Þú verður að endur-
skipuleggja það sem þú ætlaðir að gera.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Gefðu öðmm tækifæri og sýndu víðsýni. Vertu réttlátur en sýndu
staðfestu um leið.
Ævintýraferðir í hverri viku Áskriftarsíminn er 63*27-00 %
til heppinna -
áskrifenda Island
DV! Sækjum þaö heim!