Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Page 2
2 LAUGARDAGUR 23. JÚLl 1994 Fréttir Frystitogarar veröa að koma með allan úrgang í land 1996: Stef nir í 10 milljarða vonlausa fjárf estingu skilar engu, segir fulltrúi LIU „Eg vona aö menn fari að bretta upp ermar og slá þessa vitleysu af. Þetta hefur veriö reiknaö út af fjölda sérfræöinga og þaö er ljóst aö þetta skilar engu,“ segir Björn Jónsson, fulltrúi hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna. 1. september 1996 taka gildi lög frá 1992 sem skylda öll fiskiskip meö fullvinnsluleyfi til að koma með all- an fisk og fiskúrgang að landi. Þessi lög voru mjög gagnrýnd á sínum tíma vegna þess að útvegsmönnum þótti einsýnt að þessu fylgdi kostnað- ur en enginn ávinningur. Lítið hefur heyrst um málið í seinni tíð og engar breytingar eru fyrirsjáanlegar á lög- unum þannig að ljóst er að það stefnir í aö með gildistöku þeirra verði skipin að koma með úrganginn í land eftir tvö ár. Það eru einkum tvær leiðir sem menn eiga í því efni, í fyrsta lagi að bagga úrganginn, frysta hann og koma með hann í land jafnvel til að henda honum. Hin leið- in er að koma upp bræöslu um borð til lýsis- og mjöMnnslu. Eftir því sem næst verður komist er aðeins eitt íslenskt skip meö bræðslu í dag, Þerney RE, hið nýja frystiskip Granda h/f. Þá er Siglir, skip Siglfirðings á Siglufirði, með verksmiðju um borð en hann er und- ir hentifána. Gunnar Júlíusson, einn aðaleig- enda Sighs, segir að verksmiðjan hafi komið þokkalega út þrátt fyrir lágt verð. „Þetta kemur vel út vegna þess að verksmiöjan var í skipinu. Þaö er alveg ljóst að þaö gengur ekki upp að breyta þeim skipum sem fyrir eru til að þessi fjárfesting standi und- ir sér. Það kostar ekki undir 250 milljónum að breyta hefðbundnum frystitogara í þessa veru þegar tekið er tillit til allra þátta. Það þarf að lengja skipin sem kallar á að kaupa úreldingu á móti. Þá þarf aö kaupa búnaðinn sjálfan," segir Gunnar en útgerð hans gerir einnig út hefð- bundinn frystitogara, Siglfirðing. Gunnar segir aö síðasti túr hjá Sigli hafi gefið 200 tonn af mjöh og 45 tonn af lýsi að verðmæti um 6 mihjónir króna. Að baki þessum afurðum séu um 1600 tonn af úthafskarfa upp úr sjó. Hann segir að helmingur fari í kostnað þannig að eftir standi 3 millj- ónir. Ef litið er til alls flotans í þessu efni og niðurstöður úr veiðiferð Sigl- is heimfærðar á frystitogara sem þarf að útbúa sig, fyrir mjölvinnslu má leiða að því getum að sá gæti framleitt 500 tonn af mjöh og 120 tonn af lýsi á ári. Verðmæti þessara afurða gætu verið um 15 milljónir. Helming- urinn fer í kostnað þannig að eftir standa 7,5 milljónir til að greiða nið- ur fjárfestingu upp á 250 milljónir. Samkvæmt þessu vantar mikið upp á að náist upp í vexti. Hin leiðin varð- andi úrganginn er að pakka honum og frysta. Þá þarf einnig að stækka skipin til að hafa pláss í frystilestum. Það stefnir því í að frystitogaraflot- anum vefði ýtt út í vonlausa viðbót- arfjárfestingu upp á 10 milljarða. Stuttar fréttir Mikil skjálftavirkni Að mati jarðfræöinga hefur óvenjumikíl skjálftavirkni verið í iðrum jaröar á íslandi siðustu daga. Skjálftar hafa fundist viða um Suðurland og Vesturland. Smánaðafangelsi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt ungan karl- mann í 3 mánaöa fangelsi fyrir að hafa flutt út dauða fugla frá Akureyritil Noregs. RÚV greindi frá þessu. Sendiráð i Berlin Ríkisstjómin samþykkti á fundi sínum í gær að byggja húsnæði fyrir sendiráð í Berhn í samvinnu viö hin Noröurlöndin. Símakonurflytja Símakonurnar sem svara í 02 og 03 hjá Pósti og síma fluttu að- setur sitt í gær úr Landssímahús- inu að Ármúla 27. Um leið var nýtt og fullkomnara símkerfi tek- ið í notkun í Ármúlastöðinni. Nýlánskjaravísitaia Samkvæmt útreikningum Seðlabankans er lánskjaravísi- talan 3370 fyrir ágúst nk. Þetta er 0,36% hækkun frá fyrra mán- uði. Síðustu þrjá mánuði hefur lónskjaravísitalan hækkað um 2,8%. MestloðnaáSigló Búið er að veiöa 110 þúsund tonn af loðnu á yfirstandandi vertíð. Eftir er að veiða 526 þús- und tonn. Til þess hefur mest borist á land á Siglufirði, eða um 21 þúsund tonn. Aukiðfraktflug Fraktflutningar i mihilanda- fiugi Flugleiöa jukust um 17% fyrstu fimm mánuöi ársins miðað við sama tíma í fyrra. í frétta- bréfi Flugleiöa kemur fram að af einstökum rekstrareiningum sé bjartast yfir fraktdeildinni. Sighvatur með tillögur Sighvatur Björgvinsson kynnti á ríkisstjómarfundi i gær tillögur um hvemig megi auka fjárfest- ingar útlendinga á íslandi. Tillög- umar felast einkum í því að gera erlendum fjárfestum auðveldar fyrir að afla sér upplýsinga um ísland í samráði við Útílutnings- ráð og fleiri aðila. Eldur í Valsheimilinu Eldur kom upp i Valsheimilinu við Hlíðarenda i gær. Samkvæmt upplýsing- um RLR voru unglingar í sumarvinnu með aðstöðu í anddyri nýrra iþrótta- hússins. Þegar einn þeirra ætlaði að fylla á sláttuorf sem hann vann við og lagði það á gólfið i anddyrinu myndaðist neisti sem kveikti i bensini sem lekið hafði á gólfið. Er mál manna að það hve slökkviliðið var fljótt á staðinn, en það er í næsta húsi, hafi bjargað þvi að ekki fór verr en tölu- vert bensín var geymt í anddyrinu. Slökkvistarf gekk vel en rjúfa þurfti þekju hússins til að ráða niðurlögum eldsins. Litlu mátti þó muna að eldur- inn bærist í sal iþróttahússins en hann fylltist af reyk. DV-mynd Sveinn Hinn umdeildi sæstrengur var tekinn i land í Vestmannaeyjum í gær. Streng- urinn kemur á land i Höfðavík, norðan við Stórhöfða, á vesturströnd Heima- eyjar. Vinnan gekk að óskum í gær enda var veður gott. DV-mynd ÓG Hestaíþróttir: íslandsmótinu lýkur á morgun íslandsmótlnu í hestaíþróttum í Kópavogi lýkur á morgun með úrsht- um og verðlaunaafhendingu. For- keppni var haldið áfram í gær en mótið fer fram í Kópavogi. í forkeppni í tölti fulloröinna uröu efstir Sigurbjörn Bárðarson á Odda og Hafliði Halldórsson á Nælu. í fimmgangi fullorðinna urðu Atli Guðmundsson á Hnakka og Guð- mundur Einarsson á Brimi efstir í forkeppninni. Efstur í forkeppni unglinga í fimm- gangi varð Guömar Þór Pétursson á Kalsa. í fimmgangi ungmenna varð Sigurður Matthíasson efstur á Svarti. Hussein Jórdaniukonungur millilenti á Keflavikurflugvelli á fimmta tímanum í gær á leið sinni til Bandaríkjanna. Þar hittir hann Rabin forsætisráðherra ísraels og munu þeir eiga fund sem er liður í friðarumleitunum á milli þjóð- anna tveggja. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hitti Hussein að máli. Sagði Jón Baldvin í samtali við DV að þeir hefðu meðal annars rætt um friðar- horfur á milli Jórdaníu og ísraels. Hann hefði spurt Hussein hvaða vonir hann hefði um árangur á fyrirhuguðum fundi i Bandarikjunum. „Hann tók það skýrt fram að þess yrði ekki að vænta að það yrði formleg undirritun á friðarsamningum. Engu að síður sagði hann að þetta yrði mjög mikilvægur fundur ef hann gengi að óskum. Þá myndi hann skipta sköpum fyrir land hans og þjóð,“ sagði Jón Baldvin. DV-mynd Ægir Már Þlngflokkur Kvennalistans: Jón Baldvin vanhæfur „Þingflokkur Kvennalistans lýsir yfir furðu sinni á yfirlýsingum utan- ríkisráðherra um aðild Islands að Evrópusambandinu. Ummæh hans sem utanríkisráðherra í ríkisstjóm íslands hljóta að veikja samnings- stöðu okkar þegar að viöræðum kemur um tvíhhöa viðskiptasamn- ing íslands og sambandsins. Ráð- herra sem þannig brýtur í bága við samþykktir Alþingis er vanhæfur í’ starfi. Atburðir síðustu daga eru enn ein sönnun þess aö ríkisstjórnin er óstaríhæf og ætti að segja af sér,“ segir í samþykkt þingflokks Kvenna- hstans um Evrópumáhn frá í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.