Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1994, Qupperneq 6
6
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1994
Stuttar fréttir
Laxarnir svttna
Hitinn hefur veriö svo mikill í
Svíþjóö undanfama daga að laxar
í eldisstöðvum em farnir aö
svitna.
Hass í f iskibáti
Átta eru í haldi norsku lögregl-
unnar fyrir að smygla 12 kílóum
af hassi meö fískibát.
Mitterrandheim
Francois Mit-
ten-and Frakk-
landsforseti
hefur fengið
leyfi lækna
sinna tilaöfara
heim af sjúkra-
húsinuí dagen
hann gekkst
undir aðgerð á blöðruhálskirtli i
vikurmi.
Tékkaróhressir
Flestir Tékkar eru óliressir með
einkavæðingaráætlanir ríkis-
sfjómarinnar.
Nýlög
ítalska stjórnin íhugar nýtt
lagafrumvarp um gæsluvarðhald
í stað umdeildrar tilskipunar.
Kohlíham
Helmut Kohl Þýskalandskansl-
ari gagnrýndi jafnaðarmenn fyrir
að mynda fylkisstjórn með fyrr-
um kommúnistum.
VopnahléíSúdan
Stjórn Súdans hefur lýst yfir
vopnahléi i ii ára borgarastríði
við uppreisnarmenn.
Simpson segir ekki ég
Ruðningskappinn O.J. Simpson
lýsti sig saklausan afákærum um
að hafa myrt fyrrum eiginkonu
sína og vin hennar.
UppreisníGambíu
Gambískur hermenn gengu
berserksgang í höfuðborg lands-
ins og heimtuðu laun.
Tansu Ciller,
forsæiisráð-
hcrra Tyrk-
lands, sagði i
viötali við
franska blaðið
Le Figaro að
Kúrdar hefðu
heilaþvegið
Vesturlandabúa og vísaði áhyggj-
um af mannréttindum á bug.
Olíuverð upp á við
Olía hækkaði í verðí í London
vegna aukinnar hörku í verk-
fallsátökum í Nígeríu.
Perry hvetur
Wilham Perry, landvarnaráð-
herra Bandaríkjanna, hvetur
Bosniu-Serba til að breyta af-
stöðu til friðaráætlunar.
Reuter, Ritzau
Vöruverð erlendis:
Kaffið hækkar
oghækkar
Kaffiverð á erlendum mörkuðum
heldur áfram að hækka. Á einu ári
hefur kafíið hækkað í verði um rúm
200% og um 70% á aðeins tveimur
mánuðum. Sömuleiöis hefur sykur-
verð verið á uppleið síðustu vikur.
Hlutabréfavísitölur í helstu kaup-
höllum heims hækkuðu nokkuð fyrr
í vikunni en hafa flestar lækkað lítil-
lega aftur. Undantekningin er þó
London en FT-SE 100 hækkaði á
fimmtudag vegna ótta við vaxta-
hækkanir í Bandaríkjunum.
Bensín- og olíuverð á heimsmark-
aði lækkaði um nokkra dollara á
þriðjudag en hefur hækkað aftur.
Verkfall olíuverkamanna í Nígeríu
hefur þau áhrif tð hráolíufram-
leiðsla í heiminum hefur minnkað
um 100 þúsund tunnur á dag.
Utlönd
Hjálparstofnanir í Rúanda aö kikna:
Hóttafólk beðið
um að fara heim
Starfsmenn hjálparstofnana eru að
kikna undan álaginu í flóttamanna-
búðum í Saír þar sem landflótta Rú-
andamenn hafa dáið þúsundum sam-
an úr kóleru og annarri óáran und-
anfarna daga. Nú er svo komið að
flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur beðið eina milljón
flóttamanna, þar af þúsundir ungra
barna, um að snúa aftur heim.
Ástandið í flóttamannabúðunum
fór hríðversnandi í gær og höfðu
franskir hermenn og hjálparstarfs-
menn í Goma í Saír ekki undan að
setja lík ílóttafólks ofan í skurði til
greftrunar.
Hvalastríði grænfriðunga og Pauls
Watsons gegn Norðmönnum fer nú
senn að ljúka þar sem hvalveiðamar í
ábataskyni eru að verða búnar á þess-
ari vertíð. Líkur eru jafnvel á áð síð-
asti hvalurinn verði skotinn undan
ströndum Norður-Noregs um helgina.
Grænfriöungar efndu til mótmæla-
aðgerða fyrir utan utanríkisráðu-
neytið í Ósló í gær og reyndu á tákn-
rænan hátt að loka ráðuneytið af.
„Viö teljum að þeim sé óhætt að
snúa heim núna. Hér erum við aö
berjast við kóleruna, við að koma
upp búðum og þetta er algjör mar-
tröð,“ sagði Panos Moumtzis, tals-
maður fóttamannastofnunar S.Þ.
Nokkur hundruð hútúmenn hafa
þegar haldið heimleiðis en ekki var
ljóst hvort allur þorri flóttamann-
anna mundi fallast á heimferð.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti til-
kynnti í gær að aðstoð Bandaríkja-
manna við flóttamennina yrði tafar-
laust aukin til mikilla muna. Hann
sagði einnig að bandarísk stjórnvöld
myndu styðja að friðargæslusveitir á
Tveir hvalveiðiandstæðinganna
klifruðu upp veggi ráðuneytisins
með fjallgöngubúnaði og breiddu úr
borða þar sem Norðmenn voru
hvattir til að stöðva hvalveiðarnar.
Fjórtán manns voru fluttir til yfir-
heyrslu í höfuðstöðvar lögreglunnar.
Skipstjórinn á hvalbátnum Senet,
Arvid Enghaugen, sem grænfriðung-
ar hafa hvað eftir annað truflaö við
veiðar hefur krafist þess að lagt verði
vegum S.Þ. yrðu sendar til að aðstoða
flóttamennina við að fara aftur til
síns heima.
Boutros Boutros-Ghali, fram-
kvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að
rúmlega fjögur hundruð milljónir
dollara væru nauðsynlegar í neyðar-
aðstoð fyrir flóttamennina eða um
tvöfalt meiri tjármunir en hann taldi
upphaflega.
Allt að helmingur sjö milljóna íbúa
Rúanda héfur ýmist verið myrtur,
rekinn burt úr átthögum sínum eða
flúið úr landi undan átökum upp-
reisnarmanna og stjórnarhersins
undanfarna mánuði. Reuter
hald á Greenpeace-skipið Sirius og
fleiri verðmæti vegna skaðabóta-
kröfu upp á tæpar tvær og hálfa
milljón íslenskra króna.
Að sögn talsmanns lögreglunnar í
Ósló verða grænfriðungarnir sem
voru handteknir í gær sendir úr
landi við fyrsta tækifæri. Grænfrið-
ungar segja viðbrögð lögreglunnar
ekki í samræmi við tilefnið.
ViljaaðDelors
farðíforseta-
framboðið
Jacques De-
lors, forseti
framkvæmda-
sijórnar Evr-
ópusambands-
ins, hefur oft
verið orðaður
við framboð til
forseta í
Frakklandi á næsta ári fyrir hönd
sósíahstaflokksins. Nú er svo
komið að sett liefur verið á lagg-
irnar nefnd til aö vinna að fram-
boði hans.
Það er sósíalistínn Lucien
Weygand, forseti héraðsstjórnar-
innar í Bouches-du-Rhone, sem
stendur fyrir nefndimti. Wey-
gand hefur fengið rúmlega tvö
þúsund stuðningsbréf frá því
hann setti auglýsingu í blöð þar
sem hann hvattí Delors til að
bjóða sigfram.
Lífsvenjur geta
aukiðbeinþynn-
ingarhættu
Táningar sem reykja, borða
ruslfæði og liggja bara í leti fyrir
framan sjónvarpstækið eru með
framferði sínu aö auka hættuna
á að fá beinþynningu síðar á lífs-
leiðinni.
Þetta kemur fram i grein eftir
flnnska vísindamenn í breska
læknablaðinu sem kom út í gær.
Vísindamennirnir fylgdust með
264 drengjum og stúlkum á aldr-
inum niu til átján ára þar til þau
voru orðin 20 til 29 ára gömul.
Þeir mældu beinmassa unga
fólksins og fylgdust jafnframt
með lífsvenjum þess, svo sem
reykingum, líkamsrækt og mat-
aræði.
Nýttdanskt
bóluef ni fyrir öll
börn prófað
Danskir og bandarískir vís-
indamenn eru að þróa nýtt og
byltingarkennt bóluefni sem á að
vera aðgengilegt fyrir öll börn og
gera fjö’lmargar sprautur og
læknisheimsóknir ónauðsynleg-
ar.
Nýja bóluefnið er gegn bama-
veiki, stífkrampa, lömunarveiki
og kíghósta og ef prófanir á því
ganga eins og vænst er verður
það komið á markaðinn undir
árslok 1995.
Lars Pallesen, framkvæmda-
stjóri danska blóðbankans, segir
í viðtali við Politiken að bóluefnið
sé mikilvægur áfangi í að fyrir-
byggja barnasjúkdóma. Danir
gera ráð fyrir að ílytja bóluefnið
út, einkum til ríkra landa þar sem
það er dýrt í framleiðslu.
Christophernáði
ekkifriðarsamn-
ingiviðSýrland
Warren
Christopher,
utanríkisráð-
herra Banda-
ríkjanna, lauk
friöarför sinni
um Mið-Aust-
urlönd í gær án
þess að takast
að leysa þrátefli ísraelsmanna og
Sýrlendinga um Gólanhæðimar.
Talsmaður Sýrlandsstjórnar
sagöi að Assad forseti heföi lýst
því yfir við Christopher að hann
væri reiðubúinn að ræða skref
sem gætu þokað friöargerðinni
áleiöis. Hann vildi þó ekki skýra
nánar frá tilboði Assads.
Christopher mun brátt snúa
aftur til Mið-Austurlanda til að
halda áfram friðarviðleitni sinni.
Reuter
NTB, Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis |
BHCSHTSS^i:
|2C Nikkei
looooáGV
|90o" 20622,92
A M J J
■:HiBik=vii!!i| laaiHiiiaaiHM
Þessar hálfnöktu kjarnorkukonur kalla sig samstarfshóp kjarnorkulausra nakinna kvenna og i gær tóku þær sér
stöðu við hötnina í Melbourne í Ástralíu til að mótmæla heimsókn bandarisks herskips. Á spjöldunum eru áletranir
á borð við: brjóst en ekki bombur. Simamynd Reuter
Hvalastríðið senn á enda